þriðjudagur, mars 27, 2007

Þótt skömm sé frá að segja þá nennti ég ekki út í gærkvöldi. var á fundi til kl. 22.00 og maður var eitthvað svo eftirgefanlegur á leiðinni heim að það varð ekkert úr neinu.

Sá á netinu að frjálsíþróttasamband Noregs var með aðalfund á helginni. Þar var ákveðið að frá og með árinu 2008 skyldi haldin noregsmeistaramót í ultrahlaupum. Fyrsta sex tímahlaupið var haldið í Noregi fyrir einu og hálfu ári síðan og hefur áhuginn fyrir þssari tegund hlaupa farið stigvaxandi síðan.

Norðmen setja upp eftirfarandi plan:

Á þeim árum sem enda á jafnri tölu er haldið noregsmeistaramót í 100 km hlaupi bæði fyrir karla og konur.
Á árum sem enda á oddatölu eru haldin noregsmeistaramót í sex tíma hlaupi fyrir karla og konur.

Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að hamra á innan þar til gerðra samtaka. Það er sívaxandi fjöldi fólks sem er tilbúinn að takast á við hlaup af þessum toga, áhuginn er fyrir hendi svo einhverntíma verðum við að byrja. Því fyrr, því betra. Við höldum aðalfund í UMFR36 innan skamms og þá verður sex tíma hlaupið í haust rætt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veit ekki hvort þú sást þennan blogg Gunnlaugur, en hér er norskur prófessor sem er óhræddur við að tala hreint út um hinn róttaæka femínisma sem tröllskessuríða öllu þessa dagana:

http://eirikurbergmann.blog.is/blog/eirikurbergmann/entry/158542/

http://www.ukeavisen.no/cgi-bin/ukeavisen/imaker?id=218080

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1708930.ece

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1709294.ece