fimmtudagur, mars 01, 2007

Hef farið í Laugar síðustu fjóra daga. Það er allt í góðu róli og ég eyk hraðann jafnt og þétt. þetta verður orðið gott eftir 3 vikur. Hitti Ívar í dag. Hann var á miklu gasi eða 15,3. Það verður gaman þegar ég reyni að að fitla við þennan hraða. Kannski í lok apríl.

Það var alvarleg frétt í sjónvarpiinu í gærkvöldi. Heyrnarlaust fólk t.d. frá Eystrasaltslöndunum og fleiri Austur Evrópu löndum er að flykkjast til landsins í tugatali og ætlar að setjast hér að og ætlar væntanlega að heimta þá bestu þjónustu sem fyrir finnst í heiminum sér til handa eins og plagsiður er hérlendis. Þetta er stór mál. Því heyrnarlausa fólki sem er fætt hérlendis hefur ekki verið sinnt nóg til þessa. Hlustaði á fyrrverandi þingmann Frjálslynda flokksins sem er heyrnarlaus mæla fyrir frumvarpi um réttarbætur til handa heyrnarlausum. Hvernig ætli staðan verði þegar tugir heyrnarlausra sem enginn skilur bætist við þennan hóp.

Af hverju ætli þetta sé. Ætli hafi ekki borist yfir hafið hve ístöðulitlir stjórnmálamenn eru hérlendis. Það þarf ekki nema fréttir einu sinni eða tvisvar í sjónvarpinu, tvo umræðuþætti í Kastljósi eða Íslandi í dag og þá er björninn unninn. Fjölmiðlamenn eru einnig oft eins og hreinir glópar. Nefna má sem dæmi strákinn frá Litháen sem hafði flækst hingað og lá í tjaldi í Laugardalnum í sumar. Það vantaði ekki viðtölin og kröfugerð um að stjórnvöld (líklega ríkisstjórnin) gerði eitthvað í málinu. Í hvaða landi hefði álíka umfjöllun átt sér stað. Örugglega hvergi nema ef kynni að vera í Færeyjum. Það er ekki nema von að svona lagað fréttist yfir hafið og vesalings fólkið haldi að hér sé hið endanlega Eldóradó fundið.

Ég er hrifinn af aðgerðum lögreglunnar í Kaupmannahöfn og staðfestu borgarstjórnarinnar. Auðvitað á ekki að láta einhvern skríl taka hús herskildi og neita að hlýða lögum og reglum. Ætli fréttatímar verði fullir í Danmörku um meint harðræði lögreglunnar eftir þessi átök eins og hér í sumar, þegar Óskar Bjartmars rakst í fréttamann svo hann steig afturábak aftur af stéttinni eða þegar stelpan var tekin út úr tjaldinu. Að sögn hafði þetta lið hvergi orðið vitni að álíka harðræði hérlendis í fyrra og fjölmilamenn löptu allt upp eins og blindir kettlingar.

Fróðlegt væri að vita hvort einhverjir kunningjar Kárahnjúka hafi ekki verið staddir á Nörrebro í dag. Kæmi mér ekki á óvart.

Engin ummæli: