miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Það er dálítið sérstök leið til að koma sér í fjölmiðla sem Samtök herstöðvaandstæðinga notaði nú um helgina. Samtökin óskuðu eftir því við sýslumaðnninn í Reykjavík að hann setti lögbann á för utanríkisráðherra á NATO fund í Riga, borguðu 6.000 kall í gjald fyrir að sýslumaðurinn tæki á móti kröfunni, og fengu í staðinn viðtöl í flestum fjölmiðlu. Fjölmiðlar eru mjög svag gagnvart þeim sem eru að mótmæla en þarna þurfti að borga smápening til að búa til fréttina. Gaman að vita hvenær lögbannskrafan verður tekin til afgreiðslu.

Oft er ansi mikið lágflug á því sem kallað er fjölmiðlun hérlendis en lægra hefur þó varla verið komist þegar einhver sem skrifar texta í Fréttablaðið (það er ekki hægt að kalla þetta blaðamennsku) fékk nokkra kunningja sína úr miðbæjarlífinu til að gefa álit sitt um hvaða staður úti á landi væri ömurlegastur. Álitin voru eftir álitsgjöfunum. Ég get alveg eins rakið hvaða álit skandinavar hafa á Reykjavík og ásýnd borgarinnar. ég las einu sinni að í hópi skandinava kom það álit fram að Reykjavík væri ljótasta borg af þessari stærðargráðu á Norðurlöndunum. Þá mótmælti einn svíinn því harðlega og sagðist hafa séð eina ljótari, iðnaðarborg inni í miðju í Finnlandi. Hvaða gagn er að svona umræðu? Hún er náttúrulega ekkert annað en forheimskandi í hvaða stærðargráðu sem hún er tekin. Ef að Reykvíkingar telja sig hafa efni á því að vera með derring og rembing gagnvart þorpunum úti á landi þá mega þeir eins búast við því að fólk frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, að maður tali nú ekki um London, París og Róm, gangi hér um götur fjasandi um hvað allt sé smáskítlegt og ömurlegt. Menn verða nefnilega að hafa efni á því að vera með rembing. Skoðanir þess sjálfhverfa liðs sem lifir í 101 og telur sig hafa efni á því að dæma aðra eru nefnilega ekkert merkilegri en skoðanir annarra.

Það er dálítið gaman að fylgjast með því hvað sérstaklega kratarnir eru svekktir yfir ummælum Jóns Sig frá því á laugardaginn. Jón kemur enfilega að hrinu borði og hefur stöðu til að láta skoðanir sínar í ljós, bæði inn á við í flokknum og eins út á við. Hann mun móta sína sjálfstæðu stefnu og er greinilega þegar byrjaður á því svo eftir er tekið.

Það eru nokkrir milljarðar sem eru foknir út um gloggann á 365 fjölmiðlum. Þetta kemur ekki á óvart. Það vissi hvaða maður sem horfði á hlutina með opnum augum að sjónvarpsstöð sem hefur starfsemi sem hentar 5 milljónum getur ekki rekið sig á 300 þúsund manna markaði. ég er mest hissa á því hvað lokunin kom seint. Innra eftirlitið hefði greinilega mátt vera betra. Svo ætlar einn af þeim snillingum sem eru ábyrgir fyrir þessu öllu að taka að sér ásamt fleirum að leiða þjóðarbúið inn í farsældina að eigin sögn. Godbevares.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll félagi!

Var nokkuð fat þarna á fundinum hjá Jóni Sig þar sem hann get þvegið hendur sínar?

Virðist vera sem alla í þingflokknum langi að komast í þetta fat enda alltaf gott að hafa hreinar hendur.

Kveðja Halli

Nafnlaus sagði...

Jón sagði í sumar.. "..það er billegt að gagnrýna í dag, ákvörðun sem tekin var fyrir tæpum 4 árum"!?! Ok, þetta er greinilega ekki í gildi í dag eða hvað?

kv. Halli