Laugavegurinn fylltist á einum sólarhring. Um 400 manns eru skráðir. Laugavegurinn er þannig örugglega fjölmennasta ofurhlaup á Norðurlöndum. Í Lidingoloppet í Svíþjóð eru rúmlega 300 þátttakendur. Þetta er ekki frétt hjá íslenskum íþróttafréttamönnum. Í bréfi sem Gísli Ásgeirsson hefur undir höndum frá íþróttadeild RUV er farið háðulegum orðum um Laugavegshlaupið. Þar er að sögn Gísla talað um "miðaldra fólk á rölti um hálendið" og hlaupið lagt til jafns við gönguferð um Hornstrandir.
Ég held að það sé ekkert annað að gera í þessu máli en að bjóða Útvarpsstjóra frímiða í Laugavegshlaupið fyrir íþróttadeildina komplett og láta þá leggja af stað með því fororði að þeir sem ná ekki í mark undir sex tímum þurfi ekki að mæta aftur til vinnu í Efstaleitið. Ætli það væru ekki ýmsir farnir að svitna þegar kæmi að Kápunni?
Ég hef ekki séð álíka umræðu um niðurstöðurnar í kjöri á íþróttamanni ársins eins og nú. Sérstaklega eru margir undrandi á því hver valinn var í annað sæti. Einnig er áberandi hve skakkt hlutfallið er á milli boltagreina og annarra íþróttagreina. Besti spjótkastari kvenna á Norðurlöndum í fyrra fær t.d. einungis 12 stig af 380 mögulegum. Spurningar vakna um hvort núverandi fyrirkomulag á kjöri íþróttamanns ársins sé verjanlegt. Eru þeir 19 íþróttafréttamenn sem starfa á fjölmiðlum réttur þverskurður þjóðarinnar í þessu efni? Ég held ekki.
Ég horfði á fyrri hluta myndarinnar "Guð blessi Ísland" eða hvað hún hét myndin sem avr sýnd í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum. Ég gafst upp um miðbik hennar. Mér fannst hún einfaldlega léleg og alls ekki þess virði að sýna hana í sjónvarpinu. Vörubílstjórinn og ljóshærða konan voru alls ekki dæmigerðir íslendingar sem höfðu orðið illa í efnahagshruninu. Margt kom þarna fram sem manni fannst tóm vitleysa. Mér finnst að það verði að gera greinarmun á því fólki sem hefur verið skynsamt í fjárfestingum en verður fyrir áföllum vegna atvinnumissis eða annarra hluta sem það ræður ekki við til viðbótar við minnkandi kaupmátt og hækkandi lán eða áhættufíkla sem spenna bogann til hins ítrasta í góðærinu með hyperlántökum og mega svo ekki við að eitt eða neitt breytist til his verra.
Ég sá í dag viðtal við forseta vorn á Bloomberg á youtube. Kallinn kom vel út. Þetta er það sem íslendinga hefur vantað. Umræðu um sjónarmið hins venjulega fólks. Hverju það skilar er erfitt að segja en það gerir varla illt verra.
föstudagur, janúar 08, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Las um jólin hverjir hefðu orðið í 10 efstu sætunum og svo hvað þeir hefði unnið sér til tekna til að vera á topp 10. Hjá Eið var það einhvernveginn svona: "....hann hefði jú setið á bekknum eða ekki komist í liðið (Barcelona) allt árið en liðið hefði orðið meistari (Evrópu) og þar með hefði Eið tekist það sem engu öðrum Íslending hefði tekist (orðið meistari sem vatnsberi fyrir hina leikmennina væntanlega). Hann ætti því skilið að vera á þessum lista...!
Skrifa ummæli