Allt í fínu lagi eftir RM. Engar blöðrur, engin eymsli eða stirðleiki og allar neglur þar sem þær voru fyrir hlaupið. Sé að aðalritarinn þarf að beita naglbítnum ótæpilega á tærnar eftir hvert hlaup. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Fór ekkert út á sunnudaginn en tók 20 km í gær. Flottar myndir af hlaupurunum hjá Torfa á hlaup.is. Mjög vel aðgengilegar og vel upp settar.
Fínt að heyra efasemdarrödd um Kolviðardæmið í útvarpinu í gær. Dr. Þóra Þórhallsdóttir grasafræðingur hefur greinilega efasemdir um ágæti þessa verkefnis. Maður skilur t.d. ekki hvers vegna það er plantað plöntum á Íslandi ef á að auka kolefnisbindingu úr andrúmsloftinu. Ísland er óhentugt til skógræktar vegna þess hve sumarhitinn er lágur. Það væri miklu árangursríkara að planta í heittempraða beltinu því gróðurhúslofttegundirnar eru hnattrænar en ekki bundnar við hvert einstakt land. Síðan er annað mál að ef á að planta fjórföldum Hallormsstaðaskógi á hverju ári þá hefur það engin smáræðisáhrif á ásýnd landsins. Hefur farið fram umhverfismat á þessum ósköpum. Ég sé að ríkisútvarpið er búið að aka afstöðu. Það segir í textavarpinu að "meðvitaðir eigendur bifreiða" kolefnisjafni bifreiðar sínar. Þá er ég ekki meðvitaður. Má ekki alveg eins segja að áhrifagjarnir og ístöðulitlir bifreiðaeigendur gleypi við þessu auglýsingaskrumi. Mun áhrifameiri aðferð væri að beita tollalögum til að gera þá bíla ódýrari sem gefa frá sér minni útblástur og lækka tolla á díselolíu því díselbílar menga minna en bensínbílar. Það verða margar kynslóðir bíla ónýtar áður en plönturnar fara að hafa einhver áhrif.
Heyrði í fréttum nýlega umfjöllun um einstæðan föður sem fær enga fyrirgreiðslu frá opinberum aðilum (samfélaginu) til að koma upp sérstökum búnaði heima hjá sér svo hann geti haft fatlaðan son sinn hjá sér. Móðirin sem hefur forsjá barnsins hefur aftur á móti fengið alla aðstoð sem möguleg frá hinu opinbera til að geta annast son sinn. Allt gott með það en af hverju nýtur pabbinn ekki sömu fyrirgreiðslu frá samfélaginu. Líklega vegna þess að einstæðir feður hafa verið nokkursskonar utangarðsfyrirbæri í þjóðfélaginu. Hagsmunafélag þeirra "Einstæðir feður" ætlar að taka málið upp og berjast fyrir leiðréttingum á þessu inni í kerfinu. Maður spyr sig hvað þeir aðilar sem segjast berjast fyrir jafnrétti kynjanna í samfélaginu gera. Ekkert hefur heyrst frá Jafnréttisráði enda kannski ekki von á þeim tíma sem liðinn er en maður sér á bloggsiðum að feministar eru að undirbúa sig undir að fara að telja karlkyns og kvenkyns hausa í væntanlegum skemmti- og menningarþáttum ríkissjónvarpsins á komandi vetri og ætla sér að sjá til þess að það hallist ekki á. Vitaskuld einbeita hagmunasamtök sér að því sem mikilvægast er hverju sinni.
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sæll Gulli.
Bara svona til gamans að láta þig vita að ég fór vestur á Rauðasand í síðustu viku og gekk út í Sjöunduá og þaðan í Skor.
Það er verulega fallegt þarna á þínum æskuslóðum sandurinn, fjaran og fjöllin.
Þetta er staður sem hægt er að mæla með, ég fer þarna aftur.
Kv Pétur H Ísleifsson.
Sæll Pétur.
Gott að þú hafir komið á Rauðasand í góðu veðri. Eftir því sem maður fer víðar, þá finnst manni hann verða sífellt fallegri!!!
Gunnl.
Ég þoli ekki þetta Kolviðardæmi og óskipulagða skógrækt á Íslandi. Eins og alltaf erum við að spá í að við fáum sjálf peninginn, e-r fær greitt fyrir að planta. En hvar?
Svo er kominn tími til að þú takir þátt í jafnréttisbaráttunni fyrst þú veist best hvar mest hallar á. Látir ekki bara aðra um það. :)
Skil ekki þessa hugsun að konur eigi að gera allt fyrir karla á þeim vettvangi og þeir bara sitji hjá og njóti.
kókó
Skrifa ummæli