Fór út með Vinum Gullu í morgun í góðu veðri. Sluppum að mestu við skúrir. Hlaupið losaði 22 km þannig að helgin gerir sig með 55 km. Ágætt. Það rekur hver stórviðburðurinn annan. Nú er Ásgeir í hlaupabrautinni í Sviss. Hann er búinn með sund (3,8 km) og hjólreiðar (180 km). Sundið gekk vel en ég hef á tilfinningunni að hjólreiðarnar hafi tekið lengri tíma en ætlað var. Það verður nánar skýrt út þegar hann gefur skýrslu. Hann er á góðu róli og klárar þetta með miklum sóma ef ekkert komur upp á sem gerir ekki (7 - 9 - 13). Hægt er að fylgjast með því hvernig gengur á ironman.com/events/ironman/switzerland/?show=tracker&y=2006
Ásgeir kláraði með miklum sóma á 12.57. Maraþonið fór hann á 4.12 sem skutlaði honum upp um ein 300 sæti eftir að hjólreiðum var lokið. Frábært.
sunnudagur, júlí 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já kærrar þakkir fyrir stuðninginn Gunlaugur, það munar mann miklu þegar maður veit að kappi eins og þú ert að fylgjast með manni og já þú hefur rétt fyrir þér með hjólið, það sprakk tvisvar þannig að það gekk á ýmsu...
Skrifa ummæli