Það er frábært hjá lögregluyfirvöldum að taka af hörku á móti Vítisenglunum í Leifsstöð og senda þá til síns heima. Það er alveg á hreinu að þessi glæpasamtök munu gera allt sem hægt er til að ná yfirráðum á dópmarkaðnum hérlendis eins og þau hafa gert að miklu leyti í nágrannalöndum okkar. Vítisenglar eru ein alræmdustu og harðsvírustu glæpamannasamtök sem um getur. Þau standa ítölsku mafíunni ekki langt að baki. Þegar ég bjó í Köben fyrir rúmum 20 árum þá voru Hells Engels og Bullshit tvö stærstu samtökin af þessum toga í borginni. Englarnir réðu dópmarkaðnum í Nörrebro hverfinu og þar um kring en Bulshittararnir réðu dópmarkaðnum á Amager og þar með í Kristianíu. Milli þessara hópa voru mikil átök sem enduðu með því að Makríllinn, foringi Bullshittaranna, var drepinn af engli úti á Amager. Sá flúði til Kanada og var þar í nokkur ár, kom síðan heim aftur, sat nokkur ár í fangelsi eins og kóngur og var síðast þegar ég vissi foringi englanna í Danmörku. Menn komast til áhrifa með slíkum aðgerðum. Einu sinni sá ég Bullshittarana í stórri mótorhjólaparade úti á Österbro og fór ekkja Makrílsins, ljóshærð stelpa, þar í broddi fylkingar. Vissulega mögnuð sjón. Stríðið milli fylkinganna endaði þannig að englarnir drápu flesta Bullskittarana og klárðu dæmið þannig. Þannig urðu þeir allsráðandi á þessum markaði í Danmörku.
Hells Engels eru samtök af slíkri gráðu að þau eru almennt talin ógnun við samfélagið. Því skiptir engu máli hvort meðlimir þeirra séu á sakaskrá eða ekki, þeir eru óæskilegir hvar sem er. Fréttamannsgreyið sem var úti í Leifsstöð í kvöld ætti að kynna sér lágmarksatriði í málinu áður en hann fer að fjalla um málið, slík var frammistaða hans.
Meðvitaða liðið er strax farið að hafa hátt og hreyta skít og skömm yfir lögguna fyrir að standa sig í starfi. Það er svo sem ekki við öðru að búast úr þeirri átt.
Það er svolítið gaman að sjá hvaða rökum þeir beita varðandi það að gera ekki athuagsemdir við hvataferð vopnaframleiðenda hingað til lands sem æptu sem hæst í fyrra þegar klámliðið ætlaði að koma til landsins. Jú þetta er ekki svo alvarlegt þar sem ætla má að þeir komi ekki til með að beita tólum sínum hérlendis. Ergó, klámliðið ætlaði þá samkvæmt þeirra mati líklega að nota tól sín og tæki og því voru þeir óæskilegir til landsins. Þvílíkur tvískinningur.
Skrapp niður í Austurbæ í kvöld til að taka myndir. <3 Svanhvít var að spila þar ásamt fleirum. Það voru ekki margir áhorfendur enda ekki að furða. Uppistaðan af böndunum voru dauðahljómsveitir þar sem eru ekki gerðar kröfur til neins nema að hafa hátt. Það er ekki alveg minn kaffibolli og svo virtist vera um fleiri.
laugardagur, nóvember 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli