Ég var búinn að setja mig í gírinn með að setja nokkur vel valin orð niður í tilefni af furðulegri túlkun Árvakursútgáfunnar á því að þrjár konur vildu ekki mæta í Silfur Egils síðasta sunnudag. Þegar ég opnaði tölvuna þá fór Eyvör Pálsdóttir að syngja í sjónvarpinu lagið um litlu systur sínar tvær, Elísabetu og Elínborgu. Þá áttaði maður sig á því að það er uppbyggilegra að hugsa og skrifa eitthvað jákvætt heldur en að láta einhverjar manneskjur sem eru yfirleitt stútfullar af neikvæðni pirra sig þetta kvöldið. Mér finnst lag Eyvarar um Elísabetu og Elínborgu vera eitt fallegasta lag sem maður heyrir og sérstaklega þó þegar þær litlu syngja með stóru systur á plötunni. Þetta lag minnir mig mikið á lag meistara Cornelíusar Wreswiik, "Turistans klagan" þar sem barnakór syngur með honum og setur skemmtilegan blæ á lagið.
Miðað við venjulegan akstur hér innanbæjar þá hef ég að jafnaði þurft að fylla tankinn á éppanum á tveggja vikna fresti. Mér var farið að þykja sopinn ansi dýr svo ég setti hjólið á nagladekk og fór að hjóla alla þessa smáspotta sem maður hefur keyrt hingað til. Í vinnuna, niður í Laugar, niður í Vík og aðrar styttir leiðir hér í kring svo fremi að það rigni ekki eins og andskotinn. Nú tveim vikum sinna er búið svona 60% úr tanknum. Með svipuðu áframhaldi tekur það svona sex vikur að spara í olíu það sem kostaði að gera hjólið vetrarfært. Þar á eftir fer að telja inn á hjólið sjálft. Þetta er eins og svo margt annað bara spurning um að byrja og halda því svo áfram.
Það voru magnaðar fréttir sem bárust af því að samkvæmt niðurstöðum Sameinuðu þjóðanna þá eru lífskjör best í heiminum á Íslandi, landinu sem var fátækast allra landa í Evrópu fyrir um 100 árum síðan. Mér kemur það ekki svo mikið á óvart að Ísland sé í hópi þeirra best settu en það er magnað að ná toppnum. Þetta kemur sem góður þverbiti á ófyrirleitna og háværa umræðu sem skýtur upp kollinum af og til um að velferðarkerfið hérlendis sé í rúst, fátækt sé yfirþyrmandi og ég veit ekki hvað. Vitaskuld er það svo að þjóðfélag þar sem allir eru sælir verður aldrei til, það er svo einfalt. Það var svolítið fyndið að hlusta á umræðuna á Alþingi í dag þegar þessi mál væru rædd þá gat hluti þingmanna ekki talað um þetta nema að tína ýmislegt neikvætt til því jákvæðni er þeim ekki ofarlega í huga. Meir að segja býsnaðist einn þingmaður yfir mikilli rafmagnsnotkun íslendinga og taldi lítinn sóma að því. Ætli verði ekki næsta á dagskrá að hafa rafmagnslausa daginn eins og innkaupalausa daginn, bíllausa daginn og ég veit ekki hvað fleira sem enginn tekur mark á. Spurning hvenær maður geti yfir höfuð gert nokkurn skapaðan hlut ef forsjárhyggjumenn fengju að ráða. Ef það er eitthvað sem ég hef ekki áhyggjur af þá er það rafmagnsnotkun íslendinga. Rafmagn er framleitt með endurnýtanlegri vatnsorku en ekki með kolum eða olíu.
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gulli minn......mér finnast þessir lausu dagar leiðinlegir, hugsaðu þér eftirtalda lausu daga: peningalausa daginn (það hlýtur að vera innkaupalausi dagurinn öðru nafni) barnlausi dagurinn (hjá einstæðum foreldrum) matarlausi dagurinn (hjá þeim sem fara í megrun sem og þeim sem eru búnir með aurana í mánuðinum, gæti líka átt við peningalausa daginn) orkulausi dagurinn (þegar hiti og rafmagn fer af - gerist í sveitum vestra að vetri til).....svona mætti lengi telja, en þar sem enginn þessara daga hefur verið fundinn upp í Ameríku þá höldum við ekki svona daga (sbr. Valentínusardaginn sem nýlega er farið að halda uppá). Þetta er nú meiri vitleysan.
Kv. Sólveig frænka.
Sæl frænka og takk fyrir innleggið. Þú rifjaðir upp fyrir mér að einu sinni sátum við heima rafmagnslaus yfir jól og áramót. Þó skömm sé frá að segja var ég allt að því búinn að gleyma því. Þjóðarbúskapurinn bar líklega ekki skaða af taumlausri rafmagnsnotkun á Sandinum þau jólin. Ég verð að játa það að þetta forsjárhyggjukjaftæði er farið að fara í taugarnar á mér. Nú síðast á að fara að rannsaka að hvers vegna stelpur eru settar í bleik föt á fæðingardeildinni og strákar í blá. Godbevares.
Blessaður. Hvernig þætti þér hlaupalausi dagurinn, eða brekkuæfingalausi dagurinn.
Mig langar að vita hvernig þessar brekkuæfingar fara fram, geturðu skrifað smá um það.
Kveðja Erla
Skrifa ummæli