laugardagur, janúar 27, 2007

Tók góðan túr í gærkvöldi. Poweratehringurinn með viðbót eða alls 16 km. Fór út kl. 7.00 í morgun og tók Poweratehringinn fyrst og hitti síðan Jóa og Halldór á Kringlumýrarbrúnni. Við tókum hringleiðina inn í Elliðaárdal og síðan út á Eiðistorg og svo til baka. Kom heim um kl. 11.00 og 38 km ríkari. Fínn dagur.

Kosið hjá Frjálslyndum í dag. Þar er greinilega erfitt ástand. Mér þykir alltaf heldur sérstakt þegar fólk fer í kosningar undir hótunum eins og að ef að það nær ekki kjöri þá muni það endurskoða stöðu sína í flokknum. Einhversstaðar væri það kallað bad looser. Fyrirkomulagið er náttúrulega hálf galið. Að allir flokksmenn geti mætt á staðinn og kosið í áhrifastöður gengur ekki upp. Ef nota á almenna atkvæðagreiðslu verður það að vera gert með póstkosningu því annars er alltof mikill aðstöðumunur hjá þeim sem búa við hliðina á fundarstaðnum og hinum sem búa víðs fjarri.

Það er einkennilegt að telja að það valdi stjórnmálaflokki erfiðleikum að vera of pólitískur. Með því er ekkert verið að gera annað en að tala niður til almennings. Almenningur er svo tornæmur að hann skilur ekki góða pólitík eru skilaboðin. Almenningur vill bara eitthvað hjal og snakk. Þetta er náttúrulega tómt kjaftæði. Almenningur tekur mark á þeirri stefnu sem hann treystir. Ef flokkar missa fylgi er það vegna þess að þeir ná ekki til kjósenda eða hefur stefnu sem höfðar ekki til nema lítils hluta þeirra. Þegar flokkar ná ekki til fólksins ættu þeir að líta í eigin barm í stað þess að gefa til kynna að það þurfi að skipta um kjósendur.

Skemmtilegur og spennandi leikur við Slóvena. Sem betur fer tókst landsliðnu að innbyrða sigurinn en tæpt var það.

Engin ummæli: