Ég ætla að taka þátt í maraþoni á helginni, þó ekki því hefðbundna. Hrafn Jökulsson, skákfrömuður, ætlar að freista þess að ná 250 skáka marki í Kringlunni um helgina eða réttara sagt frá föstudegi til laugardags. Hrafn er mikill eldhugi og er aðdáunarvert að fylgjast með því uppbyggingarstarf sem hann hefur staðið fyrir á austurströnd Grænlands að kenna þarlendum börnum töfra skáklistarinnar. Það er það minnsta sem maður getur gert að leggja sitt litla lóð fram á þessa vogarskál, enda þótt ég kunni varla meir en mannganginn. Við Hrafn sátum saman eitt kjörtímabil í ferðamálanefnd Reykavíkur í minnihluta. Það var á árunum 1990 - 1994. Það var stundum svolítið gaman. Ætli ég fari ekki niðureftir seint á föstudagskvöldið og sjái til hvort það verði ekki pláss fyrir stutta skák.
Það hefur verið svolítil umræða um list og listsköpun að undanförnu. Hún hófst þegar fréttir bárust af því að einhverjir nemendur í Listaháskóla Íslands hefðu ekki getað tjáð sig í ljótleika á annan hátt en að míga yfir skólasystur sína. Ég verð nú að segja að mér finnst það hvorki frumlegt eða bera vott um mikla listsköpun. Ef menn komast ekki upp úr piss og kúk móralnum þegar komið er á háskólastig er ekki von á miklu þaðan af. Ég heyrði viðtal við annan listamann í gær. Hans listsköpun felst í því að hann slær sig meðvitundarlausan á svefnlyfjum og liggur síðan berstrípaður í sýningarsalnum á meðan gestir ganga um og skoða sýninguna. Það er ekkinörgrannt við að manni detti í hug saga H.C. Andersens um Nýju fötin keisarans við þessa yfirferð. Af hverju segir enginn við keisarann að hann sé ekki í neinum fötum.
Manni sýnist sem svo að skilgreining á list sé allt og ekkert. Allt sem þú gerir sé list ef út í það er farið. Þetta er í traun og veru bara spurning um markaðssetningu. Í þessu sambandi beinir maður sjónum sínum að hinu mikla og sígilda verki Hringrás sem er stillt út í Gallerí Skott. Ég hef nokkrum sinnum séð það verk. Það hefur ætíð verið fjölmenni á staðnum og nærstaddir hafa hópast að listaverkinu og höfundi þess. Menn hafa meir að segja rétt höfundi verksins peninga. Hvað vilja menn meira? Ég tilheyri þeim ágæta hópi sem færir list um landið. Listina til fólksins. Þetta er bara eins og hjá Stalín í árdaga. Hreyfanleg list er náttúrulega toppurinn. Listamennirnir eru á ferli á morgnana, síðan gjarna síðdegis og svo náttúrulega á kvöldin. Svo alltaf um helgar. Þeir fara oft margir saman og skjóta upp kollinum við ólíklegustu tækifæri. Aðgangur er ókeypis. Listaverkin eru til sölu fyrir rétt verð.
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli