Fór ekkert að hlaupa á sunnudaginn, fyrst og fremst vegna þess að ég þurfti að klára ýmis verkefni sem höfðu dregist. Sat Photoshop námskeið hjá Pálma Guðmundssyni uppi í Völuteig í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag. Fór beint í sturtu eftir hlaupið á laugardaginn og svo uppeftir til að missa ekki af meiru en nauðsynlegt var. Fínt námskeið hjá Pálma sem opnaði ótal víddir á Photoshoppið.
Góð umfjöllun um marsmaraþonið í helgarsportinu. Þetta er ekki lakari íþróttaviðburður en margur annar og gott að þesu séu gerð góð skil. Þátttakan í hálfu maraþoni ber svip af þeirri þróun sem er að gerast að það eru sífelt fleiri sem fnna sig í því að fara út að skokka og hressa þannig við bæði líkama og sál. Eitt hundrað manns í hálfmaraþoni í mars er náttúrulega frábært og tímar bestu karla og kvenna alveg frábær. Það eru reyndar allir sigurvegarar sem klára svona hlaup í frosti, nokkrum mótvindi á stundum, hálum stíg og að lokum stórum éljum. Þetta eru ekki allra bestu hlaupaaðstæður en sama er, þetta gefur hlaupunum gildi. Þeim sem standa að hlaupinu og annast undirbúning og framkvæmd verður seint fullþakkað.
Á þessari síðu www.ultrasweden.se/resdeltagare.htm má sjá tímana í 6 tíma hlaupinu í Skövde sem var háð um helgina. Það voru 124 sem hlupu lengra en maraþon. Sé að við sem hlupum sex tíma hlaupið í haust í Nauthólsvíkinni hefðum náð alveg þokkalegri stöðu í þessu hlaupi. Það verða fleiri með næst. Ein hugmynd hefur komið upp að láta skrá maraþon tímann í hlaupinu til að nota tækifærið fyrst hlaupið er langt á annað borð. Það er ekkert mál, 18 hringir og 90 metrar til viðbótar. Ekkert mál að hafa skilti á staðnum og taka tímann.
mánudagur, mars 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli