Hljóp ekkert á laugardaginn því kvefdrullan var að pirra mig. Í gær var allt betra og ég fór niður í Laugar og hitti þar vini Gulli galvaska eftir sumarfrí. Menn eru að koma héðan og þaðan úr gönguferðum og öðrum skemmtilegheitum og hafa frá ýmsu að segja. Stefán gaf skýrslu um Grænlandsferðina sme va rmikil upplifun. Þeir kláruðu keppnina með sóma en vitaskuld er sitthvað sem menn læra af reynslunni sem getur gert að verkum að menn vinni tíma. GPS mál eru mjög mikilvæg og nauðsynlegt að þar sé vanir menn á ferðinni. Mataræðið hjá þem var betur útfært nú en í fyrra en samt eru menn alltaf að læra. Stefán sagði að tö-luverðan tíma mætti spara á því að borða á ferðinni og sleppa því að setjast niður á drykkjarstöðvum. Þetta þekki ég úr löngum hlaupum, það kostar mikinn tíma að stoppa með reglulegu millibili á langri leið.
Kláraði um 20 km sem var ágætt miðað við allt.
Sá ágæta grein í Mogganum um eldsneytisflutninga í Hvaðfjarðargöngunum. Ég minnist þess að um daginn þegar ég var á leið norður og hlustaðði í útvarpinu á frásögn af óhappinu í ljósavatnssskarði þar sem bensínbíll valt og umferðin um veginn stöðvaðist klukkutímum saman þá fórum við einmitt fram úr eldsneytisbíl í göngunum þar sme hann puðaði upp brekkuna norðan til. Mér finnst að það ætti áhorfslaust að banna eldsneytisflutninga um göngin. Það liggur vegur fyrir Hvalfjörðinn og þessir bílar verða einfaldlega að taka þann krók. Áhættan á því að eitthvað gerist er allt of mikil til þess að verjandi sé að taka hana.
Hvað er róttæklingur? Var Hitler róttæklingur? Voru Rauðu Kmerarnir róttæklingar? Ég velti þessu fyrir sér þegar ég hlustaði á útvarpið og hlustaði á fréttamann taka viðtal við einhvern um terroristaplönin í London þar sem í undirbúningi var að sprengja 10 farþegavélar í loft upp á flugi. Í viðtalinu var ekki talað um skæruliða, terrorista, hermdarverkamenn eða fasista heldur alltaf talað um róttæklinga. Róttklingar hafa í mínum huga verið fólk sem er stórt í orði en ekki á borði. Baader Meinhof voru ekki róttæklingar heldur borgarskæruliðar. Hvaða mildandi yfirbragð er verið að gefa umfjöllun í fjölmiðlum um þetta fasistalið sem jafnvel venjulegir múslímar afneita hvað þá aðrir?
Fór austur að Apavatni í gær til í heimsókn til Ingu systur og Braga mannsins hennar en þau keyptu sér sumarbústað þar nýlega. Ljómandi fínt hús í rólegu umhverfi, fjarri fjölbýlinu sem er orðið svo yfirþyrmandi í mörgum sumarhúsabyggða. Enn sem komið er held ég að ég hafi ekki áhuga á að eiga sumarbústað. Hann kallar á verulega vinnu og bindur mann nokkuð niður á sama staðinn. Ég er ekki kominn á rólegheitastigið enn. Það kemur kannski.
mánudagur, ágúst 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli