föstudagur, nóvember 24, 2006

Nú eru mannbroddarnir dregnir fram og skokkað svo glymur í götunum. Síðasta vika var léleg vegna anna og storms og kulda en þetta stefnir allt til betri vegar. Þrátt fyrir frekar litla hreyfingu undanfarnar vikur þá steinliggur viktin á svona 82 kg, enda er óþarfa kolvetnaát ekki til staðar. Þetta er ekkert mál að sleppa kexi, kökum, sælgæti og öðrum óþarfa. Döðlur og aðrir ávextir ganga vel sem millimálasnakk.

Heyrði ánægjulega frétt í gær. Umhverfisráðherra hefur breytt tveimur reglugerðum. Hin fyrri var þess eðlis að öllum sem höfðu í hyggju að halda litla flugeldasýningu s.s. íþróttafélögum til að kynna vörur sínar hefur verið gert skylt að sækja um leyfi til umhverfisnefndar sveitarfélagsins (líklega vegna mengunarhættu). Þessar sýningar taka yfir leitt fljótt af og valda náttúrulega sára sára lítilli mengun. Svo skjóta allri landsmenn eins og þeir eiga lífið að leysa svo varla sést milli húsa a gamlárskvöld og fyrir því þarf engin leyfi. Svona getur ruglið verið.
Í öðru lagi breytti umhverfisráðherra reglugerð sem skyldaði alla sem höfðu í hyggju að halda litla brennu (ættarmót, sumarbústaðafélög, sólstöðuhátíðir o.s.frv. o.s.frv) til að sækja um leyfi til lögreglu og umhverfisnefndar. Nú þarf einungis að sækja um leyfi fyrir brennu sem er líkleg til að standa lengur en tvær klst eða stórar brennur eins og eru á gamlárskvöld. Ég veit að menn hafa verið að nöldra yfir þessari brennureglugerð og talið hana óþarfa. Embættismennirnir hafa vísað í Evrópusambandið og skýlt sér á bak við það og sagt að þetta séu reglur sem hafi komið með EES samningnum. Nú er náttúrulega komið á daginn að það var bara kjaftæði heldur áttu þessar reglugerðir rætur sínar að rekja til ofstjórnunaráráttu embættismanna þegar ráðherra getur breytt þeim eins og ekkert sé. Ég mað eftir því að ég fór að efast um þessi mál árið 2001 þegar ég fór með rútu frá Skiphóli til Brussel. Það rauk nefnilega því sem næst á hverjum bæ og því meir sem nær dró Brussel. Ég hef trú á að það sé víða tiltektar þörf í svona málum.

Engin ummæli: