laugardagur, nóvember 11, 2006

Fór í gærkvöldi út að borða á Broadway á Hotel Ísland með Sigrúnu og vinnufélögum hennar. Þetta var ágætt að mörgu leyti. Maturinn var fínn og vel úti látinn. Maður hefur fengið smá innsýn í hvernig stóreldhús virka í gegnum Hells Kitchen og sér þar að það er ekki sjálfgefið að allt smelli. Það gerði það í gær. Sýningin var svona og svona. Hljómsveitin var fín en maður heyrir vel hvað Tina Turner er góð söngkona þegar maður heyrir aðrar söngkonur vera að taka lögin hennar. Mér fannst eitthvað vanta til að þetta gengi upp. Það er í sjálfu sér ekki mikið mál að safna saman ákveðinni collection af lögum með einhverjum söngvara og keyra þau í gegn samhengislaust og kalla það show eitthvað en til að þetta verði eitthvað annað en bara coverdæmi þá þarf smá kjöt á beinin. Hver er Tina Turner? Hvaðan er hún? Hvenær byrjaði hún að syngja? Hvaða lög urðu fyrst vinsæl með henni og Ike? Með hvaða lögum sló hún í gegn eftir að hún braut sig frá Ike? Og svo framvegis og svo framvegis. Það er hægt að koma svona umgjörð til áhorfenda með skjávarpa, þarf ekki að vera langt eða fyrirferðarmikið en eitthvað í þessum dúr vantaði að því mér fannst.

Fór á ljósmyndanámskeiðið í morgun og því var ekkert hlaupið. Maður er ekki svo harður að dagurinn sé tekinn kl. 6.00 á svona dögum, ekki enn. Það er fróðlegt að fá uppfræðslu af alvöru mönnum og vona að dagurinn á morgun verði ekki síðri.

Skítt að fá stöðumælasekt á laugardegi í afkima á Hverfisgötunni en svona er lífið.

Engin ummæli: