fimmtudagur, september 13, 2007

Það ganga vel skráningar í hlaupið á laugardaginn. Það eru komnir um 10 manns í sex tíma hlaupið og hátt í tuttugu í þriggja tíma hlaupið. Þetta er fínt og ljóst að margir ætla að nota sex tíma hlauið til að máta sig við lengri vegalengdir. Ég spái íslandsmeti á laugardaginn en Börkur hljóp allra manna lengst í fyrra eða rúma 63 km. Það verður erfiðara að slá vegalengd Elínar út. Nú spáir vætu á laugardaginn en þetta kemur bara í ljós. Ég held að veðrið verði ekki svo slæmt. Ef rignir verðum við með tjald á vettvangi fyrir starfsmenn og föt hlaupara.

Skráningargjald verður innheimt við rásmark við upphaf hlaups. Það er 2.000 kr fyrir sex tíma hlaup og 1.500 fyrir þriggja tíma hlaup.

Ef einhverjir áhugasamir eru ekki búnir að skrá sig þá eru þeir beðnir um að gera það hið snarasta.

Ég keypti myndavél á Ebay í gær sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Ég hef keypt allt mitt ljósmyndadót á Ebay og allt staðist eins og stafur á bók. Ofan í kaupið að kaupa góða myndavél þá var seljandinn frábær náttúruljósmyndari frá Canada en það vissi ég ekki fyrr en eftir á. Ég skipist á nokkrum emailum við hann í gær. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða frábærar náttúruljósmyndir frá Canada þá er slóðin hjá honum og konunni hans www.akwildlife.com. Það er enginn svikinn af því að skoða þessar myndir (og videó) sem hefur gaman af svona myndum á annað borð.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig á að borga þáttökugjaldið?

Nafnlaus sagði...

Við innheimtum skráningargjaldið við rásmarkið. Það er einfaldast.
2.000 kr fyrir sex tíma og 1.500 fyrir 3ja tíma hlaup.
G.

Nafnlaus sagði...

Og hvaða græja var keyft?
Langar að benda þér á einn góðan í Canada; http://www.flickr.com/photos/lesec/
kv Jón Kr

Nafnlaus sagði...

Ég sló mér á Canon 1D Mark II N, notaða. Þetta er hríðskotabyssa.
Flottur ljósmyndavefur.

Nafnlaus sagði...

Noh, þetta er mikil græja.
Eins gott að þú sért í góðu formi, er þetta ekki svo þungt að það er eins og að hafa lyftingasett framan á sér að vera með svona vél um hálsinn :o)

kv Þorkell Logi