sunnudagur, desember 26, 2010
Ég hef ekkert hlaupið í viku. Ég tek vanalega frí í hálfan mánuð eftir löng hlaup. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt til að hreinsa mögulegar bólgur og eftirstöðvar úr fótunum. Með því að hvíla sig vel eftir mikið álag þá minnka líkur á meiðslum og öðrum leiðinlegum eftirköstum. Ég finn það líka að það tekur tíma fyrir skrokkinn að jafna sig svo sem vökvajafnvægið. Maður drekkur gríðarlega í löngum hlaupum og það hefur í för með sér mikið álag á nýrun. Þau þurfa einnig tíma til að ná jafnvægi aftur.
Það var gaman að horfa á myndina um Ragnar Bjarnason í sjónvarpinu í gærkvöldi. Kallinn er náttúrulega allt að því einstakur. Orðinn 75 ára gamall en á fullu í bransanum. Það var flott kombakk hjá honum á sjötugsafmælinu en um nokkurn tíma þar áður hafði hann verið hálf gleymdur. Ef það er eitthvað sem Ragnar kann þá er það að skemmta fólki. Það reyna ýmsir fleiri en með misjöfnum árangri.
Tvær fréttir hafa komið fyrir á undanförnum dögum sem ættu að vekja umræðu en gera það vafalaust ekki. Sú fyrri er fréttin af stúlkunni frá Nepal sem stendur frammi fyrir því að vera send aftur heim til sín og renna þar í farveg heimalandsins, vera gift einhverjum eldri manni og gangast undir ríkjandi hefðir. Eftir að hafa kynnst öðru lífi og þeim möguleikum sem henni bjóðast þá reynir hún vitaskuld að öðlast vald yfir eigin tilveru. Hefðbundna leiðin er farin með því að fara í fjölmiðla og reyna að skapa almenningsálit. Út úr því kemur einhver niðurstaða en því miður standa fjölmargar aðrar ungar stúlkur í svipaðri stöðu. Það þarf svo sem ekki að fara langt til að leita að álíka dæmum. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku reyna ungar stúlkur sem fæddar eru inn í strangtrúaðar múslímafjölskyldur oft að brjótast undan hefðinni og stjórna sínu lífi sjálfar. Það endar stundum með ægilegum afleiðingum þegar þær eru hreinlega drepnar af einhverjum fjölskyldumeðlimi. Það varðar heiður ættarinnar svo miklu að halda ríkjandi hefðum að til þvílíkra örþrifaráða er gripið. Búrkurnar eru eitt dæmi um birtingarmynd kvennakúgunar hjá strangtrúuðum íslamistum. Um daginn var með og móti umræða í Fréttablaðinu um búrkur. Kona sem er múhameðstrúar en ég man ekki hvað heitir mælti á móti búrkunum en vitaskuld tókst að finna einhverja konu úr meðvitaða liðinu sem mælti með búrkunum og fann þeim flest til ágætis. Það er svo sem ekki að því að spyrja.
Hin fréttin sem vakti nokkra umhugsun var fréttin um staðgöngumóðurfædda barnið í Indlandi. Staðgöngufæðingar eru bannaðar hérlendis sem og í öðrum norrænum ríkjum. Sumt fólk lætur það ekki stöðva sig heldur steðjar til útlanda, semur þar við eitthvað fólk, líklega bláfátækt, um að fæða barn og ætlar síðan að koma til baka með barnið eins og ekkert hafi í skorist. Sem betur fer ganga málin ekki svona fyrir sig. Hjónin sitja enn í Indlandi með barnið þrátt fyrir að Alþingi hafi hlaupið til eins og eftir pöntun og veitt barninu ríkisborgararétt. Það er gert þrátt fyrir að farið hafi verið í einu og öllu á svig við hérlend lög og gildandi reglur. Reynt er að réttlæta gjörninginn með þvi að segja að það sé til staðar formlegur samningur um staðgöngumálið milli aðila. Só. Mér finnst að það þurfi vægast sagt að fara sér hægt í þessum efnum. Eiga reglur landsins að vera þannig að það eigi að vera heimilt að fara út í fátækustu lönd heimsins, veifa seðlabunkum framan í fólk sem á sér enga möguleika og kaupa allt það sem menn vilja fá. Hver er samningsstaða fátæka fólksins? Á að vera heimilt að kaupa lifandi börn? Þau eru víða til sölu. Á að vera hægt að kaupa líffæri úr lifandi fólki? Þau eru víða til sölu. Á að vera hægt að kaupa fólk? Það er víða til sölu. Þannig mætti áfram telja. Mér finnst Alþingi hafa sett niður með þessum fljótræðislega gjörningi. Það er merkilegt að feministafélagið þegir þunnu hljóði í þessu máli. Öðruvísi mér áður brá. Svo var náttúrulega farið að fjasa um að það eigi auðvitað að leyfa staðgöngumæðrun hérlendis. Engin umræða. Engin siðfræðileg greining. Bara að brussast áfram og fylgja þeim sem hæst galar.
Það var gaman að horfa á myndina um Ragnar Bjarnason í sjónvarpinu í gærkvöldi. Kallinn er náttúrulega allt að því einstakur. Orðinn 75 ára gamall en á fullu í bransanum. Það var flott kombakk hjá honum á sjötugsafmælinu en um nokkurn tíma þar áður hafði hann verið hálf gleymdur. Ef það er eitthvað sem Ragnar kann þá er það að skemmta fólki. Það reyna ýmsir fleiri en með misjöfnum árangri.
Tvær fréttir hafa komið fyrir á undanförnum dögum sem ættu að vekja umræðu en gera það vafalaust ekki. Sú fyrri er fréttin af stúlkunni frá Nepal sem stendur frammi fyrir því að vera send aftur heim til sín og renna þar í farveg heimalandsins, vera gift einhverjum eldri manni og gangast undir ríkjandi hefðir. Eftir að hafa kynnst öðru lífi og þeim möguleikum sem henni bjóðast þá reynir hún vitaskuld að öðlast vald yfir eigin tilveru. Hefðbundna leiðin er farin með því að fara í fjölmiðla og reyna að skapa almenningsálit. Út úr því kemur einhver niðurstaða en því miður standa fjölmargar aðrar ungar stúlkur í svipaðri stöðu. Það þarf svo sem ekki að fara langt til að leita að álíka dæmum. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku reyna ungar stúlkur sem fæddar eru inn í strangtrúaðar múslímafjölskyldur oft að brjótast undan hefðinni og stjórna sínu lífi sjálfar. Það endar stundum með ægilegum afleiðingum þegar þær eru hreinlega drepnar af einhverjum fjölskyldumeðlimi. Það varðar heiður ættarinnar svo miklu að halda ríkjandi hefðum að til þvílíkra örþrifaráða er gripið. Búrkurnar eru eitt dæmi um birtingarmynd kvennakúgunar hjá strangtrúuðum íslamistum. Um daginn var með og móti umræða í Fréttablaðinu um búrkur. Kona sem er múhameðstrúar en ég man ekki hvað heitir mælti á móti búrkunum en vitaskuld tókst að finna einhverja konu úr meðvitaða liðinu sem mælti með búrkunum og fann þeim flest til ágætis. Það er svo sem ekki að því að spyrja.
Hin fréttin sem vakti nokkra umhugsun var fréttin um staðgöngumóðurfædda barnið í Indlandi. Staðgöngufæðingar eru bannaðar hérlendis sem og í öðrum norrænum ríkjum. Sumt fólk lætur það ekki stöðva sig heldur steðjar til útlanda, semur þar við eitthvað fólk, líklega bláfátækt, um að fæða barn og ætlar síðan að koma til baka með barnið eins og ekkert hafi í skorist. Sem betur fer ganga málin ekki svona fyrir sig. Hjónin sitja enn í Indlandi með barnið þrátt fyrir að Alþingi hafi hlaupið til eins og eftir pöntun og veitt barninu ríkisborgararétt. Það er gert þrátt fyrir að farið hafi verið í einu og öllu á svig við hérlend lög og gildandi reglur. Reynt er að réttlæta gjörninginn með þvi að segja að það sé til staðar formlegur samningur um staðgöngumálið milli aðila. Só. Mér finnst að það þurfi vægast sagt að fara sér hægt í þessum efnum. Eiga reglur landsins að vera þannig að það eigi að vera heimilt að fara út í fátækustu lönd heimsins, veifa seðlabunkum framan í fólk sem á sér enga möguleika og kaupa allt það sem menn vilja fá. Hver er samningsstaða fátæka fólksins? Á að vera heimilt að kaupa lifandi börn? Þau eru víða til sölu. Á að vera hægt að kaupa líffæri úr lifandi fólki? Þau eru víða til sölu. Á að vera hægt að kaupa fólk? Það er víða til sölu. Þannig mætti áfram telja. Mér finnst Alþingi hafa sett niður með þessum fljótræðislega gjörningi. Það er merkilegt að feministafélagið þegir þunnu hljóði í þessu máli. Öðruvísi mér áður brá. Svo var náttúrulega farið að fjasa um að það eigi auðvitað að leyfa staðgöngumæðrun hérlendis. Engin umræða. Engin siðfræðileg greining. Bara að brussast áfram og fylgja þeim sem hæst galar.
laugardagur, desember 25, 2010
þriðjudagur, desember 21, 2010
Ég var búinn að ganga með hugmyndina að takast á við 24 tíma hlaup á bretti í nokkra mánuði. Ég fylgdist með sænskum hlaupara sem hljóp svona hlaup fyrr á árinu og þar sem ég vissi að hann var ekkert betri en ég í utandyrahlaupum þá jók það vissuna að ég gæti lokið slíku hlaupi. Vissulega eru ýmsir aðrir óvissuþættir sem maður þarf að takast á við þegar hlaupið er innan dyra en við hlaup undir berum himni. Á hinn bóginn eru aðrir þættir sem hægt er að ganga að vísu. Þeir verstu við brettishlaup eru að hreyfingin er alltaf sú sama. Það eykur líkur á blöðrum og krömpum. Síðan getur hitinn verið vandamál. Ég hafði fundið það við að hlaupa lengi á brettinu niður í World Class í Laugum að ég svitnaði gríðarlega þar. En það er bara svona, annað hvort tekst maður á við verkefnin eða ekki.
Það varð minna úr löngum æfingum í nóvember en ég ætlaði svo ég frestaði hlaupinu um nokkrar vikur. Helgin fyrir jól var því sú eina sem kom til greina. Ég lét slag standa framan af vikunni og óskaði eftir aðstoð við hlaupið á www.hlaup.com. Við í ofurhlauparáðinu samþykktum reglur fyrir hlaup á bretti á fundi fimmtudagskvöldið 16. des svo það mátti ekki seinna vera. Fyrirmynd reglnanna er komin frá sænska ofurhlauparáðinu sem aftur hefur fengið þær frá alþjóðlegum stöðlum. Þær eru sem hér segir:
Reglur fyrir ofurhlaup á hlaupabretti:
1. Nota skal hefðbundna viðurkennda tegund hlaupabrettis sem er almennt í notkun á líkamsræktarstöðvum.
2. Bretti skal vera stillt í lárétta stöðu á meðan á hlaupinu stendur.
3. Það er ekki heimilt að halda sér í handföng eða styðja sig við hlaupabrettið á meðan á hlaupi stendur.
4. Ef hlaupari ætlar að stíga af hlaupabrettinu skal það ekki gert fyrr en brettið hefur stöðvast.
5. Formleg hlaup á hlaupabretti sem eiga að fá skráðan árangur skulu vera opin almenningi.
6. Hlaupari getur hvílst eftir þörfum á meðan á hlaupinu stendur. Klukkan er hins vegar ekki stöðvuð. Sem dæmi má nefna að ef 24 tíma hlaup hefst kl. 12:00 á laugardegi þá lýkur því kl. 12:00 á sunnudegi. Sama gildir með 100 km hlaup að klukkan er ekki stöðvuð frá því hlaupið hefst þar til tilsettri vegalengd er náð.
7. Þegar hlaupin eru vegalengdarhlaup á hlaupabretti (100 km, 100 mílur) þá skulu tveir tímaverðir / trúnaðarmenn vera nærstaddir allan tímann með nákvæma og samræmda tímatöku.
8. Halda skal sérstaka „loggbók“ yfir hvernig tíminn sem hlaupið stendur yfir er nýttur. Í henni skal meðal annars koma fram yfirlit um þann tíma sem brettið er stöðvað og hlaupari stígur af brettinu, vegalengd sem hlaupin er á hverjum klukkutíma eða sá tími sem tekur að hlaupa hvern klukkutíma eða mílu. Viðstaddir tímaverðir / trúnaðarmenn skulu árita bókina í hvert sinn sem þeir hverfa af vettvangi.
9. Staðfestingarskjal skal um árangur hlaupsins skal gefið út í tveimur eintökum að hlaupi loknu áritað af að minnsta kosti tveimur tímavörðum / trúnaðarmönnum.
Reglur þessar voru samþykktar á fundir ofurhlauparáðs FRÍ fimmtudaginn 16. desember 2010.
Ég óskaði því eftir aðstoð á vefnum hlaup.com. Það stóð ekki á viðbrögðum. Sjálfboðaliðar komu hver á fætur öðrum til að leggja þessu verkefni lið. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða daginn eða nóttina. Ég er afar þakklátur öllum þessum góðu félögum sem lögðu mér lið svo að þessi tilraun gæti átt sér stað. Vitaskuld er þetta tilraun því maður veit aldrei hvernig niðurstaðan verður fyrr en upp er staðið.
Ég Lagði upp kl. 12:00 í World Class í Kringlunni. Þar er betra að hlaupa heldur en niður í Laugum. Hitinn er ekki eins mikill og maður svitnar minna. Það skiptir miklu máli á langri leið. Ég hafði lagt út með að nærast fyrst og fremst á Herbalife (Formúlu 1 og 3) á þriggja tíma fresti. Svo var ég með nóg að drekka (Kók, malt, Tonic og djús), salttöflur, kex, kartöfluflögur og fleira sem til þarf.
Ég setti planið upp með að fara út á rúmum 10 km á klst. Það koma alltaf einhverjar frátafir og síðan er alltaf hægt að ganga út frá því að það hægist á manni þegar líður á. Til að ná 200 km markinu hafði ég þó um fjóra tíma upp á að hlaupa. Eitt sem tekur tíma er t.d. að það þarf að endurstilla brettið með vissu millibili. Andlegi þátturinn skiptir höfuð máli við svona hlaup. Ef maður myndi einbeita hugsuninni að því í byrjun hlaups að maður ætti eftir að hlaupa þarna á sama staðnum í næstu 24 stundir þá er það mjög yfirþyrmandi. Ef maður hugsar einungis um næstu 5 – 10 km þá er það allt önnur viðmiðun. Maður étur fílinn ekki í einum bita heldur mörgum.
Síðan rúllaði brettið og tíminn leið. Jói og Trausti voru nærstaddir í upphafi en síðan tók hvert hollið við af öðru. Ýmsir notuðu brettin vel eins og Gunnar Ármannsson sem lauk 50 km hlaupi glæsilega, Trausti Valdimarsson lauk maraþoni og Haukur félagi minn úr ljósmyndaklúbbnum hljóp hálfmaraþon sem var helmingi lengra en hann hafði gert á bretti áður. Eftir um 30 km þá fór ég að ganga smávegis af og til. Það slakar á fótunum og virkar sem nokkurskonar teygjur. Á brettunum niður í Kringlu er hægt að horfa á sjónvarp á brettinu sjálfu. Það er miklu betra en að horfa á skjá upp á vegg. Það væri ekki hægt yfir svona langan tíma. Það er merkilegt hvað tíminn líður hratt þegar lagt er af stað. Fyrirfram virkar þetta dálítið ógnvekjandi en svo rúllar þetta bara. Ef mér fannst tíminn lengi að líða þá hugsaði maður um sveitungana vestan úr Rauðasandshreppi sem sátu í hátt í sólarhring í dimmasta skammdeginu árið 1947 í skítaveðri annars vegar á Flaugarnefinu í miðju Látrabjargi og hins vegar niðri í fjörunni undir bjarginu. Alger óvissa var um hvort þeir sem í fjörunni sátu myndu lifa nóttina af. Í samanburði við slíka þrekraun er ekki mikið mál að láta sér líða vel á bretti innan húss í smá tíma.
Ég skipti um skó undir kvöldið. Ég var ekki alveg sáttur við skóna sem ég byrjaði hlaupið í og fór því í stærri skó. Það má ekkert nudd vera til staðar því þá eru blöðrur komnar fyrr en varir. Einnig fór ég í teygjusokka. Um þrjú leitið um nóttina fór ég að finna fyrir smá krampa í kálfunum. Ég hægði þá aðeins á mér til að slaka á og minnka hættuna á vandræðum. Áætlunin var á plani svo ég var sáttur við hvernig hlaupið gekk. Ég fór yfir 100 mílur um kl. 5:30 undir morgun og þá var þetta orðið nokkuð öruggt ef ekkert kæmi upp á. Ég slakaði því aðeins meir á til að hafa öryggið í fyrirrúmi. Þarna fann ég að vökvaskorturinn var farinn að segja til sín. Það var sama hvað ég drakk og drakk, það virtist allt renna út í gegnum svitann. Maður má passa nýrun svo þau lendi ekki í of miklu álagi vegna vatnsleysis við hreinsunarstarfið. Maginn var síðan aðeins farinn að kveinka sér og einu sinni þegar ég ætlaði að borða banana þá kom allt sömu leið til baka. Það er bara hluti af þessu.
Lokatímarnir liðu fljótt. Þá fór ég einnig að fara fram úr norrænu metunum og síðast féll Kim og hans met. Það létti allt undir. Þorlákur taldi niður og það var vitaskuld ákveðinn léttir að geta slökkt á brettinu og vita að allt var í höfn. Alls hljóp ég 208.760 km. Það mun vera bæði norðurlandamet og 14. besti árangur í heiminum frá upphafi samkvæmt þessari vefsíðu:
http://www.recordholders.org/en/list/treadmill.html
Mér leið í sjálfu sér ágætlega að hlaupi loknu. Skrokkurinn stirðnar að vísu fljótt við að hætta að hreyfa sig eftir svona langan tíma en það jafnar sig fyrr en varir. Ég hef verið miklu stirðari eftir önnur hlaup. Fæturnir voru ósárir og blöðrur fáar. Zinkpastað dugði eins og best var á kosið til að koma í veg fyrir skafsár í klofinu. Herbalifið dugði sem næring eins og ég hef áður haft reynslu af. Þetta var skemmtilegt verkefni sem gekk vel upp með aðstoð góðra félaga.
Það varð minna úr löngum æfingum í nóvember en ég ætlaði svo ég frestaði hlaupinu um nokkrar vikur. Helgin fyrir jól var því sú eina sem kom til greina. Ég lét slag standa framan af vikunni og óskaði eftir aðstoð við hlaupið á www.hlaup.com. Við í ofurhlauparáðinu samþykktum reglur fyrir hlaup á bretti á fundi fimmtudagskvöldið 16. des svo það mátti ekki seinna vera. Fyrirmynd reglnanna er komin frá sænska ofurhlauparáðinu sem aftur hefur fengið þær frá alþjóðlegum stöðlum. Þær eru sem hér segir:
Reglur fyrir ofurhlaup á hlaupabretti:
1. Nota skal hefðbundna viðurkennda tegund hlaupabrettis sem er almennt í notkun á líkamsræktarstöðvum.
2. Bretti skal vera stillt í lárétta stöðu á meðan á hlaupinu stendur.
3. Það er ekki heimilt að halda sér í handföng eða styðja sig við hlaupabrettið á meðan á hlaupi stendur.
4. Ef hlaupari ætlar að stíga af hlaupabrettinu skal það ekki gert fyrr en brettið hefur stöðvast.
5. Formleg hlaup á hlaupabretti sem eiga að fá skráðan árangur skulu vera opin almenningi.
6. Hlaupari getur hvílst eftir þörfum á meðan á hlaupinu stendur. Klukkan er hins vegar ekki stöðvuð. Sem dæmi má nefna að ef 24 tíma hlaup hefst kl. 12:00 á laugardegi þá lýkur því kl. 12:00 á sunnudegi. Sama gildir með 100 km hlaup að klukkan er ekki stöðvuð frá því hlaupið hefst þar til tilsettri vegalengd er náð.
7. Þegar hlaupin eru vegalengdarhlaup á hlaupabretti (100 km, 100 mílur) þá skulu tveir tímaverðir / trúnaðarmenn vera nærstaddir allan tímann með nákvæma og samræmda tímatöku.
8. Halda skal sérstaka „loggbók“ yfir hvernig tíminn sem hlaupið stendur yfir er nýttur. Í henni skal meðal annars koma fram yfirlit um þann tíma sem brettið er stöðvað og hlaupari stígur af brettinu, vegalengd sem hlaupin er á hverjum klukkutíma eða sá tími sem tekur að hlaupa hvern klukkutíma eða mílu. Viðstaddir tímaverðir / trúnaðarmenn skulu árita bókina í hvert sinn sem þeir hverfa af vettvangi.
9. Staðfestingarskjal skal um árangur hlaupsins skal gefið út í tveimur eintökum að hlaupi loknu áritað af að minnsta kosti tveimur tímavörðum / trúnaðarmönnum.
Reglur þessar voru samþykktar á fundir ofurhlauparáðs FRÍ fimmtudaginn 16. desember 2010.
Ég óskaði því eftir aðstoð á vefnum hlaup.com. Það stóð ekki á viðbrögðum. Sjálfboðaliðar komu hver á fætur öðrum til að leggja þessu verkefni lið. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða daginn eða nóttina. Ég er afar þakklátur öllum þessum góðu félögum sem lögðu mér lið svo að þessi tilraun gæti átt sér stað. Vitaskuld er þetta tilraun því maður veit aldrei hvernig niðurstaðan verður fyrr en upp er staðið.
Ég Lagði upp kl. 12:00 í World Class í Kringlunni. Þar er betra að hlaupa heldur en niður í Laugum. Hitinn er ekki eins mikill og maður svitnar minna. Það skiptir miklu máli á langri leið. Ég hafði lagt út með að nærast fyrst og fremst á Herbalife (Formúlu 1 og 3) á þriggja tíma fresti. Svo var ég með nóg að drekka (Kók, malt, Tonic og djús), salttöflur, kex, kartöfluflögur og fleira sem til þarf.
Ég setti planið upp með að fara út á rúmum 10 km á klst. Það koma alltaf einhverjar frátafir og síðan er alltaf hægt að ganga út frá því að það hægist á manni þegar líður á. Til að ná 200 km markinu hafði ég þó um fjóra tíma upp á að hlaupa. Eitt sem tekur tíma er t.d. að það þarf að endurstilla brettið með vissu millibili. Andlegi þátturinn skiptir höfuð máli við svona hlaup. Ef maður myndi einbeita hugsuninni að því í byrjun hlaups að maður ætti eftir að hlaupa þarna á sama staðnum í næstu 24 stundir þá er það mjög yfirþyrmandi. Ef maður hugsar einungis um næstu 5 – 10 km þá er það allt önnur viðmiðun. Maður étur fílinn ekki í einum bita heldur mörgum.
Síðan rúllaði brettið og tíminn leið. Jói og Trausti voru nærstaddir í upphafi en síðan tók hvert hollið við af öðru. Ýmsir notuðu brettin vel eins og Gunnar Ármannsson sem lauk 50 km hlaupi glæsilega, Trausti Valdimarsson lauk maraþoni og Haukur félagi minn úr ljósmyndaklúbbnum hljóp hálfmaraþon sem var helmingi lengra en hann hafði gert á bretti áður. Eftir um 30 km þá fór ég að ganga smávegis af og til. Það slakar á fótunum og virkar sem nokkurskonar teygjur. Á brettunum niður í Kringlu er hægt að horfa á sjónvarp á brettinu sjálfu. Það er miklu betra en að horfa á skjá upp á vegg. Það væri ekki hægt yfir svona langan tíma. Það er merkilegt hvað tíminn líður hratt þegar lagt er af stað. Fyrirfram virkar þetta dálítið ógnvekjandi en svo rúllar þetta bara. Ef mér fannst tíminn lengi að líða þá hugsaði maður um sveitungana vestan úr Rauðasandshreppi sem sátu í hátt í sólarhring í dimmasta skammdeginu árið 1947 í skítaveðri annars vegar á Flaugarnefinu í miðju Látrabjargi og hins vegar niðri í fjörunni undir bjarginu. Alger óvissa var um hvort þeir sem í fjörunni sátu myndu lifa nóttina af. Í samanburði við slíka þrekraun er ekki mikið mál að láta sér líða vel á bretti innan húss í smá tíma.
Ég skipti um skó undir kvöldið. Ég var ekki alveg sáttur við skóna sem ég byrjaði hlaupið í og fór því í stærri skó. Það má ekkert nudd vera til staðar því þá eru blöðrur komnar fyrr en varir. Einnig fór ég í teygjusokka. Um þrjú leitið um nóttina fór ég að finna fyrir smá krampa í kálfunum. Ég hægði þá aðeins á mér til að slaka á og minnka hættuna á vandræðum. Áætlunin var á plani svo ég var sáttur við hvernig hlaupið gekk. Ég fór yfir 100 mílur um kl. 5:30 undir morgun og þá var þetta orðið nokkuð öruggt ef ekkert kæmi upp á. Ég slakaði því aðeins meir á til að hafa öryggið í fyrirrúmi. Þarna fann ég að vökvaskorturinn var farinn að segja til sín. Það var sama hvað ég drakk og drakk, það virtist allt renna út í gegnum svitann. Maður má passa nýrun svo þau lendi ekki í of miklu álagi vegna vatnsleysis við hreinsunarstarfið. Maginn var síðan aðeins farinn að kveinka sér og einu sinni þegar ég ætlaði að borða banana þá kom allt sömu leið til baka. Það er bara hluti af þessu.
Lokatímarnir liðu fljótt. Þá fór ég einnig að fara fram úr norrænu metunum og síðast féll Kim og hans met. Það létti allt undir. Þorlákur taldi niður og það var vitaskuld ákveðinn léttir að geta slökkt á brettinu og vita að allt var í höfn. Alls hljóp ég 208.760 km. Það mun vera bæði norðurlandamet og 14. besti árangur í heiminum frá upphafi samkvæmt þessari vefsíðu:
http://www.recordholders.org/en/list/treadmill.html
Mér leið í sjálfu sér ágætlega að hlaupi loknu. Skrokkurinn stirðnar að vísu fljótt við að hætta að hreyfa sig eftir svona langan tíma en það jafnar sig fyrr en varir. Ég hef verið miklu stirðari eftir önnur hlaup. Fæturnir voru ósárir og blöðrur fáar. Zinkpastað dugði eins og best var á kosið til að koma í veg fyrir skafsár í klofinu. Herbalifið dugði sem næring eins og ég hef áður haft reynslu af. Þetta var skemmtilegt verkefni sem gekk vel upp með aðstoð góðra félaga.
föstudagur, desember 17, 2010
24 tíma hlaupið hefst eftir tæpa 12 tíma. Það er alltaf smá stress í gangi þegar líður að upphafi svona hlaupa. Maður veit aldrei hvernig hlutir ganga fyrir sig fyrr en af stað er farið. Svona löng hlaup byggja mikið á skipulagi og fyrirfram ákveðnum plönum. Það verður að hugsa dæmið til enda. Það getur margt gerst á langri leið. Ég hef einna mestar áhyggjur af því að fá krampa í fæturnar. Maður svitnar svo svakalega að saltútfellingin verður mikil. Einnig getur maginn farið að kvarta út af öllum þeim vökva sem maður verður að setja í sig.
Upp á samanburðinn að gera þá er hægt að rifja það upp að heimsmetið í 24 tíma hlaupi á bretti er 247 km. Það er bandaríkjamaður sem á það. Kim Rasmussen hin danski stórhlaupari á Borgundarhólmi á norðurlandametið sem er 203 km tæpir. Hann setti það árið 2004. Lars Sætran, sem er eini norðmaðurinn sem hefur hlaupið 24 tíma á bretti, hljóp 193 km árið 2004. Hans Nyren setti sænskt met sl. vetur þegar hann hljóp 181 km. Það ég best veit hefur enginn finni hlaupið 24 tíma hlaup á bretti.
Það er öllum heimilt að kíkja við í World Class í Kringlunni á meðan á hlaupinu stendur. Það verður opið fyrir þá sem vilja kíkja inn og taka stöðuna.
Upp á samanburðinn að gera þá er hægt að rifja það upp að heimsmetið í 24 tíma hlaupi á bretti er 247 km. Það er bandaríkjamaður sem á það. Kim Rasmussen hin danski stórhlaupari á Borgundarhólmi á norðurlandametið sem er 203 km tæpir. Hann setti það árið 2004. Lars Sætran, sem er eini norðmaðurinn sem hefur hlaupið 24 tíma á bretti, hljóp 193 km árið 2004. Hans Nyren setti sænskt met sl. vetur þegar hann hljóp 181 km. Það ég best veit hefur enginn finni hlaupið 24 tíma hlaup á bretti.
Það er öllum heimilt að kíkja við í World Class í Kringlunni á meðan á hlaupinu stendur. Það verður opið fyrir þá sem vilja kíkja inn og taka stöðuna.
miðvikudagur, desember 15, 2010
Fartölvan mín hefur ekki verið tengd upp á síðkastið svo það hefur farið lítið fyrir skrifum á kvöldin. Það fer vonandi að verða ráðin bót þar á. Ég hef verið að hlaupa langt á brettinu að undanförnu á sunnudagsmorgnum. Ég er búinn að taka þrjár maraþon vegalengdir og tvö 30 km hlaup. Það er svo merkilegt hvað þetta venst. Ég minnist þess að þegar ég fór fyrst að hlaupa á bretti veturinn 2005 þegar ég var að undirbúa mig fyrir Western States að þá ætluðu 8 km á bretti mig lifandi að drepa. Þetta aætlaði aldrei að líða. Tveimur árum seinna komst ég upp í 18 km í World Class en þá horfði ég á landsleik í handbolta á meðan og þannig var hægt að lifa þetta af. Í fyrra tók ég nokkrar langar æfingar áður en ég fór í 100 km hlaupið og það gekk bara vel. Nú hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju í haust því á næstu helgi ætla ég að stökka í djúpu laugina og takast á við 24 tíma hlaup á bretti. Hlaupið fer fram í World Class í Kringlunni og hefst kl. 12:00 laugardaginn 18. desember. Því lýkur svo kl. 12:00 sunnudaginn 19. desember. Svona löng brettishlaup eru að mörgu leyti erfiðari en að hlaupa sama tíma utanhúss. Hreyfingin er alltaf hin sama og er einhæfari og maður svitnar meira. Á hinn bóginn eru allar aðstæður undir control svo maður þarf ekki að óttast vind, regn eða sterka sól. Þannig er þatta bæði og. Hlaup á bretti er fer fram með hliðsjón af ákveðnum reglum og það þurfa helst að vera tveir aðstoðarmenn viðstaddir allt hlaupið en ekkie ndilega þeir seömu. það er til að fylgjast með því að allt fari fram eftir settum reglum, fylgjast með hvernig hlaupinu vindur fram svo og að veita ýmsa aðstoð sem á þarf að halda. Hér með er því auglýst eftir áhugasömum sem gætu hugsað sér að leggja þessu verkefni lið.
miðvikudagur, desember 01, 2010
Fram til þessa hef ég kosið í öllum þeim opinberum kosningum sem ég hef haft möguleika á að gera. Sama hvort það eru kosningar til sveitarstjórnar, alþingis, forsetaembættisins eða kosningar um brennivín, flugvöll, hundahald og Icesafe. Mér hefur fundist það vera skylda hvers einstaklings sem býr í lýðræðissamfélagi að nýta kosningaréttinn. Það veit enginn hvað hann hefur fyrr en hann hefur misst það. Nú kaus ég hins vegar ekki. Ég gat bara ekki hugsað mér að taka þátt í þessu þjóðfundar/stjórnlagaþingssjónarspili öllu. Það eru takmörk fyrir því hve langt maður getur látið leiða sig.
Þetta byrjaði allt saman í látunum snemma árs 2009. Þá fóru einhverjir að hafa hátt um að nú þyrfti að byggja upp nýtt Ísland. Byggja upp nýtt siðferði, byggja upp nýja stjórnarskrá. Nokkur hópur fólks át þessa frasa síðan upp hver eftir öðrum og þetta var voða mikið „inn“ hjá sumum. Allur fjöldinn lét sér fátt um finnast.
Svokallaður þjóðfundur var haldinn fyrir góðu ári síðan. Hann átti að leggja ákveðinn grunn að Nýja Íslandi. Megináherslan var þó lögð á aðferðafræðina. Hún var orðin aðalatriðið. Þetta hafði hvergi verið gert í heiminum áður. Hvað segir það? Jú, nefnilega að aðrir hafi ekki talið þessa aðferðafræði sérstaklega skynsamlega. Út úr þjóðfundinum hinum fyrri kom ekkert það ég veit eða man nema að nöfn umræðufunda breyttust víða í kjölfar hans og hétu þeir nú þjóðfundir enda þótt einungis fáir tugir mættu á staðinn. Engu að síður var haldinn annar þjóðfundur og nú sögðu ýmsir að hann hafði verið miklu betri en sá fyrri. Reyndar áttuðu einhverjir sig á því að þessi svokallaði þjóðfundur samanstóð af 100 tíu manna fundum.
Svo var farið að undirbúa stjórnlagaþingið sjálft. Sú nýbreytni var tekin upp að nú átti þjóðin að vinna verkið. Ekki einhverjir stjórnmálamenn á vegum fjórflokksins alræmda. Þjóðin var nú eitthvað annað.
Það kom forsvarsmönnum verkefnisins í opna skjöldu hve margir höfðu áhuga á 2ja til 4ra mánaða þægilegri innivinnu við að velta stjórnarskránni fyrir sér. Fyrst allt var opið og litlar hindranir á veginum þá var við því að búast að margir gæfu kost á sér. Annað hefði verið óeðlilegt. Sérstaklega þegar hamrað var á því sínkt og heilagt að nú ætti ÞJÓÐIN að taka málin í sínar hendur.
Þessi mikli áhugi olli ákveðnum vandræðagangi í upphafi en svo leystist það. Gefið var út gott blað með myndum, æviágripi og nokkrum línum um fyrir hvað viðkomandi stæðu. RUV tók viðtöl við alla frambjóðendur og þau voru aðgengileg en að vísu bara á vefnum. Ýmsir þeirra sem hefðu haft tíma og gaman af því að hlusta á þessi viðtöl nota ekki tölvur. Persónukjör er ekkert nýtt í sögunni. Óhlutbundin kosning hefur viðgengist víða um land um áratuga skeið og síðan eru forsetakosningar og prestkosningar ekkert nema persónukosningar svo dæmi séu nefnd. Það var engin fyrirstaða þótt fólk þyrfti að skrifa niður nokkur númer til að hafa hjá sér á kjörstað í stað þess að krossa við nafn. Kosningafyrirkomulagið var nýtt en það lærðist. Ekkert mál. Svo kom kjördagurinn. Þá fór í verra. Það mættu nefnilega mjög fáir á kjörstað. Svo fáir að um það eru fá ef nokkur dæmi í sögunni. Það lá svo við að fjölmiðlar grátbæðu fólk um að fara og kjósa að kvöldi kjördags þegar sýnt var hve kjörsóknin yrði léleg.
Allskonar eftiráskýringar komu fram að kjördegi loknum. Sumir sögðu að fjölmiðlar hefðu brugðist. Aðrir sögðu að háskólasamfélagið hefði brugðist. Sumir sögðu að fólkið hefði hræðst fyrirkomulagið og því hefðu kjósendur brugðist. Mjög fáir hafa minnst á það sem ég held að sé aðalástæðan fyrir lélegri kjörsókn. Allur þorri almennings hefur enga tilfinningu fyrir því að stjórnarskráin sé einhver orsakavaldur í efnahagshruninu. Fólk sér því engan tilgang í því að rjúka í endurskoðun hennar núna og eyða í það verk svo gríðarlegum fjármunum sem raun ber vitni. Nefndar eru 800 milljónir króna sem lágmark. Þessir peningar eru allir teknir að láni. Vegna þessa verkefnis verður að skera enn frekar niður í velferðarkerfinu á komandi árum því lán þarf að borga til baka og þau kosta peninga. Meirihluti þjóðarinnar mótmælti því öllu heila spilverkinu með því að láta ekki sjá sig á kjörstað.
Ýmislegt situr þó eftir sem er umhugsunarvert:
Margir frambjóðenda virtust ekki vita mikið um hvað málið snerist. Ýmsir þeirra boðuðu afar harðan kommúnisma sem skyldi bundinn í stjórnarskrá.
Framkvæmdastjóri verkefnisins var eiginkona eins frambjóðendans.
Talnasérfræðingar sem komu að vali á kosningaaðferðinni fóru í framboð og náðu báðir kjöri. Aldrei kom til tals að nota aðra aðferð en þá sem notuð var.
Framkvæmdastjóri verkefnisins hreytti ítrekað ónotum í þá frambjóðendur sem reyndu að vekja athygli á sér með auglýsingum.
Fyrsta frétt í hádeginu daginn eftir á Bylgjunni var að erlendir fjölmiðlar hefðu fjallað um kosninguna. Þar þótti sem sagt merkilegra að útlendingar litu til landsins en sú staðreynd að yfir 60% kjósenda sáu ekki ástæðu til að kjósa.
Það kostar töluverða yfirlegu að ná að skilja þá aðferðafræði sem notuð er við talninguna.
Framkvæmdastjóri verkefnisins sagði ítrekað að kjörsóknin skipti engu máli. Því hefði líklega verið nægjanlegt í hennar augum að einungis einn kjósandi hefði kosið sé það tekið bókstaflega sem sagt var. Hvaða málflutningur er þetta??
Bakland einstakra stjórnlagaþingsmanna er afar lítið sé það reiknað sem hlutfall af kosningabærum einstaklingum. Því er staða þingsins veik svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Venjulegu fólki sem lítið hafi haft sig í frammi á opinberum vettvangi var talin trú um að það ætti erindi inn í þennan prósess. Það væri þjóðin. Nú liggur fyrir hvað þarf til að ná kjöri í svona kosningafyrirkomulagi.
Það er fróðlegt að sjá hvernig „þverskurður þjóðarinnar“ lítur út.
Mjög skýrt kom í ljós hver verður niðurstaðan í kosningum undir formerkinu „Allt landið eitt kjördæmi“.
Það er vonandi að umræðan um persónukjör hafi ekki verið eyðilögð í þessum kosningum. Það væri verra.
Það setur alltaf að manni hálfgerðan ugg þegar íslendingar segjast vera frábærari en aðrar þjóðir á jarðarkringlunni.
Þetta byrjaði allt saman í látunum snemma árs 2009. Þá fóru einhverjir að hafa hátt um að nú þyrfti að byggja upp nýtt Ísland. Byggja upp nýtt siðferði, byggja upp nýja stjórnarskrá. Nokkur hópur fólks át þessa frasa síðan upp hver eftir öðrum og þetta var voða mikið „inn“ hjá sumum. Allur fjöldinn lét sér fátt um finnast.
Svokallaður þjóðfundur var haldinn fyrir góðu ári síðan. Hann átti að leggja ákveðinn grunn að Nýja Íslandi. Megináherslan var þó lögð á aðferðafræðina. Hún var orðin aðalatriðið. Þetta hafði hvergi verið gert í heiminum áður. Hvað segir það? Jú, nefnilega að aðrir hafi ekki talið þessa aðferðafræði sérstaklega skynsamlega. Út úr þjóðfundinum hinum fyrri kom ekkert það ég veit eða man nema að nöfn umræðufunda breyttust víða í kjölfar hans og hétu þeir nú þjóðfundir enda þótt einungis fáir tugir mættu á staðinn. Engu að síður var haldinn annar þjóðfundur og nú sögðu ýmsir að hann hafði verið miklu betri en sá fyrri. Reyndar áttuðu einhverjir sig á því að þessi svokallaði þjóðfundur samanstóð af 100 tíu manna fundum.
Svo var farið að undirbúa stjórnlagaþingið sjálft. Sú nýbreytni var tekin upp að nú átti þjóðin að vinna verkið. Ekki einhverjir stjórnmálamenn á vegum fjórflokksins alræmda. Þjóðin var nú eitthvað annað.
Það kom forsvarsmönnum verkefnisins í opna skjöldu hve margir höfðu áhuga á 2ja til 4ra mánaða þægilegri innivinnu við að velta stjórnarskránni fyrir sér. Fyrst allt var opið og litlar hindranir á veginum þá var við því að búast að margir gæfu kost á sér. Annað hefði verið óeðlilegt. Sérstaklega þegar hamrað var á því sínkt og heilagt að nú ætti ÞJÓÐIN að taka málin í sínar hendur.
Þessi mikli áhugi olli ákveðnum vandræðagangi í upphafi en svo leystist það. Gefið var út gott blað með myndum, æviágripi og nokkrum línum um fyrir hvað viðkomandi stæðu. RUV tók viðtöl við alla frambjóðendur og þau voru aðgengileg en að vísu bara á vefnum. Ýmsir þeirra sem hefðu haft tíma og gaman af því að hlusta á þessi viðtöl nota ekki tölvur. Persónukjör er ekkert nýtt í sögunni. Óhlutbundin kosning hefur viðgengist víða um land um áratuga skeið og síðan eru forsetakosningar og prestkosningar ekkert nema persónukosningar svo dæmi séu nefnd. Það var engin fyrirstaða þótt fólk þyrfti að skrifa niður nokkur númer til að hafa hjá sér á kjörstað í stað þess að krossa við nafn. Kosningafyrirkomulagið var nýtt en það lærðist. Ekkert mál. Svo kom kjördagurinn. Þá fór í verra. Það mættu nefnilega mjög fáir á kjörstað. Svo fáir að um það eru fá ef nokkur dæmi í sögunni. Það lá svo við að fjölmiðlar grátbæðu fólk um að fara og kjósa að kvöldi kjördags þegar sýnt var hve kjörsóknin yrði léleg.
Allskonar eftiráskýringar komu fram að kjördegi loknum. Sumir sögðu að fjölmiðlar hefðu brugðist. Aðrir sögðu að háskólasamfélagið hefði brugðist. Sumir sögðu að fólkið hefði hræðst fyrirkomulagið og því hefðu kjósendur brugðist. Mjög fáir hafa minnst á það sem ég held að sé aðalástæðan fyrir lélegri kjörsókn. Allur þorri almennings hefur enga tilfinningu fyrir því að stjórnarskráin sé einhver orsakavaldur í efnahagshruninu. Fólk sér því engan tilgang í því að rjúka í endurskoðun hennar núna og eyða í það verk svo gríðarlegum fjármunum sem raun ber vitni. Nefndar eru 800 milljónir króna sem lágmark. Þessir peningar eru allir teknir að láni. Vegna þessa verkefnis verður að skera enn frekar niður í velferðarkerfinu á komandi árum því lán þarf að borga til baka og þau kosta peninga. Meirihluti þjóðarinnar mótmælti því öllu heila spilverkinu með því að láta ekki sjá sig á kjörstað.
Ýmislegt situr þó eftir sem er umhugsunarvert:
Margir frambjóðenda virtust ekki vita mikið um hvað málið snerist. Ýmsir þeirra boðuðu afar harðan kommúnisma sem skyldi bundinn í stjórnarskrá.
Framkvæmdastjóri verkefnisins var eiginkona eins frambjóðendans.
Talnasérfræðingar sem komu að vali á kosningaaðferðinni fóru í framboð og náðu báðir kjöri. Aldrei kom til tals að nota aðra aðferð en þá sem notuð var.
Framkvæmdastjóri verkefnisins hreytti ítrekað ónotum í þá frambjóðendur sem reyndu að vekja athygli á sér með auglýsingum.
Fyrsta frétt í hádeginu daginn eftir á Bylgjunni var að erlendir fjölmiðlar hefðu fjallað um kosninguna. Þar þótti sem sagt merkilegra að útlendingar litu til landsins en sú staðreynd að yfir 60% kjósenda sáu ekki ástæðu til að kjósa.
Það kostar töluverða yfirlegu að ná að skilja þá aðferðafræði sem notuð er við talninguna.
Framkvæmdastjóri verkefnisins sagði ítrekað að kjörsóknin skipti engu máli. Því hefði líklega verið nægjanlegt í hennar augum að einungis einn kjósandi hefði kosið sé það tekið bókstaflega sem sagt var. Hvaða málflutningur er þetta??
Bakland einstakra stjórnlagaþingsmanna er afar lítið sé það reiknað sem hlutfall af kosningabærum einstaklingum. Því er staða þingsins veik svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Venjulegu fólki sem lítið hafi haft sig í frammi á opinberum vettvangi var talin trú um að það ætti erindi inn í þennan prósess. Það væri þjóðin. Nú liggur fyrir hvað þarf til að ná kjöri í svona kosningafyrirkomulagi.
Það er fróðlegt að sjá hvernig „þverskurður þjóðarinnar“ lítur út.
Mjög skýrt kom í ljós hver verður niðurstaðan í kosningum undir formerkinu „Allt landið eitt kjördæmi“.
Það er vonandi að umræðan um persónukjör hafi ekki verið eyðilögð í þessum kosningum. Það væri verra.
Það setur alltaf að manni hálfgerðan ugg þegar íslendingar segjast vera frábærari en aðrar þjóðir á jarðarkringlunni.
miðvikudagur, nóvember 24, 2010
Ég horfði á Silfur Egils á sunnudaginn sem ég geri æ sjaldnar þessa mánuðina. Það var verið að ræða kosningarnar á laugardaginn kemur. Almannatengill nokkur sem er að vinna fyrir einhvern hóp þeirra sem bjóða sig fram var svo smekklegur að veifa mynd í þættinum þar sem búið var að teikna upp fúlan kall (nema hvað). Karlinn var nefndur "Herra Neikvæður" og átti að tákna þá sem ætla ekki að kjósa á laugardaginn. Mér finnst það ekki vara hlutverk ríkisfjölmiðils, svo ég orði það bara vægt, að gera lítið úr skoðun þess fólks sem hefur ekki áhuga á að nota kosningarétt sinn á laugardaginn kemur. Ég sé ekki annað en að það fólk hafi nákvæmlega sama rétt og aðrir til að móta sína eigin afstöðu í málinu. Ef frambjóðendur eru mjög óáhugaverðir eða málefnið ekki þess virði að fólki finnist ástæða til að mæta á kjörstað þá hefur það rétt á þeirri skoðun. Alls engin ástæða til að gera grín að því fyrir það. Síðan má svo sem minna á það í forbifarten að þeir sem hrifust ekki með í ruglbólunni á árunum 2005-2008 voru yfirleitt kallaðir neikvæðnir úrtölumenn. Það skyldu þó ekki vera sömu almannatenglar sem voru í fremstu víglínu í báðum tilfellum við að gera lítið úr því fólki sem þorði að mynda sér sjálfstæða skoðun og var með báða fætur á jörðinni. Það er alltaf auðveldast að kóa með en það þarf dálítinn kjark að synda á móti straumnum.
Ég hef hlustað fyrir tilviljun á nokkur viðtalanna sem tekin voru við frambjóðendur af RUV. Það er kannski hroki að segja það en mér finnst að það eigi að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu til fólks sem telur sig fært til að endurskoða stjórnarskrá landsins að það sé þokkalega fært í að koma frá sér mæltu máli. Það er ekki djúprist krafa en hún reynist sumum um megn það ég heyrði. Beygingavillur, þversagnir og slæmt málfar eru ekki beint meðmæli með fólki sem gefur sig fram til slíkra starfa. Aðrir hafa akkúrat ekkert fram að færa. Síðan hafa enn aðrir einhverja orðaleppa í frammi sem þeir virðast ekki vita mikið hvað þýða í raun og veru. Einn sá vinsælasti virðist vera krafan um náttúrulegar auðlindir í þjóðareign. Sumir ganga svo langt að þeir segja að náttúrulegar auðlindir eigi bæði að vera í þjóðareign og þjóðnýtingu. Við höfum kynnst slíku fyrirkomulagi í Sovétríkjunum, í stærstum hluta Austur Evrópu, á Kúbu og í Kína undir stjórn Maó. Ég hef unnið í Rússlandi og séð afleiðingar Sovétríkjanna, ég hef komið til Kúbu og ég hef séð varðturnana með byssumönnum sem stóðu vörð við landamærin milli Austur Evrópu og Vestur Evrópu til að gæta þess að fólk flýði ekki vestur fyrir járntjald. Þeir sem það reyndu og sáust voru skotnir öðrum til viðvörunar. Það vita allir sem vilja vita að Sovétríkin og Austur Evrópa urðu gjaldþrota vegna þeirrar efnahagsstefnu sem þar var rekin. Því féll skipulagið. Ég hef því miður ekki komið til Kína en hef lesið dálítið um það ágæta land og það þjóðskipulag sem landið byggði á Maó tímanum. Ég þarf því ekkert að láta segja mér um svona málflutning. Bara að minna á það að fiskurinn í sjónum er náttúruauðlind. Vatnið sem rennur niður brekkurnar og sprettur upp úr jörðinni er náttúruaðlind. Fiskurinn í ánum, fuglar himinsins og dýr merkurinnar eru náttúruauðlindir. Landið sem grasið er ræktað á er náttúruauðlind. Þannig mætti áfram telja. Ef á að þjóðnýta þetta allt saman og koma öllum náttúruauðlindum í opinbera eigu og ég tala nú ekki um ef nýting þessara náttúruauðlinda eigi að gerast af opinberum aðilum þá mun margt breytast hér á landi. Segi ekki meir þar um.
Einn frambjóðandi taldi sér það frekast til ágætis að hann hafði rúman tíma í vinnunni á útmánuðum. Því fannst honum að eigi sögn tilvalið að skella sér í það að endurskoða stjórnarskrána fyrst lítið var að gera í vinnunni. Það minnir á það að það er langt í frá að allir geti tekið sér frí úr vinnunni í tvo - fjóra mánuði. Vegna atvinnuástandsins eru aðrir sem ekki myndu þora að fara fram á frí í þetta langan tíma af ótta við að þeir þurftu ekki að mæta aftur þegar gamninu lyki.
Tvö mál hafa verið fyrirferðarmikil í umræðu fjölmiðla síðustu daga. Þótt ekki virðist svo við fyrsta augnakast þá tengjast þau nokkuð. Annað er stóra grísageldingarmálið. Fjölmiðlar hafa fjallað ýtarlega um að smágrísir eru geltir án deyfingar. Allt í lagi að ræða það fram og aftur. Umræðan hefur meir að segja borist inn á það dýraplagerí að lömb séu mörkuð án deyfingar. Ég heyrði yfirdýralækni segja það í útvarpinu í dag að sú ósvinna heyrði brátt sögunni til. Málið skyldi leyst með plastmerkjum. Það má vel vera að búið sé að finna upp plastmerki sem ekki detta úr en tryggara myndi mér finnast að óreyndu að hafa mín lömb og mínar rollur markaðar á gamla mátann. Hitt málið er stóra múslímamálið. Umræða hefur hafist um þá framtíðarsýn að múslímum og íslamsistum myndi fjölga hérlendis eins og hefur svo sannarlega gerst í flestum okkar nágrannalöndum. Umræðan hefur svo til eingöngu snúist um að margir segja að hér eigi að ríkja trúfrelsi, frelsi til að klæða sig í hvað sem er og ganga eigi út frá frelsi einstaklingsins eins og formaður múslímafélagsins sagði í útvarpinu þar sem hann fór mikinn. Nú er þetta svo sem ágætt ef þessar reglur giltu allstaðar en það ég best veit þá ríkir ekki frelsi einstaklingsins í löndum þar sem strangtrúaðir íslamistar ráða ríkjum. Þar má fólk (og konur þá sérstaklega) ekki klæða sig eins og það vill að maður tali nú ekki um trúfrelsið. Íslamistar hafa þá sameiginlegu ósk um að skapa ríki sem stjórnað er samkvæmt grundvallarreglum og lögum íslam. Í Pakistan eru kristið fólk ofsótt um þessar mundir af ofsatrúarfólki, hús þess eru brennd og það hrakið frá heimkynnum sínum. En hvað kemur þetta geldingum á grísum og mörkun lamba við? Jú, það er nefnilega til dálítið sem heitir umskurður á stúlkubörnum. Hann á sér stað í umfangsmiklum mæli meðal strangtrúaðra islamista og þarf ekki að leita lengra en til Norðurlandanna til að sjá fjölmörg dæmi þess. En á það er ekki minnst í umræðunni um múslimista og íslamista á meðan menn tala sig hása í fjölmiðlum þessa dagana yfir því að smágrísir eru geltir og lömb mörkuð. Umskurður er svo ógeðslegur verknaður að það er varla að maður geti fjallað um það. Þó er hægt að segja að hann er oftast nær framkvæmdur með rakvélablöðum eða einhverju þaðan af verra við vægast sagt frumstæðar aðstæður. Umskurður er einnig kallaður kynfæralimlestingar ef það skyldi skýra málið frekar.
Ég hef nýlega lokið við að lesa bókina "Dýrmætast er frelsið" eftir norska blaðamanninn Hege Storhaug. Hún þekkir þessi mál mjög vel eftir að hafa unnið við málefni innflytjenda í Noregi vel á annan áratug, dvalið í Pakistan í tvö ár og þannig mætti áfram telja. Nú gæti einhver sagt að þessi verkaður sé bara bundinn við afskekktar byggðir þar sem fáfræði og forneskja ræður ríkjum. Það er öðru nær. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 140 milljónir núlifandi stúlkna í heiminum í dag hafi orðið fyrir þessu. Árlega séu nú um tvær milljónir stúlkubarna umskornar. Í Egyptalandi eru t.d. um 90% kvenna umskornar. Umskurður stúlkubarna er iðkaður í um 30 löndum í dag. Þessi ósiður festi rætur á belti sem liggur yfir miðbik Afríku, á Arabíuskaga, í nokkrum löndum Miðausturlanda, í héröðum Kúrdistan og meðal múslima í Malasíu og Indónesíu. Þessi ósiður er ekki eingöngu bundinn við þessi lönd heldur er hann einnig til staðar meðal múslima og islamista sem búa í Noregi, Svíþjóð og Danmörku svo og ýmsum öðrum Evrópulöndum. Þetta er bannað með lögum í Evrópu en þeir sem telja að orð spámannsins séu ofar lögum sem venjulegir menn hafa sett virða slíkt bann að vettugi. Það er helst að samfélögin vakni þegar einhverri smástelpunni blæðir út. Árið 1999 féll timamótadómur í París þar sem kona var dæmd í átta ára fangelsi fyrir að hafa sannanlega limlest 48 stúlkubörn. Annars ríkir þögnin að mestu um þessi mál í Evrópu að sögn Hege. Það gerir það svo sannarlega hérlendis einnig. Bókin "Dýrmætast er frelsið" er t.d. ekki tekin til umfjöllunar í þáttum þar sem fjallað er um bækur eða þjóðfélagsmál almennt. Þess í stað einbeita fjölmiðlar sér að umfjöllun um stórmál eins og geldingar á smágrísum og eyrnamörkun smálamba.
Ég læt þetta duga að sinni en það er af ýmsu öðru að taka í þessu sambandi.
Gaman að heyra að Vestfirðingar séu að færa út Hlaupahátíðina og þróa hana áfram. Nú að að taka upp sjósund svo og verður nú hlaupið ofurmaraþon. Það er leiðin sem var hjóluð í sumar og liggur frá Þingeyri yfir heiðina yfir í Arnarfjörðinn og svo sem leið liggur út fyrir Sléttanesið og inn að Sveinseyri. Þetta verður alvöru.
Ég hef hlustað fyrir tilviljun á nokkur viðtalanna sem tekin voru við frambjóðendur af RUV. Það er kannski hroki að segja það en mér finnst að það eigi að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu til fólks sem telur sig fært til að endurskoða stjórnarskrá landsins að það sé þokkalega fært í að koma frá sér mæltu máli. Það er ekki djúprist krafa en hún reynist sumum um megn það ég heyrði. Beygingavillur, þversagnir og slæmt málfar eru ekki beint meðmæli með fólki sem gefur sig fram til slíkra starfa. Aðrir hafa akkúrat ekkert fram að færa. Síðan hafa enn aðrir einhverja orðaleppa í frammi sem þeir virðast ekki vita mikið hvað þýða í raun og veru. Einn sá vinsælasti virðist vera krafan um náttúrulegar auðlindir í þjóðareign. Sumir ganga svo langt að þeir segja að náttúrulegar auðlindir eigi bæði að vera í þjóðareign og þjóðnýtingu. Við höfum kynnst slíku fyrirkomulagi í Sovétríkjunum, í stærstum hluta Austur Evrópu, á Kúbu og í Kína undir stjórn Maó. Ég hef unnið í Rússlandi og séð afleiðingar Sovétríkjanna, ég hef komið til Kúbu og ég hef séð varðturnana með byssumönnum sem stóðu vörð við landamærin milli Austur Evrópu og Vestur Evrópu til að gæta þess að fólk flýði ekki vestur fyrir járntjald. Þeir sem það reyndu og sáust voru skotnir öðrum til viðvörunar. Það vita allir sem vilja vita að Sovétríkin og Austur Evrópa urðu gjaldþrota vegna þeirrar efnahagsstefnu sem þar var rekin. Því féll skipulagið. Ég hef því miður ekki komið til Kína en hef lesið dálítið um það ágæta land og það þjóðskipulag sem landið byggði á Maó tímanum. Ég þarf því ekkert að láta segja mér um svona málflutning. Bara að minna á það að fiskurinn í sjónum er náttúruauðlind. Vatnið sem rennur niður brekkurnar og sprettur upp úr jörðinni er náttúruaðlind. Fiskurinn í ánum, fuglar himinsins og dýr merkurinnar eru náttúruauðlindir. Landið sem grasið er ræktað á er náttúruauðlind. Þannig mætti áfram telja. Ef á að þjóðnýta þetta allt saman og koma öllum náttúruauðlindum í opinbera eigu og ég tala nú ekki um ef nýting þessara náttúruauðlinda eigi að gerast af opinberum aðilum þá mun margt breytast hér á landi. Segi ekki meir þar um.
Einn frambjóðandi taldi sér það frekast til ágætis að hann hafði rúman tíma í vinnunni á útmánuðum. Því fannst honum að eigi sögn tilvalið að skella sér í það að endurskoða stjórnarskrána fyrst lítið var að gera í vinnunni. Það minnir á það að það er langt í frá að allir geti tekið sér frí úr vinnunni í tvo - fjóra mánuði. Vegna atvinnuástandsins eru aðrir sem ekki myndu þora að fara fram á frí í þetta langan tíma af ótta við að þeir þurftu ekki að mæta aftur þegar gamninu lyki.
Tvö mál hafa verið fyrirferðarmikil í umræðu fjölmiðla síðustu daga. Þótt ekki virðist svo við fyrsta augnakast þá tengjast þau nokkuð. Annað er stóra grísageldingarmálið. Fjölmiðlar hafa fjallað ýtarlega um að smágrísir eru geltir án deyfingar. Allt í lagi að ræða það fram og aftur. Umræðan hefur meir að segja borist inn á það dýraplagerí að lömb séu mörkuð án deyfingar. Ég heyrði yfirdýralækni segja það í útvarpinu í dag að sú ósvinna heyrði brátt sögunni til. Málið skyldi leyst með plastmerkjum. Það má vel vera að búið sé að finna upp plastmerki sem ekki detta úr en tryggara myndi mér finnast að óreyndu að hafa mín lömb og mínar rollur markaðar á gamla mátann. Hitt málið er stóra múslímamálið. Umræða hefur hafist um þá framtíðarsýn að múslímum og íslamsistum myndi fjölga hérlendis eins og hefur svo sannarlega gerst í flestum okkar nágrannalöndum. Umræðan hefur svo til eingöngu snúist um að margir segja að hér eigi að ríkja trúfrelsi, frelsi til að klæða sig í hvað sem er og ganga eigi út frá frelsi einstaklingsins eins og formaður múslímafélagsins sagði í útvarpinu þar sem hann fór mikinn. Nú er þetta svo sem ágætt ef þessar reglur giltu allstaðar en það ég best veit þá ríkir ekki frelsi einstaklingsins í löndum þar sem strangtrúaðir íslamistar ráða ríkjum. Þar má fólk (og konur þá sérstaklega) ekki klæða sig eins og það vill að maður tali nú ekki um trúfrelsið. Íslamistar hafa þá sameiginlegu ósk um að skapa ríki sem stjórnað er samkvæmt grundvallarreglum og lögum íslam. Í Pakistan eru kristið fólk ofsótt um þessar mundir af ofsatrúarfólki, hús þess eru brennd og það hrakið frá heimkynnum sínum. En hvað kemur þetta geldingum á grísum og mörkun lamba við? Jú, það er nefnilega til dálítið sem heitir umskurður á stúlkubörnum. Hann á sér stað í umfangsmiklum mæli meðal strangtrúaðra islamista og þarf ekki að leita lengra en til Norðurlandanna til að sjá fjölmörg dæmi þess. En á það er ekki minnst í umræðunni um múslimista og íslamista á meðan menn tala sig hása í fjölmiðlum þessa dagana yfir því að smágrísir eru geltir og lömb mörkuð. Umskurður er svo ógeðslegur verknaður að það er varla að maður geti fjallað um það. Þó er hægt að segja að hann er oftast nær framkvæmdur með rakvélablöðum eða einhverju þaðan af verra við vægast sagt frumstæðar aðstæður. Umskurður er einnig kallaður kynfæralimlestingar ef það skyldi skýra málið frekar.
Ég hef nýlega lokið við að lesa bókina "Dýrmætast er frelsið" eftir norska blaðamanninn Hege Storhaug. Hún þekkir þessi mál mjög vel eftir að hafa unnið við málefni innflytjenda í Noregi vel á annan áratug, dvalið í Pakistan í tvö ár og þannig mætti áfram telja. Nú gæti einhver sagt að þessi verkaður sé bara bundinn við afskekktar byggðir þar sem fáfræði og forneskja ræður ríkjum. Það er öðru nær. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 140 milljónir núlifandi stúlkna í heiminum í dag hafi orðið fyrir þessu. Árlega séu nú um tvær milljónir stúlkubarna umskornar. Í Egyptalandi eru t.d. um 90% kvenna umskornar. Umskurður stúlkubarna er iðkaður í um 30 löndum í dag. Þessi ósiður festi rætur á belti sem liggur yfir miðbik Afríku, á Arabíuskaga, í nokkrum löndum Miðausturlanda, í héröðum Kúrdistan og meðal múslima í Malasíu og Indónesíu. Þessi ósiður er ekki eingöngu bundinn við þessi lönd heldur er hann einnig til staðar meðal múslima og islamista sem búa í Noregi, Svíþjóð og Danmörku svo og ýmsum öðrum Evrópulöndum. Þetta er bannað með lögum í Evrópu en þeir sem telja að orð spámannsins séu ofar lögum sem venjulegir menn hafa sett virða slíkt bann að vettugi. Það er helst að samfélögin vakni þegar einhverri smástelpunni blæðir út. Árið 1999 féll timamótadómur í París þar sem kona var dæmd í átta ára fangelsi fyrir að hafa sannanlega limlest 48 stúlkubörn. Annars ríkir þögnin að mestu um þessi mál í Evrópu að sögn Hege. Það gerir það svo sannarlega hérlendis einnig. Bókin "Dýrmætast er frelsið" er t.d. ekki tekin til umfjöllunar í þáttum þar sem fjallað er um bækur eða þjóðfélagsmál almennt. Þess í stað einbeita fjölmiðlar sér að umfjöllun um stórmál eins og geldingar á smágrísum og eyrnamörkun smálamba.
Ég læt þetta duga að sinni en það er af ýmsu öðru að taka í þessu sambandi.
Gaman að heyra að Vestfirðingar séu að færa út Hlaupahátíðina og þróa hana áfram. Nú að að taka upp sjósund svo og verður nú hlaupið ofurmaraþon. Það er leiðin sem var hjóluð í sumar og liggur frá Þingeyri yfir heiðina yfir í Arnarfjörðinn og svo sem leið liggur út fyrir Sléttanesið og inn að Sveinseyri. Þetta verður alvöru.
miðvikudagur, nóvember 17, 2010
Ég fer stundum á völlinn, hvort sem um er að ræða fótbolta eða handbolta, og horfi á leiki. Yfirleitt er leiðið heiðarlega og farið eftir reglum sem gilda. Þó kemur fyrir að einstaka leikmönnum hleypur kapp í kinn og gá ekki að sér. Þeir fara þá til dæmis í manninn en ekki boltann. Yfirleitt líðst þetta ekki. Viðurlögin eru að fyrst er viðkomandi gefið gult spjald og síðan eru þeir reknir af vellinum annað hvort í tvær mínútur í handbolta eða fyrir fullt og fast í fótboltanum. Ef þetta gerist ítrekað fá viðkomandi á sig yfirbragð boltatudda og eru ekki vinsælir.
Svona lagað sést stundum bregða fyrir í opinni fjölmiðlaumræðu. Rökþrota menn eða þeir sem hafa vondan málstað að verja fara gjarna í manninn en ekki í boltann. Aðferðin er að reyna að gera lítið úr viðkomandi, veitast að persónu hans og gera lítið úr honum. Markmiðið er að draga úr trúverðugleika þess sem hann skrifaði.
Glöggt dæmi um þetta sást í Pressunni á dögunum. Góður hlaupari úr Fjölni, Leifur Þorbergsson, skrifaði pistil á Pressuna sem hann kallaði "Ranghugmyndir um flata niðurfærslu skulda". Hann fór yfir það sem allir vita sem vilja vita að flöt niðurfærsla skulda er ómarkviss aðgerð, hún er dýr og hún gagnast lítið þeim sem eru í miklum vanda. Leifur fór einnig ágætlega yfir nokkrar mýtur sem haldið hefur verið fram í þessari umræðu og sýndi fram á innihaldsleysi þeirra.
Það stóð ekki á viðbrögðunum. Sá talsmanna hinna svokölluðu "Hagsmunasamtaka heimilanna" sem hefur haft sig mest í frammi hjólaði í Leif af miklum ákafa. Gegnumgangandi þráður í svari hans var að reyna að gera lítið úr Leifi með þvi t.d. að kalla hann alltaf "hagfræðinemann". Það á vafalaust að sýna utanaðkomandi lesendum fram á meint reynsluleysi og þekkingarskort Leifs. Minna máli skipti hvað hann skrifaði. Nú veit ég ekkert á hvaða stigi Leifur er í námi sínu, hvort hann er í BA námi, meistaranámi eða doktorsnámi. Það skiptir mig engu máli. Það sem skiptir máli er hvað hann skrifar og með hvaða rökum hann flytur mál sitt. Er málflutningur manna eitthvað minna virði ef þeir sem tala hafa ekki lokið hinum eða þessum prófum? Hafa þeir einir rétt á að opna munninn eða senda frá sér grein sem geta flaggað prófgráðum. Nú veit ég ekkert hvaða prófgráðum talsmaðurinn hinna sk. HH hefur lokið en hann titlar sig faggiltan leiðsögumann á heimasíðu sinni. Á sérhver sem tjáir sig í rituðu máli og er á andstæðri skoðun við talsmann sk. HH að segja: Leiðsögumaðurinn segir þetta og leiðsögumaðurinn segir hitt í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess sem hann segir. Vitaskuld ekki.
Það stóð ekki á því að einhverjir stukku fram og tjáðu sig í kommentum í áþekkum dúr og frummælandi með orðum eins og: "strákpjakkur", "hagfræðineminn rassskelltur", "farðu heim til mömmu að skeina", "kukkalappi".
Það verður að segja að það hæfir skeggið hökunni.
Ég segi svokölluð hagsmunasamtök heimilanna til að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafn samtakanna er rangnefni. Samtökin eru einungis hagsmunasamtök sumra heimila en langt í frá allra og þar á meðal ekki míns heimilis.
Stjórn félags 100 km hlaupara hittist í Rauðagerðinu í kvöld. Verkefni fundarins var að fastsetja dag fyrir 100 km hlaup næsta sumar. Laugardagurinn 11. júní var valinn eftir vandlega íhugun. Farið var yfir ýmsar reglur við framkvæmd hlaupsins til að gera umgjörð þess og framkvæmd þannig úr garði að til sóma verði fyrir samtökin.
Svona lagað sést stundum bregða fyrir í opinni fjölmiðlaumræðu. Rökþrota menn eða þeir sem hafa vondan málstað að verja fara gjarna í manninn en ekki í boltann. Aðferðin er að reyna að gera lítið úr viðkomandi, veitast að persónu hans og gera lítið úr honum. Markmiðið er að draga úr trúverðugleika þess sem hann skrifaði.
Glöggt dæmi um þetta sást í Pressunni á dögunum. Góður hlaupari úr Fjölni, Leifur Þorbergsson, skrifaði pistil á Pressuna sem hann kallaði "Ranghugmyndir um flata niðurfærslu skulda". Hann fór yfir það sem allir vita sem vilja vita að flöt niðurfærsla skulda er ómarkviss aðgerð, hún er dýr og hún gagnast lítið þeim sem eru í miklum vanda. Leifur fór einnig ágætlega yfir nokkrar mýtur sem haldið hefur verið fram í þessari umræðu og sýndi fram á innihaldsleysi þeirra.
Það stóð ekki á viðbrögðunum. Sá talsmanna hinna svokölluðu "Hagsmunasamtaka heimilanna" sem hefur haft sig mest í frammi hjólaði í Leif af miklum ákafa. Gegnumgangandi þráður í svari hans var að reyna að gera lítið úr Leifi með þvi t.d. að kalla hann alltaf "hagfræðinemann". Það á vafalaust að sýna utanaðkomandi lesendum fram á meint reynsluleysi og þekkingarskort Leifs. Minna máli skipti hvað hann skrifaði. Nú veit ég ekkert á hvaða stigi Leifur er í námi sínu, hvort hann er í BA námi, meistaranámi eða doktorsnámi. Það skiptir mig engu máli. Það sem skiptir máli er hvað hann skrifar og með hvaða rökum hann flytur mál sitt. Er málflutningur manna eitthvað minna virði ef þeir sem tala hafa ekki lokið hinum eða þessum prófum? Hafa þeir einir rétt á að opna munninn eða senda frá sér grein sem geta flaggað prófgráðum. Nú veit ég ekkert hvaða prófgráðum talsmaðurinn hinna sk. HH hefur lokið en hann titlar sig faggiltan leiðsögumann á heimasíðu sinni. Á sérhver sem tjáir sig í rituðu máli og er á andstæðri skoðun við talsmann sk. HH að segja: Leiðsögumaðurinn segir þetta og leiðsögumaðurinn segir hitt í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess sem hann segir. Vitaskuld ekki.
Það stóð ekki á því að einhverjir stukku fram og tjáðu sig í kommentum í áþekkum dúr og frummælandi með orðum eins og: "strákpjakkur", "hagfræðineminn rassskelltur", "farðu heim til mömmu að skeina", "kukkalappi".
Það verður að segja að það hæfir skeggið hökunni.
Ég segi svokölluð hagsmunasamtök heimilanna til að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafn samtakanna er rangnefni. Samtökin eru einungis hagsmunasamtök sumra heimila en langt í frá allra og þar á meðal ekki míns heimilis.
Stjórn félags 100 km hlaupara hittist í Rauðagerðinu í kvöld. Verkefni fundarins var að fastsetja dag fyrir 100 km hlaup næsta sumar. Laugardagurinn 11. júní var valinn eftir vandlega íhugun. Farið var yfir ýmsar reglur við framkvæmd hlaupsins til að gera umgjörð þess og framkvæmd þannig úr garði að til sóma verði fyrir samtökin.
föstudagur, nóvember 12, 2010
Ég las meginniðurstöður skýrslu sérfræðingahópsins sem vann úttektina á skuldamálum heimilanna, gerði úttekt á mismunandi valkostum og skilaði tillögum. Skýrslan er gagnleg á fleiri en einn hátt. Í fyrsta lagi leggur hún fram upplýsingar um umfang vandans. Allskonar tölur hafa verið á þvælingi, fólk hendir þær á lofti og svo eru þær orðnar staðreyndir sem lifa sjálfstæðu lífi. Hin svokölluðu Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið mjög iðin við að blása upp tölur um umfang vandans og málað ástandið mjög dökkum litum. Samtökin hafa fullyrt að um 30.000 heimili væru í miklum vandræðum og um 30.000 til viðbótar væru að lenda í miklum vandræððum. Tugir þúsunda heimila skulduðu meir í húsnæðislán en sem næmi verðmæti íbúðareignar. Í skýrslunni kemur allt annar sannleikur fram. Tæp 11.000 heimili eiga við greiðsluvanda að stríða eða 11% fasteignaeigenda. Ég er ekki að segja að þetta sé ekki meir en nóg en þetta er allt annar veruleiki en áður hefur verið málaður á vegginn. Um helmingur þessara heimila skuldar meir í húsnæðislánum en sem nemur verðmæti fasteignar. Auðvitað er verðmæti fasteingar alltaf afstætt. verð fasteignar er alltaf jaðarverð. Nú er frost á fasteignamarkaði, umsetning lítil og verð þar af leiðandi lágt. Í góðæri myndi verð fasteigna einnig hrynja ef of margar fasteignir yrðu settar í sölu og seljendur færu að bjóða verðið niður evr fyrir öðrum.
Í öðru lagi er flatri niðurfellingu lána algerlega hafnað í skýrslunni. Það á náttúrulega ekki að vera þörf áþví að skrifa langar skýrslur um þá niðurstöðu, það þarf ekki meir en heilbrigða skynsemi til að sjá hver vitlaus sú leið er. Það segir sitt um hve mikið vit fólk hafði á því sem það var að tala um þegar ákveðinn stjórnmálaflokkur boðaði 20% niðurfærslu fyrir síðustu kosningar og töldu þá aðgerð leysa stærstan hluta vandans. Það er bæði dýrasta lausnin og leysir minnst úr vandanum. Hin svokölluðu Hagsmunasamtök heimilanna láta sér ekki segjast heldur halda sínu striki og vilja flata niðurfellingu. Það er eins og þar sé á ferðinni fólk sem mun ráða við sín mál en vill með öllum tiltækum ráðum knýja það fram að ríkið eða bankarnir taki yfir eitthvað af lánum þeirra svo að þeir hafi það heldur betra eftir en áður. Auðvitað ætti ég að slást í för með þessum kór og reyna að fá nokkrar milljónir slegnar af mínum lánum. Mér dettur það hins vegar ekki í hug. það þurfa aðrir meir á slíkri aðgerð en ég.
Ég hef með sjálfum mér skipt húsnæðiseigundurm í þrjá flokka í grófum dráttum.
Fyrst kemur það fólk sem þarf ekki á neinni aðstoð að halda og klárar sig sjálft. Það getur borgað sínar skuldir enda þótt lífskjörin séu lakari en þau voru. Þannig er það bara.
Annar flokkurinn á í erfiðleikum út af ýmsum ástæðum. Skuldsetning hefur verið í hærra lagi og jafnvel of mikil áhætta tekin. Launin hafa lækkað og fólk jafnvel misst atvinnu. Þessum hóp á að hjálpa eftir föngum svo greiðsluviljinn sé fyrir hendi. Það má gera með kreppulánasjóð eða einhverjum þeim aðgerðums em eru skynsamlegar og leiða til lausnar vandans og báðir aðilar (skuldari og kröfuhafi) eru betur settir eftir en áður. Þriðji hópurinn skuldsetti sig upp úr öllu og var kominn í vandræði áður en gengið fór að falla og hrunið var staðreynd. Það þýðir ekkert að hjálpa þessum hóp því afskriftir lána yrðu það háar að það væri óverjanlegt.
Það er ekki til bóta í þessari stöðu þegar ýmsir tala þannig að almenningur heldur að heildarlausnin sé alveg að koma og bíður því og bíður með að gera eitthvað í sínum málum. Það er óábyrgt og betur ógert en gert.
Auðvitað er það ekki vansalaust að þessar upplýsingar liggi fyrst fyrir nú, einum tveimur árum eftir að efnahagslífið hér krassaði.
Það ber fyrir augu í blöðunum greinar sem segja að fyrirkomulag stjórnlagaþingsins væntanlega sé hámark lýðræðisins. Í mínum huga er sá prósess allur þveröfugur eða hámark vitleysunnar. Það hafa vitaskuld ekki allir möguleika á að hverfa úr vinnunni um 2ja til 4ra mánaða skeið og sýsla við eitthvað annað. Það er t.d. ekki tilviljun að svo fáir bændur og sjómenn hafi gefið kost á sér. Fólk sem stundar venjulega vinnu hvort sem er í einkageiranum eða opinbera geranum er ekki heldur fjölmennt. Lögfræðingar og framkvæmdastjórar úr höfuðborginni er fjölmennasti flokkurinn sem hefur boðið sig fram. Er þeim best treystandi til að setja landinu stjórnarskrá? Ég held barasta ekki með fullri virðingu fyrir þessum stéttum. Hvað með fólk utan af landi, hefur það innhlaup í húsnæði í höfuðborginni eða mun stjórnlagaþingið borga undir að hótelvist? Auðvitað verða þeir síðan kosnir sem annað tveggja eru þekkt andlit eða hafa fjölmenna kosningamaskínu á bak við sig. Hvort það er þverskurður þjóðarinnar læt ég ósagt. Fyrst hafði ég séð að allur þessi prósess myndi kosta 500 m.kr. en nú heyrast tölur upp á 700 m.kr. Það væri svo sem í lagi ef nóg væri til af penignum til að leika sér með en þegar þarf að taka hverja krónu að láni þá snýr dæmið svolítið öðruvísi við. Þetta minnir töluvert á framboðið til Öryggisráðsins sællar minningar.
Ætla að fara að herða á brettahlaupunum næstu vikurnar. Það sem eftir er mánaðarins verðum við nokkur frá sambandinu með námskeið út um land á föstudögum og laugardögum svo prógrammið ruglast aðeins. Hvað með það, það verður að láta á þetta reyna.
Í öðru lagi er flatri niðurfellingu lána algerlega hafnað í skýrslunni. Það á náttúrulega ekki að vera þörf áþví að skrifa langar skýrslur um þá niðurstöðu, það þarf ekki meir en heilbrigða skynsemi til að sjá hver vitlaus sú leið er. Það segir sitt um hve mikið vit fólk hafði á því sem það var að tala um þegar ákveðinn stjórnmálaflokkur boðaði 20% niðurfærslu fyrir síðustu kosningar og töldu þá aðgerð leysa stærstan hluta vandans. Það er bæði dýrasta lausnin og leysir minnst úr vandanum. Hin svokölluðu Hagsmunasamtök heimilanna láta sér ekki segjast heldur halda sínu striki og vilja flata niðurfellingu. Það er eins og þar sé á ferðinni fólk sem mun ráða við sín mál en vill með öllum tiltækum ráðum knýja það fram að ríkið eða bankarnir taki yfir eitthvað af lánum þeirra svo að þeir hafi það heldur betra eftir en áður. Auðvitað ætti ég að slást í för með þessum kór og reyna að fá nokkrar milljónir slegnar af mínum lánum. Mér dettur það hins vegar ekki í hug. það þurfa aðrir meir á slíkri aðgerð en ég.
Ég hef með sjálfum mér skipt húsnæðiseigundurm í þrjá flokka í grófum dráttum.
Fyrst kemur það fólk sem þarf ekki á neinni aðstoð að halda og klárar sig sjálft. Það getur borgað sínar skuldir enda þótt lífskjörin séu lakari en þau voru. Þannig er það bara.
Annar flokkurinn á í erfiðleikum út af ýmsum ástæðum. Skuldsetning hefur verið í hærra lagi og jafnvel of mikil áhætta tekin. Launin hafa lækkað og fólk jafnvel misst atvinnu. Þessum hóp á að hjálpa eftir föngum svo greiðsluviljinn sé fyrir hendi. Það má gera með kreppulánasjóð eða einhverjum þeim aðgerðums em eru skynsamlegar og leiða til lausnar vandans og báðir aðilar (skuldari og kröfuhafi) eru betur settir eftir en áður. Þriðji hópurinn skuldsetti sig upp úr öllu og var kominn í vandræði áður en gengið fór að falla og hrunið var staðreynd. Það þýðir ekkert að hjálpa þessum hóp því afskriftir lána yrðu það háar að það væri óverjanlegt.
Það er ekki til bóta í þessari stöðu þegar ýmsir tala þannig að almenningur heldur að heildarlausnin sé alveg að koma og bíður því og bíður með að gera eitthvað í sínum málum. Það er óábyrgt og betur ógert en gert.
Auðvitað er það ekki vansalaust að þessar upplýsingar liggi fyrst fyrir nú, einum tveimur árum eftir að efnahagslífið hér krassaði.
Það ber fyrir augu í blöðunum greinar sem segja að fyrirkomulag stjórnlagaþingsins væntanlega sé hámark lýðræðisins. Í mínum huga er sá prósess allur þveröfugur eða hámark vitleysunnar. Það hafa vitaskuld ekki allir möguleika á að hverfa úr vinnunni um 2ja til 4ra mánaða skeið og sýsla við eitthvað annað. Það er t.d. ekki tilviljun að svo fáir bændur og sjómenn hafi gefið kost á sér. Fólk sem stundar venjulega vinnu hvort sem er í einkageiranum eða opinbera geranum er ekki heldur fjölmennt. Lögfræðingar og framkvæmdastjórar úr höfuðborginni er fjölmennasti flokkurinn sem hefur boðið sig fram. Er þeim best treystandi til að setja landinu stjórnarskrá? Ég held barasta ekki með fullri virðingu fyrir þessum stéttum. Hvað með fólk utan af landi, hefur það innhlaup í húsnæði í höfuðborginni eða mun stjórnlagaþingið borga undir að hótelvist? Auðvitað verða þeir síðan kosnir sem annað tveggja eru þekkt andlit eða hafa fjölmenna kosningamaskínu á bak við sig. Hvort það er þverskurður þjóðarinnar læt ég ósagt. Fyrst hafði ég séð að allur þessi prósess myndi kosta 500 m.kr. en nú heyrast tölur upp á 700 m.kr. Það væri svo sem í lagi ef nóg væri til af penignum til að leika sér með en þegar þarf að taka hverja krónu að láni þá snýr dæmið svolítið öðruvísi við. Þetta minnir töluvert á framboðið til Öryggisráðsins sællar minningar.
Ætla að fara að herða á brettahlaupunum næstu vikurnar. Það sem eftir er mánaðarins verðum við nokkur frá sambandinu með námskeið út um land á föstudögum og laugardögum svo prógrammið ruglast aðeins. Hvað með það, það verður að láta á þetta reyna.
mánudagur, nóvember 08, 2010
Það fór um mig nettur 2007 hrollur á dögunum. Þá heyrði ég sagt frá því í fjölmiðlum að það væri verið að opna bíó í Egilshöll. Það kom svo hver bíómógúllinn fram á fætur öðrum og sagði hvað bíóið væri stórkostlegt. Lýsingarnar mögnuðust stig af stigi. Fyrst var bíóið örugglega flottasta bíó í Evrópu að sögn bíómannsins og bíódúkurinn með þeim alstærstu sem sést höfðu. Gott ef hann var ekki boginn í ofanálag. Síðan kom sá gamli og bætti um betur. Hann hafði víða farið og margt séð og var viss um að þetta væri með flottustu bíóum í heiminum, ef ekki það flottasta. Fréttamannsgreyið stóð bara og jánkaði þessum ósköpum, stjarfur af hrifningu. Ekki datt honum í hug að spyrja neinnar einustu gagnrýninnar spurningu. Hvaða rugl er það að það sé verið að byggja og starfrækja flottasta bíó í heimi uppi í Grafarvogi ef satt er. Það eitt segir sína sögu því ef þetta er flottasta bíó í heimi þá ná aðrir sama árangri eða betri fyrir minni pening og meiri hagsýni. Þetta er svipað eins og að geta ekki valið úr dótinu í búðinni heldur vilja fá það allt. Hvaða gagn er að því trixi að það sé hægt að stoppa sýningu á bíómyndum og setja þær af stað aftur í gegnum GSM frá útlandinu. Egilshöllin var í eigu Nýsis. Nýsir fór á hausinn og Landsbankinn tók fasteignina yfir. Landsbankinn hefur sett mikla fjármuni í að ljúka við húsið. Hvað ætli mikið að fjárfestingarkostnaði við nýja bíóið flotta hefur verið afskrifað í gegnum gjaldþrotið? Gaman væri að fá að vita það. Það fór um mig kjánahrollur við að hlusta á þetta rugl.
Svokallaður þjóðfundur var haldinn á helginni. Nú allt í einu var fundurinn í fyrra ekki mjög merkilegur en þessi aftur á móti mjög merkilegur þegar þeir tveir voru bornir saman. Ég man ekki til þess að neitt einasta bitastætt hafi komið út úr fundinum í fyrra. Þegar valið er úrtak úr hóp sem á að endurspegla heildina þá skiptir tvennt aðalmáli svo sett markmið náist. Í fyrsta lagi verður úrtakið að vera skipulega unnið. Í öðru lagi verður helst um eða yfir 80% af úrtakinu að mæta eða svara ef um spurningar eru. Hér voru valdir 4 varamenn fyrir hvern aðalfulltrúa. Það brenglar allar fullyrðingar um að hópurinn hafi verið þverskurður þjóðarinnar. Það má vel vera að það hafi komið fram hve hátt hlutfall varamanna var á fundinum en það hefur farið fram hjá mér. Þetta var nú bara aðeins um aðferðafræðina.
Niðurstaðan er allt önnur Ella. Almennt er þetta moðsuða sem segir mjög lítið. Þó stendur eitt og annað upp úr sem vert er að skoað nánar.
Í fyrsta lagi kemur út að auðlindir náttúrunnar eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Hvað þýðir þetta? Hvað eru auðlindir? Að mínu viti er fiskurinn í sjónum náttúruleg auðling. Að mínu viti er vatnið sem fellur til jarðar og rennur til sjávar náttúruleg auðlind. Að mínu viti eru veiðidýr (fuglar, landdýr og fiskar í ám og vötnum) náttúruleg auðlind. Að mínu viti er jörðin náttúruleg auðlind. Landið sem er ræktað, landið þar sem gras sprettur, land þar sem grjót er numið er einnig auðlind. Er það meining þeirra sem þetta senda frá sér að það eigi að þjóðnýta allar auðlindir til lands og sjávar. Á ríkið að gera allar auðlindir í einstaklingseigu upptækar og þjóðnýta þær í einhverjum Sovét/Kína kommúnisma? Spyr sá sem ekki veit en svona hljóðar boðskapurinn.
Annar boðskapur er að það eigi að stuðla að fjölmenningarsamfélagi. Hvað þýðir þetta? Á að hvetja alla sem vilja flytja til landsins að koma og slá sig niður hér á skerinu? Eiga engin takmörk að vera á innflutningi erlends fólks í huga þessara sem láta svona lagað frá sér fara. Er sama hvaðan fólk kemur? Skiptir tunga, menning, trúarbrögð engu máli? Hvað er fjölmenningarsamfélag? Hvað þýða svona orð? Hafa menn ekki heyrt um að í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð er fjölmenningarstefnan talin af afar mörgum vera hreint mýrarljós. Það er ekki að sjá svo.
Það á að stuðla að jafnrétti. Fullkomnu jafnrétti. Hvað er jafnrétti? Rétt væri að útskýra markmiðið fyrst áður en stefnan er sett.
Það er óskað eftir valdameiri forseta. Er óskað eftir franska og bandaríska kerfinu? Forseti sé kosinn beinni kosningu og hann skipi ríkisstjórn. Þetta er ákveðin aðferðafræði en ég hélt að það þyrfti miklu meiri umræðu um það en svo að það væri afgreitt í hjali nokkurra manna þrátt fyrir að stjórnlagaþing heiti.
Fleira mætti tína til en læt við svo búið standa í bili.
Svokallaður þjóðfundur var haldinn á helginni. Nú allt í einu var fundurinn í fyrra ekki mjög merkilegur en þessi aftur á móti mjög merkilegur þegar þeir tveir voru bornir saman. Ég man ekki til þess að neitt einasta bitastætt hafi komið út úr fundinum í fyrra. Þegar valið er úrtak úr hóp sem á að endurspegla heildina þá skiptir tvennt aðalmáli svo sett markmið náist. Í fyrsta lagi verður úrtakið að vera skipulega unnið. Í öðru lagi verður helst um eða yfir 80% af úrtakinu að mæta eða svara ef um spurningar eru. Hér voru valdir 4 varamenn fyrir hvern aðalfulltrúa. Það brenglar allar fullyrðingar um að hópurinn hafi verið þverskurður þjóðarinnar. Það má vel vera að það hafi komið fram hve hátt hlutfall varamanna var á fundinum en það hefur farið fram hjá mér. Þetta var nú bara aðeins um aðferðafræðina.
Niðurstaðan er allt önnur Ella. Almennt er þetta moðsuða sem segir mjög lítið. Þó stendur eitt og annað upp úr sem vert er að skoað nánar.
Í fyrsta lagi kemur út að auðlindir náttúrunnar eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Hvað þýðir þetta? Hvað eru auðlindir? Að mínu viti er fiskurinn í sjónum náttúruleg auðling. Að mínu viti er vatnið sem fellur til jarðar og rennur til sjávar náttúruleg auðlind. Að mínu viti eru veiðidýr (fuglar, landdýr og fiskar í ám og vötnum) náttúruleg auðlind. Að mínu viti er jörðin náttúruleg auðlind. Landið sem er ræktað, landið þar sem gras sprettur, land þar sem grjót er numið er einnig auðlind. Er það meining þeirra sem þetta senda frá sér að það eigi að þjóðnýta allar auðlindir til lands og sjávar. Á ríkið að gera allar auðlindir í einstaklingseigu upptækar og þjóðnýta þær í einhverjum Sovét/Kína kommúnisma? Spyr sá sem ekki veit en svona hljóðar boðskapurinn.
Annar boðskapur er að það eigi að stuðla að fjölmenningarsamfélagi. Hvað þýðir þetta? Á að hvetja alla sem vilja flytja til landsins að koma og slá sig niður hér á skerinu? Eiga engin takmörk að vera á innflutningi erlends fólks í huga þessara sem láta svona lagað frá sér fara. Er sama hvaðan fólk kemur? Skiptir tunga, menning, trúarbrögð engu máli? Hvað er fjölmenningarsamfélag? Hvað þýða svona orð? Hafa menn ekki heyrt um að í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð er fjölmenningarstefnan talin af afar mörgum vera hreint mýrarljós. Það er ekki að sjá svo.
Það á að stuðla að jafnrétti. Fullkomnu jafnrétti. Hvað er jafnrétti? Rétt væri að útskýra markmiðið fyrst áður en stefnan er sett.
Það er óskað eftir valdameiri forseta. Er óskað eftir franska og bandaríska kerfinu? Forseti sé kosinn beinni kosningu og hann skipi ríkisstjórn. Þetta er ákveðin aðferðafræði en ég hélt að það þyrfti miklu meiri umræðu um það en svo að það væri afgreitt í hjali nokkurra manna þrátt fyrir að stjórnlagaþing heiti.
Fleira mætti tína til en læt við svo búið standa í bili.
laugardagur, nóvember 06, 2010
Eitt af þeim félögum sem ég er í er Fuglaverndarfélagið. Fyrst og fremst er þátttakan í því fólgin að fara á fyrirlestra og fræðsluerindi sem haldin eru af og til í húsi Arionbanka í Borgartúni. Það eru oft haldnir mjög skemmtilegir fyrirlestrar sem áhuga fólk um fugla hefur gaman að hvort sem þeir eru að taka mydnir af fuglum eða ekki. Einn slíkur var haldinn í haust en þá sýndi S hópurinn myndir sínar. S hópurinn samanstendur af fjórum frábærum fuglaljósmyndurum sem eiga það sameiginlegt að fyrir utan sameiginlegan áhuga á fuglaljósmyndun þá byrja nöfnin þeirra allra á S. Ég missti af fyrirlestrinum einhverra hluta vegna en nú sé ég að hann er aðgengilegur á youtube. Það er náttúrulega frábært að geta rennt yfir hvað fór þarna fram enda þótt gæðin séu aldrei álíka og horfa á myndinrna rá tjaldinu í Arionssalnum. Slóðin er þessi: http://www.youtube.com/fuglavernd#p/u
Slóðin á fuglaverndarfélagið er www.fuglavernd.is
Annað er einnig aðgengilegt á netinu en það er ævintýraboxið. Það eru þættir um útivist af einum og öðrum toga. Maður kemst ekki alltaf til að sjá þá í sjónvarpinu eins og gengur en flott að geta skoðað þá á netinu. Í þriðja þættinum er m.a. sýnt frá haustmaraþoninu. Slóðin er www.adventurebox.is
Ég hef minnst á viðtalið við forsvarsmann Siðmenntar þar sem hann sagði að það ætti ekki að þurfa fleiri en tvo til að kvarta svo breyta skyldi kerfinu. Hann var spurður þeirrar skynsamlegu spurningar af fréttamanninum hvort ekki væri tilvalið að kjósa um þetta mál sem til umræðu var. Það fannst Siðmenntarmanninum langt í frá skynsamlegt. Af hverju skyldi það nú vera? Skyldi hann óttast að lenda í minnihluta? Það skyldi þó aldrei vera.
Ég fór á tónleikana með Rúnari Þór, Megasi go Gylfa Ægissyni á fimmtudaginn í Austurbæ. Kom að vísu dálítið seint því Jói og félagar voru að spila í Víkinni. Það sakaði ekki því það var nóg eftir. Karlarnir voru fínir og stóðu fyllilega undir væntingum. Þeir voru afslappaðir og grínuðust hver í öðrum. Salurinn kunni vel að meta það sem þeir höfðu fram að færa. Mér finnast svona tónleikar miklu meir orginal og gefandi heldur en einhverjir viðburðir. Ég hef ekki sérstakan áhuga á þeim.
Við lögðum þrjú frá sambandinu snemma upp í morgun og keyrðum norður á Sauðárkrók. Við vorum þar með námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn. Umferðin á leiðinni norður var lítil nema hvít tófa var á sunnanverðri Holtavörðuheiðinni. Að námskeiði loknu keyrðum við til Akureyrar og flugum þaðan í bæinn. Það er alltaf gaman að fara í svona túra og tengjast baklandinu. Við verðum allar helgar út nóvember í svona ferðum til að ljúka eins miklu og hægt er fyrir jól.
Slóðin á fuglaverndarfélagið er www.fuglavernd.is
Annað er einnig aðgengilegt á netinu en það er ævintýraboxið. Það eru þættir um útivist af einum og öðrum toga. Maður kemst ekki alltaf til að sjá þá í sjónvarpinu eins og gengur en flott að geta skoðað þá á netinu. Í þriðja þættinum er m.a. sýnt frá haustmaraþoninu. Slóðin er www.adventurebox.is
Ég hef minnst á viðtalið við forsvarsmann Siðmenntar þar sem hann sagði að það ætti ekki að þurfa fleiri en tvo til að kvarta svo breyta skyldi kerfinu. Hann var spurður þeirrar skynsamlegu spurningar af fréttamanninum hvort ekki væri tilvalið að kjósa um þetta mál sem til umræðu var. Það fannst Siðmenntarmanninum langt í frá skynsamlegt. Af hverju skyldi það nú vera? Skyldi hann óttast að lenda í minnihluta? Það skyldi þó aldrei vera.
Ég fór á tónleikana með Rúnari Þór, Megasi go Gylfa Ægissyni á fimmtudaginn í Austurbæ. Kom að vísu dálítið seint því Jói og félagar voru að spila í Víkinni. Það sakaði ekki því það var nóg eftir. Karlarnir voru fínir og stóðu fyllilega undir væntingum. Þeir voru afslappaðir og grínuðust hver í öðrum. Salurinn kunni vel að meta það sem þeir höfðu fram að færa. Mér finnast svona tónleikar miklu meir orginal og gefandi heldur en einhverjir viðburðir. Ég hef ekki sérstakan áhuga á þeim.
Við lögðum þrjú frá sambandinu snemma upp í morgun og keyrðum norður á Sauðárkrók. Við vorum þar með námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn. Umferðin á leiðinni norður var lítil nema hvít tófa var á sunnanverðri Holtavörðuheiðinni. Að námskeiði loknu keyrðum við til Akureyrar og flugum þaðan í bæinn. Það er alltaf gaman að fara í svona túra og tengjast baklandinu. Við verðum allar helgar út nóvember í svona ferðum til að ljúka eins miklu og hægt er fyrir jól.
miðvikudagur, nóvember 03, 2010
Ég heyrði rætt við einhvern fulltrúa Siðbótar í útvarpinu á dögunum. Umfjöllunarefnið var eins og gefur að skilja samþykkt Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um að gera allt sem tengist kristinni trú útlægt út úr grunnskólum og leikskólum borgarinnar. Ástæðan var sögð vera sú að svo margir hefðu kvartað yfir komum presta inn í skóla og leikskóla. Þegar betur var að gáð voru það einungis 24 sem höfðu kvartað. Það er náttúrulega nánast ekki neitt miðað við allan þann fjölda sem er í skólakerfinu. Fulltrúa Siðbótar fannst fjöldinn ekki skipta máli. Enda þótt það væru fáir sem kvörtuðu þá ættu þeir sinn rétt. Svo sagði hann að þótt svo það væru einungis tveir sem myndu kvarta þætti að taka tillit til sjónarmiða þeirra. Þetta viðhorf er dæmigert fyrir örlítinn minnihluta sem vill kúga mikinn meirihluta. Það á sem sagt ekki að þurfa meir en tvo kverúlanta til að breyta þjóðskipulaginu. Þetta er náttúrulega eins og hvert annað rugl. Af hverju skyldi meirihlutinn þurfa að dansa eftir pípu minnihlutans, sama hve lítill hann er? Ég held að það sé farið að teygja mannréttidahugtakið ansi langt út og suður þegar svona löguðum sjónarmiðum er haldið til streytu. Það er hins vegar eins og svo marg annað í almennri umræðu á Íslandi þessi misserin. Pólitísk rétttrúnaðarstefna tröllríður umræðunni svo grimmt að hún líkist helst stjórnmálastefnu sem ég kæri mig ekki um að nefna að sinni.
Það var verið að senda tölvupóstaúm allt í dag út af írönsku konunni sem bíður dauða síns í Íran. Það á að grýta hana fyrir að hafa átt vingott við einhvern karl utan hjónabands. Þessi dómur hefur verið felldur eftir Sharialögunum. Þeir sem vita ekki hvernig grýting fer fram geta svo sem googlað það. Það er ekki framkvæmt alveg eins og í Life of Brian nema hvað steinarnir sem voru sýndir í myndinni eru af réttri stærð. Þeir mega sem sagt ekki vera of stórir því þá er hætta á að hin dauðadæmda látist of fljótt. Það er svo sem hægt að segja að þetta komi okkur ekki mikið við því þetta fari fram í Iran og Iran sé mjög langt í burtu. Nú er það hins vegar svo að einhverjir sem eru tengdir auðugum aðilum í Saudi Arabíu hafa fest kaup á Ými sem avr samkomuhús Karlakórs Reykjavíkur. Saudi Arabía hefur ekki verið sérstaklega þekkt fyrir frjálslyndi hingað til en meðvitaða liðið hefur svo sem ekki miklar áhyggjur út af því. Á hinn bóginn hafa hófsamir Múslímar sem búa hérlendis miklar áhyggjur af þessu og hafa beinlínis varað við því sem er að gerast. Viðbrögðin hafa engin orðið það ég hef séð. Engin umræða, engar vangaveltur eða rannsókm á málsatvikum. Vitaskuld eru hinir hófsömu hræddir um að staða þeirra muni breytasat ef hingað flyst eitthvað ofsatrúarlið sem metur Sharialögin æðri landslögum eins og er vel þekkt í Svíþjóð svo ekki sé lengra farið.
Á maður að vorkenna manni sem var búinn að spila rassinn úr buxum fyrirtækisins á árinu 2007, þegar allt hagkerfið var botnstaðið. Það hefur þurft annað hvort sérstakan aulahátt til að setja fyrirtæki á hausinn á þeim tíma eða einbeittan vilja? Búið var að setja íbúðarhúsið yfir á fyrirtækið til að viðkomandi þyrfti ekki að borga kostnaðinn við það úr eigin vasa. Svo er íbúðarhúsið boðið upp eins og aðrar eigur fyrirtækisins þegar allt er komið í steik. Ég held að það sé ekki hægt að vorkenna viðkomandi neitt í þessu efni.
Á maður að vorkenna manni sem vinnur sem verktaki, borgar engin launatengd gjöld og lendir síðan í húrrandi vandræðum þegar hann verður atvinnulaus og er réttindalaus í atvinnuleysisbótakerfinu. Með því að borga launatengd gjöld er verið að kaupa sig inn í réttindakerfið. Þeir sem ekki borga inn í það fá ekkert út úr því. Þannig er það bara og er mjög eðlilegt. Það er bara ekki hægt að vorkenna fólki sem hugsar ekki einu sinni fram á morgundaginn.
María var valin í landsliðshópinn í frjálsum íþróttum á dögunum. Hún hljóp mjög gott 100 m. grindahlaup norður á Akureyri í sumar í kulda og mótvindi. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá henni þegar kemur fram á veturinn að maður tali ekki um þegar krakkarnir komast á græn grös.
Það var verið að senda tölvupóstaúm allt í dag út af írönsku konunni sem bíður dauða síns í Íran. Það á að grýta hana fyrir að hafa átt vingott við einhvern karl utan hjónabands. Þessi dómur hefur verið felldur eftir Sharialögunum. Þeir sem vita ekki hvernig grýting fer fram geta svo sem googlað það. Það er ekki framkvæmt alveg eins og í Life of Brian nema hvað steinarnir sem voru sýndir í myndinni eru af réttri stærð. Þeir mega sem sagt ekki vera of stórir því þá er hætta á að hin dauðadæmda látist of fljótt. Það er svo sem hægt að segja að þetta komi okkur ekki mikið við því þetta fari fram í Iran og Iran sé mjög langt í burtu. Nú er það hins vegar svo að einhverjir sem eru tengdir auðugum aðilum í Saudi Arabíu hafa fest kaup á Ými sem avr samkomuhús Karlakórs Reykjavíkur. Saudi Arabía hefur ekki verið sérstaklega þekkt fyrir frjálslyndi hingað til en meðvitaða liðið hefur svo sem ekki miklar áhyggjur út af því. Á hinn bóginn hafa hófsamir Múslímar sem búa hérlendis miklar áhyggjur af þessu og hafa beinlínis varað við því sem er að gerast. Viðbrögðin hafa engin orðið það ég hef séð. Engin umræða, engar vangaveltur eða rannsókm á málsatvikum. Vitaskuld eru hinir hófsömu hræddir um að staða þeirra muni breytasat ef hingað flyst eitthvað ofsatrúarlið sem metur Sharialögin æðri landslögum eins og er vel þekkt í Svíþjóð svo ekki sé lengra farið.
Á maður að vorkenna manni sem var búinn að spila rassinn úr buxum fyrirtækisins á árinu 2007, þegar allt hagkerfið var botnstaðið. Það hefur þurft annað hvort sérstakan aulahátt til að setja fyrirtæki á hausinn á þeim tíma eða einbeittan vilja? Búið var að setja íbúðarhúsið yfir á fyrirtækið til að viðkomandi þyrfti ekki að borga kostnaðinn við það úr eigin vasa. Svo er íbúðarhúsið boðið upp eins og aðrar eigur fyrirtækisins þegar allt er komið í steik. Ég held að það sé ekki hægt að vorkenna viðkomandi neitt í þessu efni.
Á maður að vorkenna manni sem vinnur sem verktaki, borgar engin launatengd gjöld og lendir síðan í húrrandi vandræðum þegar hann verður atvinnulaus og er réttindalaus í atvinnuleysisbótakerfinu. Með því að borga launatengd gjöld er verið að kaupa sig inn í réttindakerfið. Þeir sem ekki borga inn í það fá ekkert út úr því. Þannig er það bara og er mjög eðlilegt. Það er bara ekki hægt að vorkenna fólki sem hugsar ekki einu sinni fram á morgundaginn.
María var valin í landsliðshópinn í frjálsum íþróttum á dögunum. Hún hljóp mjög gott 100 m. grindahlaup norður á Akureyri í sumar í kulda og mótvindi. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá henni þegar kemur fram á veturinn að maður tali ekki um þegar krakkarnir komast á græn grös.
miðvikudagur, október 27, 2010
Það var um ræða um Herbalife á Bylgjunni í morgun undir forskriftinni "Herbalife veldur lifrarskaða". Nú er það mjög slæmt ef satt er. Ekki skiptir máli í því sambandi að ég bæði nota Herbalife sjálfur og er formlegur dreifingaraðili þótt ég selji svo sem ekki mikið. Ef Herbalife er ekki hollt þá er eins gott að það komi þá fram. Það sem mér fannst hins vegar vera afar dapurlegt er hvað umfjöllunin var ófagleg og frumstæð. Það var ekkert í henni sem hægt er að kalla fræðilega hvað þá að viðbrögð fréttamanna væru gagnrýnin eða krefjandi. Það höfðu fundust fjögur dæmi um að það höfðu fundist breytingar á lifur af notkun Herbalife. Nú er fjöldinn allur af Herbalifevörum til. Loks var hægt að greina það út úr samtalinu að um var að ræða grænt te sem hafði verið neytt í miklu magni. Ekkert var skýrt út hvað þessir fjórir umræddu kæmu úr stórum hópi. Var hópurinn 10 manns, 100, 1000. 10.000 eða 100.000. Auðvitað skiptir það máli. Ekki er rokið af stað með stórar fyrirsagnir í blöðum um að pencelín valdi ofnæmi enda þótt borgarstjórinn í Reykjavík liggi á sjúkrahúsi vegna bráðaofnæmis af völdum pencelíns. Síðan var aldrei komið inn á hvað mikið magn af þessu tei viðkomandi einstaklingar hefðu drukkið. Var það einn bolli á dag, 10 bollar á dag eða 100 bollar? Vitaskuld skiptir það máli. Það er hægt að éta sig til andskotans af flestum hlutum ef þeirra er neytt í miklu óhófi. Síðan er mjög ófaglegt að ræða svona hluti undir fyrirsögninni "Herbalife veldur lifrarskaða". Þá eru allar Herbalife vörurnar settar undir einn hatt en ekkert kom fram í fréttaumfjöllunni að það væri nokkur fótur fyrir því. Þessi fréttaflutningur er því miður bara enn eitt dæmið um afar óvandaðan málflutning og frumstæða umfjöllun sem nóg er að í fjölmiðlum þessi misserin.
Ég nota fæðubótarefni einungis í sambandi við erfiðar æfingar og erfiða keppni. Ég hef þá reynslu að það sé til bóta. Ég sé aftur á móti enga þörf fyrir að nota próteindrykki enda þótt fólk sé eitthvað að dingla sér í líkamsræktarstöðvum og leggur ekki meir á sig en svo að það sést varla svitablettur á bakinu á þeim. Fyrst og fremst á fólk að borða góðan og heilnæman mat.
Ég sé í mogganum í morgun að það hafa verið gerðar kannanir á launamun kynjanna hjá VR og SFR. Í báðum tilvikum var hægt að færa nokkur rök fyrir að launamunur væri um 10%. Engu að síður er verulegur munur á tölfræðilegum skekkjum í slíkum útreikningum svo líkur benda til að launamunurinn sé enn minni. Engu að síður gagnrýnir enginn að það hafi verið básúnað á Lækjartorgi á mánudaginn og í allri umræðu í kringum þann dag að launamunur kynjanna væri 30% að jafnaði á landinu. Þorir enginn annað en að kóa með eða er gagnrýnin blaðamennska fyrir bí.
Það er oft gott að gera sér grein fyrir stærðum með því að bera þær saman við eitthvað annað sem er þokkalega þekkt. Laugardalsvöllurinn tekur um 10.000 manns í sæti í báðar stúkurnar ef þær eru fullsettar. Það er dágóður hópur. Samkvæmt frásögn nærstaddra voru fimm sinnum fleiri en fullsetinn Laugardalsvöllurinn tekur í sæti staddur á Arnarhóli á mánudaginn. Dæmi hver fyrir sig hvort að það stenst.
Ég heyrði í dag rætt við bónda sem hafði framleitt um fimm tonn af repjufræi og ætlaði að pressa olíuna úr þeim. Líkur benda til að olían sé svona þriðjungur af korninu. Gera á tilraun með að nota olíuna til að blanda saman við hráolíu. Fréttamaðurinn byrjaði strax að tala um hagnað og sparnað án þess að ýja einu orði að því hvað olían sem kæmi úr repjufræjunum kæmi til með að kosta. Það væri nú allt í lagi að vita eitthvað um það.
Ég er sem Víkingur brjálaður út í handknattleiksdeild Vals. Í vor gekk fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar Víkings frá leikmannasamningum við strákana sem voru að ganga upp úr 2. flokk. Þeir létu eðlilega það bíða komandi stjórn að ganga frá viðaukasamning við þá því að í þeim er fjallað um hugsanlegar greiðslur. Valsmenn notuðu sér þetta millibilsástand og lokkuðu til sín línumann félagsins þrátt fyrir að hann væri búinn að skrifa undir leikmannasamning. Það var talið standast þar sem ekki var formlega búið að ganga frá viðaukasamningum. Í samningalögum eru hins vegar munnlegir samningar taldir jafngildir skriflegum. Línumaðurinn hefur síðan ekkert fengið að spila með Val í haust þrátt fyrir að gengi liðsins hafi verið eingöngu niður á við. Að lokum var hann svo lánaður til Gróttu sem er að keppa við Víking í
1. deildinni. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en skemmdaverkastarfsemi.
Ég nota fæðubótarefni einungis í sambandi við erfiðar æfingar og erfiða keppni. Ég hef þá reynslu að það sé til bóta. Ég sé aftur á móti enga þörf fyrir að nota próteindrykki enda þótt fólk sé eitthvað að dingla sér í líkamsræktarstöðvum og leggur ekki meir á sig en svo að það sést varla svitablettur á bakinu á þeim. Fyrst og fremst á fólk að borða góðan og heilnæman mat.
Ég sé í mogganum í morgun að það hafa verið gerðar kannanir á launamun kynjanna hjá VR og SFR. Í báðum tilvikum var hægt að færa nokkur rök fyrir að launamunur væri um 10%. Engu að síður er verulegur munur á tölfræðilegum skekkjum í slíkum útreikningum svo líkur benda til að launamunurinn sé enn minni. Engu að síður gagnrýnir enginn að það hafi verið básúnað á Lækjartorgi á mánudaginn og í allri umræðu í kringum þann dag að launamunur kynjanna væri 30% að jafnaði á landinu. Þorir enginn annað en að kóa með eða er gagnrýnin blaðamennska fyrir bí.
Það er oft gott að gera sér grein fyrir stærðum með því að bera þær saman við eitthvað annað sem er þokkalega þekkt. Laugardalsvöllurinn tekur um 10.000 manns í sæti í báðar stúkurnar ef þær eru fullsettar. Það er dágóður hópur. Samkvæmt frásögn nærstaddra voru fimm sinnum fleiri en fullsetinn Laugardalsvöllurinn tekur í sæti staddur á Arnarhóli á mánudaginn. Dæmi hver fyrir sig hvort að það stenst.
Ég heyrði í dag rætt við bónda sem hafði framleitt um fimm tonn af repjufræi og ætlaði að pressa olíuna úr þeim. Líkur benda til að olían sé svona þriðjungur af korninu. Gera á tilraun með að nota olíuna til að blanda saman við hráolíu. Fréttamaðurinn byrjaði strax að tala um hagnað og sparnað án þess að ýja einu orði að því hvað olían sem kæmi úr repjufræjunum kæmi til með að kosta. Það væri nú allt í lagi að vita eitthvað um það.
Ég er sem Víkingur brjálaður út í handknattleiksdeild Vals. Í vor gekk fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar Víkings frá leikmannasamningum við strákana sem voru að ganga upp úr 2. flokk. Þeir létu eðlilega það bíða komandi stjórn að ganga frá viðaukasamning við þá því að í þeim er fjallað um hugsanlegar greiðslur. Valsmenn notuðu sér þetta millibilsástand og lokkuðu til sín línumann félagsins þrátt fyrir að hann væri búinn að skrifa undir leikmannasamning. Það var talið standast þar sem ekki var formlega búið að ganga frá viðaukasamningum. Í samningalögum eru hins vegar munnlegir samningar taldir jafngildir skriflegum. Línumaðurinn hefur síðan ekkert fengið að spila með Val í haust þrátt fyrir að gengi liðsins hafi verið eingöngu niður á við. Að lokum var hann svo lánaður til Gróttu sem er að keppa við Víking í
1. deildinni. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en skemmdaverkastarfsemi.
þriðjudagur, október 26, 2010
mánudagur, október 25, 2010
Á útmánuðum 1970 fór ég í fyrsta sinn að vinna formlega launavinnu. Það var í frystihúsinu á Geirseyri við Patreksfjörð. Það var auðvitað ákveðin upplifun fyrir óreyndan ungling að fá greitt í peningum vikulega fyrir það sem maður gerði. Þessir tímar í frystihúsinu voru eftirminnilegir á margan hátt. Meðal annars man ég eftir að á þessum tíma höfðu konur í frystihúsinu lægri laun en karlarnir. Það voru niðurstöður kjarasamninga þeirri tíma. Nú myndu einhverjir úr meðvitaða liðinu segja að þetta sé eftir öðru hjá karlahelvítunum. Alltaf hafi þeir kúgað kvenfólkið. Það var hins vegar víðar pottur brotinn í launamálum á þessum árum. Sjómenn á vetrarvertíð (sem voru því sem næst 100% karlar) fengu t.d. ekki launin gerð upp fyrr en eftir vertíðarlok. Þeir fengu trygginguna greidda út eftir hvern mánuð en heildaruppgjör fór ekki fram fyrr en undir mánaðmót maí/júní fyrir vetrarvertíðina. Tryggingin jafnaðist á við lág dagvinnulaun. Þarna lánuðu sjómennirnir útgerðunum verulega fjármuni um margra mánaða skeið, vaxtalaust. Oft í mikilli verðbólgu. Þetta var hins vegar hvorutveggja lagað nokkrum árum síðar. Á þessum árum sáu bændur varla peninga. Kaupfélögin vildu fyrst og fremst hafa vöruskipti. Bændur lögðu afurðirnar inn og þeir áttu síðan helst að kaupa vörur til baka hjá sama kaupfélaginu. Þetta breyttist ekki fyrr en uppúr 1990.
Þegar maður man fyrst eftir var ekki allstaðar talið jafn sjálfsagt að stelpur færu að læra eins og strákarnir. Það var þó vissulega misjafnt. Konur til sveita áttu ekki formlega aðild að búrekstrinum enda þótt þær ynnu jafnmikið við hann og karlarnir. Launamisrétti kynjanna var vafalaust víða til staðar. Svona mætti áfram telja. Margir vildu breyta þessu, auka jafnrétti og veita konum aukið brautargengi til áhrifa. Upp úr þessu andrúmslofti spratt m.a. umræðan um kvennafrídaginn 1975. Upp úr þessu andrúmslofti skapaðist einnig stemmingin í kringum forsetakjör Vigdísar Finnbogadóttur 1980. Ég man enn hve spenntur maður var að bíða eftir tölunum frá Austfjörðum sem komu ekki fyrr en undir kl. 6:00 um morguninn. Upp úr þessu andrúmslofti spratt kvennalistinn á sínum tíma o.s.frv. o.s.frv. Á þessum árum fylgdi maður þessari umræðu af heilum hug. Ég verð hins vegar að segja að viðhörf öfgafeminista og karlahatara sem hafa á margan hátt tröllriðið jafnréttisumræðunni á seinni tímum hafa orðið til þess að þessi umræða höfðar ekki jafnmikið til mín eins og áður. Maður er einnig orðinn gagnrýnni.
Í dag stendur upp úr flestum flestum fjölmiðlum svo og þeim sem unnu að undirbúningi baráttudagsins í dag að launamunur kynjanna sé 30%. Þessa staðhæfingu étur hver eftir öðrum en enginn gerir tilraun til að kryfja þessi mál og greina hvort þessi staðhæfing standist. Ég vil leyfa mér að fullyrða að svo sé ekki. Að launamunur sé 30% að jafnaði er gríðarlega mikill munur. Mér þætti við hæfi að fjölmiðlamenn myndu spyrja sjálfan sig hvort karlar séu ráðnir á 30% hærri laun heldur en konur þar innan dyra fyrir sömu vinnu, sama vinnutíma, sömu menntun og sömu ábyrgð. Hjá sveitarfélögunum er unnið eftir svokölluðu starfsmati. Þar eru störfin krufin og greind eftir ákveðnu kerfi sem á að tryggja að það séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu og aðrar aðstæður jafnar. Um þetta kerfi ríkir sátt. Hægt er að áfrýja ágreiningsmálum inn í ákveðinn farveg. Ætla menn að halda því fram að karlar sem kenna í framhaldsskólum séu kerfisbundið ráðnir á 30% hærri laun en konur þegar sömu störf eru unnin og menntun álíka svo dæmi sé nefnt. Mér hefur ekki verið sýnt fram á að svo sé. Þannig mætti áfram telja. Hafi launamunur viðgengist í formi óunnar yfirvinnu, aksturspeninga og annarra aukagreiðslna þá hafa slíkar sporslur verið skornar miskunnarlaust niður á síðustu tveimur árum svo launamunur sem kom til af slíkum orsökum er að miklu leyti horfinn. Segjum svo að opinberi geirinn sé þokkalega jafn hvað launamun kynjanna varðar þá hlýtur munurinn hjá einkageiranum að vera enn meiri til að ná meðaltalinu upp í 30%. Stenst það að launamunur sé svona 50% í einkageiranum fyrir sambærileg störf, sambærilega ábyrgð fólks með sömu menntun? Það eru vafalaust aðrir betur hæfir til að svara því en ég en ég vil fá staðreyndir á borðið en ekki eitthvað fjas utan úr vindinum. Ég man ekki betur en að þegar allar forsendur voru lagðar jafnar þá var sannanlegur launamunur metinn svona 6-7% fyrir ca tveimur árum. Ég er alls ekki að segja að hann sé réttlætanlegur en þessi niðurstaða er allt annar hlutur en 30%. Þetta er svolítið dæmigert fyrir umræðuna á Íslandi. Fullyrðing kemur út úr þokunni, hún er gripin á lofti og er orðin að óyggjandi staðreynd í flestra munni fyrr en varir.
Í stöðu dagsins má ekki gleyma ýmsum hlutum. 2/3 þeirra sem útskrifast úr háskólum hérlendis eru konur. Verulegur meirihluti atvinnulausra eru karlar. Brottfall stráka úr framhaldsskóla er miklu hærra en stelpna. Meiri hluti unglinga á framhaldsskólaaldri sem selja sig í vændi eru strákar. Það er undantekning ef pabbinn fær dæmda forsjá barna við skilnað og alltof oft er þeim gert illmögulegt að ná fram eðlilegum umgengnisrétti við börnin. Konur eru afar sjaldséðar í erfiðum og óþrifalegum störfum eins og í byggingariðnaði og sjómennsku. Staðan í jafnréttismálum getur tekið á sig ýmsar myndir.
Það hefur verið haft á orði meðal harðlínufólks í jafnréttismálum að það þurfi fléttulista til að tryggja konum sæti á framboðslistum. Annars troði karlarnir þeim beint eða óbeint aftur fyrir sig. Af 535 einstaklingum sem buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi voru einungis 30% konur. Þarna voru þó engin höft nema hjá einstaklingunum sjálfum. Það þýðir ekkert að segja að konur hafi ekki sömu tækifæri til að taka svona verkefni að sér eins og karlar og því hafi þær ekki gefið kost á sér.
Þegar maður man fyrst eftir var ekki allstaðar talið jafn sjálfsagt að stelpur færu að læra eins og strákarnir. Það var þó vissulega misjafnt. Konur til sveita áttu ekki formlega aðild að búrekstrinum enda þótt þær ynnu jafnmikið við hann og karlarnir. Launamisrétti kynjanna var vafalaust víða til staðar. Svona mætti áfram telja. Margir vildu breyta þessu, auka jafnrétti og veita konum aukið brautargengi til áhrifa. Upp úr þessu andrúmslofti spratt m.a. umræðan um kvennafrídaginn 1975. Upp úr þessu andrúmslofti skapaðist einnig stemmingin í kringum forsetakjör Vigdísar Finnbogadóttur 1980. Ég man enn hve spenntur maður var að bíða eftir tölunum frá Austfjörðum sem komu ekki fyrr en undir kl. 6:00 um morguninn. Upp úr þessu andrúmslofti spratt kvennalistinn á sínum tíma o.s.frv. o.s.frv. Á þessum árum fylgdi maður þessari umræðu af heilum hug. Ég verð hins vegar að segja að viðhörf öfgafeminista og karlahatara sem hafa á margan hátt tröllriðið jafnréttisumræðunni á seinni tímum hafa orðið til þess að þessi umræða höfðar ekki jafnmikið til mín eins og áður. Maður er einnig orðinn gagnrýnni.
Í dag stendur upp úr flestum flestum fjölmiðlum svo og þeim sem unnu að undirbúningi baráttudagsins í dag að launamunur kynjanna sé 30%. Þessa staðhæfingu étur hver eftir öðrum en enginn gerir tilraun til að kryfja þessi mál og greina hvort þessi staðhæfing standist. Ég vil leyfa mér að fullyrða að svo sé ekki. Að launamunur sé 30% að jafnaði er gríðarlega mikill munur. Mér þætti við hæfi að fjölmiðlamenn myndu spyrja sjálfan sig hvort karlar séu ráðnir á 30% hærri laun heldur en konur þar innan dyra fyrir sömu vinnu, sama vinnutíma, sömu menntun og sömu ábyrgð. Hjá sveitarfélögunum er unnið eftir svokölluðu starfsmati. Þar eru störfin krufin og greind eftir ákveðnu kerfi sem á að tryggja að það séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu og aðrar aðstæður jafnar. Um þetta kerfi ríkir sátt. Hægt er að áfrýja ágreiningsmálum inn í ákveðinn farveg. Ætla menn að halda því fram að karlar sem kenna í framhaldsskólum séu kerfisbundið ráðnir á 30% hærri laun en konur þegar sömu störf eru unnin og menntun álíka svo dæmi sé nefnt. Mér hefur ekki verið sýnt fram á að svo sé. Þannig mætti áfram telja. Hafi launamunur viðgengist í formi óunnar yfirvinnu, aksturspeninga og annarra aukagreiðslna þá hafa slíkar sporslur verið skornar miskunnarlaust niður á síðustu tveimur árum svo launamunur sem kom til af slíkum orsökum er að miklu leyti horfinn. Segjum svo að opinberi geirinn sé þokkalega jafn hvað launamun kynjanna varðar þá hlýtur munurinn hjá einkageiranum að vera enn meiri til að ná meðaltalinu upp í 30%. Stenst það að launamunur sé svona 50% í einkageiranum fyrir sambærileg störf, sambærilega ábyrgð fólks með sömu menntun? Það eru vafalaust aðrir betur hæfir til að svara því en ég en ég vil fá staðreyndir á borðið en ekki eitthvað fjas utan úr vindinum. Ég man ekki betur en að þegar allar forsendur voru lagðar jafnar þá var sannanlegur launamunur metinn svona 6-7% fyrir ca tveimur árum. Ég er alls ekki að segja að hann sé réttlætanlegur en þessi niðurstaða er allt annar hlutur en 30%. Þetta er svolítið dæmigert fyrir umræðuna á Íslandi. Fullyrðing kemur út úr þokunni, hún er gripin á lofti og er orðin að óyggjandi staðreynd í flestra munni fyrr en varir.
Í stöðu dagsins má ekki gleyma ýmsum hlutum. 2/3 þeirra sem útskrifast úr háskólum hérlendis eru konur. Verulegur meirihluti atvinnulausra eru karlar. Brottfall stráka úr framhaldsskóla er miklu hærra en stelpna. Meiri hluti unglinga á framhaldsskólaaldri sem selja sig í vændi eru strákar. Það er undantekning ef pabbinn fær dæmda forsjá barna við skilnað og alltof oft er þeim gert illmögulegt að ná fram eðlilegum umgengnisrétti við börnin. Konur eru afar sjaldséðar í erfiðum og óþrifalegum störfum eins og í byggingariðnaði og sjómennsku. Staðan í jafnréttismálum getur tekið á sig ýmsar myndir.
Það hefur verið haft á orði meðal harðlínufólks í jafnréttismálum að það þurfi fléttulista til að tryggja konum sæti á framboðslistum. Annars troði karlarnir þeim beint eða óbeint aftur fyrir sig. Af 535 einstaklingum sem buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi voru einungis 30% konur. Þarna voru þó engin höft nema hjá einstaklingunum sjálfum. Það þýðir ekkert að segja að konur hafi ekki sömu tækifæri til að taka svona verkefni að sér eins og karlar og því hafi þær ekki gefið kost á sér.
laugardagur, október 23, 2010
Haustmaraþonið var haldið í dag. Veðrið var eins og best er á kosið á þessum árstíma, logn og svalt. Ég bjó mig ekki neitt sérstaklega undir hlaupið nema að ég hljóp ekkert í gær. Svo varð ég of seinn að skrá mig, karbólódaði ekkert en tók það sem hluta af æfingaáætluninni. Hlaupið var fínt, góð þátttaka og öll umgjörð eins og best verður á kosið. Takk fyrir mig. Ég ætlaði að rúlla í gegnum hlaupið án mikilla átaka og það gekk allt upp. Tíminn varð betri en ég átti von á eða undir 3.30, þrátt fyrir að ég þurfti að skjótast út í skóg á fyrri hring. Það er gott aða eiga þenna tíma í handraðanum ef maður skráir sig í hlaup þar sem gerð er krafa um árangur. Þessi tími dugar hvar sem er fyrir mann á mínum aldri.
Ég held að ég hafi verið á negatívu splitti eða verið hraðari á seinni hring en þeim fyrri. Það er í sjálfu sér ágætt. Það er merkilegt hvað allt er afstætt. Áður fannst mér maraþonið vera mjög lengi að líða og nauðsynlegt var að hafa útvarp í eyrunum til að stytta sér stundir þennan langa tíma sem hlaupið tók. Nú líður tíminn eins og örskot, maður er kominn á seinni hring áður en hendi er veifað. Seinni hringurinn líður einnig mjög hratt og áður en maður veit af eru bara 5 km eftir. Leiðina frá Nauthól hef ég hlaupið 1000 sinnum svo hvert skref er kunnuglegt á þeirri leið og þá er orðið stutt eftir. Alltaf er jafngaman að ljúka maraþoni og henda sér niður í grasið á eftir. Í því fest tilhlökkunin!! Fyrir nokkrum árum fóru alltaf nokkrar neglur í maraþonhlaupi. Maður kom oft heim með blöðrur á fótunum og hélt að þetta ætti bara að vera svona. Maraþonhlaup væri alvöru mannraun sem kostaði blóð, svita og jafnvel tár. Eftir að ég er farinn að hlaupa í stærri skóm en áður þá er þetta alveg horfið. Fæturnir eru að afloknu hlaupi eins og maður hafi ekki farið út úr húsi.
Hröðustu menn voru vel undir þremur tímum sem er mjög gott í svalanum sem er hér um miðjan október.
Félag maraþonhlaupara a´sóma skilið fyrir hve vel er staðið að þessu hlaupi enda sýnir aðsóknin það að hlaupararnir kunna að meta það.
Sjónvarpið mætti á staðinn í morgun og tók viðtöl út og suður. einnig mynduðu þeir hlaupið þegar það var komið af stað. Flott hjá þeim. Mbl.is birti frétt af hlaupinu og einnig var frásögn af því í íþróttafréttum RUV í hádeginu. Það er að renna upp fyrir fjölmiðlamönnum hvað er að gerast í almenningshlaupuum á Íslandi. Það hefur orðið alger sprenging í þátttöku almennings í þeim. Það er á hreinu að þessi þróun hefur miklu meiri áhrif til almennrar heilsueflingar í landinu en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Maður er náttúrulega bara í forréttindahóp að geta verið þátttakandi í þessu æfintýri.
Ég er ekki sérstaklega kristinn og fer sjaldan í kirkju. Ég gerði tilraun til að skrá mig úr þjóðkirkjunni fyrir rúmum 10 árum þegar Ólafsmál Skúlasonar komu upp á yfirborðið af alvöru. Ég hef reyndar ekki gáð að því hvort úrsögnin hafi náð alla leið í gegn. Þrátt fyrir þetta þá virði ég þau grundvallaratriði sem kristin trú byggir á. Þá á ég fyrst og fremst við nýja testamentið. Hið gamla má sigla sinn sjó. Ég held að áhrif kristinnar trúar ínn í samfélagið séu meir til bóta en ógagns. Prestar eru mjög misjafnir. Góðir, mannlegir og gefandi prestar eru virtir vel. Hinir mega missa sín. Ég ber misjafna virðingu fyrir trúarbrögðum. Hindúatrú líkar mér ekki við. Það er fyrst og fremst vegna þes að hún viðheldur hinni hrikalegu stéttaskiptingu í þeim löndum þar sem hún hefur náð fótfestu. Islamstrú er enn verri. Trú sem byggir á sharialögunum er ekkert grín. Grýtingar, handhögg og kvennaforakt(svo dæmi séu nefnd) sem byggja á trúarsetningum eru vægt sagt varasöm. Mjög fámennur en hávær hópur fólks hérlendis hefur viljað útiloka umræðu um kristna trú út úr fræðslustarfsemi hérlendis. Nú virðist sem svo að þessi hópur hafi náð meirihluta í svokallaðri mannréttindanefnd hér í borginni. Niðurstaðan var dæmalaus samþykkt þar sem kristin trú skyldi útilokuð úr leikskólum og grunnskólum hérlendis. Ég heyrði á dögunum viðtal við einn úr þessum hópi í útvarpinu. hann avr spurður að því hvort ekki ætti að kjósa um þetta mál eins og almenn umræða gengur mikið út á þessa dagana. Nei, aldeilis ekki. Um þetta mátti ekki kjósa. Náunginn fimbulfambaði mikið um að meirihlutinn mætti ekki kúga minnihlutann í þessum efnum. En má þá mjög lítill minnihluti kúga meirihlutann eða hvað í skjóli pólitískrar hreintrúarstefnu? Öfgafull og vitlaus umræða hefur alltaf verið til staðar og verður alltaf til staðar. það er bara eðlilegt. Það sem manni finnst aftur á móti vera varasamt í dag að það er farið að taka meira mark á svoleiðis málflutningi. Þjóðfélaginu verður ekki breytt með einfaldri meirihlutasamþykkt einhverrar nefndar ef eitthvað vit væri í samfélagslegri umræðu.
Ég fékk tvær myndabækur í gær. Þessar stóru myndabækur, sem gefnar eru út í dag eru margar hverjar bæði frábærlega gerðar og fullar af flottum myndum. Þær kosta einnig miklu mina en þær gerðu fyrir um 20 árum síðan þegar þær fóru fyrst að koma á markaðinn. Ég held ég gleymi seint tilfinningunni þegar ég fletti fyrst Íslandsbókinni eftir Sigurgeir Sigurjónsson sem kom út á 10 áratugnum. Maður hafði aldrei séð aðrar eins myndir.
Önnur bókin sem ég fékk var Veiðimenn Norðursins eftir RAX. Stórkostleg bók með gömlum og nýjum frá Grænlandi. Þar er m.a. góð yfirlitsmynd frá Tassilaq sem sýnir vel hluta af leiðinni sem við fórum í óbyggðakeppninni árið 2007.
Hin bókin er Fótbolti í Afríku eftir Pál Stefánsson. Þessi bók er einnig frábær nálgun á óvenjulegt viðfangsefni. Það eru gríðarleg forréttindi fyrir ljósmyndara að hafa aðstæður til að takast á við svona verkefni og skila þeim svo vel frá sér eins go raun ber vitni.
Ég held að ég hafi verið á negatívu splitti eða verið hraðari á seinni hring en þeim fyrri. Það er í sjálfu sér ágætt. Það er merkilegt hvað allt er afstætt. Áður fannst mér maraþonið vera mjög lengi að líða og nauðsynlegt var að hafa útvarp í eyrunum til að stytta sér stundir þennan langa tíma sem hlaupið tók. Nú líður tíminn eins og örskot, maður er kominn á seinni hring áður en hendi er veifað. Seinni hringurinn líður einnig mjög hratt og áður en maður veit af eru bara 5 km eftir. Leiðina frá Nauthól hef ég hlaupið 1000 sinnum svo hvert skref er kunnuglegt á þeirri leið og þá er orðið stutt eftir. Alltaf er jafngaman að ljúka maraþoni og henda sér niður í grasið á eftir. Í því fest tilhlökkunin!! Fyrir nokkrum árum fóru alltaf nokkrar neglur í maraþonhlaupi. Maður kom oft heim með blöðrur á fótunum og hélt að þetta ætti bara að vera svona. Maraþonhlaup væri alvöru mannraun sem kostaði blóð, svita og jafnvel tár. Eftir að ég er farinn að hlaupa í stærri skóm en áður þá er þetta alveg horfið. Fæturnir eru að afloknu hlaupi eins og maður hafi ekki farið út úr húsi.
Hröðustu menn voru vel undir þremur tímum sem er mjög gott í svalanum sem er hér um miðjan október.
Félag maraþonhlaupara a´sóma skilið fyrir hve vel er staðið að þessu hlaupi enda sýnir aðsóknin það að hlaupararnir kunna að meta það.
Sjónvarpið mætti á staðinn í morgun og tók viðtöl út og suður. einnig mynduðu þeir hlaupið þegar það var komið af stað. Flott hjá þeim. Mbl.is birti frétt af hlaupinu og einnig var frásögn af því í íþróttafréttum RUV í hádeginu. Það er að renna upp fyrir fjölmiðlamönnum hvað er að gerast í almenningshlaupuum á Íslandi. Það hefur orðið alger sprenging í þátttöku almennings í þeim. Það er á hreinu að þessi þróun hefur miklu meiri áhrif til almennrar heilsueflingar í landinu en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Maður er náttúrulega bara í forréttindahóp að geta verið þátttakandi í þessu æfintýri.
Ég er ekki sérstaklega kristinn og fer sjaldan í kirkju. Ég gerði tilraun til að skrá mig úr þjóðkirkjunni fyrir rúmum 10 árum þegar Ólafsmál Skúlasonar komu upp á yfirborðið af alvöru. Ég hef reyndar ekki gáð að því hvort úrsögnin hafi náð alla leið í gegn. Þrátt fyrir þetta þá virði ég þau grundvallaratriði sem kristin trú byggir á. Þá á ég fyrst og fremst við nýja testamentið. Hið gamla má sigla sinn sjó. Ég held að áhrif kristinnar trúar ínn í samfélagið séu meir til bóta en ógagns. Prestar eru mjög misjafnir. Góðir, mannlegir og gefandi prestar eru virtir vel. Hinir mega missa sín. Ég ber misjafna virðingu fyrir trúarbrögðum. Hindúatrú líkar mér ekki við. Það er fyrst og fremst vegna þes að hún viðheldur hinni hrikalegu stéttaskiptingu í þeim löndum þar sem hún hefur náð fótfestu. Islamstrú er enn verri. Trú sem byggir á sharialögunum er ekkert grín. Grýtingar, handhögg og kvennaforakt(svo dæmi séu nefnd) sem byggja á trúarsetningum eru vægt sagt varasöm. Mjög fámennur en hávær hópur fólks hérlendis hefur viljað útiloka umræðu um kristna trú út úr fræðslustarfsemi hérlendis. Nú virðist sem svo að þessi hópur hafi náð meirihluta í svokallaðri mannréttindanefnd hér í borginni. Niðurstaðan var dæmalaus samþykkt þar sem kristin trú skyldi útilokuð úr leikskólum og grunnskólum hérlendis. Ég heyrði á dögunum viðtal við einn úr þessum hópi í útvarpinu. hann avr spurður að því hvort ekki ætti að kjósa um þetta mál eins og almenn umræða gengur mikið út á þessa dagana. Nei, aldeilis ekki. Um þetta mátti ekki kjósa. Náunginn fimbulfambaði mikið um að meirihlutinn mætti ekki kúga minnihlutann í þessum efnum. En má þá mjög lítill minnihluti kúga meirihlutann eða hvað í skjóli pólitískrar hreintrúarstefnu? Öfgafull og vitlaus umræða hefur alltaf verið til staðar og verður alltaf til staðar. það er bara eðlilegt. Það sem manni finnst aftur á móti vera varasamt í dag að það er farið að taka meira mark á svoleiðis málflutningi. Þjóðfélaginu verður ekki breytt með einfaldri meirihlutasamþykkt einhverrar nefndar ef eitthvað vit væri í samfélagslegri umræðu.
Ég fékk tvær myndabækur í gær. Þessar stóru myndabækur, sem gefnar eru út í dag eru margar hverjar bæði frábærlega gerðar og fullar af flottum myndum. Þær kosta einnig miklu mina en þær gerðu fyrir um 20 árum síðan þegar þær fóru fyrst að koma á markaðinn. Ég held ég gleymi seint tilfinningunni þegar ég fletti fyrst Íslandsbókinni eftir Sigurgeir Sigurjónsson sem kom út á 10 áratugnum. Maður hafði aldrei séð aðrar eins myndir.
Önnur bókin sem ég fékk var Veiðimenn Norðursins eftir RAX. Stórkostleg bók með gömlum og nýjum frá Grænlandi. Þar er m.a. góð yfirlitsmynd frá Tassilaq sem sýnir vel hluta af leiðinni sem við fórum í óbyggðakeppninni árið 2007.
Hin bókin er Fótbolti í Afríku eftir Pál Stefánsson. Þessi bók er einnig frábær nálgun á óvenjulegt viðfangsefni. Það eru gríðarleg forréttindi fyrir ljósmyndara að hafa aðstæður til að takast á við svona verkefni og skila þeim svo vel frá sér eins go raun ber vitni.
miðvikudagur, október 20, 2010
Svokölluð Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið töluvert í fréttum að undanförnu. Þau hafa beitt sér fyrir því að lán í þjóðfélaginu væru almennt færð niður um ákveðna prósentu. Um þessa stefnu eru vægsat sagt deildar meiningar og hafa margir leitt fram þá vankanta sem fylgja þessari aðferðafræði. Samtökin hafa brugðist við af hörku. Umboðsmaður lánþega fékk yfir sig fúkyrðaflaum í fjölmiðlum og aðrir sem hafa gagnrýnt málflutning samtakanna hafa margir hverjir ekki farið varhluta af hinu sama. Þeð er svo sem ákveðin aðferðafræði að fara í manninn en ekki í boltann þegar ást er við. Spurnign er hvað hún endist til lengdar. Nafn samtakanna er umræðuefni út af fyrir sig. Samtökin segja að þau megi nefna sig hvað sem er. Það er rétt svo langt sem það nær. Eitt er að nefna sig einhverju nafni en annað er að koma ekki fram undir fölsku flaggi. Ég hef heyrt að það séu ca 3000 heimili í samtökunum. Ég verð þá leiðréttur ef þetta er ekki rétt. Það eru svona 100.000 heimili í landinu. Ég sé ekki að það gangi upp að samtök sem telja svona 3% af heimilum í landinu geti með fullum rétti kallað sig "Hagsmunasamtök heimilanna" með ákveðnum greini. Það vísar til allra heimila í landinu. Það er náttúrulega algerlega fráleitt að samtök sem byggja ekki á meiri fjölda en mig grunar að sé bak við nefnið geti farið fram með þessum hætti. Samtök lánþega eru grein af sama meiði. Hér á síðunni hefur verið sagt að það séu um 3000 lánþegar bak við nafnið. ekki veit ég hvort félögunum hefur verið safnað með "like" á Facebook en það er sama. Ætli það séu ekki svona 100.000 - 150.000 lánþegar í landinu. Þá eru ekki nema 2-3% lánþega í landinu á bak við þessi samtök í besta falli. Í báðum tilvikum eru hér um að ræða fámenn sérhagsmunagæslusamtök sem eru að reyna að leysa sinn persónulega vanda á kostnað almennings. Ein aðferð er að lokka fólk sem er ekki í neinni þörf fyrir aðgerðir til fylgis við hugmyndafræði sína með því að halda því fram að það eigi að lækka lán hjá öllum og það kosti ekki neitt eða sé dreift á svo langan tíma að það muni ekkert um það. Þetta er náttúrulega mjög rangt statement. Afskriftir lána hjá íbúðalánasjóði myndu fara beint á reikning ríkisins því hann myndi missa lánshæfi og trúverðugleika hjá þeim sem fjármagna sjóðinn með lánsfé. Það er síðan algerlega út í hött að gera lífeyrissjóðina upptæka í þessu skyni. Ég sé haft eftir talsmanni "Hagsmunasamtaka heimilanna" að það þurfi fyrst að fara í almenna niðurfærslu lána (það er víst kölluð leiðrétting) svo ekki þurfi eins margir að leita í þau sértæku úrræði sem eru í boði. Hvaða rökleysa er þetta? Ég þarf ekki á neinni niðurfærslu á mínum skuldum að halda. Ég get borgað af þeim lánum sem ég er ábyrgur fyrir. Á að skerða lífeyrisréttindi almennings til að ég þurfi að eyða minni fjárhæðum í að borga af mínum skuldum. Þeim fækkar ekkert sem þurfa á sértækum aðgerðum að halda þótt ég fái mínar skuldir lækkaðar. Með því móti væri verið að henda peningum í sjóinn.
Í einum fréttatímanum heyrði ég sagt að hagsmunasamtökin hefðu lagt fram þá tillögu að ríkisstjórnin ætti að fastsetja vexti og verðbætur. Þessi aðferðafræði var reynd á Kúpu á sínum tima þegar Castró og Che komust þar til valda á sínum tíma. Hægt er að skoða hvernig það dæmi gekk upp. Í Sovétríkjunum var brauðverðið sett fast. Austurblokkin fór komplett á hausinn fyrir um 20 árum síðan. Það eiga allir að vita sem hafa alist upp í nútíma hagkerfum að vita að ef ríkið ákveður útlánavexti lægri en lánsféð kostar þá verður einhver að borga mismuninn. Það yrði ekki lengi gert að þurrausa ríkissjóð með því móti.
Eitt gáfulegasta innleggið sem ég hef heyrt í umræðunni kom nýlega frá Pétri Blöndal þar sem hann lagði til að staða þeirra sem skulda fjármuni væri kortlögð nákvæmlega svo menn vissu eitthvað um hvað væri verið að tala. Hin svoköluðu "Hagsmunasamtök heimilanna" hafa talað eins og það sé obbinn af íslenskum heimlilum á hausnum. Það er beinlínis rangt eins og dæmin hafa síðan sannað. Uppboðsbeiðnir eru lítið fleiri en voru hér á árum áður, Vanskil eru eilítið meiri enda furða skyldi. Það að fjöldinn sem er á vanskilaskrá hafi ekki aukist meir en úr 16 þúsundum þegar allt lék í lyndi upp í rúm 20 þúsund segir sína sögu.
Ég las einhversstaðar eftir talsmanni Hagsmunasamtakanna að allt hafi verið í þokkalegu lagi um áramótin 2007/2008. Það er mjög röng fullyrðing. Hagkerfið fór að skjálfa fyrir alvöru um mitt ár 2007. Þá fóru hlutabréfin að falla. Fall þeirra hélt áfram til áramóta þrátt fyrir tilraunir bankanna til að keyra það upp aftur. Vitaskuld vonuðu allir að efnahagskerfið myndi jafna sig en allir sem vildu vita sáu að eitthvað mikið var að gerast. Húsnæðisbólan var þarna í hámarki og allt tal um hátt eiginfjárhlutfall á þessum tíma er vægt sagt byggt á sandi því sölutregða var hafin af því að fæstir seljenda vildu lækka verðið frá því sem það hafi hæst verið misserin á undan.
Ríkisstjórning ætlar að stytta tímann niður í tvö ár sem hægt er að innheimta skuldir af gjaldþrota fólki. Þessi aðferðafræði hefur tvær hliðar. Meginmálið er að draga ekki úr greiðsluvilja almennings. Vafalaust léttir þetta á einhverjum sem hafa neyðst til að fara í svarta vinnu og verið í raun útilokaðir frá almennu atvinnulífið. Það er kostur. á hinn bóginn þýðir ekki að líta fram hjá því að þessi aðferðafræði mun gera það að verkum að það verður erfiðara að fá lán hjá lánastofnunum. Það ætti einnig að taka upp flokkun lántakenda eftir því hve þeir eru metnir ábyggilegir. Þeir sem hafa trausta lánasögu eiga að greiða lægri áhættuvexti ofan á lánin en þeir sem annað tveggja hafa flekkótta sögu eða hafa ekki náð að sanna sig á lánamarkaði. Það verður að vera einhver hvati til staðar að standa í skilum. Það væri gaman að vita hvaða reglur gilda um þessi mál í öðrum norrænum ríkjum.
Andrea Merkel flutti ræðu nýlega þar sem hún fjallaði um fjölmenningarsamfélög. Niðurstaða hennar var að það hefði mistekist hrapalega að skapa slíkt samfélag í Þýskalandi. Það leið ekki langur tími þar til búið var að finna einn úr meðvitaða liðinu hérlendis sem sagði að Andrea hefði einfaldlega misskilið þetta allt saman. Það sem hefði farið úrskeiðis í Þýskalandi væri síðan fyrst og fremst Þjóðverjum að kenna. "Miklir menn erum vér Sámur minn"
Tvær konur úr Grindavík, þær Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Christine Buchholz, hlupu nýlega 100 km hlaup í nágrenni Madrídar á Spáni. Þetta var að sögn ekki venjulegt brautarhlaup heldur hlaupið í hæðóttu landslagi. Það er flott þegar hlauparar leggja til atlögu í fyrsta sinn við þetta verkefni og ljúka því með sóma. Þær munu vonandi takast á við önnur álíka verkefni í náinni framtíð.
Í einum fréttatímanum heyrði ég sagt að hagsmunasamtökin hefðu lagt fram þá tillögu að ríkisstjórnin ætti að fastsetja vexti og verðbætur. Þessi aðferðafræði var reynd á Kúpu á sínum tima þegar Castró og Che komust þar til valda á sínum tíma. Hægt er að skoða hvernig það dæmi gekk upp. Í Sovétríkjunum var brauðverðið sett fast. Austurblokkin fór komplett á hausinn fyrir um 20 árum síðan. Það eiga allir að vita sem hafa alist upp í nútíma hagkerfum að vita að ef ríkið ákveður útlánavexti lægri en lánsféð kostar þá verður einhver að borga mismuninn. Það yrði ekki lengi gert að þurrausa ríkissjóð með því móti.
Eitt gáfulegasta innleggið sem ég hef heyrt í umræðunni kom nýlega frá Pétri Blöndal þar sem hann lagði til að staða þeirra sem skulda fjármuni væri kortlögð nákvæmlega svo menn vissu eitthvað um hvað væri verið að tala. Hin svoköluðu "Hagsmunasamtök heimilanna" hafa talað eins og það sé obbinn af íslenskum heimlilum á hausnum. Það er beinlínis rangt eins og dæmin hafa síðan sannað. Uppboðsbeiðnir eru lítið fleiri en voru hér á árum áður, Vanskil eru eilítið meiri enda furða skyldi. Það að fjöldinn sem er á vanskilaskrá hafi ekki aukist meir en úr 16 þúsundum þegar allt lék í lyndi upp í rúm 20 þúsund segir sína sögu.
Ég las einhversstaðar eftir talsmanni Hagsmunasamtakanna að allt hafi verið í þokkalegu lagi um áramótin 2007/2008. Það er mjög röng fullyrðing. Hagkerfið fór að skjálfa fyrir alvöru um mitt ár 2007. Þá fóru hlutabréfin að falla. Fall þeirra hélt áfram til áramóta þrátt fyrir tilraunir bankanna til að keyra það upp aftur. Vitaskuld vonuðu allir að efnahagskerfið myndi jafna sig en allir sem vildu vita sáu að eitthvað mikið var að gerast. Húsnæðisbólan var þarna í hámarki og allt tal um hátt eiginfjárhlutfall á þessum tíma er vægt sagt byggt á sandi því sölutregða var hafin af því að fæstir seljenda vildu lækka verðið frá því sem það hafi hæst verið misserin á undan.
Ríkisstjórning ætlar að stytta tímann niður í tvö ár sem hægt er að innheimta skuldir af gjaldþrota fólki. Þessi aðferðafræði hefur tvær hliðar. Meginmálið er að draga ekki úr greiðsluvilja almennings. Vafalaust léttir þetta á einhverjum sem hafa neyðst til að fara í svarta vinnu og verið í raun útilokaðir frá almennu atvinnulífið. Það er kostur. á hinn bóginn þýðir ekki að líta fram hjá því að þessi aðferðafræði mun gera það að verkum að það verður erfiðara að fá lán hjá lánastofnunum. Það ætti einnig að taka upp flokkun lántakenda eftir því hve þeir eru metnir ábyggilegir. Þeir sem hafa trausta lánasögu eiga að greiða lægri áhættuvexti ofan á lánin en þeir sem annað tveggja hafa flekkótta sögu eða hafa ekki náð að sanna sig á lánamarkaði. Það verður að vera einhver hvati til staðar að standa í skilum. Það væri gaman að vita hvaða reglur gilda um þessi mál í öðrum norrænum ríkjum.
Andrea Merkel flutti ræðu nýlega þar sem hún fjallaði um fjölmenningarsamfélög. Niðurstaða hennar var að það hefði mistekist hrapalega að skapa slíkt samfélag í Þýskalandi. Það leið ekki langur tími þar til búið var að finna einn úr meðvitaða liðinu hérlendis sem sagði að Andrea hefði einfaldlega misskilið þetta allt saman. Það sem hefði farið úrskeiðis í Þýskalandi væri síðan fyrst og fremst Þjóðverjum að kenna. "Miklir menn erum vér Sámur minn"
Tvær konur úr Grindavík, þær Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Christine Buchholz, hlupu nýlega 100 km hlaup í nágrenni Madrídar á Spáni. Þetta var að sögn ekki venjulegt brautarhlaup heldur hlaupið í hæðóttu landslagi. Það er flott þegar hlauparar leggja til atlögu í fyrsta sinn við þetta verkefni og ljúka því með sóma. Þær munu vonandi takast á við önnur álíka verkefni í náinni framtíð.
laugardagur, október 16, 2010
Það virðist vera svo að það sé vís leið til að komast inn í fréttir hjá 365 samsteypunni að gera eitthvað af sér gagnvart opinberum aðilum eða hóta þeim.
Maður brýtur allt og bramlar inni í Tryggingastofnun og ræðst á starfsfólk stofnunarinnar af því hann er ósáttur við úrlausn sinna mála. Tvö viðtöl á Stöð 2.
Maður ræðst á tæki og húsbúnað hjá Umboðsmanni skuldara og veldur stórskaða hjá stofnuninni af því hann er ósáttur við úrlausn erindis síns. Langt viðtal á Vísi.is þar sem honum er leyft að koma fram í skjóli nafnleyndar og réttlæta gjörðir sínar.
Maður stofnar Facebook síðu þar sem hann hvetur til þess að fólk brjótist inn hjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Langt viðtal í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann reynir að gera grín að eðlilegum viðbrögðum lögreglunnar.
Þetta eru alvarlegustu dæmin um þau tilvik þar sem mér hefur fundist að starfsfólk Stöðvar 2 hefur farið langt yfir strikið í eðlilegum fréttaflutningi ef fréttaflutning mætti kalla. Með þessari afstöðu er stöðin að ýta undir það að fólk beiti ofbeldi inni á stofnunum, gagnvart starfsfólki stofnana og gagnvart heimilum ráðamanna ef það er ósátt við úrlausn sinna mála. Nú veit ég að margir eru fjárhagslega í mjög erfiðum málum af ýmsum orsökum. Hluti þeirra hafa lent í atburðarás sem þeir eru ekki gerendur heldur fórnarlömb, m.a. vegna atvinnumissis. Aðrir voru skuldsettir fram á ystu nöf fyrir hrunið og ekkert mátti því út af bera. Enn aðrir eru þarna einhversstaðar mitt á milli. Það leiðir hins vegar til algerrar upplausnar ef það á almennt að gilda að einstaklingar nái fram úrlausn sinna mála með ofbeldi.
Hvað sem ráðamenn segja þá er það einföld niðurstaða sem fæst með því að beita heilbrigðri skynsemi að það verður aldrei hægt að leysa hvers manns vanda. Þannig er það bara. Svoleiðis hefur það alltaf verið. Ég þekki vel til stöðu mála út um allt land. Í gegnum árin hafa orðið miklir fólksflutningar frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins sem orsakast m.a. vegna mikilla breytinga á atvinnuháttum. Fjöldi fólks þurfti að ganga frá verðlausum eignum sínum vegna atvinnumissis en skuldirnar hurfu ekki. Það voru ekki settir á neinir neyðarfundir á ríkisstjórnarvísu vegna þessa fólks. Þetta fólk mátti bara axla þessar byrðar og koma undir sig fótunum á nýjan leik á eigin spýtur, sumt í þannig stöðu að það var stimplað vanskilafólk í nokkur ár. Hvort það er réttlátt eða ranglátt skal ég ekki segja til um en svona hefur þetta verið. Fjöldi fólks missti allt sem það átti á árunum 1983-1986 (svona gróft til tekið) eftir að samband vísitölu kaupgjalds og verðlags var tekið úr sambandi á árinu 1983. Það var ekki hægt annað en að gera það þegar verðbólgan var farin að liggja í 35-40% árlega og sló upp í 100% á ákveðnum tíma. Þetta var groddaleg hrossalækning sem kom mjög illa við þá sem stóðu illa á spori á þessum tíma. Sérstaklega átti það við þá sem voru að byggja hús eins og gefur að skilja. Fyrir þá sem þekkja söguna eru því fjárhagslegir erfiðleikar fjölda fólks ekkert nýtt.
Það er hins vegar kannske forskot þeirra sem þekkja söguna og hafa ekki gleymt ýmsu frá liðnum árum sem veldur því að þeir fara margir hverjir varlega í að eyða peningum sem þeir eiga ekki því þeir eiga að vita að það kemur alltaf að skuldadögunum. M.a. þess vegna notaði ég gamla éppann minn þar til í fyrra þegar hann sagði stopp á 17. aldursári.
Ég heyri nú í fréttum að allt dæmið í kringum stjórnlagaþingið eigi að kosta 500 milljónir. Ésús minn. Er þetta nú það nauðynlegasta í dag?
Mér finnst að hefja eigi uppskurð í opinberum fjármálaum á þann hátt að taka fram fjárlögin frá árunum 2000 - 2002 og bera þau saman við fjárlög fyrir árið 2010. Síðan á að draga út þau verkefni sem hafa bæst við á þessum árum. Þjóðin lifði ágætu lífi á árunum um og upp úr aldamótunum. Það sem hefur bæst við er að miklum líkindum eitthvað sem við höfum ekki efni á að gera í dag. Skoða á hvort ekki sé hægt að stroka það út tímabundið a.m.k. þegar fyrir liggur mikil nauðsyn á samdrætti í opinberum fjármálum.
Maður brýtur allt og bramlar inni í Tryggingastofnun og ræðst á starfsfólk stofnunarinnar af því hann er ósáttur við úrlausn sinna mála. Tvö viðtöl á Stöð 2.
Maður ræðst á tæki og húsbúnað hjá Umboðsmanni skuldara og veldur stórskaða hjá stofnuninni af því hann er ósáttur við úrlausn erindis síns. Langt viðtal á Vísi.is þar sem honum er leyft að koma fram í skjóli nafnleyndar og réttlæta gjörðir sínar.
Maður stofnar Facebook síðu þar sem hann hvetur til þess að fólk brjótist inn hjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Langt viðtal í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann reynir að gera grín að eðlilegum viðbrögðum lögreglunnar.
Þetta eru alvarlegustu dæmin um þau tilvik þar sem mér hefur fundist að starfsfólk Stöðvar 2 hefur farið langt yfir strikið í eðlilegum fréttaflutningi ef fréttaflutning mætti kalla. Með þessari afstöðu er stöðin að ýta undir það að fólk beiti ofbeldi inni á stofnunum, gagnvart starfsfólki stofnana og gagnvart heimilum ráðamanna ef það er ósátt við úrlausn sinna mála. Nú veit ég að margir eru fjárhagslega í mjög erfiðum málum af ýmsum orsökum. Hluti þeirra hafa lent í atburðarás sem þeir eru ekki gerendur heldur fórnarlömb, m.a. vegna atvinnumissis. Aðrir voru skuldsettir fram á ystu nöf fyrir hrunið og ekkert mátti því út af bera. Enn aðrir eru þarna einhversstaðar mitt á milli. Það leiðir hins vegar til algerrar upplausnar ef það á almennt að gilda að einstaklingar nái fram úrlausn sinna mála með ofbeldi.
Hvað sem ráðamenn segja þá er það einföld niðurstaða sem fæst með því að beita heilbrigðri skynsemi að það verður aldrei hægt að leysa hvers manns vanda. Þannig er það bara. Svoleiðis hefur það alltaf verið. Ég þekki vel til stöðu mála út um allt land. Í gegnum árin hafa orðið miklir fólksflutningar frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins sem orsakast m.a. vegna mikilla breytinga á atvinnuháttum. Fjöldi fólks þurfti að ganga frá verðlausum eignum sínum vegna atvinnumissis en skuldirnar hurfu ekki. Það voru ekki settir á neinir neyðarfundir á ríkisstjórnarvísu vegna þessa fólks. Þetta fólk mátti bara axla þessar byrðar og koma undir sig fótunum á nýjan leik á eigin spýtur, sumt í þannig stöðu að það var stimplað vanskilafólk í nokkur ár. Hvort það er réttlátt eða ranglátt skal ég ekki segja til um en svona hefur þetta verið. Fjöldi fólks missti allt sem það átti á árunum 1983-1986 (svona gróft til tekið) eftir að samband vísitölu kaupgjalds og verðlags var tekið úr sambandi á árinu 1983. Það var ekki hægt annað en að gera það þegar verðbólgan var farin að liggja í 35-40% árlega og sló upp í 100% á ákveðnum tíma. Þetta var groddaleg hrossalækning sem kom mjög illa við þá sem stóðu illa á spori á þessum tíma. Sérstaklega átti það við þá sem voru að byggja hús eins og gefur að skilja. Fyrir þá sem þekkja söguna eru því fjárhagslegir erfiðleikar fjölda fólks ekkert nýtt.
Það er hins vegar kannske forskot þeirra sem þekkja söguna og hafa ekki gleymt ýmsu frá liðnum árum sem veldur því að þeir fara margir hverjir varlega í að eyða peningum sem þeir eiga ekki því þeir eiga að vita að það kemur alltaf að skuldadögunum. M.a. þess vegna notaði ég gamla éppann minn þar til í fyrra þegar hann sagði stopp á 17. aldursári.
Ég heyri nú í fréttum að allt dæmið í kringum stjórnlagaþingið eigi að kosta 500 milljónir. Ésús minn. Er þetta nú það nauðynlegasta í dag?
Mér finnst að hefja eigi uppskurð í opinberum fjármálaum á þann hátt að taka fram fjárlögin frá árunum 2000 - 2002 og bera þau saman við fjárlög fyrir árið 2010. Síðan á að draga út þau verkefni sem hafa bæst við á þessum árum. Þjóðin lifði ágætu lífi á árunum um og upp úr aldamótunum. Það sem hefur bæst við er að miklum líkindum eitthvað sem við höfum ekki efni á að gera í dag. Skoða á hvort ekki sé hægt að stroka það út tímabundið a.m.k. þegar fyrir liggur mikil nauðsyn á samdrætti í opinberum fjármálum.
föstudagur, október 15, 2010
Loksins virðist niðurstaða hafa fengist í hina háværu umræðu um niðurfærslu lána. Eftir stíf fundahöld var niðurstaðan sú að almenn flöt niðurfærsla lána gengur ekki upp. Ef ráðist væri í slíka hluti væri ósköp einfaldlega mjög illa farið með peninga og aðgerðin bæði vitlaus og ómarkviss. Maður skilur eiginlega ekki hugsanaháttinn hjá þeim sem hafa talað hástöfum fyrir þessari aðferðafræði. Halda þeir að allir skuldi sömu upphæð? Afhverju að vera að aafskrifa skuldir hjá þeim sem enginn möguleiki er að bjarga. Af hverju að afskrifa hjá þeim sem enga þörf hafa fyrir niðurfellingu. Heldur fólk virkilega að efnahagskerfi þjóðarinnar geti hrunið, gengi krónunnar fallið gríðarlega og verðbólgan hækkað án þess að það komi eitthvað við allan þorra fólks. Þá er ekkert verið að taka afstöðu til afhverju þetta gerðist allt saman, heldur atburðarins sem slíks. Það á að skipta skuldurum í þrjá megin flokka. Þeim sem ekki er við bjargandi, þeim sem hægt er að bjarga með eðlilegum aðgerðum og þeims em ekkert þarf að hjálpa. Þeir sem ekki er við bjargandi fara sína leið í hefðbundnu ferli en því fólki verður að tryggja búsetu. Þá kemur manni til hugar Kreppulánasjóðurinn frá því eftir 1930. Þá misstu skuldugir bændur jarðir sínar í stórum stíl. Ríkið yfirtók jarðirnar en gaf fólkinu kost á að búa áfram á þeim. Þegar úr rættist höfu þeir hinir sömu forkaupsrétt að jörðunum sem margir nýttu sér.
Halda verður við greiðsluvilja hjá þeim sem geta bjargað sér þannig að tryggt sé eftir föngum að þeir geti leyst úr sinni stöðu með aðstoð viðkomandi aðila. Þríðji hópurinn bjargar sér bara.
Í Mogganum sér maður í dag að 88% einstaklingslána í bankakerfinu eru í skilum. Umræðan undanfarna mánuði og misseri hefur verið á þann hátt að það séu eiginlega allir með allt í fjárhagslegri steik. Fólk sem vinnur á fjölmiðlum hefur henst hingað og þangað eftir því sem fólk hefur hringt inn og lagt vandræði sín á borðið. Gagnrýnin hefur engin verið. Alltaf hefur verið talað um að eiginlega öll þjóðin væri með fjármálin í uppnámi o.s.frv. Mér finnst að það þyrfti að koma fram hverjir standa á bak við svokölluð "Hagsmunasamtök heimilanna" og "Samtök Lánþega". Bæði þessi svokölluðu samtök hafa átt ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum. Er þetta kannski mjög þröngur hópur fólks sem er í miklum persónulegum vandræðum en kemur fram undir nafni fjöldasamtaka og tekur sér það bessaleyfi að tala í nafni fjöldans? Er það rétt að svokölluð "Samtök Lánlega" séu bara einn maður? Með dyggri aðstoð fjölmiðla hvöttu þessi svokölluðu samtök til áhlaups á bankakerfið, til þess að neita að borga af lánum og ég veit ekki hvað.
Auðvitað eru of margir í erfiðleikum, mismunandi miklum, en sá vandi verður ekki leystur með affluttri umræðu, upphrópunum og kröfum um óraunhæfa aðferðafræði.
Ég fékk nýtt hefti Þjóðmála nýlega. Mér finnst það vera eitt besta tímarit um þjóðfélagsumræðu sem gefið er út á landinu í dag. Enda þótt maður sé ekki alltaf sammála öllu sem í tímaritinu stendur þá er í því oftast tekið á mjög áhugaverðri umræðu og höfundar greina ófeimnir við að velta upp vinklum sem koma ekki oft fyrir í almennri fjölmiðlaumræðu.
Halda verður við greiðsluvilja hjá þeim sem geta bjargað sér þannig að tryggt sé eftir föngum að þeir geti leyst úr sinni stöðu með aðstoð viðkomandi aðila. Þríðji hópurinn bjargar sér bara.
Í Mogganum sér maður í dag að 88% einstaklingslána í bankakerfinu eru í skilum. Umræðan undanfarna mánuði og misseri hefur verið á þann hátt að það séu eiginlega allir með allt í fjárhagslegri steik. Fólk sem vinnur á fjölmiðlum hefur henst hingað og þangað eftir því sem fólk hefur hringt inn og lagt vandræði sín á borðið. Gagnrýnin hefur engin verið. Alltaf hefur verið talað um að eiginlega öll þjóðin væri með fjármálin í uppnámi o.s.frv. Mér finnst að það þyrfti að koma fram hverjir standa á bak við svokölluð "Hagsmunasamtök heimilanna" og "Samtök Lánþega". Bæði þessi svokölluðu samtök hafa átt ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum. Er þetta kannski mjög þröngur hópur fólks sem er í miklum persónulegum vandræðum en kemur fram undir nafni fjöldasamtaka og tekur sér það bessaleyfi að tala í nafni fjöldans? Er það rétt að svokölluð "Samtök Lánlega" séu bara einn maður? Með dyggri aðstoð fjölmiðla hvöttu þessi svokölluðu samtök til áhlaups á bankakerfið, til þess að neita að borga af lánum og ég veit ekki hvað.
Auðvitað eru of margir í erfiðleikum, mismunandi miklum, en sá vandi verður ekki leystur með affluttri umræðu, upphrópunum og kröfum um óraunhæfa aðferðafræði.
Ég fékk nýtt hefti Þjóðmála nýlega. Mér finnst það vera eitt besta tímarit um þjóðfélagsumræðu sem gefið er út á landinu í dag. Enda þótt maður sé ekki alltaf sammála öllu sem í tímaritinu stendur þá er í því oftast tekið á mjög áhugaverðri umræðu og höfundar greina ófeimnir við að velta upp vinklum sem koma ekki oft fyrir í almennri fjölmiðlaumræðu.
þriðjudagur, október 12, 2010
Umræðan hefur verið svona upp og niður síðustu daga en aðallega niður. Hagsmunasamtök heimilanna létu hafa eftir sér að 71.000 heimili væru eignalaus. Síðar kom í ljós að þetta var vitaskuld rugl. Svo kom í ljós að 21.000 manns eru á vanskilaskrá. Það er náttúrulega dálítill stabbi en myndin skýrðist þegar sagt var frá að gósenárið 2007 hefðu um 16.000 einstaklingar verið á þessari sömu vanskilaskrá. Ég verð að segja að mér finnst ekki mikið að það hafi ekki bæst fleiri en 5.000 manns við skrána eftir allt sem á undan hefur gengið. Í fjölmiðlum hefur gjarna verið talað um að "eiginlega flestir", "allur fjöldinn", "stór hluti þjóðarinnar" og ég veit ekki hvað sem væri í gríðarlegum fjárhagslegum vandræðum. Sem betur fer er sú ekki raunin. Ég er hins vegar ekki að gera lítið úr því að margir séu í miklum erfiðleikum en ansi margir virðast hafa verið komnir í brekkuna áður en hrunið hófst. Það má hinsvegar kannski ekki tala um það. Sérstaklega hlýtur staðan að vera erfið hjá fólki sem hefur misst vinnuna og verið skuldsett fyrir. Þær tölur sem birtar hafa verið um hve margir hafa leitað aðstoðar samkvæmt þeim úrræðum sem boðið hefur verið upp á eru mjög sláandi. Þarna gengur eitthvað ekki upp. Annað hvort eru úrræðin léleg eða ónýt, illa kynnt eða fólk ber sig ekki eftir björginni. ´
Hagsmunasamtökin hafa talað mikið fyrir allmennri flatri niðurfærslu lána. Vitaskuld kemur það í ljós þegar farið er að skoða málið að það er auðveldara um að tala en í að komast. Einhver borgar brúsann. Mér hefur alla tíð þótt hugmyndafræðin um flata niðurfærslu vera hreint rugl og hef ekki skipt um skoðun í þeim efnum.
Ein kennig var sett í loftið fyrir helgina. Nú áttu lánin að hreyfast eins og fasteignamat eða fasteignaverð. Vitaskuld átti að taka upphafspunkt á árinu 2008 þegar fasteignaverð var í algeru hámarki eða þegar innihaldslaus fasteignaverðbóla náði hámarki. Ef slíkt kerfi yrði tekið upp (sem það verður náttúrulega aldrei) þá ætti að gera það þegar þokkalegt jafnvægisástand ríkir því vitaskuld ætti það að virka í báðar áttir. Við keyptum íbúðina árið 1999 þegar markaðurinn var farinn að jafna sig töluvert efrir niðursveifluna á árunum 1993 - 1996. MIðað við það sem maður sá í auglýsingum þá hækkaði verð íbúðarinnar ca þrefalt fram til ársins 2008. Samkvæmt fyrrgreindri aðferðafræði hefðu lánin þá átt að þrefaldast. Ég er ansi hræddur um að það hefðu sprottið upp nokkur "Hagsmunasamtök heimilanna" á þessum árum ef lánin hefðu verið verðtryggð með vísitölu fasteignaverðs og þrefaldast í verði. Nú er verið að barma sér yfir 18% hækkun á höfuðstól.
Í fréttum er verið að tala um að 50% heimila eigi ekkert eigið fé í íbúðinni sem búið er í. Það er ekkert að marka svona tölfræði um þessar mundir. Það ríkir permafrost á fasteignamarkaðnum. Raunveruleg verðmyndun er ekki til staðar. Því segir svona statistik ekki neitt um hvernig hlutir munu þróast til lengri tíma.
Það verður að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir vandi fréttaflutning sinn og hleypi ekki hverju sem er út í loftið. Í síðustu viku kom einn hagfræðingurinn í RUV og sagði að nú þyrfti að fara að skattleggja bankainnistæður sem væru hærri en ca 10 m.kr. Með skattlagningu átti hann náttúrulega við einfalda eignaupptöku. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti en ég hef heyrt að það hafi verið tekið svo mikið út úr bönkunum að Selðlabankinn hafi þurft aða gera ráðstafanir um að til væri nóg af lausum seðlum. Það er ábyrgðarhluti að láta svona umræðu fara út í loftið. Hún getur hæglega myndað slíkt rush á bankana að til vandræða verði. Lausafé verður fljótt uppurið ef innistæðueigendur hópast í bankana til að taka innistæður sínar út.
Það var sportráðstefna á Hilton hótel Nordica í gærkvöldi. Ég var þar í ágætum hóp íþróttamanna sem fór yfir hvernig Herbalife hefði nýst þeim við æfingar og keppni. Ég hefði getað verið afi flestra nema Dean Martins, fótboltamanns og þjálfara hjá KA. Ég hefði getað verið pabbi hans. Ég læt öðrum að dæma um hvernig til tókst.
Hlaupin ganga vel. Ég stefni að því að fara svona 120 - 140 km í viku út nóvember. Í næst viku fer ég að máta mig við brettið af meiri alvöru.
Hagsmunasamtökin hafa talað mikið fyrir allmennri flatri niðurfærslu lána. Vitaskuld kemur það í ljós þegar farið er að skoða málið að það er auðveldara um að tala en í að komast. Einhver borgar brúsann. Mér hefur alla tíð þótt hugmyndafræðin um flata niðurfærslu vera hreint rugl og hef ekki skipt um skoðun í þeim efnum.
Ein kennig var sett í loftið fyrir helgina. Nú áttu lánin að hreyfast eins og fasteignamat eða fasteignaverð. Vitaskuld átti að taka upphafspunkt á árinu 2008 þegar fasteignaverð var í algeru hámarki eða þegar innihaldslaus fasteignaverðbóla náði hámarki. Ef slíkt kerfi yrði tekið upp (sem það verður náttúrulega aldrei) þá ætti að gera það þegar þokkalegt jafnvægisástand ríkir því vitaskuld ætti það að virka í báðar áttir. Við keyptum íbúðina árið 1999 þegar markaðurinn var farinn að jafna sig töluvert efrir niðursveifluna á árunum 1993 - 1996. MIðað við það sem maður sá í auglýsingum þá hækkaði verð íbúðarinnar ca þrefalt fram til ársins 2008. Samkvæmt fyrrgreindri aðferðafræði hefðu lánin þá átt að þrefaldast. Ég er ansi hræddur um að það hefðu sprottið upp nokkur "Hagsmunasamtök heimilanna" á þessum árum ef lánin hefðu verið verðtryggð með vísitölu fasteignaverðs og þrefaldast í verði. Nú er verið að barma sér yfir 18% hækkun á höfuðstól.
Í fréttum er verið að tala um að 50% heimila eigi ekkert eigið fé í íbúðinni sem búið er í. Það er ekkert að marka svona tölfræði um þessar mundir. Það ríkir permafrost á fasteignamarkaðnum. Raunveruleg verðmyndun er ekki til staðar. Því segir svona statistik ekki neitt um hvernig hlutir munu þróast til lengri tíma.
Það verður að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir vandi fréttaflutning sinn og hleypi ekki hverju sem er út í loftið. Í síðustu viku kom einn hagfræðingurinn í RUV og sagði að nú þyrfti að fara að skattleggja bankainnistæður sem væru hærri en ca 10 m.kr. Með skattlagningu átti hann náttúrulega við einfalda eignaupptöku. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti en ég hef heyrt að það hafi verið tekið svo mikið út úr bönkunum að Selðlabankinn hafi þurft aða gera ráðstafanir um að til væri nóg af lausum seðlum. Það er ábyrgðarhluti að láta svona umræðu fara út í loftið. Hún getur hæglega myndað slíkt rush á bankana að til vandræða verði. Lausafé verður fljótt uppurið ef innistæðueigendur hópast í bankana til að taka innistæður sínar út.
Það var sportráðstefna á Hilton hótel Nordica í gærkvöldi. Ég var þar í ágætum hóp íþróttamanna sem fór yfir hvernig Herbalife hefði nýst þeim við æfingar og keppni. Ég hefði getað verið afi flestra nema Dean Martins, fótboltamanns og þjálfara hjá KA. Ég hefði getað verið pabbi hans. Ég læt öðrum að dæma um hvernig til tókst.
Hlaupin ganga vel. Ég stefni að því að fara svona 120 - 140 km í viku út nóvember. Í næst viku fer ég að máta mig við brettið af meiri alvöru.
miðvikudagur, október 06, 2010
Það eru blendnar tilfinningar sem vakna eftir að hafa horft á mótmælin fyrir framan Alþingishúsið á mánudaginn. Auðvitað er fjöldi fólks í sárum út af ýmsum ástæðum og finnst það hafa verið órétti beitt. Á hinn bóginn veltir maður því fyrir sér hve oft þurfi að að hreinsa út úr þinghúsinu svo allir verði ánægðir. Nákvæmlega sömu kröfurnar voru á lofti fyrir tæpur tveimur árum síðan. Þá fengu mótmælendur það sem þeir vildu, þáverandi ríkisstjórn hrökklaðist frá og önnur stjórn tók við. Það var óskastjórnin í huga margra. Nú er hún hins vegar orðin gjörómöguleg. Er það svoleiðis að lýðskrumarar og froðusnakkar eru búnir að tala upp slíkar væntingar meðal fólks sem hefur lent í erfiðleikum vegna mikilla skulda að það verður aldrei ánægt fyrr en öll vandræði hafa verið þurrkuð út. Síðan er það náttúrulega svo að þegar fjöldinn mótmælir þá drífur að allra handa vitleysinga sem nota fjöldann til að hverfa í en fá á svona stundum útrás fyrir allra handa skemmdaverkastarfsemi. Fjölmiðlar bæta ekki um. Að Stöð tvö skyldi senda út frá því þegar einhver hljóðnemahaldari spurði tvo stráka sem spörkuðu eins og vitlausir væru í girðinguna fyrir framan Alþingishúsið hverju þeir væru að mótmæla. Þeir vissu ekkert hverju þeir áttu að svara en svo kom að það væri bara svo ganman að skemma. Þarna er stöðin einfaldlega að kynda undir svona vitleysisgang. Gott var hinsvegar að sjá að hópurinn tók til sinna ráða og brenndi nazistafánann sem einhverjir voru að flagga þarna um kvöldið. Á bálið hefðu einnig átt að fara fánar allra kommúnistasamtaka sem þarna voru hverju nafni sem þau nefnast því það er enginn munur á nazistafánum og fánum kommúnista. Sama mannvonskan liggur að baki hvorutveggja.
Lögreglan reisti girðingu til að verja Alþingishúsið eins og hægt var en girðingin var alltof nálægt húsinu. Í hvaða þjóðríki sem hefur einhverja sjálfsvirðingu væri fólki leyft óáreitt að grýta þinghúsið og brjóta glugga í því. Svo væri sagt í fréttum að mótmælin hafi farið friðsamlega fram. Í hvaða þjóðríki með sjálfsvirðingu væri almenningi leyft óáreitt að grýta þingmenn, þjóðhöfðingja og kirkjunnar fólk við þingsetningu. Þótt fólk kalli sig mótmælenda og segist vera svakalega reitt þá leyfist mönnum ekki hvað sem er í skjóli þess. Það er sama hvaða skoðun menn hafa á lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum þau hafa persónulega friðhelgi eins og annað fólk. Ef fjöldinn er hins vegar að hugsa um stjórnarbyltingu með valdbeitingu þá er eins gott að segja það bara. Menn vita þá hvar hver stendur. Það hefur til dæmis staðið upp á fjölmiðla að spyrja níumenningina margumræddu hvaða erindi þeir áttu inn í Alþingi á sínum tíma. Ætluðu þeir að öskra og æpa inni í þinginu, ætluðu þeir að berja alþingismenn og draga þá með valdi út á stétt og varpa þeim fyrir múginn eða eitthvað annað verra? Það væri fróðlegt að fá svar við þessu. Í Rússlandi komst lítill hópur glæpamanna inn í keisarahöllina í gegnum eldhúsdyrnar árið 1917 og náði upp frá því völdum í Sovétríkjunum og enn síðar í allri Austur Evrópu. Þeim völdum hélt þessi klíka í um 70 ár og hafði þegar yfir lauk líf álíka margra milljónatuga á samviskunni (gróft reiknað).
Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið mikið í fréttum enda virðist svo sem þau fái inni í fjölmiðlum með allt sem þau láta frá sér fara. Nú er ég ekki að segja að allt sem frá þeim kemur sé vitleysa en mikið er ég ósammála ýmsu. Í dag kom tvennt frá þessum hópi sem mikið var gert úr og fjölmiðlamenn komu á framfæri gagnrýnislaust. Í fyrsta lagi létu samtökin það frá sér fara að flestöll heimili á Íslandi eða yfir 70.000 heimili yrðu eignalaus á næstu mánuðum. Samtökin miðuðu við að þessi sömu heimili hefðu haft um 50% eiginfjárhlutfall í ársbyrjun 2008. Að taka mið af einhverju ímynduðum eignarhluta þegar fáránlega útblásin og innistæðulaus eignabóla náði hámarki er náttúrulega út í hött. Af hverju velta fjölmiðlamenn svona fullyrðingum ekki fyrir sér og spyrja gagnrýninna spurninga. Af hverju er öllu dreift ótuggnu og án ígrundunar? Í öðru lagi er út í hött að halda því fram að stærstur hluti íslenskra heimila sé með allt niður um sig fjárhagslega. Í þriðja lagi er út í hött að taka mið af fasteignaverði þegar fasteignamarkaður er tímabundið í algeru lágmarki og miða eitthvað eiginfjárhlutfall út frá því. Það hefur gerst fyrr að húsnæðisverð hefur fallið mikið. Ég man vel ástandið á árunum 1983-1986 þegar verið var að reyna að slá á verðbólguna. Það var meðal annars gert með því að taka víxlverkun kaupgjalds og verðbólgu úr sambandi. Síðan hækkaði húsnæðisverð aftur þegar betur áraði.
Síðar í dag lögðu samtökin fram kröfur sínar um að öll lán yrðu færð til þeirrar stöðu sem þau voru í um áramót 2008, hvort sem þau voru verðtryggð í erlendri mynt eða samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi tillaga er afar óraunsæ og í raun út í hött. Í fyrsta lagi er ekki hægt að ætlast til þess að samfélagið geti komist í gegnum gríðarlegt hrun krónunnar og efnahagslegar hamfarir án þess að þeir sem skulda finni neitt fyrir því. Það er sama þótt mönnum finnist þeir hafa verið órétti beittir. Peningarnir sem þarf í svona aðgerð eru einfaldlega ekki til. Það verður að takast á við vandann með einstaklingsbundnum aðgerðum. Það sleppur enginn en vandinn er mismikill. Sumum er hægt að bjarga en öðrum ekki. Aðalatriðið er að þeir fjármunir sem settir eru í svona aðgerðir nýtist sem best. Mér fannst billegt hjá forsætisráðherra að vísa allri sök á bankana um að ekki sé búið að leysa vanda þeirra sem skulda í stefnuræðu sinni á mánudaginn. Það má t.d. minna á að sveitarstjórnir hafa ekki lagalega heimild til að fella niður fasteignaskatta jafnvel þótt þau vildu. Lögum verður ekki breytt nema á Alþingi.
Lögreglan reisti girðingu til að verja Alþingishúsið eins og hægt var en girðingin var alltof nálægt húsinu. Í hvaða þjóðríki sem hefur einhverja sjálfsvirðingu væri fólki leyft óáreitt að grýta þinghúsið og brjóta glugga í því. Svo væri sagt í fréttum að mótmælin hafi farið friðsamlega fram. Í hvaða þjóðríki með sjálfsvirðingu væri almenningi leyft óáreitt að grýta þingmenn, þjóðhöfðingja og kirkjunnar fólk við þingsetningu. Þótt fólk kalli sig mótmælenda og segist vera svakalega reitt þá leyfist mönnum ekki hvað sem er í skjóli þess. Það er sama hvaða skoðun menn hafa á lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum þau hafa persónulega friðhelgi eins og annað fólk. Ef fjöldinn er hins vegar að hugsa um stjórnarbyltingu með valdbeitingu þá er eins gott að segja það bara. Menn vita þá hvar hver stendur. Það hefur til dæmis staðið upp á fjölmiðla að spyrja níumenningina margumræddu hvaða erindi þeir áttu inn í Alþingi á sínum tíma. Ætluðu þeir að öskra og æpa inni í þinginu, ætluðu þeir að berja alþingismenn og draga þá með valdi út á stétt og varpa þeim fyrir múginn eða eitthvað annað verra? Það væri fróðlegt að fá svar við þessu. Í Rússlandi komst lítill hópur glæpamanna inn í keisarahöllina í gegnum eldhúsdyrnar árið 1917 og náði upp frá því völdum í Sovétríkjunum og enn síðar í allri Austur Evrópu. Þeim völdum hélt þessi klíka í um 70 ár og hafði þegar yfir lauk líf álíka margra milljónatuga á samviskunni (gróft reiknað).
Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið mikið í fréttum enda virðist svo sem þau fái inni í fjölmiðlum með allt sem þau láta frá sér fara. Nú er ég ekki að segja að allt sem frá þeim kemur sé vitleysa en mikið er ég ósammála ýmsu. Í dag kom tvennt frá þessum hópi sem mikið var gert úr og fjölmiðlamenn komu á framfæri gagnrýnislaust. Í fyrsta lagi létu samtökin það frá sér fara að flestöll heimili á Íslandi eða yfir 70.000 heimili yrðu eignalaus á næstu mánuðum. Samtökin miðuðu við að þessi sömu heimili hefðu haft um 50% eiginfjárhlutfall í ársbyrjun 2008. Að taka mið af einhverju ímynduðum eignarhluta þegar fáránlega útblásin og innistæðulaus eignabóla náði hámarki er náttúrulega út í hött. Af hverju velta fjölmiðlamenn svona fullyrðingum ekki fyrir sér og spyrja gagnrýninna spurninga. Af hverju er öllu dreift ótuggnu og án ígrundunar? Í öðru lagi er út í hött að halda því fram að stærstur hluti íslenskra heimila sé með allt niður um sig fjárhagslega. Í þriðja lagi er út í hött að taka mið af fasteignaverði þegar fasteignamarkaður er tímabundið í algeru lágmarki og miða eitthvað eiginfjárhlutfall út frá því. Það hefur gerst fyrr að húsnæðisverð hefur fallið mikið. Ég man vel ástandið á árunum 1983-1986 þegar verið var að reyna að slá á verðbólguna. Það var meðal annars gert með því að taka víxlverkun kaupgjalds og verðbólgu úr sambandi. Síðan hækkaði húsnæðisverð aftur þegar betur áraði.
Síðar í dag lögðu samtökin fram kröfur sínar um að öll lán yrðu færð til þeirrar stöðu sem þau voru í um áramót 2008, hvort sem þau voru verðtryggð í erlendri mynt eða samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi tillaga er afar óraunsæ og í raun út í hött. Í fyrsta lagi er ekki hægt að ætlast til þess að samfélagið geti komist í gegnum gríðarlegt hrun krónunnar og efnahagslegar hamfarir án þess að þeir sem skulda finni neitt fyrir því. Það er sama þótt mönnum finnist þeir hafa verið órétti beittir. Peningarnir sem þarf í svona aðgerð eru einfaldlega ekki til. Það verður að takast á við vandann með einstaklingsbundnum aðgerðum. Það sleppur enginn en vandinn er mismikill. Sumum er hægt að bjarga en öðrum ekki. Aðalatriðið er að þeir fjármunir sem settir eru í svona aðgerðir nýtist sem best. Mér fannst billegt hjá forsætisráðherra að vísa allri sök á bankana um að ekki sé búið að leysa vanda þeirra sem skulda í stefnuræðu sinni á mánudaginn. Það má t.d. minna á að sveitarstjórnir hafa ekki lagalega heimild til að fella niður fasteignaskatta jafnvel þótt þau vildu. Lögum verður ekki breytt nema á Alþingi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)