laugardagur, ágúst 12, 2006

Tók létt hlaupi í gær og fór út á Ægissíðu. Ég er hálf slappur því ég kvefaðist nýlega og athugaði ekki að gleypa í mig lauk nógu tímanlega. Maður á ekki að kvefast á sumrin. Vel heitt te blandað saman við 12 ára whiskey fyrir svefninn er hins vegar til bóta. Hitti Bibbu við göngubrúna og við tókum smá yfirferð um tilveruna. Fór með henni krók áleiðis upp í Elliðaárdal því maður slítur ekki góðu umræðuefni enda þótt komið sé að gatnamótum. Hún tók mig í smá kennslustund um sundnám. Ég kalla mig því sem næst ósyndan og verð að gera eitthvað í því. Hún sagði að það hefði þótt hraustlega sagt af Höskuld í fyrrahaust þegar hann kom á sundnámskeið og bað um að sér yrði kennt að synda því hann ætlaði í Ironman með vornu. Kennarinn trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hann heyrði markmið nemandans. Kallinn kláraði hinsvegar verkefni með miklum sóma svo það er ljóst að það er ýmislegt hægt.

Flickr.com er magnaður vefur. Ég byrjaði að setja myndir inn á hann í vor til að hafa þægilegt aðgengi að myndunum og er síðan smám saman að læra á hann. Á þessum vef kemst maður í samband við ljósmyndara út um allan heim, fær umsagnir um sínar myndir og getur kommenterað aðra. Fengið hugmyndir og lært. Maður finnur æ betur og betur hvílíkur gríðarlegur munur er að eiga sæmileg tæki, þökk sé lágu gengi á dollar og góðum félögum sem hefur gert manni kleyt að láta gamla drauma í þessum efnum.

Á þessari finnsku síðu er frásögn af Hardroch 100 M hlaupi sem fór fram í USA fyrir skömmu. Þetta virðist vera alvöru áskorun í mögnuðu landslagi fyrir áhugasama.

/www.pasinjuoksusivut.net/page_1154585772284.html

Engin ummæli: