Maður hefur sjaldan séð meiri dómgreindarbrest upplýstan en þegar bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands er staðinn að því að leiðbeina fyrirtækjum um hvernig þeir geti komist undan þvi að flytja gjaldeyri til landsins eins og lesa mátti um í Morgunblaðinu í dag. Ég hélt að allir venjulega hugsandi menn myndu vísa svona máli frá sér ef væri andað eitthvað á mann úr þessari átt ef þeir bæru smá respect fyrir setu sinni í bankaráði Seðlabankans. Ríkisstjórnin og þar með Seðlabankinn hafa þá stefnu að fá þann gjaldeyri sem fæst fyrir útflutning inn í landið aftur. Það er forsenda þess að minnsta von megi vera til þess að gengi krónunnar styrkist. Vitaskuld eru einhverjir að leita leiða til þess að komast því því. Það eru klassísk viðbrögð við boðum og bönnum. En látum aðra um það meðan menn sitja í bankaráði Seðlabankans.
Það er ekki frétt að einhver íhugi að stefna einhverjum fyrir meiðyrði. Það er ekki frétt ef einhver stefnir öðrum fyrir meiðyrði. Það er hins vegar frétt ef einhver er dæmdur fyrir meiðyrði. Það var hins vegar étið upp á hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum í dag að bankaráðsmaðurinn sem sagði af sér í dag ætlaði að stefna Mogga fyrir meiðyrði. Vonandi stendur hann við þau orð svo formleg niðurstaða fáist í málið en það verði ekki bara eitthvað orðageip.
Ég hef einu sinni lent í þeirri stöðu að vera sakaður opinberlega um ólöglegt athæfi. Þá var þrástagast á því í ákveðnum fjölmiðlum að það ætti að fara að kæra mig og fleiri félaga mína fyrir þjófnað. Þetta var á sínum tíma fyrir norðan þegar neðri kjálkinn var sagaður af hvalnum í fjörunni fyrir neðan Hól innan við Raufarhöfn. Enda þótt bóndinn á Hóli stæði við hliðina á okkur meðan kjálkinn var sagaður af þá fengum við að heyra það í fjölmiðlum daginn eftir og daginn þar á eftir að það ætti að kæra okkur fyrir að hafa stolist til þess. Það var ekki fyrr en við lögðum fram óyggjandi sannanir fyrir því að það sem við sögðum væri rétt að málið lognaðist út af. Nokkur ár á eftir var maður hins vegar spurður af og til að því að þvi hvort ég væri ekki sá sem hafi verið að stela hvalnum þarna fyrir norðan. Viðkomandi náðu sem sagt markmiði sínu með því að segjast ætla að kæra okkur fyrir þjófnað og principlausir fjölmiðlamenn átu það ótuggið upp eftir þeim.
Ég heyrði í dag sagt frá landráðstefnu jafnréttissinna sem haldin var fyrir vestan. Stórt mál á fundinum var að það væri skynsamlegt að lögbinda það að jafnt hlutfall karla og kvenna væri á framboðslistum til sveitarstjórna. Viðmælandi fréttamannsins sagði frá því að þetta væri víða gert erlendis en nefndi ekki eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings. Á öðrum Norðurlandanna hafa kjósendur möguleika á að hafa áhrif á uppröðun framboðslista í kjörklefanum þegar gengið er til kosninga til svetiarstjórna, héraða eða alþingis. Það gera þeir með því að krossa við ákveðna frambjóðendur en ekki einungis við ákveðinn framboðslista eins og hér. Engar reglur eru þar um að jafnt hlutfall kynjanna skuli vera til staðar. Það fólk sem fær flest atkvæði og best er treyst til verka situr í efstu sætunum.
Ef svona lög yrðu sett þá er eðlilegt að spurt sé hvað gerist ef ekki tekst að fá nægilega margt fólk af báðum kynjum á framboðslista. Er hann þá ólöglegur? Verður hægt að taka fólk með valdi og setja það á lista til að uppfylla bókstaf laganna? Verður kjörstjórn sett í steininn ef hún leggur fram lista með skökku kynjahlutfalli? Ég þekki þetta vandamál af eigin raun. Í það eina skipti sem ég hef verið í forystu fyrir framboði til sveitarstjórnar þá gerðum við allt sem við gátum til að fá konu í eitt af efstu þremur sætum listans. Það hefði þýtt sæti í sveitarstjórn ef við hefðum fengið meirihluta (sem við og gerðum). Það vildi engin kona vera í einu af þremur efstu sætunum svo við vorum þar þrír kallar en kona í fjórða sæti eða fyrsti varamaður þar sem við náðum meirihluta. Þetta var óhjákvæmilegt niðurstaða svo við kæmum á annað borð saman lista. Síðar þurftum við svo að liggja undir því að í fjölmmiðlum var bent á okkur af einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingum í þessum málum sem sérstaklega vont dæmi um karllægt framboð sem bæri að varast. Það er greinilega annað teoría en praxís eins og svo oft áður.
Á föstudaginn sá ég dagskrá einhverrar ráðstefnu um jafnréttismál. Alls voru 16 einstaklingar tilteknir sem fundarstjórar, ræðumenn og þátttakendur í panel. Kynjahlutföllin voru tólf á móti fjórum.
Tók Eiðistorgshringinn í dag í fínu veðri. Notaði hásopkkana sem Steinn benti mér á. Þeir styðja vel að kálfunum og eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir að maður fái krampa. Líklega nota ég þá í LB. Það spaír vel í LB, svona 17°C og skýjuðu. Betra getur það ekki orðið.
laugardagur, september 12, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli