miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Fékk Marathon&Beyond í dag. Þar er löng grein um Scott Jurek, þann mikla hlaupara. Hann er lílkega mesti ultahlaupari í heiminum í dag. Hann sigraði Western States sjö sinnum í röð og þrem vikum eftir sigur í WS í fyrra setti hann brautarmet í Badwater. Í ár sigraði hann Spartathlon. Scott er grænmetisæta. Hann segist ekki endilega hlaupa hraðar vegna þess en segist viss um að hann sé fljótari að jafna sig eftir erfið hlaup vegna grænmetisfæðisins.

Það voru margir sem tóku þátt í NY maraþoni um helgina. Það væri gaman að upplifa það einu sinni. Mig langar til að fara til Boston í vor þar sem ég náði aðgöngumiða á það í vor í London. Maður þarf endilega að taka þessi stóru borgarmaraþon meðan maður er að þessu. NY, Boston, Berlín, Hamborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur svo nokkur dæmi séu nefnd. Snautlegt að vita ekki af Helsinkimaraþoninu í sumar og standa svo og horfa á það.

Horfði á seinni partinn af viðtali við Egil Helgason á Sirkus í kvöld. Egill var rökfastur og talaði af þekkingu um afleiðingar hins mikla straums erlends fólks til Íslands þegar til lengri tíma er litið. Hann sagði t.d. að íslendingar hefðu hreinlega ekki efni á því að leggja í þann kostnað sem felst í því að kenna öllum þeim fjölda erlends fólks íslenskt mál sem kominn er til landsins. Sú staðreynd hefði aftur á móti í för með sér mikil útgjöld þó síðar verði sem allir sem vildu vita vissu í hverju felst. Dæmin liggja fyrir á Norðurlöndum. Því eru menn komnir í úlfakreppu. Hann spurði einnig um af hverju má ekki tala um þessa stöðu. Þvi er reynt að berja umræðuna niður með upphrópunum og tilvísunum um að viðkomandi séu rasistar. Það eru verstu viðbrögðin af öllum að mínu mati.

1 ummæli:

kókó sagði...

Ég horfði á maraþon í Zagreb í Króatíu og annað í Girona á Spáni. Ekki þverfótað fyrir þessum skokkurum...