Stjórn 100 km félagsins hefur ákveðið að standa fyrir 100 km hlaupi fyrsta laugardag í júní. Hlaupið verður haldið í Fossvoginum með nánari staðsetningu síðar. Umræða hefur verið um að hlaupa 5 km hring. Það gerir hlaupið einfaldara í framkvæmd því þar þarf t.d. minni mannskap við slíka framkvæmd heldur en þurfti þó þegar hlaupinn avr 10 km hringur. Þar sem hámarkstíminn til að ljúka hlaupinu er 13 klst þá er þetta a.m.k. 15 tíma törn fyrir þá sem vinna við hlaupið. Það er eins gott að veðrið sé gott. Það eru þegar svo margir búnir að skrá sig að það er ljóst að hlaupið verður haldið. Það passar að hefja undirbúning fyrir hlaupið núna um helgina. Þá eru 15 vikur til stefnu. Það fer enginn í 100 km hlaup nema að vera þokkalega vel undirbúinn (vonandi) svo það skiptir ekki máli með eina viku til eða frá. Hér er slóð á æfingaprógram fyrir 100 km hlaup. http://ultrarunning.co.nz/content/100km-training-programme Lykillinn að árangri í 100 k hlaupi er að taka löng hlaup bæði laugardag og sunnudag í rúma tvo mánuði. Þau þurfa að vera ca 3 - 5 klst.
Ég hef enn ekki tekið ákveðna stefnu á hlaup í sumar. Ég hef verið rólegur í álaginu og er að skoða ýmislegt. Þó þarf ég að fara að taka ákvörðun því tíminn líður. Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af því að það taki langan tíma að snúa sér almennilega í gang. Það gerist fyrr en varir því allt gangverkið er í fínu lagi. Meðal annars hef ég rekist á áhugavert 24 tíma hlaup í Belfast í sumar. Einnig veit ég um 48 tíma hlaup í Ungverjalandi. Spurning er hvort þar sé of heitt fyrir mig. Getur verið. Ég veit að ég get bætt mig í báðum þessum hlaupum. Það er bara að ákveða hvort á að ganga fyrir. Partur af þessu er síðan að sjá sig aðeins um en halda þó kostnaðinum innan ásættanlegra marka.
fimmtudagur, febrúar 10, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli