föstudagur, mars 30, 2007

Heyrði dálítið sérke3nnilega fréttaskýringu í útvarpinu í dag. Það var verið að ræða um hækkandi húsaleigu í Reykjavík. Þessi þróun hefur valdið ýmsu fólki erfiðleikum, svo miklum sagði fréttamaður að fólk er farið að flytja úr Reykjavík, og heyrst hefur að tveir hafi orðið að flytja alla leið til Bolungarvíkur. Þá hlýtur ástandið að vera orðið alvarlegt. Síðan var rætt við öryrka sem er af erlendu bergi brotinn. Leigan var há og hann átti í ákveðnum erfiðleikum með að láta enda ná saman. eftir að fréttamaðurinn var búinn að velta sér upp úr aðstæðum mannsins nokkra stund spurði hann að lokum: "Og hvernig finnst þér svo kerfið vera hérna?" og átti greinilega von á fyrirlestri um hvað allt væri ómögulegt og ríkisstjóninni alfarið um að kenna. En það var ekki alveg svoleiðis. "Þetta er fínt", sagði viðmælandinn, "að vísu má laga eitt og annað smávegis en í það heila tekið er þetta bara gott". Greinilega þekkti hann til aðstæðna þar sem þær voru ekki alveg eins góðar og hérlendis enda þótt alltaf megi gera betur. Síðan var rætt við formann Öryrkjabandalagsins. Hann lagði það til málanna að stjórnvöld ættu að gera betur en nokkurs staðar hefði verið gert í heiminum og leggja það mikla peninga til málaflokksins að hreinlega væri hægt að útrýma fátæktinni. Síðan fór hann um það nokkrum orðum og klykkti út með því að segja að það væru um 10% þjóðarinnar fátæk. Ég geri ráð fyrir því að í þeim tölum sé eldri strákurinn minn sem er orðinn rúmlega 20 ára gamall og hafði minna en eina milljón króna í tekjur í fyrra. Það skiptir varla máli í því sambandi að hann stundar nám í HÍ og vann einungis í rúma tvo mánuði og hefur síðan unnið með skólanum.

Það erekki hægt að kalla þetta annað en lýðskrum að svona lagað. Gera betur en nokkursstaðar hefur verið gert í heiminum. Annað hvort vita menn ekki betur eða fara vísvitandi með rangt mál. Það er ekki hægt að útrýma fátækt. Það er svo einfalt mál.Það er hins vegar hægt að gera alla jafn fátæka með vitlausum ákvörðunum. Það er hægt að lágmarka fátækt með því að hafa öflugt atvinnulíf þar sem atvinnuleysi er lítið eins og það er til dæmis hérlendis. Auðvitað má alltaf bæta ríkjandi kerfi en það gilda ákveðin lögmál á atvinnumarkaði. Ef örorkubætur hækka töluvert umfram lágmarkslaun þá mun annað tveggja gerast, þrýstingur á að fara yfir á örorkubætur mun aukast gríðarlega eða krafa um að lágmarkslaun hækki upp fyrir örorkubæturnar fara vaxandi. Annar áþekkur frasi er að það eigi að útrýma lægstu laununum. Það er eins líklegt að það takist eins og að hægt sé að klippa vinstri endann alveg burt af einhverjum bandspotta. Ef lægstu launin hækka upp fyrir þau laun sem eru skilgreind sem næstlægstu launin þá kemur eðlilega fram krafa um að þau laun hækki upp fyrir þau sem voru áður lægstu launin og svo koll af kolli. Aukið peningamagn í umferð án þess að framleiðniaukning hafi átt sér stað þýðir aðein eitt, verðfall krónunnar og aukna verðbólgu. Það mun síðan éta upp þann kaupmáttarauka sem þeir fengu sem fengu fyrstu hækkunina og hringekjan er farin af stað. Bein ávísun á óðaverðbólgu. Þetta eru hin einföldu sannindi. Mér finnst það ekki fallegur leikur að fullyrða hluti í fjölmiðlum sem menn eiga að vita að eru ómögulegir en einhverjir þeirra sem á hlýða vita ekki annað en að þarna sé farið með rétt mál.

miðvikudagur, mars 28, 2007

Þessar ágætu konur komast þangað sem þær vilja á eigin verðleikum

Það var innanfélagsmót hjá Ármanni/Fjölni í gærkvöldi. Það var sett upp til að gefa krökkunum (fyrst og fremst eru þetta stelpur) kost á að reyna við það sem þau hafa gert best í nokkrum frjálsíþróttagreinum. Mótið tókst vel. Góðar bætingar sáu dagsins ljós. María stökk sig inn í afrekshóp FRÍ í lokatilraun og er næstum því farin að stökkva hæð sína sem er ágætt á þessum aldri. Það munaði 0,4 sekúndum að þær settu íslandsmet í 4 * 200 metra boðhlaupi. Það kemur innan skamms þegar skiptingarnar hafa verið slípaðar aðeins til.

Ég fékk ábendingu á blogginu þar sem mér var bent á umræðu í Noregi þar sem kemur í ljós að ýmsir þarlendir eru gagnrýnir á þennan tröllkonufemisima sem hefur farið fjöllum hærra í almennri umræðu að undanförnu og ekki bara hérlendis. Best að þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta nánar geri það á eigin vegum.

Fróðlegt.

http://eirikurbergmann.blog.is/blog/eirikurbergmann/entry/158542/

http://www.ukeavisen.no/cgi-bin/ukeavisen/imaker?id=218080

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1708930.ece

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1709294.ece

þriðjudagur, mars 27, 2007

Kallar hann mig og kallar hann þig, kuldaleg rödd og djúp.

Þótt skömm sé frá að segja þá nennti ég ekki út í gærkvöldi. var á fundi til kl. 22.00 og maður var eitthvað svo eftirgefanlegur á leiðinni heim að það varð ekkert úr neinu.

Sá á netinu að frjálsíþróttasamband Noregs var með aðalfund á helginni. Þar var ákveðið að frá og með árinu 2008 skyldi haldin noregsmeistaramót í ultrahlaupum. Fyrsta sex tímahlaupið var haldið í Noregi fyrir einu og hálfu ári síðan og hefur áhuginn fyrir þssari tegund hlaupa farið stigvaxandi síðan.

Norðmen setja upp eftirfarandi plan:

Á þeim árum sem enda á jafnri tölu er haldið noregsmeistaramót í 100 km hlaupi bæði fyrir karla og konur.
Á árum sem enda á oddatölu eru haldin noregsmeistaramót í sex tíma hlaupi fyrir karla og konur.

Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að hamra á innan þar til gerðra samtaka. Það er sívaxandi fjöldi fólks sem er tilbúinn að takast á við hlaup af þessum toga, áhuginn er fyrir hendi svo einhverntíma verðum við að byrja. Því fyrr, því betra. Við höldum aðalfund í UMFR36 innan skamms og þá verður sex tíma hlaupið í haust rætt.

mánudagur, mars 26, 2007

Nokkuð vel hlaupið á helginni.þar sem allt útlit var um að sunnudagurinn væri frátekinn fór ég út á föstudagskvöldið og tók Poweratehringinn með viðbótum. Á laugardagsmorguninn fór ég út um 7 leitið og fór Poweratehringinn réttann og hitti svo Jóa í Fossvoginum. Á brúnni hittum við Pétur og fórum undan vindi vestur í bæ. Pétur fór síðan til síns heima en við tókum hefðbundinn hring vestur á Eiðistorg og svo til baka sme leið liggur að norðanverðu. Gerði alls um 30 km. Veðrið hékk þokkalegt en það var greinilega ágangsveður. Seinna um daginn var komið skítaveður.

Sunnudagurinn var tekinn snemma, því mikið stóð til. Fermingarbarnið þurfti að vakna í greiðslu því allt þurfti að vera klárt fyrir messu sem hófst kl. 10.30. Allt fór vel fram þar og ritningargreinarnar voru á sínum stað þegar eftir var leitað. Pálmi hélt utan um ferminguna af ljúfmennsku og gerði þetta að ágætri stund. Ég hef verið í fermingum sem eru heldur leiðinlegar, bæði hefur ræðan ekki verið innihaldsmikil og sálmarnir þungir. Það er óþarfi að það þyrmi yfir mann á svona dögum. Eftir að athöfninni var lokið var farið í myndatöku og síðan hófst mikil veisla þar sem ættingjar og vinir söfnuðust saman og samfögnuðu fermingarbarninu. Þetta var hin besta dagsstund og gestirnir undu sér vel við spjall, myndasýningu og bingó. Haukur bróðir kom á óvart og las upp 41 árs gamalt bréf sem ég hafði skrifað honum norður að Núpi í Dýrafirði að aflokinni fermingu vorið 1966. Það fór ég yfir ferminguna og annað sem var efst á baugi á þeim tíma.

Eftir að við vorum búin að ganga frá skruppum við til vinafólks okkar sem einnig voru að ferma þennan sama dag.

Fermingarbarnið var ánægt með daginn þegar hann var á enda runninn og það er nú fyrir mestu.

föstudagur, mars 23, 2007

3ji fl. Víkinga í handbolta

Það voru fín viðtölin við Önnubellu og Evu í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið. Þær eru magnaðar hvor á sinn hátt. Gott hjá fréttamönnunum a sjá að það leynast víðar fréttir en í stóryrðaflaumnum á Alþingi. Ég hitti Önnubellu og Trausta í Laugum á miðvikudagskvöldið. Trausti sagðist vera farinn að velta fyrir sér að taka 100 k hlaup eða þaðan af lengra. Það verður gaman að því að sjá hann takast á við það verkefni. Þegar ég fór út gek ég fram hjá Trausta þar sem hann virtist skokka í rólegheitum á brettinu. Ég leit á mælinn hjá honum og hann stóð í 16 km á klst. Það verður gaman þegar maður kemst á þetta stig ef það verður nokkurn tímann.

Horfði á kastljóssþáttinn á miðvikudaginn þar sem rætt var um jafnréttismálin. Það er svo oft þessa dagana að það er minnst á jafnréttismál við mann þegar maður hittir gest og gangandi að maður verður að fylgjast með. Greinarhöfundurinn úr Þjóðmálum og stjórnmálamaður ræddu launamun kynjanna þarna í Kastljósinu. Á undanförnum misserum hefur veriið haldið á lofti fullyrðingum um að hann sé 15% eða 20% og það hefur ekki verið vel séð ef þessar fullyrðingar eru véfengdar. Greinarhöfundurinn úr Þjóðmálum skyggðist aftur á móti bak við tjöldin og skoðaði þá aðferðafræðis em beitt var við að ná fram þessum niðurstöðum. Þá kemur í ljós að svo miklir ágallar eru á aðferðafræðinni að það er vægast sagt hæpið að slá fram á grundvelli þessara kannana ákveðnum niðurstöðum sem fullyrt sé að séu óvéfengjanlegar. Ljóst er að til þess að hægt sé að ræða þessa hluti af fagmennsku verður að standa mun betur að upplýsingaöflun en gert hefur verið til þessa. Stjórnmálamaðurinn sagði að fræðasamfélagið teldi afnám launaleyndar vera mikilvægasta málið til að afnema launamun kynjanna. Nú veit ég ekki hvaða fræðasamfélag er verið að fjalla um en hitt veit ég að tveir háskólasprófessorar (stærðfræðingar en að vísu karlar) skrifuðu greinar í blöðin fyrir nokkrum misserum þar sem þeir véfengdu þá aðferðafræði sem beitt hafði verið í að kanna þessi mál og þar af leiðandi gagnrýndu þeir þær niðurstöður sem höfðu fengist. Þau viðbrögð sem þeir fengu í blöðunum voru vægast sagt nokkuð hörð og beindust þau fyrst og fremst að því að þeir skyldu efast um það sem allir áttu að vita og vera sammála um. Það má segja að viðbrögð konunnar sem óskaði greinarhöfundinum í Þjóðlífi til helvítis fyrir að hún sem kona væri að véfengja það sem aðrar konur segðu í þessum efnum sé af sama meiði. Þetta minnir á stéttsvikaraumræðu þeirra ára þegar kommúnisminn var sem fyrirferðarmestur.

Fór á múziktilraunir ÍTR á fimmtudagskvöldið í Loftkastalanum. Jói var að spila þar með félögum sínum úr MR og einnig var Haukur bróðir mættur á staðinn með fjölskylduna að fylgjast með Jónasi en hann barði trommur í rokksveitinni Soðin skinka. Svo fór að frændurnir komust báðir áfram, salurinn kaus Skinkuna en dómnefndin valdi Jóa og félaga í stórsveitinni <3 Svanhvít (10 meðlimir) þannig að það verður annað músíkkvöld annan laugardag þegar leikið verður til úrslita. Nú er það hins þegar ferming Maríu á sunnudaginn sem er efst á baugi.

þriðjudagur, mars 20, 2007

Fór út í gærkvöldi og tók 16 km, Poweratehringinn og Hattinn. Það er góð tilfinning að skokka svona á kvöldin, svolítið kalt og færðin gæti verið betri en annars tóm ánægja.

Þegar maður hleypur yfir í Elliðaárdalinn fer maður í gegnum undirgöng. Fram til í fyrra voru þau yfirleitt útkrössuð en nú sést greinilega að borgin er farin að gera eitthvað í þessu vandamáli. Í hvert skipti sem maður sér krass er greinilega mætt á staðinn og það þvegið burt. Þetta er langtímaverkefni seme r ekki eifalt en mikilvægast af öllu er að láta börnin sem eru að alast upp ekki hafa þennan ófögnuð fyrir augunum þannig að þau fái það á tilfinninguna að það sé sjálfsagður hlutur að ganga á annarra manna eigur og krassa á þær.

Fékk tvær bækur á dögunum. Önnur heitir "40% frí" og fjallar hún um sænska kerfið eða hið svokallaða sænska velferðarmódel eins og það lítur út í dag. Nafn bókarinnar er dregið af þeim hluta launanna sem einstaklingar halda eftir af launum sínum. Ríkið hirðir 60% á einn eða annan hátt. Það er til dæmis skemmtileg uppsetning á því hvert peningarnir enda ef fólk vill fá iðnaðarmann til að mála hjá sér húsið.

Það lítur í grófum dráttum útá þessa leið:
Bróttólaun 28.550
Launatengd gjöld - 7.035
Tekjuskattur -11.515
Það sem launamaður heldur eftir 10.000

Reikningur iðaðarmannsins 10.000
Virðisaukask. - 2.000
Launatengd gjöld - 1.888
Tekjuskattur - 3.271
Óbeinir skattar - 645
Laun málarans 2.196 krónur eða 8% af þeim launum sem launþeginn þurfti að vinna fyrir til að geta borgað iðnaðarmanninum reikninginn. það eru ýmsir sem sjá þetta fyrir sér sem draumalandið. Fyrst og fremst eru það þó þeir sem telja að þeir geti náð í hluta af þeim sköttum sem ríkið tekur en varla aðrir.

Síðan fékk ég Þjóðmál sem er besta þjóðfélagstímarit á markaði hérlendis sem stendur. Í því eru ætíð athyglisverðar greinar um hina ýmsu fleti samfélagsumræðunnar. Í þessu tímariti er meðal annars athyglisverð grein sem heitir "Er kynjunum raunverulega mismunað ávinnumarkaði?" Í greininni er farið gagnrýnum augum yfir þá umræðu sem m.a. feministar hafa haldið ákaft á lofti á undanförnum árum og fjallar um um meintan launamun kynjanna sem hefur verið afar fyrirferðarmikill hérlendis undanfarið. greinarhöfundur veltir í lok greinarinnar því fyrir sér hvort feministar hafi í raun unnið konum skaða með málflutningi sínum m.a. með því að láta að því liggja að konur séu á einhvern hátt veikari en karlmenn með því að biðja um hækjur frá ríkinu konum til handa. Það er eitt með mörgu athyglisvert við þessa grein að greinarhöfundur er kona.

mánudagur, mars 19, 2007

Fór ekkert að hlaupa á sunnudaginn, fyrst og fremst vegna þess að ég þurfti að klára ýmis verkefni sem höfðu dregist. Sat Photoshop námskeið hjá Pálma Guðmundssyni uppi í Völuteig í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag. Fór beint í sturtu eftir hlaupið á laugardaginn og svo uppeftir til að missa ekki af meiru en nauðsynlegt var. Fínt námskeið hjá Pálma sem opnaði ótal víddir á Photoshoppið.

Góð umfjöllun um marsmaraþonið í helgarsportinu. Þetta er ekki lakari íþróttaviðburður en margur annar og gott að þesu séu gerð góð skil. Þátttakan í hálfu maraþoni ber svip af þeirri þróun sem er að gerast að það eru sífelt fleiri sem fnna sig í því að fara út að skokka og hressa þannig við bæði líkama og sál. Eitt hundrað manns í hálfmaraþoni í mars er náttúrulega frábært og tímar bestu karla og kvenna alveg frábær. Það eru reyndar allir sigurvegarar sem klára svona hlaup í frosti, nokkrum mótvindi á stundum, hálum stíg og að lokum stórum éljum. Þetta eru ekki allra bestu hlaupaaðstæður en sama er, þetta gefur hlaupunum gildi. Þeim sem standa að hlaupinu og annast undirbúning og framkvæmd verður seint fullþakkað.

Á þessari síðu www.ultrasweden.se/resdeltagare.htm má sjá tímana í 6 tíma hlaupinu í Skövde sem var háð um helgina. Það voru 124 sem hlupu lengra en maraþon. Sé að við sem hlupum sex tíma hlaupið í haust í Nauthólsvíkinni hefðum náð alveg þokkalegri stöðu í þessu hlaupi. Það verða fleiri með næst. Ein hugmynd hefur komið upp að láta skrá maraþon tímann í hlaupinu til að nota tækifærið fyrst hlaupið er langt á annað borð. Það er ekkert mál, 18 hringir og 90 metrar til viðbótar. Ekkert mál að hafa skilti á staðnum og taka tímann.

Frá Þorlákshöfn

laugardagur, mars 17, 2007

Það var fínt veður í morgun þegar ég gáði út um gluggann á marsmaraþonveðrið. Logn, hiti um 0 C og þokkalegt færi. Er hægt að fara fram á betra um miðjan mars? Í Elliðaárdalnum var fjöldi manns, Jói hafði haft frumkvæði um að reisa tjald fyrir starfsmenn, hrakta hlaupara og aðra sem leituðu húsaskjóls. Fjöldi manns var skráður í hálft maraþon og rúmir tuttugu í heilt. Líklega mesti fjöldi í marsþoni ever.
Eiður mætti til leiks vel volgur eftir að hafa hlaupið 8 km í upphitun. Ætlaði að klára 50 k á deginum. Sama var að segja um Halldór en hann ætlaði að hlaupa heim vestur í bæ að afloknu hlaupi. Eiður stefnir á 100 km í Hollandi í apríllok og hefur æft vel í vetur. Hann rúllar þessu upp með skynsemi og góðum æfingum.
Það voru engin plön um að leggja að sér heldur átti að taka daginn sem langa æfingu. Við Halldór héldum sjó saman lengst af, fórum rólega og spjölluðum saman. Svanur náði okkur við fyrsta snúninginn á Ægissíðunni, leist ekki á hraðann og skildi okkur eftir. Okkur tókst ekki að negla hann niður en sáum hilla undir hann af og til það sem eftir leið hlaups, léttan á fæti. Hlaupið leið fljótt, áreynslulaust og var tóm ánægja. Hittum Börk við flugvallarendann á seinni vesturleiðinni en hann hafði leitt hlaupið lengst af. Hann sagði sínar farir ekki sléttar því eitthvað hafði hlaupið í bakið á honum og endaði með að hann sagði sig frá hlaupinu. Dimmt él gekk yfir síðasta legginn frá Nauthól, svo dimmt að varla sá út úr augum og um tíma töpuðum við slóðinni. Þar var kannski ekki hægt að kalla þetta él heldur var bylur réttara orð. Allt tókst þó að lokum og við skokkuðum í mark, óþreyttir og vel á okkur komnir. Það er góð tilfinning að ljúka maraþoni óþreyttur. Tíminn var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en hentaði vel ýmsum plönum. Heitt kakó og snitta í boði Jóa var góður endir á ágætum hlaupadegi.

Heyrði um þinglok í dag í útvarpinu. Eftir samninga tókst að ljúka sumum málum en öðrum var frestað. Þetta eru óneitanlega dálítið skrítin vinnubrögð stjórnarinnar að enda uppi með fleiri tugi ókláraðra þingmála síðustu dagana fyrir þinglok og vera upp á stjórnarandstöðuna komin með að ljúka málum. Einhversstaðar væru svona vinnubrögð ekki álitin til fyrirmyndar en þetta er árviss atburður.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Ferðamenn við Gullfoss

Ég sé að skoðanir mínar á ákveðnum hlutum í skýrslu jafnréttisnefndar sem kynnt var nýlega hafa vakið nokkra athygli og er það ágætt. Ég sé einnig að það hefur vakið athygli að nafni mínu bregður fyrir í skýrslunni í stöðu varamanns í nefndinni og látið er það því liggja hjá einhverjum að ég hafi tekið þátt í vinnu nefndarinnar og leiki þannig tveimur skjöldum. Til að öllu sé til skila haldið þá skal tvennt tekið fram:

1. Sá sem er kjörinn eða skipaður varamaður í nefnd hefur enga sérstöðu gagnvart þeim störfum sem hann er tilnefndur sem varamaður til utan aðra þjóðfélagsþegna nema að hann sé kvaddur til fundar vegna forfalla aðalmanns.
2. Ég var boðaður á tvo (að því mig minnir) fundi í nefndinni vegna forfalla aðalmanns. Í bæði skiptin var það gert með svo skömmum fyrirvara að ég gat ekki mætt vegna anna við önnur viðfangsefni. Því hafði ég aldrei möguleika á að koma skoðunum mínum á framfæri í nefndinni né heyra röksemdafærslur annarra nefndarmanna og láta sannfærast og skipta kannski um skoðun í framhaldi af því. Því ber undirritaður ekki ábyrgð á einu orði sem þessi ágæta nefnd skilaði af sér í umræddri skýrslu.

Mér finnst ekki óeðlilegt að í svo umdeildu máli sem hér um ræðir sé þess getið hverjir hafi tekið þátt í störfum nefndarinnar og í hve mörgum tilvikum varamenn hafi verið kallaðir til starfa. Það fer þá ekki milli mála hverjir hafi unnið skýrsluna.

Í Skövde í Svíþjóð fer fram á helginni sex tíma hlaup. Þar eru 150 manns skráðir til þátttöku. Áhuginn fyrir þessari tegund ultrahlaupa fer sífellt vaxandi. Við í UMFR36 héldum fyrsta sex tímahlaupið á Íslandi í september sl. Þá komu fimm frumherjar til leiks. Þeir verða vafalaust fleiri í haust þegar næsta hlaup verður haldið.

Frostdagur á Þingvöllum

miðvikudagur, mars 14, 2007

Maður á ekki að hafa heilsu fólks í flimtingum. Það er aldrei að vita hvenær eldingin slær mann sjálfan. Það kom á daginn að það var ekki einfalt sykurfall sem hrjáði félagsmálaráðherra síðustu viku þegar hann þurfti að hverfa úr ræðustóli á Alþingi eða snöggur svimi vegna texta frumvarpsins, heldur eitthvað sem þarfnaðist frekari skoðunar. Ég óska Magnúsi góðs bata og vona að hann gangi til verka fullur starfsorku hér eftir sem hingað til.

Aðeins meira um jafnréttismálin. Heyrði athyglisverðan þátt í morgunútvarpi Rúv í gærorgun þar sem var verið að fara yfir reynslu enskra af viðlíka máli. Það kom nefnilega á daginn að það var rétt sem menn hafa leitt líkur að að laun lækkuðu þegar jafna skyldi laun. Það voru ekki bara laun karlanna heldur einnig þeirra kvenna sem höfðu náð jafnstöðu við karlmenn. Er þetta það sem við viljum? Jafnstaða er gott markmið en það skiptir máli hvar á skalanum hún er.

Það var lítil frétt í blöðunum fyrir helgi þess efnis að unglingar gætu farið í framhaldsskóla eftir 9. bekk grunnskóla. Gott mál hélt maður og að þetta væri bara eðlilegur hlutur. Viti menn. Í Mogganum um helgina birtist löng grein eftir skólastjóra sem fann þessu allt til foráttu. Lögin segðu að hans mati að börn og unglingar skyldu vera 10 ár í grunnskólanum hvort sem þau þyrftu á því að halda eða ekki. Síðan heyrði ég viðtak við konu í eftirmiðdagsútvarpinu í gær sem var vægast sagt afar mikið á móti þessu út frá sjónarhóli kennara. I grunnskólalögum segir að börn eigi að fá kennslu við hæfi. Hingað til hefur þesu ákvæði fyrst og fremst verið beint að börnum sem standa heldur höllum fæti. Hin sem betur eru á vegi stödd hafa frekar séð um sig sjálf. Mörgum hefur þótt að bráðgerum börnum sé ekki sinnt sem skyldi og þau fái ekki næg tækifæri til að takast á við verkefni við hæfi innan grunnskólans. Í tengslum við þetta var m.a. verkefnið „Bráðger börn“ stofnað sem átti að hlú að þessum krökkum. Ef eitthvað er sjálfsagt þá er það að börn sem eru til þess fær, bæði andlega og þekkingarlega, eiga að fá tækifæri til að takast á við námsefni framhaldsskólans enda þótt þau hafi ekki setið 10 ár í grunnskóla. Kunningi minn sem býr í Brussel á sextán ára strák sem er í alþjóðlegum skóla þar í borg. Hann reiknar með að koma heim haustið 2008. Þá getur sonur hans tekið eitt ár í Hamrahlíð og verið þannig búinn að ljúka stúdentsprófi 18 ára gamall og hefur möguleika á háskólanámi víða um heim. Skyldi hann hafa borið skaða af því að hafa ekki setið 10 ár á grunnskólabekk?

Það er eitt atvik sem ég þarf að naga mig í handarbökin alla æfi yfir að hafa ekki brugðist rétt við. Rétt að það komi hér fram í tengslum við þetta. Ég flutti frá Raufarhöfn árið 1999 og fjölskyldan kom suður um áramótin 1999 - 2000. Yngri strákurinn var þá á 11 ári. Hann hafði verið í samkennslu fyrir norðan með sér ári eldri krökkum sem voru duglegir og ágætir námsmenn. Hann lærði allt sem hinir voru að læra og hafði gaman af og var námfús. Haustið 2000 var fundur í skólanum. Þá segir einn kennarinn að það hafi komið upp vandamál í skólanum á síðasta vetri og það tengist Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni. Maður vissi svo sem ekki hvað hafði gerst en vonaði að það væri ekki mjög alvarlegt. Jú, vandamálið var það að hann var kominn svo langt á undan jafnöldrum sínum. Þarna var augnablikið sem ég þagði en átti að bregðast við. Skólinn skilgreindi það sem sagt sem vandamál að strákurinn var kominn á undan jafnöldrum sínum en ekki sem jákvætt verkefni og auðlind. Síðan sá maður þennan vetur að þann var settur í þvinguna og látinn hjakka þar til hin voru búin að ná honum. Þar kom um síðir að við óskuðum eftir því að hann fengi að takast á við verkefni sem hæfðu honum og það tókst um síðir. Hins vegar var með þessum aðferðum slegið verulega á gleðina af því að vera sífellt að takast á við krefjandi verkefni og leysa þau og fá þá önnur ný og enn meira krefjandi. Maður veit það ef maður er í fjallg0öngu að það verður fljótt leiðigjarnt að ganga sífellt upp og niður sama hjallann. Maður fær þá aldrei að sjá hvað er fyrir ofan þann sem liggur enn hærra.

Þessi reynsla fær mig til að taka slíkum viðbrögðum sem maður heyrði við litlu fréttinni um að krakkar úr 9. bekk geti farið í framhaldssskóla með afar miklum fyrirvara.

Fór í Laugar í gær. Tók 8 km með Yasso aðferðinni. Ég hækka mig um 0,2 í hvert sinn sem ég fer í ræktina og er nú kominn á þokkalegan hraða. Þó má betur gera. Það getur verið að það fari eitthvað að hæjgja á en ég skal ekki hætta fyrr en ég er búinn að ná Ívari en hann var um daginn á 15.3.

Fékk bréf frá Kim Rasmussen í morgun vegna 24 tíma hlaupsins á Borgundarhólmi í aí byrjun. Kim er afar góður hlaupari og var m.a. í WSER í hitteðfyrra. Hann hljóp Spartathlon sama ár á 30 klst og stefnir nú á Marathon du Sable í Líbíu (fimm daga eyðimerkurhlaup). Hann fékk ekki vegabréfsáritun þangað í fyrra vegna múhameðsteikninganna.

sunnudagur, mars 11, 2007

Fór út um kl. 7 í gærmorgun áður en ég hitti Jóa í Fossvoginum. Við snerum við og héldum út á brú. Halldór var hvergi sjáanlegur en Pétur var mættur og sagði sínar farir heldur hægar. hann hafði gleymt að láta innlegg í skó fyrir nokkru og bólgnað illa á hásin. Nú er hann að vinna úr þeim ósköpum og fer sínar eigin leiðir á sínum hraða. Þegar við vorum að leggja af stað sáum við hilla undir mann og hinkruðum við. Þar var félagi Jörundur kominn og hóf formálalaust að kynna fyrir okkur ferðaáætlanir um næstu verslunarmannahelgi. Í því var innifalið Barðsneshlaup svo og og landkönnunarferðir um hálendið inn af Fljótdalshéraði. Hann sagði að það væri engin undank0milei fyrir okkur nema að við værum afar löglega afsakaðir. Jói hafði enga fjarvistarástæðu en ég er búinn að negla verslunarmannahelgina niður á Hornafirði þar sem er unglingalandsmót UMFÍ. Jörundur tók þá afsökun gilda. Við heldum fyrir Kársnesið og inn í Kópavoginn. Þar skildu leiðir Jörundur fór til baka en við Jói yfir hálsinn við Fífuna og héldum svo norður af í hliðum efri byggða. Kom heim eftir rúma 30 km og fínan morgun.

Mig undrar ekki að það hafi næstum því liðið yfir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra þegar hann hóf að kynna væntanlegt frumvarp til jafnréttislaga sem hann ætlar að vísu ekki að leggja fram. Líklega hefur hann ekki verið búinn að lesa það áður en síðan þyrmt yfir hann í ræðustól Alþingis þegar hann hóf lesturinn og sá hvað stóð í frumvarpinu. Það stendur til að gera jafnréttisstofu að nokkurs konar Stasi stofu sem getur krafið fyrir tæki um gögn, beitt þau dagssektum og fellt óáfrýjanlega dóma. Á hvaða leið eru menn. Umræðan byggir á einhverjum frösum og fjasi. Launamunur kynjanna er sagður vera hitt og þetta. án þess að hönd sé festandi á umræðunni. Er ekki einnig munur á launum karla innbyrðis og launum kvenna innbyrðis? Virtaskuld. Einstaklingarnir eru misjafnir og skila mismunandi verðmætum störfum þótt þeir vinni hlið við hlið. Sumir vinna vel, aðrir miður. Suma einstaklinga vilja fyrirtækin alls ekki missa en aðrir mega svo sem fara. Á að taka alla möguleika fyrirtækjanna til að gera vel við gott fólk? Það þýðir bara eitt, launalækkun, því ekki geta fyrirtækin hækkað laun þeirra sem eru slakari upp í laun þeirra allra bestu. Ef þetta frumvarp fer í gegn munu verktakasamningar smám saman verða ráðandi form á vinnumarkaði til að fyrirtækin hafi einhverja möguleika á að hífa og slaka. Það er ekkert kynbundið heldur bundið við einstaklinga.

Mér finnst óskiljanlegt að stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega skuli gleypa svona samsetning ótugginn og halda að þetta sé þjóðfélaginu til framdráttar. Ef haldið er nógu lengi áfram á verða fullyrðingarnar að staðreyndum það er gömul saga og ný.

Það hefur farið mjög hljótt að 365 töpuðu 7 milljörðum á sl. ári. Ég ehf ekki séð önnur blöð en Viðskiptablaðið fjalla um þetta af einhverju marki. Nú er 365 ekki einhver sjoppa úti í bæ heldur fyrirtæki skráð á verðbréfaþing, almenningshlutafélag. Þau falla t.d. undir mjög stífar reglur um upplýsingaskyldu. Sjö milljarðar eru engin smá upphæð, reyndar alveg feiknaleg upphæð á okkar mælikvarða og það segir enginn neitt. Mér kemur það svo sem ekki á óvart því það lærist að styggja ekki þann sem þú getur þurft að eiga samskipti við þótt síðar verði. Ég þekki þetta frá þeim tíma sem ég var að vesenast í málefnum blaðbera Fréttablaðsins.

föstudagur, mars 09, 2007

Fuglahús í þoku

Perrar eru í hugum margra að því ég held eldri karlar sem m.a. líta öðrum augum á umhverfi sitt en allur almenningur og sjá annað út úr því en almennt gerist. Perri er undantekningarlítið eða undantekningarlaust kenndur við karla. Ég man ekki eftir því að það hafi verið talað um konur sem perra.

Ég þarf ekkert að láta segja mér hvað væri sagt um þann karl sem hefði látið fara frá sér álíka texta og ákveðinn doktor við HÍ gerði í gær þar sem hún fjallaði um auglýsinguna utan á Smáralindarblaðinu og lýst þannig þeim hugsunum sem hefðu hvarflað að henni við að sjá auglýsinguna utan á blaðinu. Honum hefði verið lýst sem hinum versta perra og ekki átt upp á pallborðið þar á eftir hjá öllum fjöldanum. Þegar kona skrifar viðlíka sóðatexta eins og birtist á vefnum í gær þá er það skilgreint sem feminisk lýsing á hlutgerfingu konunnar eða hvað þetta heitir í frasalógíunni. Þá er reynt að slá hjúp fræðimennskunnar utan um umfjöllunina. Í mínum huga eru skrif doktorsins ekkert annað en argasti perraskapur og lýsir best hennar innri manni.

Hluti þeirra sem skilgreinir sig sem feminista eru ekkert annað en karlahatarar og mála skrattann á vegginn í þeim efnum hvenær sem mögulegt er. Það eru ekki falleg málverk. Ég sá í sænska blaðinu Expressen skilgreiningu á mismunandi tegundum feminista fyrr ca tveimur árum. Því miður tók ég ekki afrit af því en ein kategorían voru karlahatarar. Sá hópur tók völdin í feminiska flokknum sem Guðrún Nyman og fleiri stofnuðu í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Harðlínustefna þeirra gerði það að verkum að flokkurinn beið afhroð í kosningunum og hefur varla verið minnst á hann síðan. Ég sé ekki annað en álíka hugmyndafræði hafi náð yfirhöndinni í hinni feminisku umræðu hérlendis. Það er hins vegar ánægjulegt að umræða síðustu vikna hefur opnað augu margra fyrir því hvaða hugmyndafræði er hér á ferðinni og hafa viðbrögðin verið eftir því.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að glugga aðeins inn í Sparthathlon, sem er 245 km hlaup milli Spörtu og Aþenu, skal bent á þessa slóð. Tæplega klukkutíma vídeó frá hlaupinu í fyrrahaust.

http://video.google.nl/videoplay?docid=-2600565803071215090&q=spartathlon

Vel þess virði fyrir áhugasaman að setjast niður smá stund og stúdera þetta.

P.S.

Þessa lýsingu sá ég rétt áðan á karlahelvítunum á vefnum:

„konur eiga það á hættu að vera nauðgað og beittar ofbeldi, eru neyddar til að horfa á klámefni víðsvegar í samfélaginu og veist er að þeim með ókvæðum þegar þær benda á þessa hluti“

fimmtudagur, mars 08, 2007

72 km lagðir að baki í þetta skiptið

Set hérna inn skemmtilega grein um hvað gerist þegar maraþon er ekki nógu langt.

Ultra runners: When a marathon just isn't enough

By Cindy Billhartz Gregorian
ST. LOUIS POST-DISPATCH
03/05/2007

It's a sport so grueling that even marathoners scratch their heads in bewilderment and ask, "What? Running 26.2 miles isn't enough?" The answer: Nope, not for some people. Extreme fatigue, black toenails, hallucinations ... that's when those people know for sure that they've met their challenge.

Recent years have seen the ballyhoo surrounding ultramarathoner and author Dean Karnazes, who once ran 350 miles virtually nonstop and recently finished 50 marathons in 50 states in 50 consecutive days. But Karnazes isn't the oddity that he'd have you believe.
Gwen Heist-Hall ran her first marathon in 1997 and says she felt great at the end. "So I thought, 'Let's see what I can do that's harder than this,' and I found it," she said. Heist-Hall, 40, of Wildwood, was referring to the Brew-to-Brew ultramarathon, a 44-mile romp from a microbrewery in Kansas City to a microbrewery in Lawrence, Kan. Since then, she's run dozens more ultramarathons, including three 100-mile races. She didn't finish one of them because of a stress fracture.

Jan Ryerse had run several dozen marathons when he decided they were becoming too competitive for his taste. "Then I heard about these people who were doing longer runs than marathons, and around that time U.S. Track & Field held their U.S. Championship 50K (about 31 miles) race, so I signed up. That was December 1989," says Ryerse, 61, of Manchester. The extra five miles were so hard that Ryerse didn't revisit the ultradistance for several years. Seven years later, he gave it another shot and has run more than 50 ultramarathons, including two dozen 100-mile races since then.

"People tend to be less competitive in ultramarathons; they go at it at a relaxed pace," he says. "When you come to a big hill, you don't run up the hill, you walk up the hill. It's more of a personal challenge because you're not competing as much against other people as you are yourself."

Ryerse and Heist-Hall are among a growing number of marathoners, both locally and nationally, who have joined Karnazes in ultrarunning. Some ultramarathons are based on pre-determined distances. The most common are 30-, 50- and 100-mile events. Other races give runners specified amounts of time, ranging from a few hours up to several days to cover as many miles as possible. The runner who goes the farthest wins. They run on roads, trails, tracks, even treadmills. Some run through deserts and up into high altitudes.

The recent growth of the St. Louis Ultrarunners Group is a testament to the sport's rise in popularity. It has 110 members, more than three times as many as four years ago, when David White took over as president. They've also expanded their repertoire of area races from two to four to accommodate everyone who wants to do them. "Our races are filling up months in advance," says White, 47, of Chamois, Mo. "There's been a big increase in the number of people doing marathons, and after they run a few of those, they want to see what they can do next. People just want to test their limits."

Older may be better
To outsiders, ultrarunners may sound nutty or obsessive. But most are highly educated and highly motivated individuals. White, who has run 19 or 20 ultramarathons (he's lost count), says that the average age of ultrarunners is 45 and that almost as many women as men run them. "Women seem to do better over longer distances than men," he says. "It's not unusual to see women win ultramarathons outright or to place in the top five."

Ryerse, a professor in microscopy at St. Louis University, says older runners have an advantage over younger ones because they're more patient, which is crucial for pacing. He typically starts an ultramarathon at 5 to 5.5 miles an hour, several minutes per mile slower than what he's capable of doing in shorter races.

His patience has paid off.
Three years ago, Ryerse won a 72-hour run in Phoenix called "Across the Year," which starts a couple of days before New Year's and finishes the morning of Jan. 1. For a while, he also held the USA Track & Field distance record for masters for running 121 miles in 24 hours. It's since been broken.

Heist-Hall points out that no one is going to win an ultramarathon in the first 10 miles, but a runner can certainly lose it there by going out too fast and then hitting the wall three-quarters of the way into the race. She thinks the pacing aspect can be hard for younger runners to accept. "Plus, most of them don't want to put in the training you need to finish one of these races," says Heist-Hall, a veterinarian. "They don't want to do the back-to-back training runs that take eight to 10 hours each. Honestly, if I had small children at home and was trying to get a family started, it would be difficult to devote the amount of training that you need to do these races."

Heist-Hall and Ryerse acknowledge that their first ultramarathons were much harder than they had anticipated. For one thing, there was little information on how to train Today, there are books, magazines and websites with training schedules and nutritional advice.

Ryerse, who runs as many as 85 miles a week during peak training for a 100-mile race, says the lengths of his long runs each weekend ebb and flow. One week, he'll do a 25-mile run, the next weekend a 40-miler and then a 25-mile run the third weekend. Other weekends he'll do several back-to-back long runs, which allow him to get used to running on tired legs. "I might do 15 miles on Friday, 30 on Saturday and then 15 on Sunday. But I don't do that every week," he says.

Ryerse and his ultrarunning buddies train regularly at Queeny Park in Manchester, where they practice eating while they run. "Every four miles when we pass our cars, we grab a sandwich or a piece of cold pizza and practice walking and eating," he says. "You have to get your body used to eating (and digesting) while running." This is especially important for runners who want to finish a 100-mile race in less than 24 hours, which is considered really good, or even 30 hours, which is respectable and often required to qualify as a finisher.

"You can spend a lot of time in aid stations, and there's nothing wrong with that," he says. "Some people even lie down and sleep a while. "But if you have a specific goal, you need to keep moving." In a typical 100-mile race, Ryerse will drink 40 to 60 ounces of fluids each hour and eat sandwiches, soups and fruit at aid stations, which are about six miles apart.

Health issues

Loopiness is one of many side effects of pushing the body to such extraordinary limits, and it's only the start of what happens when sleep is ignored in pursuit of an exhaustive physical goal. Many runners hallucinate.

Ryerse remembers a 48-hour race in which he thought he saw snakes slithering through cracks in the track and sparkly lights coming from a grove of trees. "One guy fell asleep while running, and rather than turning on the curve of the track, he went straight into a field," he says.

Because ultrarunning is so new, researchers have yet to figure out the full range of effects that it has on the body. What they do know comes from studying marathoners. Todd Cade, assistant professor of physical therapy and medicine at Washington University, says distance running promotes cardiopulmonary health while lowering blood pressure and lipids. It also raises HDL, the good cholesterol, and has a powerful positive effect on bone-mineral density and body mass index.

"But once you start running more than 10 miles at a time, there are some negative effects," he says. "Evidence suggests that there's musculo-skeletal damage, cartilage damage and increased whole-body inflammatory markers. The immune system is weakened immediately after a marathon, and there appears to be cardiac muscle damage and diminished cardiac function immediately afterward. Liver enzymes also increase, which can lead to liver damage."

Cade says no one knows whether there's a sustained long-term effect, nor whether there's an exponential impact on the body the farther one runs. "Is there a plateau after you reach marathon level? I don't know," Cade says, "because the research is so new."

Ryerse, Heist-Hall and White have been derailed by typical running injuries, including plantar fasciitis, tendinitis and lower back pain. Heist-Hall suffered a stress fracture so bad that she had to quit running for several months. "It's like auto racing," Heist-Hall says. "You never know what redlining is until you reach it. You think that if you train harder, you'll do better, but I found my breakdown point. I've tempered my training since then."

Ryerse, who estimates he's run more than 50,000 miles, also says ultrarunning gives him a profound sense of well-being. It helps him sleep better and raises his energy. But, he says, an ultrarunner's body will do some strange things in an ultramarathon. For instance, hands and feet swell to the point where a runner may have to change into larger shoes. And they frequently lose toenails. "They get black from pounding into the top of your shoes," Ryerse says. "I have a toenail necklace. From a distance it looks kind of nice. It looks like it's made of seashells."

Most ultrarunners will tell you that the shared experience of mentally and physically battling the incomprehensible is by far the biggest draw. Heist-Hall says that when you become an ultrarunner, you develop an extended family and that, unlike with marathons, there is no sense of elitism among the top runners.

"They'll wait at the finish line and cheer on the people at the back of the pack in an ultra," she says. "They realize that we're all out there getting the same distance done. It's just that they get it done faster and go to bed a lot earlier than the rest of us."

miðvikudagur, mars 07, 2007

Brennandi hús í Breiðholti

Fór í Laugar í gær og tók álagsæfingu. Er að pota hraðanum upp hægt og rólega. Það gengur vel og sett markmið nást.

Það vöknuðu ýmsar spurningar eftir viðtal fréttamannsins við fangnn í Bandaríkjunum. Í hvaða tilgangi er svona viðtal tekið? Ég var ekki alveg viss. Þarna var um að ræða glæpamann sem fékk dóm fyrir það sem hann gerði samkvæmt viðkomandi lands gildandi lögum. Það sem helst stóð eftir var að maður varð hugsi um dómskerfið hérlendis. Í því sambandi verður manni hugsað um strákinn frá Ísafirði sem var drepinn niður í Hafnarstræti með hnefahöggum, spörkum og grjóti. Það hefði alveg eins getað verið ráðist á mína stráka eða einhverja kunningja þeirra sem maður þekkir, hver veit. Morðingjarnir fengu tveggja og þriggja ára dóm, fyrst og fremst vegna þess að það var ekki hægt að sanna það hvor þeirra hafði veitt hið banvæna högg. Síðan kom til skjalanna hið tvöfalda dómserfi í formi náðunarnefndar þannig að þeir sátu ekki inni nema einhvern hluta að dómnum. Þeir þökkuðu svo fyrir sig með því að setja myndir úr öryggismyndavélum á netið.

Maður á ekki endilea að líta á dóma sem refsingu heldur að það sé verið að vernda samfélagið fyrir ákveðnum einstaklingum. Fangelsi og frelsissvipting er ekki skemmtilegur hlutur fyrir þann sem fyrir því verður en það er yfirleitt að gefnu tilefni.

Yrði minna mótlætið
mest sem tvinnar voða
Ef menn kynnu í upphafi
endirinn að skoða.

Mér fannst umfjöllun kastljóssins beinast í þá átt að skapa einhverja massahyzteríu eins og í klámmálinu og fleiri málum. Nú er farið að auglýsa fjársöfnunarreikning. Hvað næst? Sameinast þjóðin í baráttu gegn því að íslendingur (einn úr okkar hópi) sitji í einhverju bloddy focking american djeili. Verður þetta mál ein birtingarmynd bandaríkjahatursins sem er mjög áberandi hjá ákveðnum hluta landsmanna? Ég mun hvorki leggja peninga inn á einhvern reikning né láta þetta mál mig varða að öðru leyti. Minni á að Malagafanginn var ekki beint samfélagsbætir þegar hann losnaði úr spánska fangelsinu hér um árið. Það vantaði nú ekki lætin til að fá hann lausan á sínum tíma. Á kannski að fara land og ríki rundt og taka viðtöl við alla þá íslensku glæpamenn sem sitja í fangelsi erlendis og reyna að koma þeim í hótelvistina hérlendis. Maður bara spyr?

sunnudagur, mars 04, 2007

"Tú og jeg på ástarting". Færeyskir tónar eru í útvarpinu. Það er verið að rifja upp gömul og góð lög frá því fyrir um 40 árum eða á árunum í kringum 1964 - 66. Þetta voru náttúrulega bestu og ógleymanlegustu popptímar allra tíma. Hvaða maður ætli muni hlusta á gömul rapp og hip hop lög sér til ánægju eftir fjörutíu ár? Það fylgja því ákveðnir kostir að vera orðinn svo gamall sem raun ber vitni því þá fékk maður nasaþefinn af straumum þessara ára enda þótt að væri mest í gegnum útvarpið. Einu sinni sá ég Dáta á Patró þegar þeir komu þangað vestur að halda ball. Líklega 13 eða 14 ára. Það var eins og að sjá alvöru poppstjörnur. Því gleymir maður ekki.

Tók daginn snemma í gær og í dag. Fór út kl. 7.00 báða dagana. Fór Poweratehringinn á laugardaginn og hitti svo Jóa og Halldór í Fossvoginum. Fórum vestur á Eiðistorg og síðan hefðbundna leið til baka í gegnum Laugardalinn. Breyttum þó út af hefðbundinni leið og litum m.a. inná listaverkagallerí. Jói hefur ítök víða. Sannfærðist enn frekar um að myndir eftir NT eru ljótar. Samtals um 30 km.

Tók Eiðistorgshringinn á sunnudagsmorgun. Rúmir 20 km. Var svo mættur niður í Laugardal kl. 10.00 því María var að keppa þar á meistaramóti Íslands fyrir 12-14 ára. Alltaf jafn gaman að fylgjast með krökkunum og sjá hve þeim fer mikið fram. Það unnust verðlaunapeningar báðum megin í Rauðagerðinu svo við erum bara tiltölulega sátt.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Hef farið í Laugar síðustu fjóra daga. Það er allt í góðu róli og ég eyk hraðann jafnt og þétt. þetta verður orðið gott eftir 3 vikur. Hitti Ívar í dag. Hann var á miklu gasi eða 15,3. Það verður gaman þegar ég reyni að að fitla við þennan hraða. Kannski í lok apríl.

Það var alvarleg frétt í sjónvarpiinu í gærkvöldi. Heyrnarlaust fólk t.d. frá Eystrasaltslöndunum og fleiri Austur Evrópu löndum er að flykkjast til landsins í tugatali og ætlar að setjast hér að og ætlar væntanlega að heimta þá bestu þjónustu sem fyrir finnst í heiminum sér til handa eins og plagsiður er hérlendis. Þetta er stór mál. Því heyrnarlausa fólki sem er fætt hérlendis hefur ekki verið sinnt nóg til þessa. Hlustaði á fyrrverandi þingmann Frjálslynda flokksins sem er heyrnarlaus mæla fyrir frumvarpi um réttarbætur til handa heyrnarlausum. Hvernig ætli staðan verði þegar tugir heyrnarlausra sem enginn skilur bætist við þennan hóp.

Af hverju ætli þetta sé. Ætli hafi ekki borist yfir hafið hve ístöðulitlir stjórnmálamenn eru hérlendis. Það þarf ekki nema fréttir einu sinni eða tvisvar í sjónvarpinu, tvo umræðuþætti í Kastljósi eða Íslandi í dag og þá er björninn unninn. Fjölmiðlamenn eru einnig oft eins og hreinir glópar. Nefna má sem dæmi strákinn frá Litháen sem hafði flækst hingað og lá í tjaldi í Laugardalnum í sumar. Það vantaði ekki viðtölin og kröfugerð um að stjórnvöld (líklega ríkisstjórnin) gerði eitthvað í málinu. Í hvaða landi hefði álíka umfjöllun átt sér stað. Örugglega hvergi nema ef kynni að vera í Færeyjum. Það er ekki nema von að svona lagað fréttist yfir hafið og vesalings fólkið haldi að hér sé hið endanlega Eldóradó fundið.

Ég er hrifinn af aðgerðum lögreglunnar í Kaupmannahöfn og staðfestu borgarstjórnarinnar. Auðvitað á ekki að láta einhvern skríl taka hús herskildi og neita að hlýða lögum og reglum. Ætli fréttatímar verði fullir í Danmörku um meint harðræði lögreglunnar eftir þessi átök eins og hér í sumar, þegar Óskar Bjartmars rakst í fréttamann svo hann steig afturábak aftur af stéttinni eða þegar stelpan var tekin út úr tjaldinu. Að sögn hafði þetta lið hvergi orðið vitni að álíka harðræði hérlendis í fyrra og fjölmilamenn löptu allt upp eins og blindir kettlingar.

Fróðlegt væri að vita hvort einhverjir kunningjar Kárahnjúka hafi ekki verið staddir á Nörrebro í dag. Kæmi mér ekki á óvart.