Kom norðan úr Skagafirði í gærkvöldi. Fór norður í Varmahlíð á föstudagskvöldið við þriðja mann og vorum svo með námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn frá Norðurlandi vestra í gær. Þetta var fínn dagur, alltaf gaman að hitta fólk á þeirra heimavelli og fara yfir hluti sem fólk er að fást við af áhuga og elju. Bakið er heldur að lagast og ég er farinn að geta sofið án þess að hendast upp ef maður hreyfir sig snöggt. Maður þjálfast í að sofa í nákvæmlega sömu stellingu alla nóttina. Skrítið hvernig þetta kemur fyrirvaralaust og án allrar ástæðu. Þarf að skoða þetta betur. Líklega hefur maður vanrækt bakið og magann eins og Bibba bendir á.
Það hefur verið mikil umræða um ofbeldi í samfélaginu á undanförnum mánuðum og misserum. Fyrirferðarmest hefur umræðan verið um um hið svokallaða kynbundna ofbeldi. Hugtakið kynbundið ofbeldi hefur verið þrengt í að þýða ofbeldi karla gagnvart konum. Ekki ætla ég að gera líttið úr alvarlegum afleiðingum þess að einhver beiti annan ofbeldi. Vafalaust er hægt að draga úr því með umræðu og öðru því sem almennar aðgerðir hafa upp á að bjóða. Það eru settir upp starfshópar, gefnar út skýrslur og ég veit ekki hvað til að vekja athygli á og draga úr hinu kynbundna ofbeldi. Allt gott um það. En það er með þessa umræðu eins og á svo mörgum sviðum að hún fer dálítið fljótt út í horn. Það væri gaman að fá yfirlit um það hvernig kynjahlutfallið sé milli þeirra sem verða fyrir ofbeldi. Það má til dæmis gera með því að skoða yfirlit um þá sem leita sér aðstoðar á slysavarðsstofunni eftir árásir og líkamsmeiðingar. Ég sá frétt á Vísi.is nýlega þar sem kom fram að að langmestu leyti væru þetta karlmenn á aldrinum 15 - 25 ára. Ég hef trú á því að drengur sem verður fyrir því að vera laminn í klessu af einhverjum óþokkum geti ekki síður geti ekki síður átt í erfiðleikum eftir slík óhæfuverk en kvenmaður sem verður fyrir árás glæpamanna. En um þetta er aldrei talað. Hvers vegna veit ég ekki. Ætli það sé vegna þess að strákar eru alltaf að lemja hvern annan og það sé normalt og ekki umræðunnar virði.
sunnudagur, janúar 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli