Það var mikið um að vera á helginni. Ég tók tvö löng hlaup bæði laugardag og sunnudag. Fór snemma út til að vera kominn på plats bæði á laugardag og sunnudag. Jói var að spila með Víkingunum við Selfoss í hádeginu á laugardaginn. Síðan lá leiðin niður í Laugardal því María var að keppa á Stórmóti ÍR. Nú er innanhússvertíðin að hefjast og næstu helgar verða meira og minna undirlagðar undir frjálsíþróttamót. Það er alltaf spennandi þegar uppskerutíminn hefst. Allir eru orðnir ári eldri en í fyrra og margir eru að eflast að styrk og reynslu. Það eru margir flottir krakkar að koma upp úr unglingastarfinu sem verður spennandi að fylgjast með á komandi árum.
Nú er farið að brydda á hugmydnum um að það eigi að skella á þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið um leið og greidd verða atkvæði um Icesave lögin. Ég held að þeim sem svo tala sé ekki sjálfrátt. Það verður ekki sett á þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð undirstöðuatvinnuvegs þjóðarinnar með eins og hálfs mánuðar fyrirvara. Um hvað ætti að kjósa? Viltu fyrna kvótann? Hvað þýðir það? Upp úr sumum stendur að það blossi upp gríðarleg óánægja með kvótakerfið um hverjar kosningar. Stenst það? Frjálslyndi flokkurinn sem gerði sérstaklega út á óánægju með kvótakerfið fékk eitthvað um 7,0% atkvæða í næstsíðustu kosningum. Flokkurinn þurrkaðist síðan út í síðustu kosningum. Ekki bendir það til að það hafi verið nein allsherjar hreyfing í þá átt að breyta kvótakerfinu. Vitaskuld eru hnökrar sem þarf að laga s.s. að auka veiðiskyldu. Auðlindaskattur er fyllikega umræðunnar virði. En að líta á alla þá sem gangstera sem hafa verið á einn og annan hátt að koma sér fyrir í atvinnugreinini á liðnum árum og stunda hana af krafti er náttúrulega út í hött. Umræðan um þetta mál er því miður út og suður eins og gerist svo oft hérlendis. Í hvaða átt ætla emnn að fara í þessu máli? Hvaða leið á að velja? Það er grundvallarspurningin.
Á þessum tímum þegar verðmætasköpun og nýsköpun er mikilvægara en aldrei fyrr verður að leita allra leiða. Góðar hugmydnir eru gæddar þeirri náttúru að þær rýrna ekki þótt þeim sé deilt með öðrum heldur vaxa líkurnar á að þær komi að gagni eftir því sem fleiri velta þeim fyrir sér. Ég held að eitt það gagnlegasta sem hið opinbera gæti gert í að hvetja til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar væri að kenna fólki að versla á netinu. Markaðurinn er allur heimurinn. Maður þarf ekki að ná til margra prómilla til að hafa bara ágætis kúnnahóp. Tölvur eru í hvers manns húsi svo ekki vantar tækjakostinn. Ég skoðaði þetta aðeins í fyrra en hef ekki gefið mér tíma til að sökkva mér níður í þetta. ég veit hins vegar að þetta er hægt. Það er dálítið merkilegt að tekjuskattshæsti einstaklingurinná Vestfjörðum sé að selja aðgang að dúkkulísuformum á netinu. Hún þénar meir en aflaskipstjórar. Það á að læra af þessu og virkja fjöldann. Það er alveg á hreinu að út úr því myndnu spretta mörg fín verkefni. það þarf ekki að virkja fallvötn eða menga loft eða lög til að keyra svona verkefni.
þriðjudagur, janúar 26, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Heyrði af þessu námskeiði fyrir stuttu: http://ebayiceland.info/ en ég þekki reyndar ekkert til um hverjir standa að þessu eða hvort hægt sé að mæla með því.
Skrifa ummæli