Tók 10 km í Laugum í gær. Sá hraði sem var ítasta markmið í fyrra og náðist aðeins að krækja gómunum á vordögum rúllar nú frekar áreynslulítið. Ánægður með framfarirnar. Brettið venst vel með tímanum. Þegar ég fór fyrst að hlaupa inni fyrir þremur árum var það kvöl og pína. Nú er það mkkilu frekar tóm ánægja.
Fór út kl. 7.00 í morgun og tók 30 km með Neil og Jóa í fínu veðri.
Spaugstofan sýndi í kvöld hvað býr í þeim. Góður þáttur. Lokaþáttur laugardagslaganna var svona í lagi fyrir utan niðurstöðuna. Svona froðupopp hverfur að mínu mati í fjöldann og kemst hvorki lönd né strönd. Það verður hinsvegar bara gaman fyrir þau tvö sem sungu lagið að taka þátt í keppninni. Þau eru búin að reyna það oft að það hlaut að koma að því að þau ynnu. Það er eins með þau og Bo, hann var búinn að reyna ansi oft þangað til hann loks á leiðarenda og er hann svo úr sögunni. Afar kjánalegt af stráknum að geta ekki á sér setið að senda öðrum keppendum skeyti. Það er stundum ekki síður vandi að vinna heldur en að tapa.
Lagið hans Barða var eina lagið sem átti eitthvað erindi út að mínu mati. Einfalt og grípandi. Það eru slík lög sem smella og eru líkleg til árangurs en svona er þetta, þjóðin kýs þá fulltrúa sem hún á skilið.
Ég sé að það eru ýmsir farnir að hafa áhyggjur af nýgerðum kjarasamningum. Það er mjög einfalt að ef kjarasamningar eru hærri en efnahagurinn þolir þá gerist annað tveggja, verðbólga eykst eða atvinnuleysi eykst. Það er ekki annað mögulegt hvað sem lýðskrumararnir segja. Ég kann ekki mikið í kjarasamningum og það er margt sem ég skil ekki á því sviði. Meðal annars skil ég ekki það kerfi sem samið er nú um. Að því sem ég skil best þá er samið um það að ef einhverjir njóti launaskriðs þá gangi það út yfir alla. Sem sagt að ef einhver atvinnugrein gengur vel og telur sig hafa efni á því að hækka launin hjá starfsfólki sínu umfram kjarasamninga þá eiga launin einnig að hækka hjá starfsfólki þeirra fyrirtækja sem hafa ekki efni á að hækka launin umfram kjarasamninga. Þetta fyrirkomulag getur ekki annað en leitt lóðbeint til uppsagna og aukins atvinnuleysis. Maður verður alltaf jafn hissa á því þegar það sjónarmið birtist í þessu samhengi að það sé reiknað með því að peningar vaxi á trjánum. Enda þótt þensla sé í byggingariðnaði þá er ekki þar með sagt að það sé þensla í fiskvinnslu. Miklu frekar hefur þróunin verið í andstæða átt í þessum tveimur atvinnugreinum.
Umræðan í fjölmiðlum er síðan þannig að þegar fyrirtæki, fólk og sveitarfélög í sjávarbyggðum víða um land verða fyrir stóráfalli vegna samdráttar í loðnuveiðum sem ekki er ólíklegt að sé viðvarandi um nokkura ára skeið, olíuverð rýkur upp úr öllu valdi og hagkerið er að nauðhemla þá eru fjölmiðlar uppteknir af þátttöku þingmanns í pókermóti og fjasað um einhver skrif á bloggsíðu eins og það skipti sköpum um hvernig samfélagið þróast.
Maður heyrir ískrið í bremsunum langar leiðir. Vonandi að farartækið haldist á veginum.
laugardagur, febrúar 23, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hljóp nokkra km með Neil um daginn, hélt fyrst að hann væri þú þegar við mættumst, þið eruð alveg ótrúlega líkir.
kv Jón Kr
ps tókstu ekki myndir í London marathon 2006?
Sæll Jón.
Það er lítið sem við Neil eigum sameiginlegt nema hökutoppurinn eða þannig. Hann er alvegn magnaður. Maður heyrir á ýmsum að hann sé búinn að setja ný mörk hvað varðar æfingarálag hér á landi, þökk sé m.a. hlaupadagbók Stefáns. Ég tók svolítið af myndum í London. Það hefur farist fyrir hjá mér að setja þær inn á myndasíðuna. Geri það sem snarast.
Mbk
Gulli
Skrifa ummæli