miðvikudagur, mars 07, 2007

Fór í Laugar í gær og tók álagsæfingu. Er að pota hraðanum upp hægt og rólega. Það gengur vel og sett markmið nást.

Það vöknuðu ýmsar spurningar eftir viðtal fréttamannsins við fangnn í Bandaríkjunum. Í hvaða tilgangi er svona viðtal tekið? Ég var ekki alveg viss. Þarna var um að ræða glæpamann sem fékk dóm fyrir það sem hann gerði samkvæmt viðkomandi lands gildandi lögum. Það sem helst stóð eftir var að maður varð hugsi um dómskerfið hérlendis. Í því sambandi verður manni hugsað um strákinn frá Ísafirði sem var drepinn niður í Hafnarstræti með hnefahöggum, spörkum og grjóti. Það hefði alveg eins getað verið ráðist á mína stráka eða einhverja kunningja þeirra sem maður þekkir, hver veit. Morðingjarnir fengu tveggja og þriggja ára dóm, fyrst og fremst vegna þess að það var ekki hægt að sanna það hvor þeirra hafði veitt hið banvæna högg. Síðan kom til skjalanna hið tvöfalda dómserfi í formi náðunarnefndar þannig að þeir sátu ekki inni nema einhvern hluta að dómnum. Þeir þökkuðu svo fyrir sig með því að setja myndir úr öryggismyndavélum á netið.

Maður á ekki endilea að líta á dóma sem refsingu heldur að það sé verið að vernda samfélagið fyrir ákveðnum einstaklingum. Fangelsi og frelsissvipting er ekki skemmtilegur hlutur fyrir þann sem fyrir því verður en það er yfirleitt að gefnu tilefni.

Yrði minna mótlætið
mest sem tvinnar voða
Ef menn kynnu í upphafi
endirinn að skoða.

Mér fannst umfjöllun kastljóssins beinast í þá átt að skapa einhverja massahyzteríu eins og í klámmálinu og fleiri málum. Nú er farið að auglýsa fjársöfnunarreikning. Hvað næst? Sameinast þjóðin í baráttu gegn því að íslendingur (einn úr okkar hópi) sitji í einhverju bloddy focking american djeili. Verður þetta mál ein birtingarmynd bandaríkjahatursins sem er mjög áberandi hjá ákveðnum hluta landsmanna? Ég mun hvorki leggja peninga inn á einhvern reikning né láta þetta mál mig varða að öðru leyti. Minni á að Malagafanginn var ekki beint samfélagsbætir þegar hann losnaði úr spánska fangelsinu hér um árið. Það vantaði nú ekki lætin til að fá hann lausan á sínum tíma. Á kannski að fara land og ríki rundt og taka viðtöl við alla þá íslensku glæpamenn sem sitja í fangelsi erlendis og reyna að koma þeim í hótelvistina hérlendis. Maður bara spyr?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gunnlaugur. Ég les bloggið þitt vegna þess að þú skrifar skemmtilega um hlaup og ert þar fagmaður. Þú ert hinsvegar oft soldið spes þegar þú skrifar um fréttir og fjölmiðla. Það sést ítrekað á síðunni þinni. Af hverju ertu að gera kastljósi upp annarlegar hvatir þegar við fjöllum um þetta? Er það ekki fréttaefni að íslendingur afpláni 20 ára dóm við ömurlegar aðstæður í virginíu? Er það ekki fréttaefni að hann vinnur að framsali sínu og að íslensk stjórnvöld styðji það? Við töluðum við fangann og foreldra hans, reyndum að tala við fórnarlambið og íslensk og bandarísk stjórnvöld. Við skoðuðum málsskjöl og röktum ítarlega fyrir hvað Geir situr inni. Öllum hliðum var gerð skil. En einhvernvegin túlkar þú þetta sem tilraun kastljóss til að búa til massahisteríu. Kommon. Þetta er frétt, stórfrétt meira að segja. Tilgangurinn var sá að upplýsa fólk um málið.