Það var með ólíkindum að heyra í konunni í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þar sem hún varði það með kjafti og klóm að stjórnarmaður í Kaupþingi á árunum 2004 - 2008 hefði verið skipaður stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna. Rökin voru þau að hún hefði ekki verið dæmd sem um neitt misferli og því væri hún flekklaus. Það virtist ekki skipta máli að LV hefði tapað tugum milljarða á þeim ákvörðunum sem teknar voru eða ekki teknar í rekstri Kaupþings. Þarna er gengið eins langt í hundalógikkinni og frekast er unnt. Siðferðisvitund er ekki til, einungis einblínt á harðan lagabókstafinn. Nú veit ég ekki til að neinn af bankastjórum gömlu bankanna hafi verið dæmdir fyrir neitt misjafnt...ennþá. Engu að síður voru þeir allir látnir hætta. Hvers vegna skyldi það nú hafa verið? Voru þeir ekki hundvanir bankamenn sem þekktu sína banka betur en nokkur annar. Síðan er annar hlutur. Í fyrirtæki gegnir stjórn ábyrgðarmesta hlutverkinu. Stjórn setur formlega kúrsinn og leggur framkvæmdastjóra lífsreglurnar. Því ber stjórnarmaður meiri ábyrgð en framkvæmdastjóri fyrirtækis ef illa fer. Það gildir þó ekki í þeim tilvikum ef framkvæmdastjóri brýtur gegn samþykktum stjórnar og leynir stjórnarmenn upplýsingum.
Ég sé ekki að Jónshlaup verði haldið þetta árið. Það fáir hafa látið af sér vita að það er ekki farandi af stað með hlaup upp á þau býti. Vitaskuld eru það ákveðin vonbrigði en svona lagað er bara partur af þessu. Framboð og eftirspurn fara ekki alltaf saman í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum. Við þurfum að íhuga hvort grundvöllur sé fyrir að halda löng götu hlaup hér á landi á hverju ári eða hvort eigi að láta það nægja að halda þau annað hvort ár. Maður hélt að þróunin yrði hraðari en hún hefur verið. Þannig er það nú bara. Þeir sem hafa tekið skrefið til fulls í ultra greinar hafa margir byrjað í sex tíma hlaupinu. Það er mjög gott til að sýna fólki að það getur hlaupið miklu lengra en maraþon án þess að æfa dauðann ráðalausan. Slík reynsla blæs mönnum kapp í kinn og löngunin til að takast á við enn stærri verkefni byggist upp.
fimmtudagur, september 10, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli