Ég keypti mér þykka bók í Kaupmannahöfn um daginn eins og ég hef sagt frá. ég lauk nýlega við hana. Hún heitir Maó, Den ukendte historie eftir Jung Chang, rithöfundinn sem skrifaði Villtir Svanir, sögu þriggja kynslóða í Kína.
Hér áður vissi maður um Maóismann, heyrði um rauða kverið, rauðu varðliðana, menningarbyltinguna og þekkti eitthvað af Maóistum en engu að síður vissi maður ekkert um hvað þarna lá á bak við. Maó var formaður í Kína og var blessaður aftan og framan. Síðan fór aðeins að falla kusk á hvítflipann þegar fjórmenningaklíkan var tekin og drepin en sama var, maður vissi ekki neitt.
ég verð að segja það að þessi bók er ein sú óhuggulegasta sem ég hef lesið. Í henni er fjallað um æfi Maós, hvernig hann komst til valda í Kína og hvernig hann hélt völdum. Þeir fjöldamorðingjar sem maður hefur vitað helsta s.s. Stalín og Hitler eru eins og kornabörn í samanburði við Maó. Alls er talið að um 70 milljónir manna hafi látið lífið af hans völdum á friðartímum. Þá eru ótaldar þær milljónir sem létu lífið í hernaði s.s. í innanlandsátökum og í Kóreustríðinu svo dæmi séu tekin. Það er eiginlega mjög erfitt að lýsa innihaldi bókarinnar og þeim þjámningum sem kínverska þjóðin gekk í gegnum af völdum Maó, óhugnaðurinn er þvílíkur. Mannslífin voru minna virði en skíturinn undir fótum hans. Það olli kaflaskilum í sögu Maós þegar hann áttaði sig á því hve voldugt verkfæri misþyrmingar, pyntingar og manndráp voru. valdastaða hans byggðist á þvi að enginn var öruggur. Hann hleypir rauðu varðliðunum, ómenntuðum heilaþvegnum skríl, á embættismenn og alla þá sem höfðu eitthvað meiri þekkingu en blásnauður og óupplýstur almúginn, í þeim tilgangi að hreinsa út nánustu samstarfsmenn sína. Stærsta markmið Maós var að gera almenning að karakterlausum réttindalausum vinnuþrælun sem hefðu ekki nöfn heldur númer og væru alfarið á valdi ríkisins. Pol Pot í Kambódíu var dyggur lærisveinn Maós.
Það verður engu breytt héðan af í sögu Kína eins og hún var undir Maóismanum og örlögum þess fólks sem leið ólýsanlegar þjáningar á þessum tíma verður ekki breytt en það minnsta sem hægt er að gera er að vekja athygli á þeim óhugnaði sem átti sér stað í Kína á þeim árum sem Maó var að brjótast til valda í Kína og ríkti þar.
Ólafur Teitur Guðnason hefur þegar þýtt bókina og hún bíður nú útgáfu í handriti. ég mæli þeð því að fólk lesi þessa bók þegar hún verður gefin út.
Fór í viðtal við Sigmarí kastljósinu í kvöld. Gaman að fá tækifæri til að spjalla um hlaupin og sá kannski einhverjum fræjum. Hlaupakúltúrinn er stöðugt vaxandi verður gaman að sjá hvert þetta leiðir. Leist reyndar ekkert á þann félagsskap sem ég var settur í í Kastljósinu þegar ég horfði á það í heild sinni en það er annað mál.
þriðjudagur, maí 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
frábærlega, auk þess já þá hefur þú örugglega náð að sá nokkrum fræjum í leiðinni:-)
Já ég þarf að fara lesa þessa bók um Maó forman, það er alveg á hreinu, því ég verð nú að segja að af öllum löndunum sem ég hef komið til stendur nú Kína algerlega upp úr, enda magnað land með en magnaðri þjóð. Það er var nefnilega athyglisvert að finna það að sannleikurinn um Maó var að síast inn meðal Kínverja og vildu þér sem minnst um hann tala þegar ég var þarna 2003...
Skrifa ummæli