Fór í Laugar í gær og horfði á Túnis leikinn af brettinu. Það var fín stemming og fullt hús. Tók langlengsta brettahlaup sem ég hef náð eða 18 km. Tíminn leið fljótt og þetta var ekki mikið mál.
Eftir að hafa horft á þáttinn um Kína, Maóismann og endurskoðunarsinna í Kína þá velti ég því stundum fyrir mér hvort það megi finna samsvörun hérlendis. Á tímum Rauðu varðliðanna í Kína reyndu menn að rífa upp með rótum allt sem féll undir borgaraleg gildi, menningarverðmæti voru eyðilögð ef þau féllu ekki inn í stemminguna og þaðan af verra. Mér finnst karlaumræðan hérlendis vera angi af þessu hugarfari. Margt sem viðkemur körlum er orðið að skammaryrði í almennri umræðu eða notað í niðrandi merkingu. Jakkafataklæddir karlar er ekki beint hrósyrði. Á stórum fundi í síðustu viku hreytti einhver út úr sér hnjóðsyrðum í karlkynið og salurinn ærðist af fögnuði eins og kom fram í fjölmiðlum. Á fundinum voru svona 400 konur og 20 karlar. Í átökunum innan Frjálslynda flokksis er hann skilgreindur sem karlaklúbbur sem sé að verjast innrás konu. Það kemur aldrei upp í umræðunni að þarna geti verið um málefnalegan ágreining milli einstaklinga. Nýjasti frasinn er að skilgreina það sem karlar segja sem „karllæga hugsun“ og það er samasem merki á milli karlægrar hugsunar og að það sé tómt bull á ferðinni. Þegar farið er að veifa þessum vopnum er best að láta lítið fyrir sér fara.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli