Fór á fyrirlestur Jung Chang í Háskólabíói í dag þar sem hún talaði um Maó formann. Jung Chang og maður hennar Jon Halliday hafa unnið stórvirki með þeirri vinnu sem liggur að bók þeirra "Maó, sagan sem aldrei" var sögð og er að koma út á íslensku í þýðingu Ólafs Teits Guðnasonar. Í bókinni er saga Maós gerð aðgengileg og er óhætt að segja að þeir sem helst hafa verið taldir standa upp úr í illvirkjum á seinni tímum af stærri gráðunni verða eins og kórdrengir við hlið formannsins. Ett var það sem kom fram í máli Jung Chang í Háskólabíói í dag sem maður hafði kannski ekki áttað sig á til fullnustu en það var hingríðarlega eyðilegging á menningarverðmætum í Kína sem átti sér stað að tilstuðlan Maós. Kíversk menning byggði á árþúsunda þróun en hana reyndi Maó að uppræta og eyða til að geta mótað lýðinn að eigin höfði.
Það er ekki hægt annað en að hvetja áhugamenn um sögu að ráðast að þessari þykku bók. Þeir verða ekki fyrir vonbrigðum.
Fékk myndavélina í dag. 55 klst liðu frá því ég keypti hana í Canada í gegnum Ebay þar til hún var komin í hús. Flott vél.
Tók langa æfingu í kvöld. Hljóp upp að Esju, gekk upp að læk og hljóp svo heim aftur. Var um fimm klst í túrnum. Þetta eru rúmlega 50 km. Léttur og fínn í fótunum.
laugardagur, september 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já það er alveg makalaust sem Maó virðist hafa gert á sínum tíma. Maður varð oft á tímum gersamlega orðlaus þegar maður horfði á afar fróðlega þætti um Maó sem sýndir voru á RUV fyrir stuttu síðan. Menningarbyltingin er auðvitað sér kapítuli út af fyrir sig, skelfilegt mál allt saman. Svo er spurning hvort maður leggi í doðrantinn :o)
Innilega til lukku með Canoninn. Ótrúlegt hve stuttan tíma það getur tekið að fá til sín vörur að utan. Vona að hún reynist að óskum.
kv
Þorkell Logi
Ég held að það sé ekki spurning fyrir þá sem hafa áhuga á mannkynssögunni og stjórnmálasögu síðustu aldar að slá sér á söguna sem aldrei var sögð. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Vélin er frábær. Prufukeyrði hana í gær í Keflavík. Því miður kom bara eitt stig í hús. Það er þá Skaginn um næstu helgi!!
Vertu ávallt velkominn á Skagann. Veit þó síður með gestrisnina hvað varðar stigin, við ætlum sannarlega að halda þeim öllum hérna uppfrá á næstu helgi. Vonandi falla Víkingar þó ekki, sérstaklega ef þeir halda sér uppi á kostnað KR-inga :o)
Skrifa ummæli