fimmtudagur, september 03, 2009

Ég rakst á grein um Ibóprófen (painkiller) í dag. Þar er fjallað um gagnsemi/skaðsesmi þess að nota íbóprófen í hlaupum. Þegar ég tók þátt í WS100 hlaupinu fyrir fjórum árum þá tók ég þátt í rannsókn um ágæti þess að nota íbóprófen í hlaupinu. Blóðprufa var tekin fyrir hlaupið og síðan strax þegar var komið í mark. Á leiðinni tók maður sex töflur með vissu millibili til að dempa sársaukann. Áhrif lyfjatöku rhafa verið skoðuð nákvæmar síðan rannsónin var gerð. Niðurstaðan var að þeir hlauparar sem nota íbóprófen í óhófi í hlaupum og fyrir hlaup eru í meiri hættu en aðrir til að fá meiðsli og áföll á ónæmiskerfið en þeir hlauparar sem nota slík lyf ekki. Það kom einnig í ljós að notkun á íbóprófeni getur haft áhrif á nýrun og starfsemi þeirra. Þessi niðurstaða var mjög athyglisverð ekki síst þegar í ljós kom að íbóprófen er notað í verulegum mæli án þess að þeir hafi leitt hugann að áhrifum þess og hugsanlegum afleiðingum. Í ljós kom að um 60% af Ironman keppendum í Brasilíu notuðu verkjalyf í einhverjum mæli á síðustu þremur mánuðum fyrir keppni. Margir íþróttamenn nota painkillers eins og vítamín. Með íbóprófeni deyfa þeir sársaukann og eiga þá auðveldara með að ljúka keppni að eigin mati. Síðustu rannsóknir hafa jhins vegar leitt í ljós að áhrifin geta verið þveröfug. Fæturnir eru ekki síður aumir eftir hlaup hjá þeim sem hafa notað verkjalyn en öðrum. Þeim líður heldur ekkert betur í hlaupinu en þeim sem notuðu engin verkjalyf. Að síðustu má geta þess að ef íbóprófen er notað mikið við æfingar þá hefur það þau áhrif að beinin þykkna síður en ella og vöðvarnir taka síðar við sér eftir stífar æfingar. Niðurstaðan er sem sagt sú að það er mjög tvíeggjað að nota íbóprófen við æfingar, í aðdraganda hlaupa og í hlaupum. Líkur á meiðslum vaxa við mikla notkun íbóprófens.

Ég hef aldrei notað íbóprófen eða önnur verkjalyf í löngum hlaupum nema í þessari rannsókn í WS100. Vitaskuld er maður stundum aumur og sár en það er bara partur af dæminu. Sársauki er tímabundinn en upplifunin eilíf.

Enn eitt kvöldið er Willum mættur með blýantinn og strikar út og suður á skjáinn hvað hefði gerst ef þessi eða hinn hefði hlaupið svona eða hinsegin. Þetta er svona eins og auglýsingin með Ceerios leikmönnunum. Það er allt svo auðvelt þegar menn geta spólað leikinn aftur á bak. Áhuginn hjá RÚV á þessari keppni er allt að því öfgakenndur. Þetta er svona dálítið íslenskt að kunna sér ekki hóf. Hvorki finnska eða norska sjónvarpið hafa sýnt frá öðrum leikjum en með þeirra eigin liðum. Hér voru vitaskuld allir leikir sýndir meðan íslenska liðið var enn í keppninni. Leikur fyrirliða hollenska liðsins er greindur sérstaklega í kvöld. So what. Samkvæmt Willum minnir leikur hollenska liðsins um margt á leik þess íslenska. Hann gleymdi bara að geeta þess að hollenska liðið er bara miklu betra. Desværre. Á sama tíma og RÚV hefur endalausan áhuga á þessu móti og sýnir og sýnir þá var ekki hægt að sýna beint frá eina mótinu í frjálsíþróttum sem haldið var hérlendis á þessu ári þar sem íslenskir íþróttamenn öttu kappi við erlenda keppendur. Það víkur allt fyrir fótboltanum í sjónvarpinu (fréttir, veður og fastir þættir) á meðan sýnt er frá gullmótinu kl. 1:15 eftir miðnætti. Þó hefur íslenska frjálsíþróttahreyfingin skilað fleiri Evrópumeisturum en knattspyrnan. Svo það sé enginn misskilningur á ferðinni þá var það fínt hjá stelpunum að komast í úrslitakeppnina. Það sýnir betur en margt annað jafnstöðu kynjanna hérlendis. Það er hins vegar óþarfi að fara úr límingunum af aðdáun.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Athyglisvert þetta með Íbóprófenið. Í London 2008 þjáðist ég af miklum verkjum í lærunum, var búinn að æfa vel (of mikið). Maður vildi nú helst klára hlaupið og fékk ég Ibóprófen sem krem á túbu, og hef trú að það sé betra heldur en tölfurnar, því það virki lókalt og fari minna í nýrun.

Nafnlaus sagði...

Ég held að maður eigi að fara mjög varlega í að nota verkjalyf við hlaupaæfingar og keppni. Sársauki er meerki um að eitthvað sé öðruvísi en það á að vera. Séu þessar merkjasendingar brenglaðar þá getur það m.a. haft í för með sér að maður þrælist áfram með meiðsli án þess að verða var við merkin. Það hefur bara eitt í för með sér að ástandið versnar. Síðan er annar hlutur sem e´g hef læítið vit á en það er áhrif verkjalyfja á nýrun. Í löngum hlaupum drekkur maður miknn vökva. Það hefur í för með sér mikið álag á nýrun. ég þekki það að maður er allt að hálfum mánuði að koma kerfinu í jafnvægi á nýjan leik. Ef maður leggur úrvinnslu á lyfjum á nýrun ofan á vökjaútskolunina þá er mér sagt að það geti skilið efftir sig spor. Ég forðast að nota verkjalyf í hlaupun þrátt fyrir að stundum sé maður orðinn ansi sárfættur.

Börkur sagði...

Speaking of the devil:

Lesið þessa grein
http://www.mailtribune.com/apps/pbcs.dll/article?AID=/20090902/NEWS/909020322

Annars þegar ég lenti í hásinameiðslunum og fékk mikla verki þá velti ég því fyrir mér að fá mér íbúfen en fattaði þá að þá myndi ég ekki vita hvenær ég væri að fá slæmt átak á hásinina svo ég sleppti því þar til ég kom niður í drykkjarstöðina.