Fór út í hádeginu í gær, líklega í fyrsta sinn. Það var ekki langt, líklega svona 4 km en sama var, þetta var fínt. Tók svo annað hlaup í eftirmiðdaginn þegar heim var komið þannig að dagurinn gerði sig ágætlega.
Las pistilinn eftir Sigurð P um æfingaálag manna sem vilja ná árangri. Eitt er magnið, hitt eru gæðin. Þegar þetta tvennt er brætt saman þá verður árangurinn góður. Lykillinn í árangri norðmannsins sem Sigurður P vísar til eru tvær hraðaæfingar í viku, langt hlaup á helginni og síðan gott hlaup á góðum hraða einu sinni í viku. Þar til viðbótar er gott að bæta rólegum hlaupum við eftir smag og behag. Ég held að þessu formúla sé mjög góð enda þótt menn séu ekki að stefna á heimsárangur. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hve hraðaæfingarnar skipta miklu máli í þessu samhengi. En eins og norðmaðurinn vinur Sigurðar P sagði; Þær er best að taka í hóp.
Ég er mjög ánægður með árangur af breyttu mataræði í byrjun júlí. Ég hef lést um a.m.k. fjögur kíló og langar ekkert í sælgæti eða sætar kökur. Ég hef minnkað verulega skammtana af kartöflum, hrísgrjónum og pasta og borða það yfirleitt ekki. Með þessu áframhaldi verð ég kominn í þá þyngd sem ég vil vera í um áramót í rólegheitum, svona undir 80 kg. Það getur vel verið að maður auki kolvetnaátið þegar æfingaálag eykst en það verður þá undir kontrol.
Það er margt sem menn gera. Nú var einn bandaríkjamaður að klára að hlaupa maraþon í öllum ríkjum Bandaríkjanna á jafnmörgum dögum og einu hlaupi betur. Það síðasta hljóp hann á 3.29. Dean Karnazes ætlar að leika þetta eftir í haust. Las nýlega frásögn norðmanns sem tók þátt í 100 hlaupi í Colorado. Það fór fram í verulegri hæð þannig að loftþynninginn tók toll. Norðmaðurinn þurfti að hætta fyrir hálft hlaup af þeim sökum. Í greininni kom fram að einungis fjórir norðmenn hafa náð því að fá beltissylgjuna góðu sem eru hefðbundin verðlaun fyrir lúkningu 100 M hlaup í Bandaríkjunum.
Gaman verður að fylgjast með Berki á morgun í þriggja landa hlaupinu kringum Mont Blanc. Þetta hlaup er nokkurs konar könnunarhlaup hjá honum því hann stefnir að því að hlaupa það allt (158 km) á næsta ári. Í svona erfiðum hlaupum skiptir mestu máli að tvinna saman skynsemi og úthald. Þar verður að vera hæfilegt jafnvægi á milli. Ég efa ekki að Berki gegnur vel og hann klárar sig af þess ef ekkert óvænt kemur upp á. Með góðum undirbúningi er hægt að minnka líkurnar af slíku verulega.
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli