Ég sé á veðurspám að það verður um 27 oC hiti í Grikklandi. Það verður heitt en svo verður kalt um nóttina uppi á fjallinu. Maður verður að undirbúa klæðnaðinn eð hliðsjón af þessu. Ég tek með mér tvenn pör af skóm og skipti þegar svona 100 km eru eftir. Tímamörkin eru nokkuð stíf til að byrja með en síðan slakna þau. Miklu máli skiptir að vera ekki mikið undir þeim til að byrja með og taka því rólega til að spara sig fyrir seinni daginn. Þetta verður erfitt.
Ég gleymdi að taka það fram í tjaldinu eftir hlaupið á laugardaginn að eitt af einkennum UMFR36 er að hver sá sem hleypur á vegum félagsins fær rétt til að bera húfu félagsins og verður þar með sjálfkrafa félagi í Ungmennafélaginu R36. Þetta ágæta félag hefur innan sinna raða marga af helstu harðjöxlum í ultrahlauparadeildinni hérlendis og því er félagsskapurinn góður. Grunnurinn að félaginu var lagður óformlega í sturtunni í Laugum einu sinni fyrir nokkrum árum og embættum var meðal annars skipað niður á þann hátt að ónefndur maður kom blautur úr sturtunni og sagði stundarhátt: Ég vil endilega vera ritari (og það gekk náttúrulega eftir).
"Af hverju berja karlmenn konurnar sínar?" Svona byrjaði umsjónarmaður Kastljóss í kvöld viðtalið við tvo sálfræðinga sem fengu ókeypis auglýsingatíma fyrir starfsemi aína hjá ríkissjónvarpinu í kvöld. Það var ekki spurt af hverju berja sumir, nokkrir, einstaka eða of margir karlmenn konurnar sínar. Nei, þykkt skyldi skorið og spurningin alhæfð yfir alla karlmenn. Þetta er svo sem í takt við þann yfirdrifna og fáranlega málflutning sem öfgafullir feministar hafa keyrt af fyllstu hörku í almennri opinberri umræðu á undanförnum árum. Karlmenn nauðga konum, karlmenn berja konur, karlmenn niðurlæga konur, karlmenn undiroka konur og ég man ekki hvað þeir gera konum til djöfulskapar til viðbótar. Það vita allir að það eru til glæpamenn, svo hefur verið og svo verður áfram, en að tala eins og allir karlar séu glæpamenn enda þótt sumir glæpamanna séu karlar það er dálítið langt gengið.
Ég heyrði í morgun í útvarpinu að það sé gríðarlegur munur á því hve mikið stærri hluti stúlkna en stráka lýkur framhaldsnámi. Strákarnir flosna miklu frekar upp úr skóla en stúlkur. Hvers vegna er það? Hvers vegna er sjálfsmorðstíðni meðal ungra stráka svo há sem raun ber vitni? Staðreyndir sem fara ekki hátt og þykja þar af leiðandi vafalaust ekki merkilegar. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að kynjafræðingarnir við Háskóla Íslands séu að grúfa sig yfir þetta og leggi niðurstöðurnar á borðið innan skamms. Kynjafræðin hlýtur að vera fyrir bæði kynin skyldi maður halda.
miðvikudagur, september 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er aðeins í þeim félögum þar sem ég fæ að vera ritari.
Skrifa ummæli