Þegar maður hlusta á útvarpið (Rás 2) á morgnana gegnum tíðina þá veltir maður þulunum sjaldnast fyrir sér. Þeir malla yfirleitt áfram í þægilegum átakalitlum gír og allt er eins og það á að vera. Nú í sumar eru afleysingamenn (vonandi) að störfum og það er bara eins og það sé verið að fara með þjöl í eyrun á manni. Þarna uppgötvar maður muninn á fagmönnum og amatörum. Þegar þularstarfið virðist ganga út á að hlægja að sjálf síns fyndni og lesa úr blöðunum og tyggja hver upp í annan hvað allt sé skemmtilegt og sniðugt sem í þeim stendur þá nenni ég þessu ekki lengur og skipti á Rás 1. Hún er sem betur fer enn til staðar. Ég ætla bara rétt að vona að þetta verði ekki viðvarandi ástand. Nóg er nú að það sé búið að senda Gest Einar í útlegð til Drangeyjar þó að þetta eigi ekki að vera svona um ókomna framtíð.
Um daginn þegar ég var niður í Þýskalandi þá fórum við meðal annars á rútu gegnum Dusseldorf. Konan sem var leiðsögumaður okkar sagði frá ýmsu og meðal annars af ástandinu í borginni. Ástandið í úthverfum henna rer víða mjög slæmt og víða varasamt að vera á ferli um kvöld og nætur. Það hélst í hendur að eftir því sem lengra dró í úthverfin og ástandið versnaði þá jókst umfang veggjakrotsins. Ég velti stundum fyrir mér hvað erlendir ferðamenn hugsa sem fara um okkar ágætu höfuðborg. Maður sér ekki svona yfirbragð í erlendum borgum eins og þykir sjálfsagt hér.
Nú er búið að tilkynna það að fyrirhugað sé að stofna stjórnmálaflokk sem ætlað er að berjast fyrir hagsmunum innflytjenda. Eitt af markmiðum hans er sagt vera að knýja á um byggingu mosku fyrir múslíma. Það er kosturinn við lýðræðið að maður hefur möguleika á að taka afstöðu til þeirra stjórnmálaafla sem starfa í landinu, fylgja einhverjum en berjast gegn öðrum. Ég áskil mér fullan rétt á að hafa skoðun á og taka afstöðu til þess að strangtrúaðir múslímar fari að skjóta sterkari rótum hér en orðið er. Langtímaspár segja að innan ca 50 ára verði t.d. Frakkland múslímskt ríki ef fer fram sem horfir. Stefán Snævarr hemspekingur minnist t.d. á stöðu þessara mála í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í gær þar sem hann er að svara Eiríki Bergmann.
Gaman að sjá mismunandi viðbrögð Valsmanna og Víkinga þegar búið var að draga í 8 liða úrslitum bikarins. Víkingar sáu ekkert nema gott við að mæta Völsurum á meðan Valsmaðurinn var bæði hikandi og stressaður yfir mótherjunum og kvað Valsmenn hafa getað verið heppnari. Öðruvísi mér áður brá. Það er tær tilhlökkun til leiksins í Laugardalnum eftir tæpar 3 vikur.
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli