Ég fór í fyrradag á fyrirlestur í Háskóla Íslandstil að hlusta á Maryam Namazie, stofnanda Samtaka fyrrverandi múslíma í Bretlandi, flytja fyrirlestur um islamista, samspil trúarbragða og stjórnmála og alltof mikið umburðarlyndi Vesturlandabæúa gagnvart islamistum. Háun lagði áherslu á að í nafni trúarinnar og svokallaðra menningarhefða viðgengist taumlaus kvennakúgun í múslímaríkjum sem viðgengist síðan hér á vesturlöndum með tilvísan til trúar og menningar. Í máli hennar kom fram að dómskerfi sumra landa tekur vægar á heimilisofbeldi hjá múslímum vegna þess að þar væri hefð fyrir því að karlar lemdu konur sínar því þær væru eign þeirra. Hún gagnrýndi einni þögn vestrænna kvennahreyfinga gagnvart kúgun á íslömskum konum.
Það er mikil nauðsyn á því að opna umræðu um þessi mál hérlendis og sérstaklega í ljósi hinnar miklu aukningar á flutningi erlends fólks til landsins. Múslímar hafa hins vegar flutt hingað í miklu minni mæli en til annarra Norðurlanda s.s. Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Það þarf ekki að fara lengra en til þessara landa til að sjá þau vandamál sem upp koma þegar ólíkum menningarheimum lýstur saman og þeir aðkomnu neita að aðlaga sig að reglum þess lands sem þeir flytja til. Til skamms tíma var þróunin sú að múslímarnir fengu sínu framgengnt með frekju og yfirgangi og umburðarlyndir og vandræðafælnir Norðurlandabúar gáfu eftir og hopuðu skref eftir skref. Það er ekki fyrr en á seinni árum sem stjórnmálamenn á Norðurlöndum hafa haft nægilega sterk bein í nefinu til að fara að taka á þeim vanda sem hefur skapast. Spurning er hvort það sé of seint.
Hérlendis hefur umræða um þessi verið hálfgert tabú. Þeir sem efast um að það sé heppilegt að feta í fótspor nálægra þjóða hvað þetta varðar eru umsvifalaust úthrópaðir rasistar af þeim sem predika kosti fjölmenningar og víðsýnis. Það eru nákvæmlega sömu sjónarmiðin sem leiddu Danmörku, Svíþjóð og Noreg í þá stöðu sem þarlendar þjóðir eru staddar í nú. Því er afar gagnlegt að einstaklingur sem þekkir þessi mál innanfrá komi til landsins og ræði þau. Það er ekki hægt að afgreiða hann sem fordómafullan rasista.
laugardagur, september 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli