Fundur í 100 km félaginu í gær hjá Pétri Reimars. Tveir nýir félagar voru teknir inn, þeir Hilmar og Guðmundur Magni. Þeir kláruðu Århus 100 k í september með sóma. Þeir eru félagar nr. 12 og 13. Þeir sögðu okkur frá hlaupinu, og sýndu myndir. Næsta hlaup verður þann 8. sept. n.k. ef einhver er áhugasamur. Það var margt spjallað, menn velta fyrir sér leiðum í 100 km hlaupi hérlendis og eru ýmsar hugmyndir uppi. Það er greinilega bara spurning um tíma hvenær verður lagt í það, annað hvort á næsta ári eða þar næsta. Það er ekki spurning um að það sé til mannskapur, menn þurfa fyrst og fremst að koma sér niður á leið sem verði fastur punktur í svona hlaupi. Spurning er um þrjár útfærslur, hringhlaup, fram og til baka eða hlaupið milli tveggja staða. Síðasta úrfærslan er sú flóknasta varðandi mönnun. Það verður einnig að hugsa um að framkvæmdin sé ekki of flókin því þá þarf fleira fólk til að vinna við hlaupið.
Sá einkennilega grein í Mogganum í morgun. Þar fullyrti greinarhöfundur að hið hefðbundna þjóðríki sé dautt. Þvílík firra. Ég ætla rétt að vona að sá tími komi aldrei að íbúar álfunnar eða annara álfa verði einhve grár þjóðernislaus massi sem streymi frá og til eftir því sem stórfínansinn þarf á honum að halda. Það er dálítið einkennilegt að í sambandi við umræðu um málefni erlendra innflytjenda til Íslands að þá er mestu öfgana að finna hjá þeim sem segjast vera að berjast gegn öfgum. Þar eru stóryrðin, persónuníðið og upphlaupin. Lægst komst þó umræðan þegar einn pistlahöfundurinn skrifaði opið bréf til eiginkonu formanns frjálslynda flokksins sem er pólsk.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli