Tveir svíar hafa síðasta sólarhringinn verið að keppa að því að ná metum í 24 tíma hlaupi og 48 tíma hlaupi á hlaupabretti. Valdimar Andersen byrjaði að hlaupa í gærmorgun. hann ætlaði að hlaupa í 48 tíma og endurheimta norðurlandametið í 48 tíma hlaupi á bretti. Hann setti norðurlandamet í hitteðfyrra en þá hljóp hann 277 km á 48 tímum. Stefan Lindvall frá Gautaborg, sem ég keppti við á Borgunarhólmi sl. vor, bætti um betur í fyrra og hljóp 297 km sl. vetur. Heimsmetið á Írinn Tony Magdan en hann hljóp 402,22 km árið 2008. Valdimar hætti hlaupinu nú síðdegis eftir 33 klst en þá hafði hann náð 197 km. Hann var um 12,5 klst að hlaupa fyrstu 100 km.
Hans Byrén hóf 24 tíma hlaupið í morgun. Hann hefur nú hlaupið í 13 klst og hefur á þeim tíma náð að fara 114 klst. Hann var 11 klst að hlaupa fyrstu 100 km. Hann ætlar að fyrst og fremst að bæta sænska metið sem er 180 km og fer mjög líklega nokkuð létt með það. Markmiðið er þó að fara yfir 200 km á 24 klst. Norðurlandametið í 24 klst hlaupi á bretti á norðmaðurinn Lars Sætran en það er 193,08. Heimsmetið í 24 tíma hlaupi á bretti á Bandaríkjamaðurinn Christopher Bergland en hann hljóp 247,45 km árið 2004.
mánudagur, janúar 04, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli