miðvikudagur, desember 30, 2009
Árið 2009 er senn liðið til loka. Það er ekki úr vegi að líta um öxl og rifja upp hvernig mál hafa gengið fyrir sig á árinu. Um áramót var stefnan tekin á 48 tíma hlaup á Borgundarhólmi í maí. Það var nokkur ferð út í óvissuna því það er dálítið meira að taka tvo sólarhringa í Borgundarhólmshringnum en einn. Það hafði ég séð árið áður. Ég lagði því nokkuð meir að mér en áður. Meðal annars var sett upp áætlun um að taka eitt maraþonhlaup í viku hverri frá áramótum fram til vors. Áætlunin gekk fullkomlega eftir án nokkurra áfalla eða erfiðleika. Hlaupið sjálft gekk vel þrátt fyrir að blöðrur á fótunum hafi nokkuð sett mark sitt á seinni sólarhringinn. Annað var allt í lagi. Árangurinn var síðan framar björtustu vonum en maður sér alltaf að það væri hægt að gera enn betur. Að þessu verkefni loknu tók annað við. Ég hafði fengið þá hugmynd að hlaupa norður til Akureyrar og þegar ljóst var að allt var í lagi eftir Borgundarhólm þá hafði ég samband við Eddu Heiðrúnu Backmann og UMFÍ og lagði hugmyndina fyrir þau. Mér var tekið tveimur höndum og allt sett á fullt með undirbúning. Ég lagði svo af stað sunnudaginn 5. júlí og lauk hlaupinu á setningarhátíð UMFÍ föstudagskvöldið eftir. Að jafnaði hljóp ég 65 - 70 km á hverjum degi. Ingimundur Grétarsson úr Borgarnesi fylgdi mér norður og var sá besti ferðafélagi sem mögulegt var að fá. Veðrið lék við okkur sem aldrei fyrr, sól og rúmlega 20°C upp á hvern dag. Allt gekk eins og best var á kosið og er mörgum fluttar þakkir fyrir að þessi litla hugmynd yrði svo eftirminnilega að raunveruleika. Síðan tók ég þátt í skemmtilegu maraþonhlaupi UMFÍ laugardaginn eftir. Laugavegurinn var viku síðar og nú var látið staðar numið í Þórsmörk og dvalið í góðum félagsskap að hlaupi loknu. Næst á dagskránni var London - Brighton hlaupið í lok september og til að undirbúa það meðal annars þá tók ég tvöfalt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. London - Brighton hlaupið gekk vel að mestu leyti en það var flóknara í framkvæmd en flest önnur álíka hlaup þar sem rötunin vóg nokkuð þungt. Það er um 90 km langt og lá um engi, tún, skóga og þéttbýli og leiðin hvergi merkt. Stórverkefnum ársins lauk svo laugardaginn 5. desember þar sem ég tók 100 km á hlaupabretti í World Class, fyrstur Íslendinga. Það gekk allt ljómandi vel og var auðveldara en ég hafði haldið fyrirfram.
Ég skrifaði dálitla bók snemma vetrar sem Vestfirska forlagið var svo vinsamlegt að gefa út. Í henni rek ég hlaupasögu mína frá skemmtiskokkinu eftirminnilega sem ég tók þátt í fyrir algera tilviljun fram til að ég snerti fótinn á styttu Leonídasar í Spörtu eftir að hafa lokið erfiðasta og lengsta ofurhlaupi í heimi. Ég veit ekkert um sölutölur en hún hefur reist út. Þetta var skemmtilegt verkefni sem mér fannst betur gert en ógert, sérstaklega það gæti orðið einhverjum til stuðnings eða hvatningar.
Samtals er ég búinn að pjakka vel yfir 5.000 km á árinu og er það nær 15% lengra en á síðasta ári sem var langlengsta ár fram til þessa. Þar áður hafði ég hlaupið nálægt 3.000 km árlega. Ég er ekki í vafa um að breytt mataræði skiptir miklu máli í því sambandi að geta aukið álag á líkamann án þess að það hafi eftirköst. Mér likar mjög vel við þá rútínu semég er búinn að koma mér upp og hef enga ástæðu til að breyta henni. Burt með allan sykur, hvítt hveiti í algeru lágmarki og allt draslfæði hreinsað út. Það er ekki mjög flókið. Síðan er ég viss um að Herbalifepróteinið er mjög gagnlegt í löngum hlaupum. Ég er búinn að láta það oft reyna á það að ég tel mig geta fullyrt nokkuð í þeim efnum. Ég er ekki að segja að það sé það besta sem til er, um það hef ég ekki möguleika að dæma en sama er, það dugar mér vel.
Á næsta ári bíða mörg skemmtileg verkefni. Fyrst skal telja að ég er skráður í Comrades hlaupið í Suður Afríku í lok maí. Með því að ljúka því þá hef ég lokið öllum fjórum klassísku ofurhlaupunum í heiminum. Síðan langar mig til að takast aftur á við 48 klst hlaup á Borgundarhólmi og sjá hvort ég hafi eitthvað lært af hlaupinu frá því í fyrra sem betur megi fara. Nú hefur kostnaður hins vegar vaxið svo mikið við að fara erlendis svo maður verður að vanda valið. Ég er skráður í Trans Gaul hlaupið þvert yfir Frakkland en veit ekki hvort ég geti fjármagnað það. Það kemur í ljós. Það eru þrjú slík hlaup sem eru áhugaverð. Þvert yfir Þýskaland og Frakkland og síðan langs eftir Englandi. Öll eru þau um 1100 km og er lokið á 16-18 dögum. Það er alltaf gaman að láta sig dreyma. Síðan er ég farinn að spökulera í áhugaverðu verkefni hér heima á sumri komanda. Það kemur í ljós hvort af því verður. Það er ýmislegt hægt ef skrokkurinn er í lagi.
Maður getur ekki verið annað er ánægður með að allt þetta sem upp er talið hafi gengið upp án áfalla og í raun hefur hvert verkefnið verið öðru skemmtilegra. Það er ekki sjálfgefið. Það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en forréttindi sem maður á að vera þakklátur fyrir að geta leyft sér.
Árið hefur að öðru leyti verið mjög ánægjulegt. Fín ferð norður í Austurdal í Skagafirði, Kjalvegshlaupið í júní, styttri og lengri ljósmyndatúrar og námskeið, landsmót UMFÍ á Akureyri og ULUMFÍ á Sauðárkróki, ánægjulegir endurfundir með Neil í september, o.s.frv.o.s.frv.
Á morgun bíður Gamlárshlaupið. Það spáir vel, bjart, logn en smá frost. Betra gæti það varla verið. Það er nú einu sinni vetur.
Bestu nýárskveðjur.
Ég skrifaði dálitla bók snemma vetrar sem Vestfirska forlagið var svo vinsamlegt að gefa út. Í henni rek ég hlaupasögu mína frá skemmtiskokkinu eftirminnilega sem ég tók þátt í fyrir algera tilviljun fram til að ég snerti fótinn á styttu Leonídasar í Spörtu eftir að hafa lokið erfiðasta og lengsta ofurhlaupi í heimi. Ég veit ekkert um sölutölur en hún hefur reist út. Þetta var skemmtilegt verkefni sem mér fannst betur gert en ógert, sérstaklega það gæti orðið einhverjum til stuðnings eða hvatningar.
Samtals er ég búinn að pjakka vel yfir 5.000 km á árinu og er það nær 15% lengra en á síðasta ári sem var langlengsta ár fram til þessa. Þar áður hafði ég hlaupið nálægt 3.000 km árlega. Ég er ekki í vafa um að breytt mataræði skiptir miklu máli í því sambandi að geta aukið álag á líkamann án þess að það hafi eftirköst. Mér likar mjög vel við þá rútínu semég er búinn að koma mér upp og hef enga ástæðu til að breyta henni. Burt með allan sykur, hvítt hveiti í algeru lágmarki og allt draslfæði hreinsað út. Það er ekki mjög flókið. Síðan er ég viss um að Herbalifepróteinið er mjög gagnlegt í löngum hlaupum. Ég er búinn að láta það oft reyna á það að ég tel mig geta fullyrt nokkuð í þeim efnum. Ég er ekki að segja að það sé það besta sem til er, um það hef ég ekki möguleika að dæma en sama er, það dugar mér vel.
Á næsta ári bíða mörg skemmtileg verkefni. Fyrst skal telja að ég er skráður í Comrades hlaupið í Suður Afríku í lok maí. Með því að ljúka því þá hef ég lokið öllum fjórum klassísku ofurhlaupunum í heiminum. Síðan langar mig til að takast aftur á við 48 klst hlaup á Borgundarhólmi og sjá hvort ég hafi eitthvað lært af hlaupinu frá því í fyrra sem betur megi fara. Nú hefur kostnaður hins vegar vaxið svo mikið við að fara erlendis svo maður verður að vanda valið. Ég er skráður í Trans Gaul hlaupið þvert yfir Frakkland en veit ekki hvort ég geti fjármagnað það. Það kemur í ljós. Það eru þrjú slík hlaup sem eru áhugaverð. Þvert yfir Þýskaland og Frakkland og síðan langs eftir Englandi. Öll eru þau um 1100 km og er lokið á 16-18 dögum. Það er alltaf gaman að láta sig dreyma. Síðan er ég farinn að spökulera í áhugaverðu verkefni hér heima á sumri komanda. Það kemur í ljós hvort af því verður. Það er ýmislegt hægt ef skrokkurinn er í lagi.
Maður getur ekki verið annað er ánægður með að allt þetta sem upp er talið hafi gengið upp án áfalla og í raun hefur hvert verkefnið verið öðru skemmtilegra. Það er ekki sjálfgefið. Það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en forréttindi sem maður á að vera þakklátur fyrir að geta leyft sér.
Árið hefur að öðru leyti verið mjög ánægjulegt. Fín ferð norður í Austurdal í Skagafirði, Kjalvegshlaupið í júní, styttri og lengri ljósmyndatúrar og námskeið, landsmót UMFÍ á Akureyri og ULUMFÍ á Sauðárkróki, ánægjulegir endurfundir með Neil í september, o.s.frv.o.s.frv.
Á morgun bíður Gamlárshlaupið. Það spáir vel, bjart, logn en smá frost. Betra gæti það varla verið. Það er nú einu sinni vetur.
Bestu nýárskveðjur.
laugardagur, desember 26, 2009
Jólin líða hjá á hefðbundinn hátt. Yfirleitt er hvíld og afslöppun nokkuð höfð í fyrirrúmi. Það tilheyrir og þykir ágætt. Fjölskyldan hittist og tekur sólarhæðina á ýmsum málum. Lestur góðra bóka er órjúfanlegur hluti jólanna. Ég fékk m.a. Útkall eftir Óttar Sveinsson í einum pakkanum á aðfangadagskvöld. Í henni er sagt frá björgunarafrekinu við Látrabjarg sem bændur í Rauðasandshreppi unnu um miðjan desember árið 1947. Ég hef áður minnst á þetta afrek sem er einstætt í björgunarsögu þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Þarna voru unnin ómöguleg afrek af vanbúnu og fátæku bændafólki í vestasta hreppi Evrópu. En vegna þess að þarna var fólk sem hafði alist upp í nánum tengslum við náttúruna og þekkti aðstæður þarna út og inn þá var þessi þraut leyst á svo ótrúlegan hátt að manni er orða vant. Aðstæður voru eins erfiðar og hægt var að hugsa sér. Hársbreidd munaði að fjöldi björgunarmanna færist. Um þetta afrek var aldrei talað sem neinu nam í sveitinni. Þegar þessu verkefni var lokið þá var því lokið.
Það er náttúrulega til vansa hvað seinni tíma einstaklingar hafa sýnt þessu takmarkaðan sóma. Ekkert aðgengilegt efni er til staðar fyrir ferðafólk að átta sig á aðstæðum eða því sem gerðist þarna. Myndin um björgunarafrekið við Látrabjarg er að vísu sýnd í safninu á Hnjóti og ýmsir munur eru þar einnig til minja um þennan atburð og er það vel. Engu að síður er hægt að gera miklu betur. Úti á Bjargtöngum er ekkert sem minnir á þennan atburð. Á bílastæðinu á vegarenda inni á Bjargi er smá skilti sem var sett upp fyrir örfáum árum. Þar er lauslega farið yfir þennan atburð en svo ótal margt er látið liggja milli hluta að það er erfitt að hugsa um það. Fólkið sem vann þetta afrek á það svo sannarlega skilið að fólk nútímans sem á allt til alls en myndi aldrei geta fetað í fótspor þess haldi því afreki á lofti sem unnið var við Látrabjarg um miðjan desember árið 1947.
Aðeins til að gefa áhugasömum innsýn í hvað þarna gerðist þá verður hér stiklað á stóru:
1. Föstudaginn 12. desember snemma morguns strandar togarinn Dhoon undir Látrabjargi.
Skipstjórinn virðist hafa keyrt skipinu beint upp í bjargið. Skipið strandar undir 180 metra háu standbergi. Það er óþverraveður og mikið brim. Á skipinu er 15 manna áhöfn. Neiðarkall er sent út.
2. Upplýsingar berast vestur um strandið. Farið er að leita. Síðdegis á föstudag sjá Látrabændur hvar skipið er strandað undir bjarginu. Það er hvasst og skítaveður en frostlaust. Látramenn ráða ráðum sínum og skipuleggja björgunaraðgerðir morguninn eftir. Menn leggja gangandi af stað til Látra víðs vegar að úr hreppnum.
3. Björgunarmenn leggja af stað eldsnemma á laugardagsmorgni frá Látrum. Ákveðið er að freista þess að bjarga strandmönnum með því að síga í fjöru af Flaugarnefi. Um 100 metra leið er af brún bjargsins niður á Flaugarnef og er það snarbrött klettahlíð. Af nefinu er svo 80 metra standberg í fjöru.
4. Tólf menn fara niður á Flaugarnef. Þeir eru allt frá nítján ára unglingum upp í fullorðna menn. Flaugarnefið er 40 metra breitt og 60 metra langt. Einungis er fært fyrir vana menn niður á það að sumarlagi, hvað þá um hávetur í klaka og myrkri. Þeir eru komnir niður á nefið um kl. 10:00. Fyrir tilviljun hafði einn mannanna tekið með sér öxi. Með henni var hægt að höggva spor í grassvörðinn svo þeir sem á nefninu sátu hefðu viðspyrnu.
5. Fjórir (Þórður á Látrum, Drési Karls, Hafliði í Neðri Tungu og Bjarni í Hænuvík) síga niður í fjöru af Flaugarnefinu og tóku þeir mest allann björgunarbúnaðinn með sér á bakinu.
6. Línu er skotið út í skipið. Greiðlega gengur að bjarga Bretunum í land. Um kl. 13:00 eru allir skipbrotsmenn sem voru á lífi (tólf talsins) komnir upp í fjöru.
7. Um kl. 14:00 er farið að draga skipbrotsmenn upp á Flaugarnefið. Kl. 16:00 er búið að draga sjö skipbrotsmenn upp á Flaugarnefið og Þórð á Látrum einnig. Þá er orðið dimmt og farið að flæða að. Ómögulegt er að draga fleiri upp þennan dag.
8. Steinn kemur fljúgandi niður Flaugarnefið. Hann strýkst með vanganum á Árna Helgasyni og særir Guðmund í Breiðuvík á öxlinni. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef hann hefði lent á þeim.
9. Þeir sem eru í fjörunni (þrír björgunarmenn og fimm Bretar) freista þess að finna stað undir bjarginu þar sem brimið nær ekki til þeirra til að geta lifað af nóttina. Í sautján klukkustundir eru þeir að hörfa undan briminu í fjörunni í náttmyrkri við ólýsanlegar aðstæður. Björgunarmenn á Flaugarnefi og Bretarnir sjö verða að dvelja þar um nóttina því ómögulegt er að fara upp 100 metra snarbratta og hættulega klettahlíð í náttmyrkrinu. Þrír menn fikra sig þó upp á brún eftir vað til að láta vita af sér og sækja mat og klæðnað.
10. Hafliði fær stein utan í höfuðið undir bjarginu og höfuðkúpubrotnar. Búið er um sárið en annars er ekkert hægt að gera. Bátsmaðurinn á Dhoon fær einnig stein í höfuðið en særist minna.
11. Þegar búið er að sækja mat og föt að Látrum er bagginn (um 50 kíló) bundinn á bakið á Halldóri Ólafssyni, fimmtán ára dreng. Hann er léttastur og því auðveldast að láta hann síga niður í náttmyrkrinu. Hann er látinn síga niður um 60 metra leið. Bagginn er svo þungur að það reynist honum ofraun að halda um kaðalinn á leiðinni niður. Hann missir tökin á vaðnum og snýst við. Honum er þannig slakað niður einhverja tugi metra í náttmyrkrinu með höfuðið á undan og fimmtíu kílóa bagga hangandi á sér þar til hann lendir á syllu og stöðvast. Hann kallar á hjálp og menn á Flaugarnefinu heyra í honum og komast til hans. Hann verður fyrir svo miklu áfalli að um tveir sólarhringar eru þurrkaðir út úr minni hans æ síðan.
12. Menn úr nærliggjandi sveitarhlutum safnast til Látra á aðfaranótt sunnudags til að aðstoða við björgunina. Það gengur á með hvassviðri og rigningu.
13. Undir hádegi á sunnudegi er farið að birta það mikið að hægt er að fara að draga þá sem eftir voru í fjörunni upp á nefið. Þeir lifðu allir af nóttina. Þegar þeir eru að klöngrast að vaðnum fær Andrés Karlsson stein af svo miklu afli í kassa sem hann bar á bakinu að hann flaug flatur.
14. Það tekst að ná öllum mönnunum úr fjörunni upp á Flaugarnefið. Síðan er farið að koma þeim upp á brún á bjarginu. Um kl. 18:00 á sunnudagskvöld er síðasti maður kominn upp á brún. Ekki var fært að koma þeim skipbrotsmönnum sem höfðu gist í fjörunni heim að Látrum um kvöldið eða nóttina því ekki var til nægur mannskapur svo tryggt væri að allir kæmust til bæja. Um 15 km leið er heim að Látrum frá bjargbrúninni. Þeir urðu því að gista í tjaldi á bjargbrúninni ásamt tveimur íslendingum. Ekki mátti sofna því þá var ekki víst að menn vöknuðu aftur.
15. Síðustu skipbrotsmenn og björgunarmenn koma heim að Látrum á mánudagsmorgni. Þeir sem lengst höfðu vakað vöktu í um þrjá til fjóra sólarhringa.
Þetta er stutt ágrip af atburðarásinni vestur við Látrabjarg þessa sólarhringa sem vafalaust enginn gleymdi nokkurntíma sem upplifði þá. Margt fólk kemur vestur á Látrabjarg á hverju sumri. Fæstir þeirra leiða hugann að þessu mikla afreki þegar þeir standa á brun bjargsins á góðviðrisdegi og enn færri geta gert sér í hugarlund við hvaða aðstæður þetta mikla afrek var unnið.
Það er náttúrulega til vansa hvað seinni tíma einstaklingar hafa sýnt þessu takmarkaðan sóma. Ekkert aðgengilegt efni er til staðar fyrir ferðafólk að átta sig á aðstæðum eða því sem gerðist þarna. Myndin um björgunarafrekið við Látrabjarg er að vísu sýnd í safninu á Hnjóti og ýmsir munur eru þar einnig til minja um þennan atburð og er það vel. Engu að síður er hægt að gera miklu betur. Úti á Bjargtöngum er ekkert sem minnir á þennan atburð. Á bílastæðinu á vegarenda inni á Bjargi er smá skilti sem var sett upp fyrir örfáum árum. Þar er lauslega farið yfir þennan atburð en svo ótal margt er látið liggja milli hluta að það er erfitt að hugsa um það. Fólkið sem vann þetta afrek á það svo sannarlega skilið að fólk nútímans sem á allt til alls en myndi aldrei geta fetað í fótspor þess haldi því afreki á lofti sem unnið var við Látrabjarg um miðjan desember árið 1947.
Aðeins til að gefa áhugasömum innsýn í hvað þarna gerðist þá verður hér stiklað á stóru:
1. Föstudaginn 12. desember snemma morguns strandar togarinn Dhoon undir Látrabjargi.
Skipstjórinn virðist hafa keyrt skipinu beint upp í bjargið. Skipið strandar undir 180 metra háu standbergi. Það er óþverraveður og mikið brim. Á skipinu er 15 manna áhöfn. Neiðarkall er sent út.
2. Upplýsingar berast vestur um strandið. Farið er að leita. Síðdegis á föstudag sjá Látrabændur hvar skipið er strandað undir bjarginu. Það er hvasst og skítaveður en frostlaust. Látramenn ráða ráðum sínum og skipuleggja björgunaraðgerðir morguninn eftir. Menn leggja gangandi af stað til Látra víðs vegar að úr hreppnum.
3. Björgunarmenn leggja af stað eldsnemma á laugardagsmorgni frá Látrum. Ákveðið er að freista þess að bjarga strandmönnum með því að síga í fjöru af Flaugarnefi. Um 100 metra leið er af brún bjargsins niður á Flaugarnef og er það snarbrött klettahlíð. Af nefinu er svo 80 metra standberg í fjöru.
4. Tólf menn fara niður á Flaugarnef. Þeir eru allt frá nítján ára unglingum upp í fullorðna menn. Flaugarnefið er 40 metra breitt og 60 metra langt. Einungis er fært fyrir vana menn niður á það að sumarlagi, hvað þá um hávetur í klaka og myrkri. Þeir eru komnir niður á nefið um kl. 10:00. Fyrir tilviljun hafði einn mannanna tekið með sér öxi. Með henni var hægt að höggva spor í grassvörðinn svo þeir sem á nefninu sátu hefðu viðspyrnu.
5. Fjórir (Þórður á Látrum, Drési Karls, Hafliði í Neðri Tungu og Bjarni í Hænuvík) síga niður í fjöru af Flaugarnefinu og tóku þeir mest allann björgunarbúnaðinn með sér á bakinu.
6. Línu er skotið út í skipið. Greiðlega gengur að bjarga Bretunum í land. Um kl. 13:00 eru allir skipbrotsmenn sem voru á lífi (tólf talsins) komnir upp í fjöru.
7. Um kl. 14:00 er farið að draga skipbrotsmenn upp á Flaugarnefið. Kl. 16:00 er búið að draga sjö skipbrotsmenn upp á Flaugarnefið og Þórð á Látrum einnig. Þá er orðið dimmt og farið að flæða að. Ómögulegt er að draga fleiri upp þennan dag.
8. Steinn kemur fljúgandi niður Flaugarnefið. Hann strýkst með vanganum á Árna Helgasyni og særir Guðmund í Breiðuvík á öxlinni. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef hann hefði lent á þeim.
9. Þeir sem eru í fjörunni (þrír björgunarmenn og fimm Bretar) freista þess að finna stað undir bjarginu þar sem brimið nær ekki til þeirra til að geta lifað af nóttina. Í sautján klukkustundir eru þeir að hörfa undan briminu í fjörunni í náttmyrkri við ólýsanlegar aðstæður. Björgunarmenn á Flaugarnefi og Bretarnir sjö verða að dvelja þar um nóttina því ómögulegt er að fara upp 100 metra snarbratta og hættulega klettahlíð í náttmyrkrinu. Þrír menn fikra sig þó upp á brún eftir vað til að láta vita af sér og sækja mat og klæðnað.
10. Hafliði fær stein utan í höfuðið undir bjarginu og höfuðkúpubrotnar. Búið er um sárið en annars er ekkert hægt að gera. Bátsmaðurinn á Dhoon fær einnig stein í höfuðið en særist minna.
11. Þegar búið er að sækja mat og föt að Látrum er bagginn (um 50 kíló) bundinn á bakið á Halldóri Ólafssyni, fimmtán ára dreng. Hann er léttastur og því auðveldast að láta hann síga niður í náttmyrkrinu. Hann er látinn síga niður um 60 metra leið. Bagginn er svo þungur að það reynist honum ofraun að halda um kaðalinn á leiðinni niður. Hann missir tökin á vaðnum og snýst við. Honum er þannig slakað niður einhverja tugi metra í náttmyrkrinu með höfuðið á undan og fimmtíu kílóa bagga hangandi á sér þar til hann lendir á syllu og stöðvast. Hann kallar á hjálp og menn á Flaugarnefinu heyra í honum og komast til hans. Hann verður fyrir svo miklu áfalli að um tveir sólarhringar eru þurrkaðir út úr minni hans æ síðan.
12. Menn úr nærliggjandi sveitarhlutum safnast til Látra á aðfaranótt sunnudags til að aðstoða við björgunina. Það gengur á með hvassviðri og rigningu.
13. Undir hádegi á sunnudegi er farið að birta það mikið að hægt er að fara að draga þá sem eftir voru í fjörunni upp á nefið. Þeir lifðu allir af nóttina. Þegar þeir eru að klöngrast að vaðnum fær Andrés Karlsson stein af svo miklu afli í kassa sem hann bar á bakinu að hann flaug flatur.
14. Það tekst að ná öllum mönnunum úr fjörunni upp á Flaugarnefið. Síðan er farið að koma þeim upp á brún á bjarginu. Um kl. 18:00 á sunnudagskvöld er síðasti maður kominn upp á brún. Ekki var fært að koma þeim skipbrotsmönnum sem höfðu gist í fjörunni heim að Látrum um kvöldið eða nóttina því ekki var til nægur mannskapur svo tryggt væri að allir kæmust til bæja. Um 15 km leið er heim að Látrum frá bjargbrúninni. Þeir urðu því að gista í tjaldi á bjargbrúninni ásamt tveimur íslendingum. Ekki mátti sofna því þá var ekki víst að menn vöknuðu aftur.
15. Síðustu skipbrotsmenn og björgunarmenn koma heim að Látrum á mánudagsmorgni. Þeir sem lengst höfðu vakað vöktu í um þrjá til fjóra sólarhringa.
Þetta er stutt ágrip af atburðarásinni vestur við Látrabjarg þessa sólarhringa sem vafalaust enginn gleymdi nokkurntíma sem upplifði þá. Margt fólk kemur vestur á Látrabjarg á hverju sumri. Fæstir þeirra leiða hugann að þessu mikla afreki þegar þeir standa á brun bjargsins á góðviðrisdegi og enn færri geta gert sér í hugarlund við hvaða aðstæður þetta mikla afrek var unnið.
fimmtudagur, desember 24, 2009
Þegar maður heyrir í hádegisfréttum að flugvélinni sem átti að fara til Ísafjarðar hafi verið snúið frá vegna veður þá rifjast upp eitt og annað frá því í denn tíð þegar verið va rað komast heim eða að heiman í kringum jólafrí. Það var ekki alltaf fyrirhafnarlaust. Í fyrsta sinn sem ég fór í skóla utan sveitar þá var það í Stykkshólm. Ég komst vandræðalaust heim í jólafrí með ákveðnum selflutningum . Þegar áramótin voru liðin þá þurfti að koma gripnum í vegn fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur á nýjan leik. Það var ekki auðvelt því allar heiðar voru kolófærar. Þá voru vegir ekki ruddir daglega heldur einu sinni til tvisvar í viku eftir því hvernig verkast vildi. Því fór pabbi með mig fótgangandi inn yfir Sandsheiði inn á Barðaströnd. Mig minnir að það hafi verið á þrettándanum. Ég mældi leiðina í fyrrasumar og hún er akkúrat 15 km inn að Holti með um 500 metra hækkun. Ég hafði ekki farið Sandsheiði síðan þarna í janúar 1967. Ferðin gekk í sjálfu sér vel, veðrið var ágætt og göngufæri líka. Við gistum svo inn á Barðaströnd og pabbi fót fótgangandi til baka daginn eftir.
Öðru skipti man ég eftir þegar hafði verið ófært að sunnan nokkra daga og að lokum gaf að fljúga daginn fyrir Þorláksmessu. Þá var ollu tjaldað sem til var og þrjár flugvélar flugu vestur á Patreksfjörð þennan morgun. Veðrið va rsvo sem ekkert sérstakt því þær þurftu að hringsóla yfir Patreksfirðinum í ein þrjú kortér áður en möguleiki var á að lenda. Þá flugu þær út með firðinum að norðanverðu því þar var bjartara. Síðan þegar komið var til móts við flugvöllinn þá var þverbeygt inn í sortann og svo skelltu þær sér niður á völlinn. Þeir sem biðu farþeganna sáu ekkert til vélanna fyrr en þær runnu fram hjá flugvallarskýlinu eftir að hafa lent.
Eitt skipti kom Inga systir vestur daginn fyrir gamlársdag og ætlaði að vera heima yfir áramótin. Hún þurfti að bíða í þrjár vikur eftir því að flugfært yrði suður með tilheyrandi vandræðum.
Varðskipin voru þrautalendingin þegar gaf ekki fyrir flug. Það kom nokkuð oft fyrir að skólafólk og aðrir sem þurftu að komast á milli fóru vestur með varðskipi fyrir jólin eða þau smöluðu firðina eftir hátíðarnar þegar illa leit út með flug. Það voru ekki alltaf skemmtilegar ferðir að veltast með varðskipi eina tólf tíma drullusjóveikur og ræfilslegur. Eitt skipti komst ég vestur á Þorláksmessukvöld eftir varðskipsferð að sunnan og annað skipti þurfti ég að bíða í viku á Patró eftir næsta varðskipi þar sem ég missti af þvi fyrra.
Tvisvar sinnum man ég eftir að rafmagnið fór yfir jólin. Í annað skiptið bilaði ljósavélin og það var búið við kertaljós og gaseldavél fram yfir nýár. Í hitt skiptið fór rafmagnið á aðfangadag 1974 þegar nýbúið var að leggja raflínuna um sveitirnar. Línurnar slitnuðu í vitlausu veðri og rafmagn kom ekki aftur á fyrr en á gamlársdag. Þetta hafðist en mest va rum vert að geta haldi hlýju á bænum. Þá kom gamla olíufýringin í góðar þarfir.
Svona var þetta og þótti sjálfsagt. Þetta var eðlilegur partur af tilverunni að geta lent í ströggli við að komast frá eða til í jólafrí. Aldrei datt manni þó í hug á þessum árum að vera annarsstaðar yfir jólin en fyrir vestan.
Óska öllum þeim sem eiga leið um síðuna gleðilegra jóla.
Öðru skipti man ég eftir þegar hafði verið ófært að sunnan nokkra daga og að lokum gaf að fljúga daginn fyrir Þorláksmessu. Þá var ollu tjaldað sem til var og þrjár flugvélar flugu vestur á Patreksfjörð þennan morgun. Veðrið va rsvo sem ekkert sérstakt því þær þurftu að hringsóla yfir Patreksfirðinum í ein þrjú kortér áður en möguleiki var á að lenda. Þá flugu þær út með firðinum að norðanverðu því þar var bjartara. Síðan þegar komið var til móts við flugvöllinn þá var þverbeygt inn í sortann og svo skelltu þær sér niður á völlinn. Þeir sem biðu farþeganna sáu ekkert til vélanna fyrr en þær runnu fram hjá flugvallarskýlinu eftir að hafa lent.
Eitt skipti kom Inga systir vestur daginn fyrir gamlársdag og ætlaði að vera heima yfir áramótin. Hún þurfti að bíða í þrjár vikur eftir því að flugfært yrði suður með tilheyrandi vandræðum.
Varðskipin voru þrautalendingin þegar gaf ekki fyrir flug. Það kom nokkuð oft fyrir að skólafólk og aðrir sem þurftu að komast á milli fóru vestur með varðskipi fyrir jólin eða þau smöluðu firðina eftir hátíðarnar þegar illa leit út með flug. Það voru ekki alltaf skemmtilegar ferðir að veltast með varðskipi eina tólf tíma drullusjóveikur og ræfilslegur. Eitt skipti komst ég vestur á Þorláksmessukvöld eftir varðskipsferð að sunnan og annað skipti þurfti ég að bíða í viku á Patró eftir næsta varðskipi þar sem ég missti af þvi fyrra.
Tvisvar sinnum man ég eftir að rafmagnið fór yfir jólin. Í annað skiptið bilaði ljósavélin og það var búið við kertaljós og gaseldavél fram yfir nýár. Í hitt skiptið fór rafmagnið á aðfangadag 1974 þegar nýbúið var að leggja raflínuna um sveitirnar. Línurnar slitnuðu í vitlausu veðri og rafmagn kom ekki aftur á fyrr en á gamlársdag. Þetta hafðist en mest va rum vert að geta haldi hlýju á bænum. Þá kom gamla olíufýringin í góðar þarfir.
Svona var þetta og þótti sjálfsagt. Þetta var eðlilegur partur af tilverunni að geta lent í ströggli við að komast frá eða til í jólafrí. Aldrei datt manni þó í hug á þessum árum að vera annarsstaðar yfir jólin en fyrir vestan.
Óska öllum þeim sem eiga leið um síðuna gleðilegra jóla.
þriðjudagur, desember 22, 2009
Ég var niður í Hagkaup í Kringlunni í eftirmiðdaginn að árita bókina. Lílkega verður þetta seinasta úthaldið. Þetta venst þokkalega. Auðvitað er það dálítið skrítið að sitja þarna og bjóða afurðina til sölu. Það er mesta furða hvað fólk stoppar, spjallar og alltaf eru nokkrir sem ganga burt með bók í hönd. Auðvitað hefði ég getað verið duglegri við að fara um og lesa upp en það er svona að í nokkur horn er að líta.
Á norska vefnum www.kondis.no/ultra er sagt smávegis frá brettishlaupinu um daginn. Líklega eru ekki margir sem hafa lagt fyrir sig svona löng brettishlaup á norðurlöndunum. Johann Lindvall, svíinn sem ég atti kappi við á Borgunarhólmi í vor, hefur þó hlaupið 48 klst hlaup á bretti og náði tæpum 300 km. Einar sem heldur utan um vefinn gefur einnig slóð á gildandi reglur um svona hlaup svo þau verði tekin gild á alþjóðavettvangi. Ég þekkti þessar reglur ekki áður en það er gott að vita af þeim. Gott hjá Sæbjörgu í Vestmannaeyjum að einhenda sér í að hlaupa 100 km á bretti og klára það með sóma.
Ástralskur vinur Sveins kom með honum að utan á miðvikudaginn og dvaldi hjá okkur í nokkra daga. Það hefur vafalaust verið dálítið framandi fyrir hann að koma hingað. hann sagðist t.d. aldrei hafa dvalið í landi sem hefði ekki ensku sem móðurmál. Eitt af því sem hann vonaðist eftir að upplifa var að sjá norðurljós. Við fórum austur á Þingvöll í gærkvöldi á norðurljósaveiðar. Við sáum þau vissulega en frekar voru þau dauf. Það hefði verið gaman fyrir hann að upplifa þau kraftmikil og litfögur en þetta var svona hálfsýning.
Á norska vefnum www.kondis.no/ultra er sagt smávegis frá brettishlaupinu um daginn. Líklega eru ekki margir sem hafa lagt fyrir sig svona löng brettishlaup á norðurlöndunum. Johann Lindvall, svíinn sem ég atti kappi við á Borgunarhólmi í vor, hefur þó hlaupið 48 klst hlaup á bretti og náði tæpum 300 km. Einar sem heldur utan um vefinn gefur einnig slóð á gildandi reglur um svona hlaup svo þau verði tekin gild á alþjóðavettvangi. Ég þekkti þessar reglur ekki áður en það er gott að vita af þeim. Gott hjá Sæbjörgu í Vestmannaeyjum að einhenda sér í að hlaupa 100 km á bretti og klára það með sóma.
Ástralskur vinur Sveins kom með honum að utan á miðvikudaginn og dvaldi hjá okkur í nokkra daga. Það hefur vafalaust verið dálítið framandi fyrir hann að koma hingað. hann sagðist t.d. aldrei hafa dvalið í landi sem hefði ekki ensku sem móðurmál. Eitt af því sem hann vonaðist eftir að upplifa var að sjá norðurljós. Við fórum austur á Þingvöll í gærkvöldi á norðurljósaveiðar. Við sáum þau vissulega en frekar voru þau dauf. Það hefði verið gaman fyrir hann að upplifa þau kraftmikil og litfögur en þetta var svona hálfsýning.
föstudagur, desember 18, 2009
Við mættum nokkur niður í Sportís í Garðabæ seinni partinn í dag. Það voru þau ágætu hjón Þórólfur og Eva, Sibba, Margrét Elíasdóttir, Birgir Sævarsson, Birkir Marteinsson, Sigurður Hansen og undirritaður. Tilefnið var að taka á móti fyrstu posion af hlaupafatnaði frá Asics umboðinu. Það valdi nokkra hlaupara sem það ætlar að styrkja með vetrarhlaupafatnaði, sumarhlaupafatnaði og hlaupaskóm í þeirri von að hópurinn verði umboðinu og hinu ágæta Asics nafni til sóma og framdráttar. Það er heiður að því að vera valinn í svona hóp því þarna er samankomið harðsnúið lið og mjög myndarlega gert af umboðinu. Við myndum lið á hlaup.com og einnig mun hópurinn mynda lið í hlaupum þar sem boðið er upp á það undir merkjum Asics. Þegar var verið að spjalla saman töldu þeir Asics menn öll tormerki á því að þeir gætu neitt hlaupið sem heitið gæti. Upp úr því fóru menn að bera saman sinn fyrsta tíma í 10 km. Þar komu tölur fram sem hefðu ekki bent til þess að viðkomandi ætti eftir að standa uppi sem afreksmaður í götuhlaupum nokkrum árum síðar. Það sannast á þessu að maðurinn er sín mesta hindrun. Ef maður telur sér trú um að eitt eða annað sé ómögulegt þá tekst það alveg örugglega ekki. Ef látið er reyna á hvort eitthvað sé hægt þá er þó alla vega möguleiki á að það takist.
Ég er búinn að fá glærurnar frá ráðstefnunni í Frankfurt í síðustu viku. Það er fróðlegt að fara yfir þær og rifja erindin upp. Það eru ótrúlegir hlutir sem hafa verið að gerast í almenningshlaupum í Evrópu á síðustu árum. Þetta hefur sprottið upp úr grasrótinni án stuðning eða atbeina frjálsíþróttasambandanna og sumstaðar án aðkomu fjölmiðla. Okkar land er að mestu leyti dæmi um hið síðarnefnda. Í ár þá sóttu 125 þúsund manns um að komast í London maraþon í þessu 25 þúsund pláss sem voru laus. Þetta gerðist á einum sólarhring. Þetta er náttúrulega makalaust. Fyrir 20 árum tóku um 5.000 manns árlega þátt í Boston maraþoni. Nú eru þeir um 25.000. Reiknað er með að það séu á bilinu 450.000 og 500.000 manns sem hleypur maraþon í evrópu á hverju ári. Fyrir 15 árum síðan voru þeir rúmlega 100.000. Í kringum 1980 voru þeir kannski um 10.000 talsins. Á 10 árum hefur fjöldi skokkara í Hollandi vaxið úr því að vera um 8% þjóðarinanr í um 18%. Í Belgíu hefur fjöldi skokkara vaxið úr því að vera 3% þjóðarinnar á 10 árum í ca 10%. Af einstökum viðburðum sem eru skipulagðir undir sama hatti þá er DHL boðhlaupið í Danmörku fjölmennasti hlaupaviðburðurinn í Evrópu en um 100.000 manns taka þátt í honum. Það er margt fleira athyglisvert í þessum glærum sem verður kannski farið yfir síðar.
Ég sé á hlaup.is að kona í Vestmannaeyjum ætlar að leggja í a hlaupa 100 km á bretti á morgun. Það er flott að hlauparar eru tilbúnir í að kasta sér út í djúpu laugina. Vonandi gengur þetta allt upp hjá henni. Fréttir í Vestmannaeyjum hefðu hins vegar aðeins lagst í rannsóknavinnu því tvær íslenskar konur hafa hlaupið 100 km utandyra. Það eru þær Elín Reed og Bryndís Baldursdóttir (Bibba). Engin íslensk kona hefur hins vegar hlaupið 100 km á bretti svo kannski verður brotið blað í hlaupasögunni á morgun.
Ég árita bókina í Hagkaup í Smáralindinni í dag milli 16:00 og 18:00 og svo er það Mál og Menning á Laugaveginum á morgun milli kl. 14:00 og 16:00. Þá verðum við Edda Heiðrún saman að árita. Það verður ánægjulegt.
Ég er búinn að fá glærurnar frá ráðstefnunni í Frankfurt í síðustu viku. Það er fróðlegt að fara yfir þær og rifja erindin upp. Það eru ótrúlegir hlutir sem hafa verið að gerast í almenningshlaupum í Evrópu á síðustu árum. Þetta hefur sprottið upp úr grasrótinni án stuðning eða atbeina frjálsíþróttasambandanna og sumstaðar án aðkomu fjölmiðla. Okkar land er að mestu leyti dæmi um hið síðarnefnda. Í ár þá sóttu 125 þúsund manns um að komast í London maraþon í þessu 25 þúsund pláss sem voru laus. Þetta gerðist á einum sólarhring. Þetta er náttúrulega makalaust. Fyrir 20 árum tóku um 5.000 manns árlega þátt í Boston maraþoni. Nú eru þeir um 25.000. Reiknað er með að það séu á bilinu 450.000 og 500.000 manns sem hleypur maraþon í evrópu á hverju ári. Fyrir 15 árum síðan voru þeir rúmlega 100.000. Í kringum 1980 voru þeir kannski um 10.000 talsins. Á 10 árum hefur fjöldi skokkara í Hollandi vaxið úr því að vera um 8% þjóðarinanr í um 18%. Í Belgíu hefur fjöldi skokkara vaxið úr því að vera 3% þjóðarinnar á 10 árum í ca 10%. Af einstökum viðburðum sem eru skipulagðir undir sama hatti þá er DHL boðhlaupið í Danmörku fjölmennasti hlaupaviðburðurinn í Evrópu en um 100.000 manns taka þátt í honum. Það er margt fleira athyglisvert í þessum glærum sem verður kannski farið yfir síðar.
Ég sé á hlaup.is að kona í Vestmannaeyjum ætlar að leggja í a hlaupa 100 km á bretti á morgun. Það er flott að hlauparar eru tilbúnir í að kasta sér út í djúpu laugina. Vonandi gengur þetta allt upp hjá henni. Fréttir í Vestmannaeyjum hefðu hins vegar aðeins lagst í rannsóknavinnu því tvær íslenskar konur hafa hlaupið 100 km utandyra. Það eru þær Elín Reed og Bryndís Baldursdóttir (Bibba). Engin íslensk kona hefur hins vegar hlaupið 100 km á bretti svo kannski verður brotið blað í hlaupasögunni á morgun.
Ég árita bókina í Hagkaup í Smáralindinni í dag milli 16:00 og 18:00 og svo er það Mál og Menning á Laugaveginum á morgun milli kl. 14:00 og 16:00. Þá verðum við Edda Heiðrún saman að árita. Það verður ánægjulegt.
fimmtudagur, desember 17, 2009
Norski hlaupavefurinn birti í dag yfirlit um besta árangur ársins á Norðurlöndum í 100 km hlaupi hjá konum og körlum. Sigurjón Sigurbjörnsson er þar í 18 sæti eftir sitt góða hlaup í júní en rétt um 30 karlar á Norðurlöndum hlaupa 100 km á undir níu klst, en það er lágmarksárangur sem þarf að ná til að komast inn á þennan lista. Það sýnir okkur að hann er í fremstu röð á Norðurlöndum í þessari grein ultrahlaupa. Engin íslensk kona hljóp 100 km á árinu en árangur Elínar Reed í fyrra hefði fleytt henni í 10. sæti eða svo. Það gefur okkur bara hugmynd um hvað hún er sterk. Það er vonandi að fleiri taki á sig rögg, hoppi út í djúpu laugina og fari að takast á við ultrahlaup af þessum toga.
Nýlega voru knattspyrnumaður og knattspyrnukona Íslands á árinu 2009 valin. Mér finnst valið á Eið Smára sem knattspyrnumaður ársins vera vægast sagt diskútabelt. Þótt hann hafi verið á mála hjá besta liði Evrópu fyrri helming ársins þá er það ekki það sama og að hann hafi spilað stóra rullu í liðinu. Fréttaflutningur hér heima var reyndar eins og að hann hefði allt að því unnið meistaradeildina fyrir Barcelona upp á eigin spýtur. Allir sem fylgdust eitthvað með vissu að staðreyndin var önnur. Síðan átti hann að verða hreinn bjargvættur fyrir Monaco þegar hann skipti um lið. Nú kemst hann ekki einu sinni í liðið. Að skjóta þrisvar sinnum á mark í átta leikjum er ekki gott fyrir mann sem á að skora mörk. Vælið um að franska knattspyrnan sé eitthvað öðruvísi en annar fótbolti er náttúrulega út í hött. Maður sér íslenska stráka koma frá Belgíu og spila í Englandi frá fyrsta leik eins og þeir hafi aldrei gert annað. Það er greinilegt að það er eitthvað mikið að hjá honum. Að taka á móti verðlaunum sem besti knattspyrnumaður ársins í þessari stöðu hlýtur að vera meir en lítið vandræðalegt ef menn bera einhverja virðingu fyrir sjálfum sér.
Ég fletti bókinni Útkall í dag. Hún fjallar einvörðungu um björgunarafrekin við Látrabjarg og Hafnarmúla í Rauðasandshreppi. Fólkið sem þarna kom við sögu á það sannarlega skilið að þessi saga sé sögð í greiðargóðu máli eins og Óttari er von og vísa. Um þessa atburði var afar lítið talað heima, sérstaklega þó um björgunina við Hafnarmúlann. Þar dó rúmur tugur Breta og hefur það vitaskuld legið þungt á þeim sem að málinu komu. Annað kemur einnig fram sem ég vissi ekki en það var hve þessir atburðir hvíldu þungt á mörgum og sumir jöfnuðu sig aldrei. Sumir gátu aldrei horft á myndina um Björgunarafrekið við Látrabjarg því það rifjaði upp svo erfiðar minningar. Hafliði í Neðri Tungu höfuðkúpubrotnaði þegar hann fékk klakann í höfuðið undir bjarginu. Það var nokkur dæld í höfuðið á honum allar götur upp frá því eftir því sem segir í bókinni. Það var bara látið gróa því annað var ekki í stöðunni en hann bar þessa aldrei bætur eins og gefur að skilja. Það er óhætt að mæla með þessari bók sem fróðlegri lesningu um mikil afrek sem fólkið í Rauðasandshreppi vann fyrir rúmum 60 árum.
Ég ætlaði að skreppa austur að Selfossi í kvöld og lesa upp úr bókinni minni í bókakaffinu hjá Bjarna Harðarsyni. Því miður þurfti ég að aflýsa því en það var nauðsynlegt að fara á íbúafund út á Álftanes þar sem fjárhagsstaða sveitarfélagsins var rædd.
Það hafa ýmsir spurt mig að því hvort ég muni árita bókina einhversstaðar. Nú er það ákveðið að ég geri það í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum milli 14:00 og 16:00 á sunnudaginn kemur. Ég á eftir að ná í Eddu Heiðrúnu en hún var búin að hafa góð orð um að leggja mér lið ef út í þetta væri farið.
Nýlega voru knattspyrnumaður og knattspyrnukona Íslands á árinu 2009 valin. Mér finnst valið á Eið Smára sem knattspyrnumaður ársins vera vægast sagt diskútabelt. Þótt hann hafi verið á mála hjá besta liði Evrópu fyrri helming ársins þá er það ekki það sama og að hann hafi spilað stóra rullu í liðinu. Fréttaflutningur hér heima var reyndar eins og að hann hefði allt að því unnið meistaradeildina fyrir Barcelona upp á eigin spýtur. Allir sem fylgdust eitthvað með vissu að staðreyndin var önnur. Síðan átti hann að verða hreinn bjargvættur fyrir Monaco þegar hann skipti um lið. Nú kemst hann ekki einu sinni í liðið. Að skjóta þrisvar sinnum á mark í átta leikjum er ekki gott fyrir mann sem á að skora mörk. Vælið um að franska knattspyrnan sé eitthvað öðruvísi en annar fótbolti er náttúrulega út í hött. Maður sér íslenska stráka koma frá Belgíu og spila í Englandi frá fyrsta leik eins og þeir hafi aldrei gert annað. Það er greinilegt að það er eitthvað mikið að hjá honum. Að taka á móti verðlaunum sem besti knattspyrnumaður ársins í þessari stöðu hlýtur að vera meir en lítið vandræðalegt ef menn bera einhverja virðingu fyrir sjálfum sér.
Ég fletti bókinni Útkall í dag. Hún fjallar einvörðungu um björgunarafrekin við Látrabjarg og Hafnarmúla í Rauðasandshreppi. Fólkið sem þarna kom við sögu á það sannarlega skilið að þessi saga sé sögð í greiðargóðu máli eins og Óttari er von og vísa. Um þessa atburði var afar lítið talað heima, sérstaklega þó um björgunina við Hafnarmúlann. Þar dó rúmur tugur Breta og hefur það vitaskuld legið þungt á þeim sem að málinu komu. Annað kemur einnig fram sem ég vissi ekki en það var hve þessir atburðir hvíldu þungt á mörgum og sumir jöfnuðu sig aldrei. Sumir gátu aldrei horft á myndina um Björgunarafrekið við Látrabjarg því það rifjaði upp svo erfiðar minningar. Hafliði í Neðri Tungu höfuðkúpubrotnaði þegar hann fékk klakann í höfuðið undir bjarginu. Það var nokkur dæld í höfuðið á honum allar götur upp frá því eftir því sem segir í bókinni. Það var bara látið gróa því annað var ekki í stöðunni en hann bar þessa aldrei bætur eins og gefur að skilja. Það er óhætt að mæla með þessari bók sem fróðlegri lesningu um mikil afrek sem fólkið í Rauðasandshreppi vann fyrir rúmum 60 árum.
Ég ætlaði að skreppa austur að Selfossi í kvöld og lesa upp úr bókinni minni í bókakaffinu hjá Bjarna Harðarsyni. Því miður þurfti ég að aflýsa því en það var nauðsynlegt að fara á íbúafund út á Álftanes þar sem fjárhagsstaða sveitarfélagsins var rædd.
Það hafa ýmsir spurt mig að því hvort ég muni árita bókina einhversstaðar. Nú er það ákveðið að ég geri það í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum milli 14:00 og 16:00 á sunnudaginn kemur. Ég á eftir að ná í Eddu Heiðrúnu en hún var búin að hafa góð orð um að leggja mér lið ef út í þetta væri farið.
laugardagur, desember 12, 2009
Indriði bóndi á Skjaldfönn skrifar góðan pistil í Moggann í dag þar sem hann beinir nokkrum orðum til umhverfisráðherra vegna þeirrar ákvörðunar ráðherrans að ríkið hætti að leggja fjármuni í refaförgun. Indriði er bæði gjörkunnugur viðfangsefninu og einnig er hann orðhagur svo pistillinn er góður eins og við var að búast. Þegar ríkið hættir að leggja fjármuni í þetta verkefni gerist annað tveggja, kostnaðinum er ýtt yfir á sveitarfélögin eða refurinn verður látinn í friði. Nú er það svo að margir þeirra sem fara sjaldan austur fyrir Elliðaárnar sjá ekkert athugavert við að litlir sakleysislegir hundar eins og refurinn vappi um holt og móa. Það getur varla skipt svo miklu máli. Þeim sem leggja leið sína um Hornstrandir finnst yndisauki að sjá refina skottast við fætur sér og sníkja harðfisk og súkkulaði. En þetta er ekki svona einfalt. Það eru rétt 30 ár síðan ég fór fyrst um Hornstrandir. Ég fór síðast um Hornstrandir fyrir um 10 árum síðan. Þá hafði friðun refa staðið yfir í 10 ár. Samanburðurinn er þannig að fyrir þrjátíu árum var jafn sjaldgæft að sjá ref á Hornströndum eins og það var sjaldgæft að sjá mófugl fyrir tíu árum síðan. Mófuglinn er horfinn af Hornströndum. Vitskuld. Refurinn þarf að éta eins og önnur dýr. Kunnugir segja að hann sé búinn að eyða bjargfugli úr stórum flákum í björgunum eða á þeim svæðum sem hann getur farið auðveldlega um. Þegar fuglinn er farinn sprettur grasið fljótt og þar verpir svartfugl ekki aftur. Lengi stóðu þrætur milli heimamanna og svokallaðra sérfræðinga um hvort refurinn væri staðbundinn eða hvort hann færi út af Hornströndum. Sérfræðingarnir fullyrtu að refurinn væri mjög staðbundinn og færi ekki neitt. Bændur og veiðimenn fullyrtu hið gagnstæða. Loks þegar samkomulag náðist um að setja senda á refi á Hornströndum kom í ljós að hann fjandaðist um allar jarðir. Það er bara heilbrigð skynsemi. Þegar ætið er orðið of lítið á Hornströndum þá leitar hann vitaskuld að fæðu annarsstaðar. Það segir sig sjálft.
Ég er alinn upp við hliðina á refnum og þekki hann því svona þokkalega. Nokkur dýr slysaði ég enda þótt þau væru ekki mörg. Svo hátt komst ég í þjóðfélagsstiganum þar vestra að ég lá á greni á sínum tíma. Refurinn er mér því ekki ókunnur. Einu sinni var refur ekki unninn í sveitinni í tvö vor, einhverra hluta vegna. Það merktist strax hve honum fjölgaði gríðarlega einungis fyrir það að gren voru ekki unnin í hreppnum þessi vor.
Skaði af refum er tvennskonar. Annars vegar drepur hann sauðfé. Skaði af þeim völdum hefur vafalaust minnkað þegar farið var að taka fé fyrr á hús og sleppa því síðar á vorin en dýrbítar munu alltaf finnast. Það er ófögur sjón að koma á greni sem er þakið lambaræflum. Hins vegar drepur refurinn mikið af fuglum. Hann ryksugar upp unga um varptímann. Ef refnum fjölgar mikið er þetta stóri skaðinn að mínu mati. Fjölgun hans mun hafa veruleg áhrif á fuglalíf í landinu. Ef sveitarfélög reyna að hamla á móti þessum skaðvaldi þá lendir kostnaðurinn á íbúum fámennra sveitarfélaga á landsbyggðinni en 70-80% íbúanna láta sér þetta í léttu rúmi liggja en vilja engu að síður njóta fuglalífsins. Hvaða réttlæti er í því t.d. að íbúar Skútustaðahrepps, sem eru um 400 talsins, skuli einir bera kostnaðinn af því að halda niðri vargi við Mývatn þegar vatnið og umhverfi þess er á heimsminjaskrá? Skútustaðahreppur er mjög landmikill svo það er enn erfiðara. Það er náttúrulega svo galið að það nær engri átt.
Ég reiknaði út að gamni mínu hvað eitt tófupar gæfi af sér marga afkomendur á 10 árum ef engin afföll yrðu og allar tófurnar myndu eignast afkomendur árlega. Auðvitað er niðurstaðan ofmat en það gefur engu að síður til kynna hve ofboðsleg fjölgun verður á refnum ef hann er látinn óáreittur. Tófur eignast yrðlinga ársgamlar svo viðkoman er mikil. Ef tófupar eignast fjóra yrðlinga að vori, tvo steggi og tvær læður þá eru þrjú pör klár vorið eftir. Hvert þessara para eignast fjóra yrðlinga. Þá eru tófurnar orðnar 18 o.s.frv. Eftir 10 ár væru tófurnar með þessu áframhaldi orðnar rúmlega 118 þúsund sem væru komnar útaf þessu eina pari ef engin afföll yrðu og allar hefðu parað sig. Vitaskuld er þetta ofmat en gefur þó til kynna hve tófunni fjölgar gríðarlega hratt ef hún er látin í friði. Eitthvað þarf svo þessi sægur að éta.
Ég verð nú að segja að þetta er skrítin umhverfisvernd að mínu mati.
Hún er klár íslenska stelpan sem býr í Búlgaríu. Á Íslandi segist hún vera ofboðslega fræg og þekkt í Búlgaríu og í Búlgaríu segist hún vera heimsfræg á Íslandi. Búlgaría var eitt af alverstu kommúnistaríkjunum í austurblokkinni á sínum tíma. Einungis í Albaníu var fólkið blokkerað meir frá umheiminum. Vafalaust finnst því enn það vera töluvert merkilegt sem gerist í útlandinu, jafnvel þótt það sé bara uppi á litla Íslandi. Íslendingar hafa alltaf verið ofboðslega svag fyrir öllu sem kemur að utan. Það þykir veruleg íþróttafrétt ef íslendingur situr á bekknum hjá liði í annarri eða þriðjudeild, bara ef það gerist í útlandinu. Ég tala nú ekki um ef hann kemur inn á. Því þykir það mjög merkilegt á Íslandi að komast ber eða hálfber í myndablað í útlandinu, jafnvel þótt það sé bara í Búlgaríu. Stelpan spilar á þetta á víxl og nær bara furðugóðum árangri. Þetta er kallað að þekkja sitt heimafólk.
Hitti Jóa og Gauta við brúna í morgun og við tókum góðan 20 km hring. Flott veður.
Ég er alinn upp við hliðina á refnum og þekki hann því svona þokkalega. Nokkur dýr slysaði ég enda þótt þau væru ekki mörg. Svo hátt komst ég í þjóðfélagsstiganum þar vestra að ég lá á greni á sínum tíma. Refurinn er mér því ekki ókunnur. Einu sinni var refur ekki unninn í sveitinni í tvö vor, einhverra hluta vegna. Það merktist strax hve honum fjölgaði gríðarlega einungis fyrir það að gren voru ekki unnin í hreppnum þessi vor.
Skaði af refum er tvennskonar. Annars vegar drepur hann sauðfé. Skaði af þeim völdum hefur vafalaust minnkað þegar farið var að taka fé fyrr á hús og sleppa því síðar á vorin en dýrbítar munu alltaf finnast. Það er ófögur sjón að koma á greni sem er þakið lambaræflum. Hins vegar drepur refurinn mikið af fuglum. Hann ryksugar upp unga um varptímann. Ef refnum fjölgar mikið er þetta stóri skaðinn að mínu mati. Fjölgun hans mun hafa veruleg áhrif á fuglalíf í landinu. Ef sveitarfélög reyna að hamla á móti þessum skaðvaldi þá lendir kostnaðurinn á íbúum fámennra sveitarfélaga á landsbyggðinni en 70-80% íbúanna láta sér þetta í léttu rúmi liggja en vilja engu að síður njóta fuglalífsins. Hvaða réttlæti er í því t.d. að íbúar Skútustaðahrepps, sem eru um 400 talsins, skuli einir bera kostnaðinn af því að halda niðri vargi við Mývatn þegar vatnið og umhverfi þess er á heimsminjaskrá? Skútustaðahreppur er mjög landmikill svo það er enn erfiðara. Það er náttúrulega svo galið að það nær engri átt.
Ég reiknaði út að gamni mínu hvað eitt tófupar gæfi af sér marga afkomendur á 10 árum ef engin afföll yrðu og allar tófurnar myndu eignast afkomendur árlega. Auðvitað er niðurstaðan ofmat en það gefur engu að síður til kynna hve ofboðsleg fjölgun verður á refnum ef hann er látinn óáreittur. Tófur eignast yrðlinga ársgamlar svo viðkoman er mikil. Ef tófupar eignast fjóra yrðlinga að vori, tvo steggi og tvær læður þá eru þrjú pör klár vorið eftir. Hvert þessara para eignast fjóra yrðlinga. Þá eru tófurnar orðnar 18 o.s.frv. Eftir 10 ár væru tófurnar með þessu áframhaldi orðnar rúmlega 118 þúsund sem væru komnar útaf þessu eina pari ef engin afföll yrðu og allar hefðu parað sig. Vitaskuld er þetta ofmat en gefur þó til kynna hve tófunni fjölgar gríðarlega hratt ef hún er látin í friði. Eitthvað þarf svo þessi sægur að éta.
Ég verð nú að segja að þetta er skrítin umhverfisvernd að mínu mati.
Hún er klár íslenska stelpan sem býr í Búlgaríu. Á Íslandi segist hún vera ofboðslega fræg og þekkt í Búlgaríu og í Búlgaríu segist hún vera heimsfræg á Íslandi. Búlgaría var eitt af alverstu kommúnistaríkjunum í austurblokkinni á sínum tíma. Einungis í Albaníu var fólkið blokkerað meir frá umheiminum. Vafalaust finnst því enn það vera töluvert merkilegt sem gerist í útlandinu, jafnvel þótt það sé bara uppi á litla Íslandi. Íslendingar hafa alltaf verið ofboðslega svag fyrir öllu sem kemur að utan. Það þykir veruleg íþróttafrétt ef íslendingur situr á bekknum hjá liði í annarri eða þriðjudeild, bara ef það gerist í útlandinu. Ég tala nú ekki um ef hann kemur inn á. Því þykir það mjög merkilegt á Íslandi að komast ber eða hálfber í myndablað í útlandinu, jafnvel þótt það sé bara í Búlgaríu. Stelpan spilar á þetta á víxl og nær bara furðugóðum árangri. Þetta er kallað að þekkja sitt heimafólk.
Hitti Jóa og Gauta við brúna í morgun og við tókum góðan 20 km hring. Flott veður.
miðvikudagur, desember 09, 2009
Ég fór ásamt Svövu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Reykjavíkurmaraþons, til Frankfurt á mánudagsmorguninn. FRÍ var boðið að senda tvo fulltrúa á mikla ráðstefnu um almenningshlaup sem IAAF, ALþjóða frjálsíþróttasambandið boðaði til. Sambandið hefur loks áttað sig á því að það eru að gerast gríðarlega magnaðir hlutir í almenningshlaupum út um alla Evrópu. Hlaupum fer fjölgandi og þáttakendur fjölgar ennþá meir. Á síðurstu árum hefur orðið sprenging í almenningshlaupum í okkar heimshluta. Á einum sólarhring sóttu 125000 manns um að taka þátt í Londonmaraþoni þegar opnað var fyrir skráningu fyrir hlaupið í vor. Sama má segja um mörg önnunr hlaup. það er orðið erfitt að komast inn í stærdtu og þekktustu hlaupin. Áhugavert er að sjá hvað er að gerast í landsáætlunum um að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar s.s. í Skotlandi og Noregi. Frjálsíþróttasamböndin vilja gjarna tengjast þessari hreyfingu betur og meðal þess sem rætt var á ráðstefnunni var hvernig það gæti gerst. Hvar færu hagsmunir saman og hvar ekki. Vafalaust hafa frjálsíþróttasamböndin víða verið miðuð við hagsmuni afreksíþróttamanna og þá var í leiðinin hálfvegis litið niður á skokkarana. Þarna koma fjölmiðlarnir einnig til sögunnar. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá viðhorf ýmissa svokallaðra íþróttafréttamanna hérlendis á þessu sviði. Fjölmiðlamenn nenntu ekki að fletta þvþí upp hverjir urðu í öðru og þriðja sæti á Laugaveginum í sumar. Það þykir meiri íþróttafrétt að launagreiðslum til Hermanns Hreiðarssonar seinkaði um einn dag heldur en að Laugavegsmetið væri bætt um 20 mínútur í sumar. Síðan standa menn frammi fyrir því að það er að gerast eitthvað alveg óvænt sem hvorki frjálsíþróttasamböndin né fjölmiðlar hafa komið nálægt eða sýnt nokkurn áhuga. Markaðurinn er hins vegar búinn að átta sig nokkuð á hvað er að gerast í þessum málum hvað varðar eftirspurn eftir ýmsum vörum sem tengjast hlaupum. Þetta var fróðleg ráðstefna sem vonandi skilar einhevrju inn í umræðuna og framkvæmd mála hérlendis.
Ég sá nýlega að tveir Svíar ætla að gera atlögu að sænsku metunum í 24 tíma hlaupi og 48 tíma hlaupi á bretti. Þeir hafa undirbúið sig nokkuð lengi en ætla að láta slag standa eftir áramótin. Sænska metið í 24 tíma brettishlaupi er 180 km og Johann Lindvall, sem varð annar í 48 tíma hlaupinu í Borgundarhólmi í vor, á metið í 48 klst hlaupi eða 291 km. Það kemur mér á óvart að sænksa metið í 24 tíma brettishlaupi skuli ekki vera meira en 180 km. Það hefðu verið 80 km á 13,5 klst til viðbótar við þá 100 sem ég hljóp um daginn. Það hefði ekki verið neitt stórmál.
Ég tek yfirleitt bækur með mér þegar ég fer í svona ferðir því það er yfirleitt nægur tími til að lesa. Ég greip með mér Fiskileysisguðinn eftir Ásgeir Jakobsson og las hana í flugvélinni á leiðinni heim. Ég hafði lesið hana áður en það er svona með sumar bækur að þær getur maður lesið aftur og aftur. Yfirleitt eru það gæðamerki. Ásgeir spáði á áttundaáratugnum fyrir um þróun mála í aflabrögðum á þorski þegar farið var að stjórna fiskveiðum hérlendis. Líklega hefur þróunin orðið verri en hann gat ímyndað sér. Um áratugaskeið gáfu Íslandsmið af sér um og yfir 400 þúsund tonn að þorski upp úr sjó. Eftir 25 ára stjórnun og vísindalega ráðgjöf taldi Hafrannsóknastofnun óhætt að veiða 130 þúsund tonn í ár. Það er einn þriðji af því sem hafið kringnum landið gaf af sér í áratugi hér á árum áður. Það er náttúrulega alveg stórmerkilegt að það skuli varla vera nein umræða um þessi mál. Lágmark væri að Hafró skýrði það út hvers vegna lækningin er alveg að drepa sjúklinginn. Á tímabili héldu sjálfskipaðir sérfræðingar því fram að sjávarútvegur heyrði sögunni til en fjármálamarkaðurinn væri framtíðin. Það má vel vera að svo sé en alla vega höfum við Íslendingar ekki vit eða þekkingu til að vera með í þeim leik. Það er hins vegar töluverður hópur Íslendinga sem kann sjósókn mjög vel. Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að auka útflutingsverðmæti með öllum tiltækum ráðum. Það er eina leiðin til þjóðin geti greitt þær skuldbindingar sem hún verður að taka á sig. Ég er enginn sjávarútvegssérfræðingur en ég veit hinsvegar að 130 þúsund tonn er tæpur þriðjungur af 400 þúsund tonnum. Það er ekki lengur hægt að horfa þegjandi á Hafró leggja til minni og minni sjósókn í nafni vísinda. Þeir verða að rökstyðja betur þær jöfnur sem þær nota en þeir hafa gert hingað til því einhversstaðar eru í þeim skekkjur. Það er eins gott að þær finnist áður en þeir reikna sjávarútveginn til andskotans.
Ég sá nýlega að tveir Svíar ætla að gera atlögu að sænsku metunum í 24 tíma hlaupi og 48 tíma hlaupi á bretti. Þeir hafa undirbúið sig nokkuð lengi en ætla að láta slag standa eftir áramótin. Sænska metið í 24 tíma brettishlaupi er 180 km og Johann Lindvall, sem varð annar í 48 tíma hlaupinu í Borgundarhólmi í vor, á metið í 48 klst hlaupi eða 291 km. Það kemur mér á óvart að sænksa metið í 24 tíma brettishlaupi skuli ekki vera meira en 180 km. Það hefðu verið 80 km á 13,5 klst til viðbótar við þá 100 sem ég hljóp um daginn. Það hefði ekki verið neitt stórmál.
Ég tek yfirleitt bækur með mér þegar ég fer í svona ferðir því það er yfirleitt nægur tími til að lesa. Ég greip með mér Fiskileysisguðinn eftir Ásgeir Jakobsson og las hana í flugvélinni á leiðinni heim. Ég hafði lesið hana áður en það er svona með sumar bækur að þær getur maður lesið aftur og aftur. Yfirleitt eru það gæðamerki. Ásgeir spáði á áttundaáratugnum fyrir um þróun mála í aflabrögðum á þorski þegar farið var að stjórna fiskveiðum hérlendis. Líklega hefur þróunin orðið verri en hann gat ímyndað sér. Um áratugaskeið gáfu Íslandsmið af sér um og yfir 400 þúsund tonn að þorski upp úr sjó. Eftir 25 ára stjórnun og vísindalega ráðgjöf taldi Hafrannsóknastofnun óhætt að veiða 130 þúsund tonn í ár. Það er einn þriðji af því sem hafið kringnum landið gaf af sér í áratugi hér á árum áður. Það er náttúrulega alveg stórmerkilegt að það skuli varla vera nein umræða um þessi mál. Lágmark væri að Hafró skýrði það út hvers vegna lækningin er alveg að drepa sjúklinginn. Á tímabili héldu sjálfskipaðir sérfræðingar því fram að sjávarútvegur heyrði sögunni til en fjármálamarkaðurinn væri framtíðin. Það má vel vera að svo sé en alla vega höfum við Íslendingar ekki vit eða þekkingu til að vera með í þeim leik. Það er hins vegar töluverður hópur Íslendinga sem kann sjósókn mjög vel. Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að auka útflutingsverðmæti með öllum tiltækum ráðum. Það er eina leiðin til þjóðin geti greitt þær skuldbindingar sem hún verður að taka á sig. Ég er enginn sjávarútvegssérfræðingur en ég veit hinsvegar að 130 þúsund tonn er tæpur þriðjungur af 400 þúsund tonnum. Það er ekki lengur hægt að horfa þegjandi á Hafró leggja til minni og minni sjósókn í nafni vísinda. Þeir verða að rökstyðja betur þær jöfnur sem þær nota en þeir hafa gert hingað til því einhversstaðar eru í þeim skekkjur. Það er eins gott að þær finnist áður en þeir reikna sjávarútveginn til andskotans.
sunnudagur, desember 06, 2009
Það var fínn dagur í gær. Vitaskuld er ákveðið stress á ferðinni þegar tekist er á við hluti sem maður hefur ekki reynt áður. Ég hafði mestar áhyggjur af því að fá í bakið eða eitthvað álíka. það er allt annað álag á líkamann þegar hlaupið er í sömu stellingu í klukkutímann saman heldur en þegar hlaupið er utan dyra. Ef maður fær svona álagsmeiðsli þá fer maður að hlaupa skakkur og þá er stutt í ákveðinn vítahring. Ég hafði lengst hlaupið 30 km á bretti þar til nú þannig að þetta var að hluta til ferð inn í óvissuna. En það er nú bara þannig að það er ekki allt fyrirséð. Það er partur af þessu.
Ég var mættur niður í Laugar með nesti og gamla skó upp úr kl. 8:00. Það þurfti að græja eitt og annað en ég hafði gert ráð fyrir að leggja af stað kl. 9:00. Það stóðst allt og ég var kominn af stað á tilsettum tíma. Ég lagði út með hraðann 11 sem er rétt undir 5:30 á km. Það er vandinn í svona hlaupum að finna þetta jafnvægi sem verður að vera fyrir hendi, ekki of hratt og ekki of hægt. Reyndar var þetta ekki kapphlaup heldur félagshlaup. Því var ég ekkert naumur á að stoppa stund og spjalla ef svo bar undir.
Það kemur vel í ljós í svona hlaupi hvað allt er afstætt. Mér hafði fram að þessu fundist langt að hlaupa 30 km á bretti. Nú var það einungis 1/3 af heildarvegalengdinni svo það var bara stutt og tók fljótt af. Ég lagði hlaupið upp eins og 100 km hlaupið í Óðinsvéum sem við Halldór hlupum á sínum tíma. Þar voru tvær drykkjarstöðvar á 5 og 10 km. Ég setti hlaupið upp á sama hátt. Stoppaði smástund á 5 km og fékk mér vel að drekka. Sama á 10 km. Þetta brýtur hlaupið upp og gerir áfangana viðráðanlegri. Ég hafði þrjú box af Herbalife próteini með og drakk skammtinn á 3ja tíma fresti. Ég var með nóg af öðru nesti en borðaði ekkert af því því próteindrykkurinn dugði eins og ég vissi að hann myndi gera.
Trausti Valdimarsson og Guðjón sonur hans komu upp úr hádegi og hlupu með mér seinni part dagsins. Guðjón hljóp 25 km en Trausti skrefaði 50 km. Það var fínt að hafa þá við hliðina á aér og braut daginn vel upp. Edda Heiðrún kom í heimsókn eftir hádegið og færði mér flotta blómaskreytingu. Allmargir hlauparar komu og heilsuðu upp á mig yfir daginn. Það var bara gaman að því og stytti daginn.
Ég hljóp á hraðanum 11 upp í 50 km. Þá jók ég hraðann aðeins og hélt því upp í 70 km. Þá fór sinadráttur að gera vart við sig í kálfunum og hamraði hann þar stöðugt sem eftir var. Þrátt fyrir að ég dældi í mig steinefnatöflum þá bara dugði það ekki til að berja hann niður. Aðstæður fyrir langhlaup eru ekki beint góðar inni í svona æfingasal. Það er örugglega 22-24°C og algert logn. Aldrei svali eða gola. Svitinn streymir stöðugt út og því þarf maður að drekka gríðarlega. Ég var með allan vökva með á flöskum svo ég veit alveg hvað ég drakk. Ég drakk yfir 10 lítra af vökva á meðan á þessu stóð. Það skiptist á eftirfarandi hátt: 4 lítrar af vatni, 3 lítrar af Coke, 1 líter af Sprite, 2 lítrar af djús í Próteindrykknum og 1/2 liter af Malti. Það segir sig sjálft að það er gríðarlegt álag á líkamann að renna þessu vökvamagni í gegnum sig eða sem svarar 1 líter á klukkutíma. Útskolun á steinefnum er eftir því. Eftir hlaupið var ég heldur léttari en þegar ég lagði af stað. Ég fékk aðeins aðkenningu í magann á milli 60 og 70 km en svo lagaðist það. Eftir 70 km þá hægði ég aðeins á mér til að bregðast við krampanum í kálfunum. Ég vildi ekki eiga á hættu að læsast fastur svo ég valdi hraða þar sem ég rúllaði létt áfram. Það er alltaf fínt í hlaupi eins og þessu þegar maður sér til enda þess. Því var tilfinningin góð þegar farið var ínn í síðustu 10 km. Þá hleyp ég í huganum frá Eiðistorgi austur hefðbundna leið í gengum miðbæinn, inn að Laugum og svo gegnum húsdýragarðinn, framhjá Glæsibæ og svo heim.
Ég var fínn þegar hlaupinu var lokið. Hvergi skafsár eða blaðra, hvergi eymsli eða stirðleiki. Zinkpastað er töfraefni í þessu samhengi. Krampinn hvarf um leið og hlaupið var búið svo það voru engin vandræði af honum. Það hefði ekki verið neitt mál að halda áfram ef það hefði verið í spilunum. Hlaupinu lauk ég á um 10 klst og 20 mín.
Það var ekki til setunnar boðið þegar hlaupinu var lokið. Ég skrapp heim og fékk mér smá bita en svo ók ég suður í Kópavog. Það var Vestfirska forlagið með bókakynningu. Ég las smá kafla upp úr bókinni "Að sigra sjálfan sig". Þarna var upplestur út fleiri bókum sem kom út hjá því vestfirska í haust en einnig steig Ólafur Helgi sýslumaður á Selfossi á svið og söng Rolling Stones lög með hljómsveitinni Granít frá Vík í Mýrdal.
Ég var mættur niður í Laugar með nesti og gamla skó upp úr kl. 8:00. Það þurfti að græja eitt og annað en ég hafði gert ráð fyrir að leggja af stað kl. 9:00. Það stóðst allt og ég var kominn af stað á tilsettum tíma. Ég lagði út með hraðann 11 sem er rétt undir 5:30 á km. Það er vandinn í svona hlaupum að finna þetta jafnvægi sem verður að vera fyrir hendi, ekki of hratt og ekki of hægt. Reyndar var þetta ekki kapphlaup heldur félagshlaup. Því var ég ekkert naumur á að stoppa stund og spjalla ef svo bar undir.
Það kemur vel í ljós í svona hlaupi hvað allt er afstætt. Mér hafði fram að þessu fundist langt að hlaupa 30 km á bretti. Nú var það einungis 1/3 af heildarvegalengdinni svo það var bara stutt og tók fljótt af. Ég lagði hlaupið upp eins og 100 km hlaupið í Óðinsvéum sem við Halldór hlupum á sínum tíma. Þar voru tvær drykkjarstöðvar á 5 og 10 km. Ég setti hlaupið upp á sama hátt. Stoppaði smástund á 5 km og fékk mér vel að drekka. Sama á 10 km. Þetta brýtur hlaupið upp og gerir áfangana viðráðanlegri. Ég hafði þrjú box af Herbalife próteini með og drakk skammtinn á 3ja tíma fresti. Ég var með nóg af öðru nesti en borðaði ekkert af því því próteindrykkurinn dugði eins og ég vissi að hann myndi gera.
Trausti Valdimarsson og Guðjón sonur hans komu upp úr hádegi og hlupu með mér seinni part dagsins. Guðjón hljóp 25 km en Trausti skrefaði 50 km. Það var fínt að hafa þá við hliðina á aér og braut daginn vel upp. Edda Heiðrún kom í heimsókn eftir hádegið og færði mér flotta blómaskreytingu. Allmargir hlauparar komu og heilsuðu upp á mig yfir daginn. Það var bara gaman að því og stytti daginn.
Ég hljóp á hraðanum 11 upp í 50 km. Þá jók ég hraðann aðeins og hélt því upp í 70 km. Þá fór sinadráttur að gera vart við sig í kálfunum og hamraði hann þar stöðugt sem eftir var. Þrátt fyrir að ég dældi í mig steinefnatöflum þá bara dugði það ekki til að berja hann niður. Aðstæður fyrir langhlaup eru ekki beint góðar inni í svona æfingasal. Það er örugglega 22-24°C og algert logn. Aldrei svali eða gola. Svitinn streymir stöðugt út og því þarf maður að drekka gríðarlega. Ég var með allan vökva með á flöskum svo ég veit alveg hvað ég drakk. Ég drakk yfir 10 lítra af vökva á meðan á þessu stóð. Það skiptist á eftirfarandi hátt: 4 lítrar af vatni, 3 lítrar af Coke, 1 líter af Sprite, 2 lítrar af djús í Próteindrykknum og 1/2 liter af Malti. Það segir sig sjálft að það er gríðarlegt álag á líkamann að renna þessu vökvamagni í gegnum sig eða sem svarar 1 líter á klukkutíma. Útskolun á steinefnum er eftir því. Eftir hlaupið var ég heldur léttari en þegar ég lagði af stað. Ég fékk aðeins aðkenningu í magann á milli 60 og 70 km en svo lagaðist það. Eftir 70 km þá hægði ég aðeins á mér til að bregðast við krampanum í kálfunum. Ég vildi ekki eiga á hættu að læsast fastur svo ég valdi hraða þar sem ég rúllaði létt áfram. Það er alltaf fínt í hlaupi eins og þessu þegar maður sér til enda þess. Því var tilfinningin góð þegar farið var ínn í síðustu 10 km. Þá hleyp ég í huganum frá Eiðistorgi austur hefðbundna leið í gengum miðbæinn, inn að Laugum og svo gegnum húsdýragarðinn, framhjá Glæsibæ og svo heim.
Ég var fínn þegar hlaupinu var lokið. Hvergi skafsár eða blaðra, hvergi eymsli eða stirðleiki. Zinkpastað er töfraefni í þessu samhengi. Krampinn hvarf um leið og hlaupið var búið svo það voru engin vandræði af honum. Það hefði ekki verið neitt mál að halda áfram ef það hefði verið í spilunum. Hlaupinu lauk ég á um 10 klst og 20 mín.
Það var ekki til setunnar boðið þegar hlaupinu var lokið. Ég skrapp heim og fékk mér smá bita en svo ók ég suður í Kópavog. Það var Vestfirska forlagið með bókakynningu. Ég las smá kafla upp úr bókinni "Að sigra sjálfan sig". Þarna var upplestur út fleiri bókum sem kom út hjá því vestfirska í haust en einnig steig Ólafur Helgi sýslumaður á Selfossi á svið og söng Rolling Stones lög með hljómsveitinni Granít frá Vík í Mýrdal.
föstudagur, desember 04, 2009
Nú bíða 100 km á morgun. Ég ætla að mæta niður í Laugar kl. 8:00 og gera klárt svo hlaupið geti hafist kl. 9:00. Þetta fer vonandi allt vel en þetta er svolítið önnur áskorun en margt annað. Það er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Reikna með að ljúka hlaupinu um kl. 19:00. Ef það gengur hraðar þá er það bara bónus.
miðvikudagur, desember 02, 2009
Kiljan er einn alskemmtilegasti þáttur sem er í sjónvarpinu. Egill hefur gott auga fyrir að halda góðum dampi út í gegn og er alltaf með áhugaverða vinkla inn í bókmenntaheiminn. Páll og Kolbrún mynda skemmtilegt andstæðupar, hún kvik og snögg upp en það rótar honum ekkert. Bestur er þó Bragi Kristjónsson. Það er virkilega góð hugmynd hjá Agli að fá Braga til að botna hvern þátt því karlinn þekkir náttúrulega þetta allt saman út og inn. Það er ekki til sá maður tengdur menningarheiminum síðustu áratugina sem hann þekkir ekki. Það var flott kvæði sem Bragi fór með eftir Jón Helgason og hann orti þegar hann var 13 ára gamall.
Það er ekki allt eins dýrt kveðið sem heyrist í fjölmiðlum og kallað er kveðskapur. Í gær heyrði ég lesið upp eitthvað útrásarsveinakvæði á Rás 2. Þá hafði einhver umsnúið og skrumskælt Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum yfir á útrásarvíkingana. Hugmyndin er svo sem allt í lagi en þegar þetta er bæði illa gert og algerlega laust við að vera fyndið þá er betra heima setið en af stað farið. Það er eins og fólk haldi að það sé nóg að kalla það kveðskap ef fjórum línum er klæmt saman samhengislaust, án alls hrynjanda og stuðlar og höfuðstaðir eru víðs fjarri. Dægurlagatextar eru ekki svo heilagir en þegar þetta er lesið upp þá verður að gera lágmarkskröfur svo það sé boðlegt.
Við eldum einstaka sinnum hádegismat í vinnunni til að krydda hversdaginn og breyta til í mararæði. Í dag slógum við í rússneska rauðrófu Borch súpu. Ég hafði einu sinni borðað svona súpu í Rússlandi fyrir löngu síðan og langaði að láta á það reyna hvernig hún gengi hérlendis. Uppistaðan var grænmeti af ýmsu tagi sem er maukað eftir að það hefur verið soðið vel. Súpan heppnaðist mjög vel og hlaut mikið lof. Það er hægt að ná í uppskriftir að svona súpum á netinu með því að googla "borch" eða "borch súpa". Það var eldað fyrir rúmlega 20 manns og efniskostnaður var fyrir utan ýmislegt krydd rétt rúmlega 2000 krónur. Í því var innifalið fyrir utan græmmetið flaska af matarolíu, smjörstykki og peli af rjóma. Ef vill þá er hægt að bæta smátt skornu kjöti út í svona súpur. Bara að láta hugann reika.
Það er ekki allt eins dýrt kveðið sem heyrist í fjölmiðlum og kallað er kveðskapur. Í gær heyrði ég lesið upp eitthvað útrásarsveinakvæði á Rás 2. Þá hafði einhver umsnúið og skrumskælt Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum yfir á útrásarvíkingana. Hugmyndin er svo sem allt í lagi en þegar þetta er bæði illa gert og algerlega laust við að vera fyndið þá er betra heima setið en af stað farið. Það er eins og fólk haldi að það sé nóg að kalla það kveðskap ef fjórum línum er klæmt saman samhengislaust, án alls hrynjanda og stuðlar og höfuðstaðir eru víðs fjarri. Dægurlagatextar eru ekki svo heilagir en þegar þetta er lesið upp þá verður að gera lágmarkskröfur svo það sé boðlegt.
Við eldum einstaka sinnum hádegismat í vinnunni til að krydda hversdaginn og breyta til í mararæði. Í dag slógum við í rússneska rauðrófu Borch súpu. Ég hafði einu sinni borðað svona súpu í Rússlandi fyrir löngu síðan og langaði að láta á það reyna hvernig hún gengi hérlendis. Uppistaðan var grænmeti af ýmsu tagi sem er maukað eftir að það hefur verið soðið vel. Súpan heppnaðist mjög vel og hlaut mikið lof. Það er hægt að ná í uppskriftir að svona súpum á netinu með því að googla "borch" eða "borch súpa". Það var eldað fyrir rúmlega 20 manns og efniskostnaður var fyrir utan ýmislegt krydd rétt rúmlega 2000 krónur. Í því var innifalið fyrir utan græmmetið flaska af matarolíu, smjörstykki og peli af rjóma. Ef vill þá er hægt að bæta smátt skornu kjöti út í svona súpur. Bara að láta hugann reika.
þriðjudagur, desember 01, 2009
Það var upplestur á Súfistanum í Máli og Menningu í kvöld. Auk mín lásu Anna Ólafsdóttir Björnsson og Elías Snæland Jónsson úr nýútkomnum bókum sínum. Þetta var svolítið sérstök upplifun að bera sig svona á torg. Það venst hinsvegar örugglega eins og margt annað. Ég verð að segja eins og er að ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég rifja upp skemmtiskokkið góða fyrir einum 15 árum. Hvað hefði gerst ef maður hefði sagt Jóa að vera ekki að þessari vitleysu að vera að suða um að hlaupa? Það veit maður auðvitað aldrei en þetta er dæmi um krossgötur þar sem maður velur leið, vitandi eða óafvitandi. Eins gleymi ég aldrei þegar ég sá maraþonhlauparana í Lækjargötunni árið eftir. Maraþonhlauparar, það voru alveg sérstakir menn. Maður veit aldrei hverskonar mola maður fær úr kassanum eins og Forest Gump sagði.
Ég hlustaði á frásögn hjónanna í Kastljósi í gærkvöldi. Þar var eitthvað sem stemmdi ekki. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem þau eru í, það er auðvitað ekki hægt. Sama er, þegar menn ganga fram fyrir skjöldu þá verða öll kurl að vera til grafar dregin.
Ég vona að allt verði í lagi á laugardaginn. Það er alla vega ekkert sem gerir það að verkum að svo verði ekki. Það náðist ekki að safna saman ákveðnum hópi sem skipti kerfisbundið á milli sín 100 km. Fólki virðist vaxa það svolítið í augum að hlaupa 10 km. Fólk getur mikllu meir en það heldur, það bara veit ekki af því. Hlauparasamfélagið er hins vegar farið að melda áhuga á að taka lengri eða skemmri legg við hliðina á mér. Það er bara fínt og verður gaman. Ég þarf að ræða útfærsluna á því við Björn og Dísu í World Class.
Jói og félagar hans fóru suður í Hafnarfjörð og spiluðu við kollega sína í Haukum í
2. flokki í handbolta. Víkingar áttu stórleik og komust mest í 12 marka forystu og sigruðu örugglega að lokum. Þeir eru allir að koma til. Vonandi er hungrið í árangur farið að segja til sín. Það dregur menn ansi langt áfram.
Ég hlustaði á frásögn hjónanna í Kastljósi í gærkvöldi. Þar var eitthvað sem stemmdi ekki. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem þau eru í, það er auðvitað ekki hægt. Sama er, þegar menn ganga fram fyrir skjöldu þá verða öll kurl að vera til grafar dregin.
Ég vona að allt verði í lagi á laugardaginn. Það er alla vega ekkert sem gerir það að verkum að svo verði ekki. Það náðist ekki að safna saman ákveðnum hópi sem skipti kerfisbundið á milli sín 100 km. Fólki virðist vaxa það svolítið í augum að hlaupa 10 km. Fólk getur mikllu meir en það heldur, það bara veit ekki af því. Hlauparasamfélagið er hins vegar farið að melda áhuga á að taka lengri eða skemmri legg við hliðina á mér. Það er bara fínt og verður gaman. Ég þarf að ræða útfærsluna á því við Björn og Dísu í World Class.
Jói og félagar hans fóru suður í Hafnarfjörð og spiluðu við kollega sína í Haukum í
2. flokki í handbolta. Víkingar áttu stórleik og komust mest í 12 marka forystu og sigruðu örugglega að lokum. Þeir eru allir að koma til. Vonandi er hungrið í árangur farið að segja til sín. Það dregur menn ansi langt áfram.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)