laugardagur, ágúst 26, 2006

Það hefuer verið gaman að kíkja á síðuna hjá Bibbu í dag og fylgjast með Berki skrefa hálfa leið í kringum Mont Blanc. Þetta er alvöru hlaup með fjöllum, dölum og löngum brekkum bæði upp og niður. Hann verður 14 - 15 klst að klára hlaupið sem er ágætur tími það ég best sé enda Berki ekki fisjað saman. Menn geta ímyndað sér að halda áfram eftir Laugaveginn úr Þórsmörk og fara alla leið yfir Fimmvörðuháls í Skóga þá fæst hugmynd um hvað hann er að gera. Svo er bara að snúa við og halda sem leið liggur upp í Landmannalaugar aftur!! Þá er það orðið ágætt. Þetta hlaup hjá Berki er svona könnunarhlaup. Á næsta ári ætlar hann að fara alla leið.

Þetta er magnað hvernig tæknin er orðin að hafa fengið bæði símtöl, SMS og myndir úr hlaupinu. Bráðum geta menn fylgst með svona hlaupum í beinni útsendingu í gegnum gerfihnött.

Ég hef farið nokkra daga út að hlaupa í hádeginu. Það er svo sem ekkert stór afrek en sama er. Ef maður notar tímann vel þá gagnast þetta ágætlega. mMeð því að taka ca 4 km á góðum hraða fær maður ágæta hraðaæfingu út úr þessu. Tekur ekki langa stund og tryggir að maður hreypur alltaf eitthvað hvern dag.

Frestaði fundi í UMFR36 í gær en hann verður haldinn á miðvikudag í næstu viku. Þá þarf að fara yfir ýmsa praktiska hluti fyrir 6 tíma hlaupið um miðjan sept. Slíkt hlaup er mjög gott sem undirbúningur fyrir t.d. 100 km hlaup því þá geta menn æft taktiskt upplegg sem er töluvert öðruvísi en í maraþoni. Flestir þeir sem hlupu maraþon í RM geta lokið 6 tíma hlaupi nokkuð auðveldlega. Ég geri þó ekki ráð fyrir að það komi mikill fjöldi, en sama er það koma vonandi nógu margir til að þatta verði góður dagur fyrir hlauparasamfélagið. það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Engin ummæli: