Fór í fyrsta hluta mjólkursýrumælingar hjá Halldóru í Skógahlíðinni í gær. Það er gaman að takast á við þetta enda þótt það sé náttúrulega dálítið erfitt. Þannig hlýtur það að vera. Hún sagði mér að hún hefði þurft að neita nokkrum eldriborgurum!! um að taka þátt í testinu sem höfðu samband skömmu eftir að ég hringdi þannig að ég má prísa mig sælan að hafa sloppið um borð. Ég veit að ég er ekki nógu vel undir búinn að taka stífar hraðaæfingar en það er bara þannig. Fann vel fyrir prófinu í fótunum í gærkvöldi. Það er hins vegar fróðlegt að fá niðurstöðu um í hvernig formi maður sé. Slöngumælingin var seinni mælingin í gær og ég svitnaði svakalega eftir hana. Það var eins og svitalækirnir ætluðu aldrei að hætta að renna. Það sýnir þó að maður hefur eitthvað hreift sig. Næsti kafli verður í fyrramálið kl. 9.00.
Þeir Grænlandsfarar í Artic Challenge leggja upp í keppnina í dag. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þeim gengur. Þeir eru reynslunni ríkari frá því í fyrra og færra sem kemur á óvart. Ég fékk það á tilfinninguna að mataræðið hefði verið veikasti hlekkurinn hjá þeim í fyrra, sérstaklega í síðasta og lengsta leggnum. Við áreynslun sem stendur yfir í á annan sólarhring dugar ekkert annað en almennilegur matur. Menn eru þá ekki í snarpri sprettaáreynslu heldur í hægri stöðugri hreyfingu sem krefst allt annrarar fæðu heldur en stutt tímabundin átök. Þetta er erfiðisvinna og hún kallar á alvöru mat ef vel á að vera.
Renndi með Víkingsstelpurnar austur í Þorlákshöfn í gær. Þær voru að spila við stöllur síanr í Ægi í sjö manna bolta. Víkingarnir unnu öruggan sigur. Aðstæður fyrir austan voru eins og best getur verið, logn, hlýtt og rennisléttur völlur. Á eftrir var farið í sjoppuna og keyptur ís.
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Á hvaða hraða varstu settur? Fórstu upp í 18??
Bryndís M
Skrifa ummæli