Horfði nýlega á stærstan hluta af þætti á Stöð 2 þar sem svokallað drottningarviðtal var tekið við Jóhannes í Bónus. Viðtalið var auglýst sérstaklega fyrirfram og svo var mikið haft við að það var í opinni dagskrá fyrir þá sem ekki hafa áskrift að Stöð 2. Jóhannes fór mikinn í viðtalinu og talaði eins og sá sem mátturinn tilheyrir. Eftir viðtalið sitja ákveðnar spurningar í huga manns. Þær eru eftirfarandi: Er Jóhannes að nota eignastöðu sína og aðstöðu í fjölmiðlum til að koma höggi á þá aðila sem honum líkar af einhverjum ástæðum ekki við og/eða eru fyrir honum og hans mönnum eða er til staðar hópur áhrifa manna (sem Jóhannes nafngreindi mjög ákveðið)sem hefur notað flest tiltæk meðöl til að knésetja þá feðga og fleiri af viðskiptafélögum þeirra vegna einhverra ástæðna sem ég ætla ekki að tiltaka hér. Ég veit ekki svörin en tilhugsunin um að annað atriðið (hvort þeirra sem er) geti veri rétt gerir það að verkum að það setur að manni ákveðinn ugg.
Það var kalt á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þegar Víkingar og Keflavík spiluðu í undanúrslitum bikarsins. Góð stemming var á pöllunum og er gaman að sjá hve stuðningsmenn margra liða eru farnir að halda góðum dampi leikinn á enda. Víkingur tapaði illa og er þessi leikur dæmi um þegar allt fellur annars vegar. Keflvíkingar voru betri aðilinn en munurinn er ekki svona mikill á getu liðanna.
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli