Það eru að tínast inn skráningar í sex og þriggja tíma hlaupið á laugardaginn. Veðrið verður svona þokkalegt. Spáin er svolítið óstöðug, núna er spáð einhverri rigningu en það verður ekki hvasst. Það verður tekist á í sex tímahlaupinu og ég trúi að íslandsmetið falli, alla vega í karlaflokknum. Var að panta bikara og slíkt þannig að allt sé klárt.
Formaður félags múhameðstrúarmanna brást mér ekki þegar hann kom í Kastljósið í gærkvöldi. Hann tjáði sig þar um málflutning þeirra Maryam Namazie og Ayaan Ali Hirsi sem hafa báðar gagnrýnt múhameðstrúna, hvernig trúarbrögðum er blandað saman við stjórnmál og hvernig sú blanda notuð til grimmilegrar kúgunar kvenna víða um heim. Formaðurinn vísaði öllum málflutningi þeirra út í ystu myrkur, sagði að bakgrunnur þeirra og lífsreynsla væri einungis fjölskyldubundið vandamál sem mætti alls ekki alhæfa yfir heildina og það væri hreinn fasismi að banna notkun búrkanna og annara þeirra klæða sem hylja múhameðskar konur algerlega. Hann þurfti að vísu að viðurkenna það að það væri heimilt samkvæmt kóraninum að eiginmenn mættu berja konurnar þegar frekar lélegur spyrill tók það mál upp. Á hinn bóginn sagði hann að það vær aldrei gert því yfirleitt væri búið að leysa vandamálin áður en til þess kæmi. Síðan rifjaði hann upp að um 500 konur leituðu til Stígamóta á hverju ári hérlendis. Hann lagði sem sagt að jöfnu athafnir eðlislægra hrotta og texta Kóransins. Rifja má upp í þessu sambandi að þýskur dómari tók vægar á heimilisofbeldi á heimilum móhameðstrúarmanna en hjá öðrum þjoðverjum með þeim rökum að það að karlar berðu konuna sína væri hluti af þeirra menningu og því bæri að taka vægar á því. Þessi málflutningur var nákvæmlega eins og ég bjóst við að hann yrði og gerir ekkert annað en að staðfesta orð kvennanna. Spyrillinn hefði svo sem mátt fara aðeins út í umskurð, nauðungargiftingar á smástelpum, heiðursmorð á ungum konum og fleira í þeim dúr og fá sjónarmið formannsins á þeim málum. Líklega er það allt misskilningur líka.
miðvikudagur, september 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli