þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Fór að ráðum Ásgeirs í gær og keypti ávaxtapressu hjá Bræðrunum Ormsson og poka af ávöstum í Bónus. Gripurinn sló í gegn þegar heim var komið. Þetta er magnað apparat sem býður upp á marga möguleika.

Það er margt stórviðburða á helginni sem ég missi af. Reykjavíkurmaraþon, Menningardagur (og vonandi einnig nótt)og landsþing Framsóknarflokksins. Ég veit ekki hvort hefði orðið að láta í minni pokann, landsþingið eða maraþonið ef ég hefði verið á staðnum. Þessi dagstning fundarins er ekki sniðug að margra mati, fólk er enn til og frá vegna sumarfría.

Fékk í gær rökstuðning laganefndar Framsóknarflokksins fyrir því að hafna kæru nokkurra flokksfélaga vegna endurtekningar á kosningum á framhaldsaðalfundi í byrjun mars sl. Ég verð að segja að ég hef ekki oft séð rýrari röksemdafærslu þegar laganefndin reynir að færa rök fyrir því að það hafi verið heimilt að ógilda fyrri atkvæðagreiðslu vegna stjórnarkjörs frá 3. nóv og endurtaka hana. Að kalla það rök fyrir að hægt sé að ógilda formlega og afgreidda atkvæðagreiðslu og taka þar með kosningaréttinn af því fólki sem sótti kjördæmisþingið þann 3. nóv sl. með þeim rökum að það hafi ekki verið formlega tilkynnt að atkvæðagreiðslu væri lokið. Vitaskuld var það öllum ljóst sem á fundinum í nóvember voru að atkvæðagreiðslu var lokið enda var það tilkynnt úr ræðustól og í upphafi framhaldsaðalfundar stóð kjörkassinn á borði og beið þess að úr honum væri talið. Það er oft langt seilst þegar reynt er að skafa yfir s...... .

Margir hafa boðið sig fram til forystusveitar flokksins. Eins og í öllu félagsstarfi veltur ríður á miklu hverjir veljast til forystu. Forystan býður sig fram til að ákveða leiðarlýsingu, varða veginn og leiða hópinn. Forysta verður að hafa framtíðarsýn, hafa vision og vinna að því að sett verði ákveði og skýr markmið fyrir flokkstarfið í heild sinni þannig að öllum sé það ljóst í hverju sérstaða hans sé fólgin. Hvers eiga kósendur að kjósa þennan flokk umfram aðra? menn verða að hafa svar við þeirri spurningu, skýrt og glöggt svar. Annars fer tilgangsleysið að vera yfirþymandi. Það verður að segja að það hefur vantað mikið á að þessi sérstaða hafi verið fyrir hendi á liðnum árum, enda hefur uppskeran verið eftir því í liðnum kosninum. Það er alveg á hreinu að það skiptir ekki miklu máli að hafa langa sögu að baki þegar óljóst er hvert sé haldið inn í framtíðina. Það er oft í svona stöðu gott að rifja upp frásögnina úr Lísu í Undralandi þegar Lísa hittir köttinn á gatnamótunum. Lísa spyr köttinn hvaða leið hún eigi að velja. "Það fer alveg eftir því hvert þú ætlar" segir kötturinn. "Það hef ég ekki hugmynd um" segir Lísa. "Þá skiptir það engu máli hvaða leið þú velur" segir kötturinn. Menn verða að vita hvert þeir ætla þegar valið er á milli ílókra leiða. Ef það er ekki á hreinu þá fer þetta bara einhvern vegin. Það væri hægt að skrifa langt mál um þessa hluti hér og almennt um stöðuna í flokknum en ætli ég láti það ekki bíða allavega fram yfir helgi.

Engin ummæli: