þriðjudagur, september 11, 2007

Það er skamt stórrahögga á milli þessa dagana. Maryam Namazie var hér á dögunum. Jung Chang, sem skrifaði Villtir Svanir og Maó, sagan sem ekki var sögð var hér á bókmenntahátíð og síðast Ayaan Ali Hirsi sem er heimsþekkt fyrir baráttu sína gegn kvennakúgun í menningarheimi íslams. Það er mikill fengur að því að fá þessa einstaklinga til landsins og heyra milliliðalaust hvað þær hafa fram að færa. Málflutngur þeirra er skref í þá átt að brjóta niður ákveðna glansmynd og hreyfa við umrðu sem hefur að milklu leyti verið ýtt til hliðar hérlendis. Umræða um málflutning og framgang strangtrúaðra múslíma í nágrannalöndum okkar hefur verið sópað undir teppið og þeir sem hafa vogað sér að tala um hlutina eins og þeir eru hafa umsvifalaust verið afgreiddir sem rasistar. Það þekki ég af eigin raun. Margt fólk vill ekki ræða hluti eins og umskurð á stúlkubörnum, heiðursmorð á stelpum sem hafa flekkað heiður ættarinnar með því að taka saman við strák sem féll ekki karlpeningnum í geð, nauðungargiftingar á smástelpum til sér miklu eldri karla, misþyrmingar á eiginkonum o.s.frv. o.s.frv. Vitaskuld eru til glæpamenn í öllum löndum og innan allra trúarhópa en þessi voðaverk eru réttlætt með trúarlegum skírskotunum. Það er aðalatriðið og er það sem skilur á milli. Í Svíþjóð berst hópur strangtrúarmúslína t.d. fyrir því að orð Kóransins verði æðri sænskum lögum með þeim rökum að það sem frá spámanninum sé komið sé ofar þeim texta sem dauðlegir menn hafa samið.

Fór góðan brekkuhring á laugardaginn. Tók tröppurnar þrisvar. Kvefaðist um helgina og fór ekkert út í gær. 16 km í kvöld á góðu róli.

Engin ummæli: