miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Gott hlaup í gærkvöldi, dálítið kalt en með góðum klæðnaði þá er þetta í lagi. Það var athyglisvert viðtal við Arnar Jensson rannsóknalögreglumann í Mogganum í morgun. Hann fer yfir hvernig fjölmiðlum er misbeitt að hans mati í þeim tilgangi að gera vitni í Baugsmálinu ótrúverðug þannig að málflutningur þeirra verði léttvægur fundinn við vitnaleiðslur. Þetta er dálitið óhuggulegt ef satt er. Maður getur ekki annað en rifjað upp umræðuna í kringum fjölmiðlafrumvarpið og hvernig þeim fjölmiðlum sem hagsmuna áttu að gæta var miskunnarlaust beitt af fullum þunga í þeirri baráttu. Drottningarviðtölin við Jóhannes í Bónus eru einnig orðin nokkuð mörg þar sem hann veður af fullum þunga í nafngreinda menn. Það er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvernig staða sé orðin á þessu skákborði.

Hvaða frétt er það enda þótt nokkrir erlendir menn sitji við borð og reyni að læra mál innfæddra? Þetta gera allir sem vilja koma undir sig fótunum af einhverju viti í nýju landi. Maður sat og streðaði við að læra rússnesku á sínum tíma þegar ég vann í Rússlandi. Það þótti ekki fréttnæmt heldur sjálfsagður hlutur. Það er ekki ósjaldan sem ekki er hægt annað en að hrista hausinn yfir hinum svokölluðu fréttum sem er troðið upp í andlitið á manni gegn þvingunargreiðslum.

Engin ummæli: