Fór út kl. 7.00 í morgun og tók Poweratehringinn og síðan út á Kringlumýrarbrú. Þar hittumst við Halldór, Jói og Pétur. Pétur var nýkominn frá Spáni og tók séræfingu en við hinir fórum fyrir Kársnes og síðan tókum við allar fjórar brekkurnar í Kópavoginum. Hátíðaæfing. Þetta endaði í um þremur tímum og nær 30 km.
Fótboltamót byrjaði hjá 4. fl. niður í Vík eftir hádegi. Sat þar við tímavörslu fram eftir degi. Það gekk vel nema úrslitin hefðu mátt vera aðeins öðruvísi. Það er eins og gengur.
Horði aftur á áramótaskaupið í kvöld. það var helmingi verra en síðast þar sem þá sá ég bara helminginn en nú allt. Það eina sem var þokkalega gert var Baugstrailerinn. Að vera að hirða upp gamla takta úr Spaugstofunni og Svínasúpunni er ekki afskaplega frumlegt. Það er erfitt að gera grínþætti, líklega eitt af því erfiðasta sem fengist er við. Línan milli fyndni og ruddaskapar getur verið mjög vandrötuð. Mér fannst þessi hópur sem sá um skaupið oft villast á leiðinni. Merkilegt hvað margir fjölmiðlamenn reka harðan áróður fyrir því að þetta hafi verið mjög gott.
laugardagur, janúar 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli