miðvikudagur, mars 28, 2007

Það var innanfélagsmót hjá Ármanni/Fjölni í gærkvöldi. Það var sett upp til að gefa krökkunum (fyrst og fremst eru þetta stelpur) kost á að reyna við það sem þau hafa gert best í nokkrum frjálsíþróttagreinum. Mótið tókst vel. Góðar bætingar sáu dagsins ljós. María stökk sig inn í afrekshóp FRÍ í lokatilraun og er næstum því farin að stökkva hæð sína sem er ágætt á þessum aldri. Það munaði 0,4 sekúndum að þær settu íslandsmet í 4 * 200 metra boðhlaupi. Það kemur innan skamms þegar skiptingarnar hafa verið slípaðar aðeins til.

Ég fékk ábendingu á blogginu þar sem mér var bent á umræðu í Noregi þar sem kemur í ljós að ýmsir þarlendir eru gagnrýnir á þennan tröllkonufemisima sem hefur farið fjöllum hærra í almennri umræðu að undanförnu og ekki bara hérlendis. Best að þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta nánar geri það á eigin vegum.

Fróðlegt.

http://eirikurbergmann.blog.is/blog/eirikurbergmann/entry/158542/

http://www.ukeavisen.no/cgi-bin/ukeavisen/imaker?id=218080

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1708930.ece

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1709294.ece

Engin ummæli: