miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Það hefur verið svolítil umræða um að þátttökugjöldin í RM hafi verið há. A.m.k. fyrir fjölskyldur þar sem margir vildu hlaupa. Þessi hugsun hvarflaði að mér eitt augnablik en hún hvarf strax aftur. Maraþonið kostaði 4.500 kr. Reyndar borgaði ég það með vinnu en ekki útlögðum peningum þar sem við héldum fyrirlestur um Grænlandsförina og skrifuðum grein í RM blaðið og fengum þátttökugjaldið í staðinn. Ég borgaði hins vegar fyrir krakkana mína 1.500 kr fyrir 3 km og 2.700 kr fyrir 10 km.

Ef manni finnst þátttökugjaldið hátt þá getur maður sleppt því að hlaupa. Það er option nr. 1. Það er valkostur hvers og eins að taka þátt í formlegum hlauum. Ef mann langar til að hlaupa en telur sig ekki hafa efni á því þá getur viðkomandi smeygt sér í hópinn og hlaupið með án númers en fær ekki skráðan tíma. Valkostur nr. 2. Þannig hljóp ég í mínu fyrsta skemmtiskokki árið 1994 þótt það hafi ekki verið djúphugsað og fyrirfram útpælt heldur einungis tilviljun sem dró dilk á eftir sér. Þetta gerir fólk hins vegar ekki.

Flestum finnast hins vegar hlaupahátíðir eins og RM er vera nokkursskonar árshátíð hlaupara og uppskeruhátíð. Þarna hittast gamlir og nýir félagar, fara yfir málin og spekúlera í því hvað er að baki og hvað framundan er. Venjulegt fólk sem kemur úr ollum áttum en hefur þetta sameiginlega áhugamál. Þetta er náttúrulega alveg magnað.

Það kostar að halda úti svona hlaupum. Aðkoma Glitnis hefur gert alla umgjörð miklu betri og er þakkarverð. Þátttaka í skokkinu gegnum árin hefur gefið manni það mikið bæði til líkama og sálar að það er ekki mikið endurgjald þótt maður borgi nokkra þúsundkalla á ári í þátttökugjald í slíkum viðburði eins og RM er. Við værum miklu snauðari ef það væri ekki til staðar. Ef það er kort um aura þá er tvímælalaust hægt að spara í einhverju öðru sem minna máli skiptir.

Fínt viðtal við Ásgeir Jónsson í Mogganum í ag. Karlinn slær ekki af heldur opinberar framtíðarplön sín. Þau eru ekkert smáræði. En þetta er eins og segir í sögunni um Lísu í Undralandi; „Ef þú veist ekki hvert þú ætlar þá skiptir ekki máli hvaða götu þú velur.“ Ásgeir er búinn að sigta út götuna.

Sé á norskri hleupasíðu að einungis ein norsk kona hefur hlaupið yfir 60 km í sex tíma hlaupi. Sú kona er reyndar finnsk en var norskur ríkisborgari um tíma. Eftir stendur an engin norsk kona hefur hlaupið yfir 60 km í sex tíma hlaupi. Elín okkar Reed kláraði það strax í fyrstu tilraun. Það verður gaman að sjá hvort fleiri bætast í hópinn í september.

Það er nýbúið að skipa í Jafnréttisráð. Í ráðinu sitja 9 manns, sex konur og þrír karlar. Jafnréttisráð skal leitast við að tryggja jafna stöðu karla og kvenna í samfélaginu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Auðvitað má kosta. Ekki eins og þetta sé einhver skylda. Fór í fyrsta sinn, 10 km. Skokkaði alla leið (eftir að hafa "hlaupið á vegg" 2 vikum fyrr) og var á betri tíma en ég reinaði með, 66 mín. Þvílíkt stuð.
Flott jafnréttisráð og flott nýja framkvæmdastýran. En hvers vegna varst þú ekki skipaður???
kókó

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hlaupið. Stuðið var mikið og kallar á fólk að vera með að ári.