þriðjudagur, september 25, 2007

Kom til Aþenu í kvöld eftir að hafa beðið á Heathrow i nokkra klukkutíma. Nú blasir alvaran við. Flestir þátttakenda koma á morgun. Mér fannst hinsvegar nauðsynlegt að vera hér í það minnsta tvo daga áður en lagt er upp titl að venjast hitanum aðeins. Hitinn verður það erfiðasta. Það er dálítill munur að koma úr nepjunni heima. Það er spáð yfir 30 oC á laugardaginn. Nú er milt veður, logn og heiðskýrt (fullt tungl). Sólaruppkoma er um kl. 7.00 og sólsetur 12 tímum síðar. Það er því heitast í ca sex tíma milli kl.10.00 og 16.00. Á morgun verður kynningarfundur síðdegis. Annars verður dagurinn notaður við að sjá sig um. Ég hef aldrei komið til Grikklands áður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heill og sæll frændi. Njóttu Grikklands - var þar fyrir tæpum 30 árum og ætla þangað aftur einhvern tímann, lifi enn á minningunum úr 3ja vikna ferð þangað og þarf bara að loka augunum þá rifjast Grikklandstíminn upp. Akropolishæð, gamli Ólympíuleikvangurinn, rölt í Plaka hverfinu, Fornmynjasafnið, Torgin, Omania og Syntagma (minnir mig) og gatan á milli, Pyreus....bara fáein augnablik sem fljúga gegnum hugann. Þvílík uppspretta menningar og sögu veraldarinnar. Enn og aftur, njóttu landsins og gangi (hlauptu) þér vel ;-). Kv. Sólveig frænka.

Nafnlaus sagði...

Spennandi Gulli, ég öfunda þig af þessu öllu. Veit að þú ert í rétta forminu - bæði líkamlega og ekki síður andlega. Fylgist með.....

Nafnlaus sagði...

Ja, thetta är spennandi. Hef fulla tru a ad thu klarir thetta. Fylgist med

Vänling hälsning från Sveinn i Sverige

Nafnlaus sagði...

Gangi þér allt í haginn í Grikklandi! Það verður spennandi að fylgjast með á Netinu næstu daga. Sjálfur læt ég smalamennsku á Ströndum duga, það er hæfilegur skammtur fyrir mig. :-)