Ég hálf skammaðist mín á hlaðinu í gærkvöldi þegar ég hitti Gauta. Hann var að fara að taka sprett í kvöldblíðunni en ég var að fara austur á Þingvöll að sjá hvort ekki væri hægt að taka myndir. Ég sá þó ekki eftir því þegar austur var komið. Það var með ólíkindum gott veður á Þingvöllum í gærkvöldi. Logn, heiðskýrt, glampandi tunglsljós, um 0 oC og síðan norðurljhós með köflum. Ég átti alveg ein von á að sjá drauga og afturgöngur vaða um allt miðað við sögu staðarins en sá ekkert af slíku en á hinn bóginn voru nokkrir ljósmyndarar á staðnum með lítil ljós blaktandi. Gerði nokkrar tilraunir með að taka á mislöngum tíma og það var með ólíkindum hvað tunglið gefur mikla birtu. Ég var svo á leið upp að Öxarárfossi þegar norðurljósadýrðin helltist yfir. Þá er eins gott að hafa hraðar hendur því hún er jafn fljót að fara og hún er að koma. Náði nokkrum myndum sem ég er ánægður með. Kom heim undir miðnættið ánægður með kvöldið.
Fór á ljósmyndasýningu Spessa í Hafnarfirði kvöldið fyrir gamlársdag. Spessi er dálítið sérstakur ljósmyndari sem hefur sína eigin vinkla, s.s. þegar hann tók myndir af bensínstöðvum um allt land. Ég var því nokkuð spenntur, en var fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Nokkrar myndir af hlaðinu við vinnuskúrana á Kárahnjúkum, nokkrar myndir af óuppbúnum rúmum og níu myndir af sveitabæjum, teknar neðan af vegi. Ég sá ekkert þarna á sýningunni sem mér fannst frumlegt eða skemmtilegt. Hvað er merkilegt við að aka mynd af óuppbúnu rúmi og hafa yfirskriftina; Hvað hefur gerst þarna? Verðið var það sem heillaði mig mest. Ef svona rúmmynd selt á 200.000 kall eða einhver léleg mynd af bónabæ selst á 100.000 kr. þá er þetta kannski reynandi. Ég er hins vegar ekki viss um að framboð og eftirspurn séu í jafnvægi. Kannski er rétt að hafa svona lagað nógu dýrt, það glæpist þá kannski einhver á að kaupa þetta því hann heldur að það sé fínt.
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli