Sigurjón, Jói og Stebbi komu í kaffi í kvöld til að diskútera framkvæmd sex og þriggja tíma hlaupsins. Þetta er ekki flókin framkvæmd, ein drykkjarstöð og fyrst og fremst að skrá niður þá hringi sem hlaupnir verða. Veðrið hefur verið dálítið rysjótt að undanförnu og í umræðum kom upp sú hugmynd að efn það lítur út fyrir vind og vætu á annan laugardag þá flytjum við hlaupið inn í Elliðaárdal. Þar er alltaf logn þótt blási á víðavangi. Þetta kemur í ljós þegar líður á vikuna og verður tilkynnt með fyrirvara.Enda þótt skráningar fari hægt af stað þá vissu þeir um allnokkra sem ætla að fara bæði þriggja og sex tíma hlaup. Þetta verður vafalaust fínt. Það verður sótt að meti Barkar en spurning hvort einhver nái að slá elínu við en hún hljóp afar gott hlaup í fyrra.
Ég skráði mig í 48 tíma hlaup á Borgundarhólmi í maí á næsta ári nú eftir mánaðamótin. Kim Rasmussen ætlar að hafa bæði 24 og 48 tíma hlaup á næsta ári. Hann hafði sett mörkin við 15 í 48 klst en það eru þegar komnir yfir 20 sem hafa skráð sig. Þetta er nýr challange.
Fór 16 km í kvöld. Kvefaðist svolítið í gær svo maður er heldur linari en æskilegt hefði verið.
föstudagur, september 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli